Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 34
LISTIR
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STÓR hópur útskriftarnem-enda Listaháskóla Íslandsflykktist í salinn í Borg-arleikhúsinu síðastliðinn
laugardag til að taka við próf-
skírteinum sínum. Þetta er í annað
sinn sem brautskráð er frá skól-
anum og var útskrifað úr tveimur
deildum, myndlistardeild og leik-
listardeild. Var þetta í fyrsta sinn
sem nemendur með háskólapróf í
leiklist brautskráðust frá skól-
anum, átta talsins, en einnig út-
skrifaðist 61 nemandi úr myndlist-
ardeild, sem hefur starfað við
skólann undanfarna tvo vetur.
Við athöfnina flutti Hjálmar H.
Ragnarsson, rektor skólans, ávarp
um starfsemi skólans, en auk þess
héldu tveir útskriftarnemendur,
þau Nína Dögg Filippusdóttir leik-
listarnemi og Markús Þór Andr-
ésson myndlistarnemi, ræður þar
sem þau kvöddu skólann og sam-
nemendur sína. Einnig hélt Matth-
ías Johannessen, skáld og fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins,
hátíðarræðu. Þá las Kristbjörg
Kjeld leikkona úr bréfi Rainer
Maria Rilke og Jóel Pálsson flutti
frumsamið verk á saxófón, 7undi
himinn, við undirleik Eyþórs Gunn-
arssonar píanóleikara.
Öll starfsemi á einum
stað er markmiðið
Tvær deildir hafa verið að störf-
um við Listaháskóla Íslands í vetur,
myndlistardeild og leiklistardeild.
Myndlistardeildin hefur hingað til
skipst í tvö svið, hönnunarsvið og
myndlistarsvið, og hefur verið
kennt á þremur stöðum víðsvegar
um borgina, myndlist í SS-húsinu
svokallaða í Laugarnesi, hönnun í
gamla Myndlista- og handíðaskól-
anum við Skipholt, þar sem skrif-
stofur skólans eru einnig til húsa,
og leiklist við Sölvhólsgötu 1. Sagði
Hjálmar að húsnæðismálin hefðu
tekið mikið af tíma stjórnar og
rektors undanfarna mánuði.
„Markmiðið er að koma allri starf-
semi skólans á einn stað,“ sagði
hann, en stjórn skólans hefur látið
gera úttekt á þeim möguleikum
sem skólinn stendur frammi fyrir
hvað varðar staðsetningu og bygg-
ingu fyrir starfsemina. „Nið-
urstaðan var sú að heppilegasta
leiðin væri að reisa nýbyggingu –
þannig geti þarfir skólans og fram-
tíðarsýn ráðið ferðinni við hönnun
byggingarinnar,“ sagði rektor enn-
fremur og benti á að hugsanleg
uppbygging við SS-húsið hefði
mikla ágalla, sérstaklega hvað
varðar birtuskilyrði og náttúrulega
loftun, en einnig hvað varðar
tengsl skólans og listræns starfs
hans útávið. Sagði Hjálmar að skól-
inn hefði hugmyndir um að reisa
húsnæði fyrir allar listgreinarnar í
eða nálægt miðborg Reykjavíkur.
Hönnun og tónlist bætast við
Næsta vetur verða nokkrar
breytingar á starfsemi skólans,
sem hefur verið í mótun und-
anfarin ár. Munu tvær deildir bæt-
ast við skólann, tónlistardeild og
hönnunardeild. Mun þá sú hönnun
sem þegar er kennd heyra undir
hönnunarsvið, en myndlistardeild
vera áfram til, þó nokkrar breyt-
ingar verið gerðar á námskrá og
skipulagi hennar, þar sem nem-
endur skiptast nú ekki í ákveðnar
deildir frá upphafi. „Nú þykir tíma-
bært að stofna sjálfstæða hönn-
unardeild,“ sagði rektor, „sem á
eigin forsendum þróar nám og ný-
sköpun á þessu miklvæga sviði nú-
tímasamfélags.“ Í fyrstu mun deild-
in starfa í tveimur brautum, í
grafískri hönnun og vöruhönnun,
en til stendur að hefja kennslu í
arkitektúr innan deildarinnar
haustið 2002.
Tónlistardeild tekur einnig til
starfa við skólann í haust og mun
hún fyrst um sinn hafa aðsetur í
Brautarholti 2. Einungis 18 nem-
endur verða teknir inn á fyrsta ár
nú, en síðan er fyrirhugað að deild-
in byggist upp þar til hún verður
fullskipuð árið 2003. Til að mæta
þeirri niðurstöðu úr inntökupróf-
unum að margir af bestu umsækj-
endunum eru enn á mennta-
skólaaldri, hefur skólinn sótt um
viðurkenningu á sérstakri náms-
leið fyrir þessa nemendur til
menntamálaráðuneytisins, sem
vilja halda áfram námi sínu í
menntaskóla samhliða náminu í
Listaháskólanum.
Auk þeirra tveggja deilda sem
bætast við skólann næsta haust,
mun einnig verða boðið upp á nám í
kennslufræðum til kennsluréttinda
í myndlist og hönnun. Tíu nem-
endur munu hefja námið í haust, af
þeim 26 sem sóttu um námið.
Alls sóttu 337 nemendur um
skólavist við Listaháskóla Íslands
næsta haust, en aðeins 104 komast
inn, 28 í myndlistardeild, 36 í hönn-
unardeild, 10 í leiklistardeild og 18
í tónlistardeild, auk þeirra 10 sem
hefja nám í kennslufræðum.
Björt framtíð
listamanna landsins
Í lok ávarpsins sagði Hjálmar að
helsta hlutverk Listaháskólans í
dag væri að „fylgja úr hlaði þeim
nemendum sem nú eru að kveðja
skólann og líta með þeim til þeirrar
björtu framtíðar þar sem tækifærin
búa og sköpunarkrafturinn fær
notið sín.“ Augljóst var á ræðum
útskriftarnemanna tveggja að þau
óttast ekki framtíðina. „Hvert gæti
maður sagt að hlutverk manns sem
nýútskrifaður leikari sé?“ spurði
Nína Dögg Filippusdóttir og svar-
aði sjálfri sér: „Að treysta. Að
treysta okkur sjálfum, því við hljót-
um að hafa eitthvað fram að færa.
Kannski eitthvað nýtt – við erum jú
ný kynslóð.“
Markús Þór Andrésson benti á
fjölbreytileikann sem einkennir
nemendahópinn. „Það er sterkur
og samstilltur hópur sem nú út-
skrifast,“ sagði hann. „Fólk sem
kom úr ýmsum áttum og á eftir að
dreifast enn frekar.“ Markús fagn-
aði þeim breytingum sem orðið
hafa á myndlistarbraut skólans.
„Það er í takt við líðandi stund og
segir sig sjálft að ungt skapandi
fólk þarf að geta leitað í mörg tján-
ingarform,“ sagði hann.
Matthías Johannessen flutti í lok
dagskrárinnar hátíðarræðu þar
sem hann fjallaði um listina sem
vitnisburð um manninn. Að henni
lokinni var skólanum slitið, og
verðandi listamenn þjóðarinnar
gengu út í vorið.
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Ís-
lands, ávarpaði nemendur og samkomugesti.
Matthías Johannessen skáld flutti hátíðarræðu við
útskriftina í Borgarleikhúsinu á laugardag.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Útskriftarnemendur báru frjórri skólagöngu sinni vitni.
Björt framtíð þar
sem tækifærin búa
Brautskráning frá Listaháskóla Íslands fór fram öðru sinni í Borgarleikhúsinu um helgina
PÓLSKI fiðluleikarinn Szymon
Kuran hefur verið búsettur á Íslandi
um langt árabil og hefur starfað hér
lengst af sem fiðluleikari í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Hann hefur einnig
oft komið fram sem einleikari og er
þeim sem þetta skrifar enn minnis-
stætt er Kuran lék einleikshlutverkið
í fiðlukonsert Andrzej Panufnik með
Sinfóníuhljómsveitinni. Þessi atburð-
ur var ógleymanlegur og hrein opin-
berun fyrir undirritaðan. Auk þess að
starfa sem klassískur fiðluleikari hef-
ur Szymon Kuran leikið jazz-bland-
aða dægurtónlist með hljómsveit
sinni, Kuran Swing. Enn
er ótalin sú hlið lista-
mannsins sem er tilefni
þessarar greinar, tón-
skáldið.
Það getur engum dul-
ist sem heyrt hefur
Szymon Kuran spila á
fiðlu að þar er á ferðinni
tilfinningaríkur lista-
maður. Og enn frekari
staðfesting þess er Req-
uiem Kurans sem ný-
lega var frumflutt í
Reykjavík og kom sam-
tímis út á geislaplötu
þeirri sem hér er til um-
fjöllunar. Skemmst er
frá því að segja að Requiem er áhrifa-
ríkt verk, mjög dramatískt á köflum
og víða ákaflega fallegt. Það hefst á
ábúðarmiklum, þrumandi bassa-
röddum sem syngja við undirleik
hljómsveitar og bassatrommu, en hún
er, ásamt öðru slagverki, óspart notuð
í dramatískum tilgangi í verkinu. Í
gullfallegum en örstuttum Kyrie birt-
ast engilfagrar raddir Drengjakórs
Laugarneskirkju. Ef þeim heldur
áfram að fara svona fram þá mega er-
lendir drengjakórar fara að vara sig. Í
Dies irae býst maður gjarnan við
átökum en Szymon Kuran byggir upp
mikla spennu og geym-
ir átökin til loka kaflans
þar sem hann leyfir
gamla Dies irae-sálm-
inum að hljóma af mikl-
um krafti í geysilega
dramatísku niðurlagi.
Oratio er hljóðlátt og
einfalt og alger and-
stæða Dies irae. Í Rex
tremendae spilar Kur-
an á bergmálið í kirkju-
rýminu eins og hljóð-
færi. Víða má í verkinu
heyra þetta að því virð-
ist meðvitaða og áhrifa-
ríka samspil tónlistar
og bergmáls/þagnar.
Confutatis-kaflinn er ógnvekjandi,
fluttur af hvíslandi röddum og slag-
verki. Í Lacrymosa fá drengjaradd-
irnar enn að skína í samhljómi við ein-
leiksfiðlu og slagverk. Mjög fallegur
kafli. Offertorium er hárómantískur í
anda og snertir ýkjulaust dýpstu
strengi hjartans. Hins vegar átta ég
mig ekki á hvers vegna tónskáldið
valdi hergöngumars sem umgjörð
Sanctus-Benedictus kaflans. Agnus
Dei kemur einnig mjög á óvart. Við
þennan kafla sálumessunnar á maður
helst von á blíðlegri tónlist en hjá
Kuran er tónlistin hádramtísk og
mjög áleitin. Og sérstaklega er nið-
urlagið áhrifaríkt. Seinni bænin
(Oratio) inniheldur sama stef og Agn-
us Dei. Hún er sungin á pólsku og það
afar fallega af Maïa Frankowski.
Lokakaflinn Lux aeterna – Comm-
unio er án vafa hápunktur verksins,
einfaldur, áhrifaríkur og umfram allt
einkar einlægur.
Skýrt, aðgengilegt og algerlega til-
gerðarlaust tónmál er eitt meginein-
kenni Requiems Symons Kurans.
Verkið er samið til minningar um
unga konu og vin tónskáldsins, Bryn-
hildi Sigurðardóttur, sem lést úr
krabbameini langt um aldur fram árið
1994. Rennur ágóðinn af sölu plötunn-
ar til Krabbameinsfélags Íslands.
Þetta einlæga og hlýlega verk er sam-
ið af mannkærleika og með göfugan
tilgang í huga og það snertir því djúpa
strengi í hjarta hlustandans.
Post mortem er stutt hljómsveit-
arverk samið fyrir kammersveit og er
talsvert eldra verk en Requiem. Til-
efni þess er setning herlaga í Póllandi
í desember árið 1981. Hér er einnig
um að ræða ómþýtt og látlaust verk,
eins konar kóral saminn í anda bar-
okkmeistaranna en þó með bragð-
miklu kryddi úr tónsmíðatækni 20.
aldar.
Flutningur beggja verka er fram-
úrskarandi að öllu leyti. Áður hefur
verið minnst á Drengjakór Laugar-
neskirkju sem stendur sig hér með
miklum ágætum og glæsilegar bass-
araddir Karlakórs Reykjavíkur. Ég
hef hingað til haldið í einfeldni minni
að svona þrumandi „bassi profundi“
fyndust varla utan Rússlands! Þessir
tveir kórar ásamt Kvennakór Reykja-
víkur syngja nánast óaðfinnanlega og
ber söngurinn vott um vandaðan und-
irbúning kórstjóranna, þeirra Frið-
riks S. Kristinssonar og Sigrúnar
Þorgeirsdóttur. Einsöngvararnir
standa sig með prýði en leitt er að ein-
söngvara í lokaþættinum skuli ekki
vera getið. Af einleikurum mæðir
mest á höfundi, Szymon Kuran, en
einnig á flautuleikarinn Martial Nar-
deau fallegar strófur. Hlutverk gít-
arsins er minna en það er helst í Dies
irae sem til gítaleikarans Hafdísar
Bjarnadóttur heyrist. Leikur einleik-
aranna og Kammersveitarinnar er
með svo miklum ágætum að hvergi
ber á skugga.
Hljóðritunin er ómmikil í meira lagi
og athyglisvert að heyra hvernig mik-
ið bergmál Kristskirkju er látið vinna
með tónlistinni. Og oftast tekst það
mjög vel.
„Bæði verkin tengir tónskáldið
voninni og þeirri trú að ekkert sé án
tilgangs,“ segir í meðfylgjandi texta-
hefti. Trú af þessu tagi gerir flest það
sem erfiðast er í lífinu bærilegra og
skýrir enn frekar tilvist þessa ein-
staklega fallega geisladisks.
Trúin og vonin TÓNLISTG e i s l a p l ö t u r
Szymon Kuran: Requiem (1994-
2000). Post Mortem (1981). Kór-
söngur: a) Drengjakór Laugarnes-
kirkju, b) Karlakór Reykjavíkur, c)
Kvennakór Reykjavíkur. Ein-
söngur: Maïa Frankowski. Kór-
stjórar: a) og b) Friðrik S. Krist-
insson , c) Sigrún Þorgeirsdóttir.
Einleikur: Szymon Kuran (fiðla),
Martial Nardeau (flauta), Hafdís
Bjarnadóttir (gítar). Hljómsveit-
arleikur: Kammersveit Reykjavík-
ur. Stjórnandi: Szymon Kuran.
Heildarlengd: 40’40. Útgefandi:
ÓMI Klassík 001. Verð kr. 2.200.
Allur ágóði af sölu disksins rennur
til Krabbameinsfélags Íslands.
REQUIEM
Valdemar Pálsson
Szymon Kuran