Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 33 „MÉR líður ljómandi vel. Sonur minn, Bragi Agnar, var að senda mér símbréf frá Toronto, þar sem hann býr. Hann var í Chicago um helgina að skoða byggingar sem arkitektinn frægi Frank Lloyd Wright teiknaði og sagði greini- legt að bestu byggingarnar hefði hann gert eftir að hann varð sjö- tugur. Sonur minn kvaðst sann- færður um að þessu yrði eins farið með mig. Ég myndi mála mín bestu verk eftir sjötugt. Mér þótti ákaf- lega vænt um þetta,“ sagði Bragi Ásgeirsson listmálari í samtali við Morgunblaðið umvafinn gestum í Galleríi Fold í gærkvöldi. Tilefnið var opnun afmælissýningar en Bragi varð sjötugur í gær. „Sé hægt að segja að einhver hafi helgað sig myndlist af lífi og sál heitir sá maður Bragi Ásgeirs- son,“ segir í sýningarskrá Foldar. „Líf hans hefur frá æsku snúist um þetta margvíslega listform og áhrif hans á íslenskt myndlistarlíf eru miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. Bragi hefur ekki að- eins verið álitsgjafi og aðal- gagnrýnandi stærsta dagblaðs landsins í áratugi, hann hafði einn- ig gífurleg áhrif á fjölda okkar merkustu núlifandi myndlist- armanna, sem nutu leiðsagnar hans í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.“ Á sýningunni í Galleríi Fold eru fjörutíu nýjar og nýlegar myndir en á laugardag var opnuð önnur sýning á verkum listamannsins, í Galleríi Sævars Karls. Þar sýnir hann um tíu ný verk. Sýningin í Fold stendur til 14. júní en sýning- unni hjá Sævari Karli lýkur 26. júní. Bragi Ásgeirsson með tvær sýningar á sjötugsafmæli sínu List af lífi og sál Morgunblaðið/Jim Smart Elín Pálmadóttir blaðamaður óskar Braga Ásgeirssyni til hamingju með sjötugsafmælið í Galleríi Fold. MINNISPUNKTAR sem lagðir hafa verið fram sem sönnunargögn í málaferlum um samvinnu upp- boðshúsanna Christie’s og Soth- eby’s í Bandaríkjunum benda, að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times, til þess að fyrirtækin hafi haft með sér enn frekara sam- starf en áður var talið. Í samvinnu hafi uppboðshúsin horfið frá þeirri venju að veita viðskiptavinum hag- kvæm lán gegn lágum vöxtum, auk þess sem þau hafi í sameiningu hætt að styðja líknarfélög að vali viðskiptavina er listmunir seldust á hærra verði en áætlað hafði verið, í því skyni að auka tekjur sínar. Að stela ekki starfsfólki hvort frá öðru Einnig benda minnispunktarnir að sögn blaðsins til þess að upp- boðshúsin hafi haft með sér sam- starf um að stela ekki starfsfólki hvort frá öðru, ræða ekki illa um keppinautinn á opinberum vett- vangi og sleppa því að státa sig af viðskiptaumfangi sínu. Þykir þetta benda til þess að samstarf fyrir- tækjanna hafi náð út yfir verðsam- ráð um umboðslaun sem uppboðs- húsin hafa áður gengist við, og að samvinnan hafi verið kunnug fleiri starfsmönnum en áður hefur verið viðurkennt. Þykja með merkari sönnunargögnum Minnispunktarnir, sem fundust hjá Christie’s eftir að fyrirtækið hét ríkissaksóknara fullu samstarfi gegn vissri friðhelgi, þykja með merkari sönnunargögnum í málinu sem staðið hefur í ein tvö ár. Dóms- málið hefur þótt hneisa fyrir upp- boðsiðnaðinn, sem veltir um 400 milljörðum ár hvert, en einir 130.000 viðskiptavinir fyrirtækj- anna hafa nú þegar höfðað mál á hendur þeim. Samstarf Christie’s og Sotheby’s nán- ara en talið var LEIKFÉLAG Íslands hefur hafið undirbúning að Höfundasmiðju sem félagið hyggst starf- rækja næsta vetur. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarssonar hjá Leik- félagi Íslands er mark- mið Höfundasmiðjunn- ar að efla íslenska leikritun, hvetja nýja höfunda til að fást við leikhúsformið og stuðla að skrifum um málefni líðandi stundar sem höfðað geti frekar til nýrrar kynslóðar leik- húsgesta. „Samfélag okkar tekur hröðum breytingum og leikhúsið þarf stöðugt að laga sig að þeim og helst að vera leiðandi afl. Til þess þarf að virkja ungt fólk með ferskar hugmyndir og gera þeim kleift að hrinda þeim í framkvæmd. Leikfélag Íslands mun opna dyr sínar fyrir 8 nýjum höfundum og kappkosta að veita þeim aðstöðu og leiðsögn til að kynnast leikhúsform- inu,“ segir Magnús Geir. Höfundarnir munu vinna undir handleiðslu leikstjóra og leikhús- fræðings. María Reyndal leikstjóri mun leiða vinnuna. Leikarar munu vinna með höfundunum við að þróa verk sín. Af- rakstur höfundasmiðj- unnar mun líta dagsins ljós á vordögum 2002, bæði í formi leiklestra, en einnig verða nokkur þessara verka sýnd í Hádegisleikhúsi þá um sumarið. María Reyndal segir að víða hafi verið leitað fanga við undirbúning- inn. „Höfundasmiðja var starfrækt í Borgar- leikhúsinu fyrir nokkr- um árum og þótti ágætt framtak en framhald varð ekki á starfinu. Við uppbyggingu höfundasmiðju Leik- félags Íslands er m.a. litið til höfunda- smiðju sem rekin er í Royal Court leikhúsinu í London. Það leikhús er í fararbroddi við að finna nýja höfunda og hlúa að þeim. Grindin sem við byggjum höfundasmiðju okkar á er að hluta byggð á reynslu þessara leik- húsa en hugmyndin hefur verið sniðin að íslenskum aðstæðum,“ segir María og bætir því við að auglýst verði eftir umsóknum í sumar, og að nánari upp- lýsingar sé hægt að nálgast með því að senda fyrirspurn á: hofundas- midja@leik.is. Höfundasmiðja í fæðingu María Reyndal Í RÁÐHÚSI Reykjavíkur verður opnuð sýning á vinnu nemenda í hönnun við Listahá- skóla Íslands í dag, þriðjudag, kl. 16. „Á sýningunni má sjá til- raunir nemenda við að bæta við umhverfi okkar hlutum eða myndum sem skírskota til tíð- arandans. Hugtakið „tíðar- andi“ er eitt mikilvægasta við- fangsefni allrar hönnunar. Í raun gramsa hönnuðir nú- tímans í því sem er finnanlegt í samfélaginu og síðan skapa þeir hluti og efni sem fellur inn í tíðarandann,“ segir Halldór Gíslason, nýráðinn deildar- stjóri hönnunardeildar Listaháskólans. „Í vinnustofum nýrrar hönnunardeildar Listaháskólans fer fram sam- felld krufning á því sem er að gerast í samfélaginu og þörfum þess. Þó að búið sé að stofna nýja deild í skólanum sem sinn- ir hönnun sérstaklega, þá hefur hann og forveri hans, Mynd- lista- og handíðaskólinn, alltaf haft nemendur sem hafa unnið við hönnun. Nú er aftur á móti hönnunarhugarfarið tekið föst- um tökum í skólanum og þessi nýja deild ætlar að leggja sig fram við að greina íslensku þjóðarsálina jafnt sem hið ný- tilkomna alþjóðlega umhverfi á Íslandi og vinna verk sín sam- kvæmt því. Síðastliðið haust voru í fyrsta sinn teknir inn í skólann nem- endur í vöruhönnun. Þeir unnu að verkefnum með kollegum sínum, sem vinna við grafíska hönnun og á sýningunni má skoða afrakstur vetrarins.“ Sýningin stendur til 6. maí. Hönnunar- sýning í Ráðhúsinu ÞRÍR þekktustu tenórar heims, Luciano Pavarotti, Placido Domingo og José Carreras, munu halda sam- eiginlega tónleika í Forboðnu borg- inni í Beijing 23. júní næstkomandi. Frá þessu var greint á blaða- mannafundi umsóknarnefndar Ól- ympíuleikanna 2008 í Beijing á dög- unum en tónleikarnir eru liður í viðleitni borgarinnar til að verða val- in gestgjafi Ólympíuleikanna árið 2008. Eitt aðalkynningarátak borgaryf- irvalda verður á Alþjóðlega ólymp- íudeginum, 23. júní, en þá verður haldin röð menningarviðburða. Tón- leikarnir verða haldnir í Forboðnu borginni víðfrægu, tákni austur- lenskrar siðmenningar og munu ten- órarnir þrír ennfremur lýsa í sam- einingu yfir stuðningi sínum við að Beijing verði útnefnd sem gestgjafi Ólympíuleikanna 2008. Jiang Xiaoyu, formaður umsókn- arnefndarinnar, sagði að tónleikarn- ir verði þeir dýrustu til þessa í Kína og að framkvæmd þeirra muni verða á heimsmælikvarða. Skipuleggjendur tónleikanna létu gera skoðanakönnun meðal íbúa Beijing sem sýndi fram á að höfuð- borg Kína og þungamiðja menningar landsins er fyllilega reiðubúin að taka við vestrænni list. Yfir 90% að- spurðra höfðu áhuga á að hlýða á tónleikana, 80% þeirra höfðu heyrt Pavarottis getið, og 40% aðspurðra gátu nefnt alla tenórana þrjá réttu nafni. Tónleikarnir verða sendir út til 110 landa gegnum gervihnött, og 3,3 milljarðar manna um heim allan hafa tækifæri til að fylgjast með viðburð- inum í sjónvarpi. Þrjár miðasölur sjá um að auglýsa tónleikana og selja að- göngumiða, þ.á m. Ticketmaster sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Tenórarnir þrír í Forboðnu borginni Reuters Placido Domingo, José Carreras og Luciano Pavarotti á tónleikum. Í SUMAR verður efnt í sjötta sinn til tónleika í Stykkishólmskirkju. Efling Stykkishólms hefur staðið fyrir sumartónleikunum í kirkjunni en hefur nú fengið til liðs við sig kór Stykkishólmskirkju. Nú liggur fyrir dagskrá tónleikanna í sumar en sumartónleikarnir eru að verða fastur liður í menningarlífi Hólm- ara. Tónleikarnir njóta vinsælda flytjenda og var mikil eftirspurn eftir að fá að vera með í sumar. Efnisskráin er að venju fjöl- breytt og verða fyrstu tónleikarnir 7. júní kl. 20.30 með Kór Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Þá verða tónleikar með saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni 21. júní og 2. júlí eru tónleikar með Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara. Stúlknakór danska Ríkisútvarpsins syngur 5. júlí og Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari og Páll Eyj- ólfsson gítarleikari leika 19. júlí. Þá leikur djasskvartettinn Dúett Plús 16. júlí og Þór Breiðfjörð Kristinsson söngvari flytur lög úr söngleikjum 2. ágúst við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur píanó- leikara. Þverflautuleikarinn Bergl- ind María Tómasdóttir og Arne Jörgen Fæo píanóleikari koma fram 19. ágúst. Tónleikar með söngkvartettinum Út í vorið verða 19. ágúst. Þær Elísa Vilbergsdóttir sópransöngkona og Ingibjörg Þor- steinsdóttir píanóleikari reka endahnútinn á tónleikaröðina að þessu sinni með tónleikum 23. ágúst. Tónleikaröð í Stykkishólmi Stykkishólmi. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.