Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 31
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 31
RÁÐSTEFNA 190 ríkja um
spillingu hófst í Haag í Hollandi
í gær. Síðar er stefnt að því að
undirritaður verði alþjóðlegur
sáttmáli á vegum Sameinuðu
þjóðanna um baráttu gegn mút-
um, opinberum fjárdrætti og
öðru misferli í stjórnkerfinu.
Benk Korthals, dóms-
málaráðherra Hollands, sagði
er hann setti ráðstefnuna að
spillingin virti engin landamæri
og því yrðu öll ríki að taka hönd-
um saman í baráttunni gegn
henni. Þótt ástandið í þessum
málum sé betra á Vesturlöndum
en víðast hvar annars staðar var
það samt viðtekin venja þar til
skamms tíma, jafnt hjá opinber-
um sem einkafyrirtækjum, að
nota mútur til að greiða fyrir
viðskiptum erlendis. Ráðstefn-
una sitja m.a. fulltrúar Indón-
esíu, Úganda, Indlands og Pak-
istans en þessi ríki eru á
alþjóðlegum lista talin með
þeim spilltustu.
Ekki gin- og
klaufaveiki
ÓTTI við að gin- og klaufaveikin
væri komin upp í Noregi reynd-
ist ekki á rökum reistur. Ekki er
þó enn alveg ljóst hvaða sjúk-
dómur hrjáir tvær kýr á Finnøy
og því verður bærinn í sóttkví
enn um sinn eða þar til það ligg-
ur fyrir. Er búist við niðurstöð-
um um það fyrir vikulok.
Sendimenn í
verkfalli
GRÍSKA utanríkisþjónustan
var meira eða minna lömuð í
gær en þá lögðu sjö af hverjum
tíu sendimönnum, sem starfa
innan Grikklands, niður vinnu
og eitthvað var um að grískir
sendimenn erlendis gerðu það
einnig. Boðuðu þeir til sólar-
hringsverkfalls til að krefjast
hærri launa en að þeirra sögn
hafa þau lítið hækkað í 10 ár.
Þótt þeir hafi háskólapróf séu
byrjunarlaun þeirra ekki nema
rétt rúmlega 50.000 ísl. kr.
Valdaráni
afstýrt
HERINN í Mið-Afríkulýðveld-
inu virðist hafa komið í veg fyrir
valdarán í landinu og hrundið
árásum uppreisnarmanna í
hernum á aðsetur forsetans,
Ange-Felix Patasse, og á aðrar
byggingar í höfuðborg landsins,
Bangui. Haft er eftir frönskum
sendimanni að allt að 100 upp-
reisnarmenn hafi verið í flokkn-
um, sem réðst á forsetabústað-
inn, og margir hafi fallið í
átökunum. Sagt er að uppreisn-
armennirnir séu úr hersveitum
sem reyndu að ræna völdunum
1996 og 1997.
Eldur í jarð-
göngum
ELDUR kom í gær upp í flutn-
ingabíl í jarðgöngum milli
Bardonecchia og Torínó á Ítal-
íu. Voru átta slökkviliðsbílar
kallaðir á vettvang og tókst að
slökkva eldinn í bílnum á
skömmum tíma. Voru 14 manns
fluttir á sjúkrahús af ótta við að
þeir hefðu orðið fyrir reykeitr-
un.
STUTT
Sáttmáli
gegn
spillingu
ABDURRAHMAN Wahid, forseti
Indónesíu, fyrirskipaði í gær örygg-
ismálaráðherra sínum að tryggja að
hægt yrði að
halda uppi lögum
og reglu í land-
inu. Forsetinn
gekk þó ekki svo
langt að lýsa yfir
neyðarástandi,
eins og búist
hafði verið við, til
að geta leyst upp
þingið og komið í
veg fyrir að það
höfðaði mál á
hendur honum til embættismissis.
Neðri deild þingsins kemur saman
á morgun til að ræða hvort höfða eigi
mál á hendur forsetanum sem hefur
verið sakaður um aðild að tveimur
spillingarmálum og vera óhæfur til
að gegna embættinu. Talsmaður for-
setans sagði á sunnudag að hann
myndi lýsa yfir neyðarástandi ef
neðri deildin ákvæði að hefja máls-
höfðunina sem hann segir geta orðið
til þess að landið leysist upp. Her
Indónesíu hefur lýst því yfir að hann
myndi ekki styðja slíkar ráðstafanir
af hálfu forsetans.
Ríkissaksóknari Indónesíu sagði í
gær að Wahid væri ekki viðriðinn
spillingarmálin en líklegt þykir að
andstæðingar forsetans reyni samt
að svipta hann embættinu.
Óeirðir á Austur-Jövu
Þúsundir stuðningsmanna forset-
ans gengu berserksgang í gær í að
minnsta kosti fimm bæjum á Austur-
Jövu, höfuðvígi stærstu samtaka
múslíma í landinu, Nahdlatul Ulama,
sem Wahid fór fyrir þar til hann tók
við forsetaembættinu fyrir 19 mán-
uðum. Ráðist var á byggingar sem
tengjast andstæðingum forsetans.
Stuðningsmenn og andstæðingar
forsetans hafa hótað óeirðum á göt-
um höfuðborgarinnar þegar neðri
deild þingsins kemur saman á morg-
un. Lögregluyfirvöld hafa varað við
því að skotið verði á þá sem reyni að
ráðast inn í þinghúsið.
Andstæðingar Wahids sögðu að
fyrirmæli hans í gær væru óþörf því
það væri þegar í verkahring öryggis-
málaráðherrans að tryggja að haldið
yrði uppi lögum og reglu í landinu.
Þingið í Indónesíu íhugar að höfða mál á hendur forseta landsins
Wahid sviptur
embættinu?
Jakarta. AFP.
Abdurrahman
Wahid
AP