Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KÓR Akureyrarkirkju hefur verið í fararbroddi sem öflugasti blandaði kórinn á Akureyri undir stjórn organista Akureyrarkirkju, Björns Steinars Sólbergssonar, um margra ára skeið. Þrettánda maí sl. tók kórinn, ásamt þremur öðrum kórum við Eyjafjörð, þátt í flutningi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og einsöngvurum á Messa di Gloria eftir Puccini. Á þeim tónleikum tók kórinn þátt í að kveðja Íþróttaskemmuna, sem bestu aðstöðu fyrir flutning kór- og hljómsveitarverka um árabil á Akureyri, og á tónleikunum í Ket- ilhúsinu heilsaði kórinn nýjum fjöl- notasal í Ketilhúsinu með því að verða fyrstur til að halda tónleika í því húsi. Björn kynnti í upphafi tónleikanna að þeir væru próftón- leikar í þrennum skilningi, bæði væri verið að prófa hljómburðinn í Ketilhúsinu, nýjan klæðnað kórs- ins og svo a capella-hluta efnis- skrár þeirrar, sem kórinn syngur á ferðalagi sínu um Frakkland og Þýskaland á tónleikaför sinni nú á næstunni. Nokkur umfjöllun hefur verið um vöntun á tónleikasal á Akureyri og bætir Ketilhúsið ekki úr skorti á tónleikasal við hæfi. Húsið er hugsað sem fjölnotahús og er langt frá því að vera fullfrá- gengið hvað hljómburðarskilyrði áhrærir. M.a. eiga þykk glugga- tjöld eftir að koma fyrir suður- glugga sem nær yfir allan þann vegg. Ketilhljómur er að vissu leyti réttnefni fyrir hljómburðinn eins og hann er nú og er reyndar líkur hljómburði sem er í stórum dómkirkjum. Slíkur hljómburður er afleitur fyrir slaghljóðfæri, píanó og hljómsveitir, en getur verið góður fyrir kóra og fámenna flokka tónblíðra hljóðfæra, og einnig fyrir tónlist sem er sér- staklega samin fyrir þann endur- óm sem þar myndast. Ketilhúsið bætir við aðstöðu til flutnings á vissum gerðum tónlistar sem slík- ur hljómburður hæfir, en hefur aldrei verið hugsað og verður aldr- ei það tónleikahús sem Akureyri þarf á að halda. Söngur Kórs Ak- ureyrarkirkju var áhrifamikill við þessi skilyrði og Ketilhúsið sem hljómbotn magnaði upp kynngi- kraft og einnig blæauðgi söngsins. Verkin á efnisskránni þoldu flest vel þennan eftirhljóm, þótt hraðari tónar rynnu stundum saman í tónaský í háloftum hússins. Ágætt jafnvægi er á milli radda, tenór- arnir hefðu þó mátt vera fleiri, en bassaraddirnar voru sérdeilis hljómmiklar. Miðað við þennan of- urhljómburð hefði stjórnandinn mátt láta kórinn stundum syngja veikara og einnig að nota lengri þagnir eftir hendingalok til að auka á mátt endurhljómsins í hús- inu. Tónleikarnir hófust með söng kórsins á íslensku tvísöngsgerðinni á sálmalaginu Jesú mín morgun- stjarna og síðan í beinu framhaldi fluttu þau fallega og áhrifamikla útsetningu Jóns Þórarinssonar á sama lagi. Kórinn stóð uppi á háum svölum hússins og hljóm- urinn var eins og maður væri staddur mitt í kórnum og væri einn þátttakenda. Næst söng kór- inn sálmalag Jakobs Tryggvasonar Vertu Guð faðir, faðir minn, þá standandi í stiga sem liggur upp á svalirnar, sem hljómaði sannfær- andi í næmum flutningi. Það sem eftir lifði af tónleikunum var kór- inn fyrir framan áheyrendur á kórpöllum. Björn Steinar tengdi tónleikana í kynningum við ferða- áformin út og ræddi um það hvar og hvaða verk kórinn myndi flytja. Sá hluti efnisskrárinnar sem ekki var hægt að flytja í Ketilhús- inu er með orgelundirleik og einn- ig með Björgu Þórhallsdóttur, sem syngur með kórnum á tónleikunum úti. Í dönsku kirkjunni í París leik- ur Merethe Lammert Larsen á orgel og í Oberwesel í Rínardaln- um verður það Franz Leinhäuser orgelleikari. Verkin sem kórinn flutti þarna voru annars vegar kirkjutónlist og hins vegar íslensk þjóðlög. Á hvítasunnudag syngur kórinn í Les Invalides-kirkjunni í París messu eftir Orlando di Lasso og sungu þau kyrie-þáttinn úr þeirri messu á tónleikunum. Síðan var flutt Rökkurbæn við ljóð Böðvars Guðmundssonar úr verkinu Dag- söngvar um frið eftir Jón Hlöðver, einnig Maríukvæði Atla Heimis við ljóð Halldórs Laxness. Íslensku þjóðlögin voru: Lysthúsakvæði í útsetningu Emils Thoroddsen, Í nafni þínu í úts. Hafliða Hall- grímssonar, Verndi þig englar í úts. Jóns Hlöðvers, Tíminn líður, trúðu mér í úts. Árna Harðarsonar og Grafskrift í úts. Hjálmars H. Ragnarssonar. Bæði Ketilhúsið og Kór Akureyrarkirkju stóðust þessa prófraun ágætlega. Kórinn er vel í stakk búinn til að vera okkar menningarfulltrúi á ferð sinni erlendis, „bon voyage“. Ég vil nota tækifærið til að hvetja kóra og sönghópa til að fylgja í kjölfarið og prófa Ketilhúsið. Einnig væri gaman að fá að heyra strengjaleikara reyna þessa hljómmagnandi umgjörð. TÓNLIST K e t i l h ú s Kór Akureyrarkirkju. Sunnudag- inn 27. maí kl. 20.30 undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. KÓRTÓNLEIKAR Ketilhúsið stóðst próf Kórs Akureyrarkirkju Jón Hlöðver Áskelsson SAGAN sem Morell og Hand- el vinna með um Jósúa byggist aðallega á tveimur atburðum, þ.e. falli Jeríkóborgar og þeim undrum, er sólin stóð kyrr að skipan Jósúa. Inn í þessa sögu er bætt smáástaratriði, svona til að gera sög- una um Jósúa, eftir- mann Móse, svolítið mannlegri, en einmitt sagan af falli Jeríkó er sérlega grimm. Þar var engu eirt nema portkonunni Rahab og ættmennum hennar, allt brennt nema gull og málmar og minnir þessi saga á það sem nú er gerast á þessum slóðum eða eins og stendur í texta efnis- skrár, þar sem Jósúa skipar Kaleb að kalla saman höfðingjana, „að vér megum hlýða boði hins almáttuga Guðs og skipta herteknu landinu milli ætt- kvíslanna“. Hversu leggja má á marga vegu út af þessum texta er ekki hér til umræðu heldur verk Handels (Handel rit- aði nafn sitt ekki með tvípunkti, enda enskur borgari er hann tók upp þann rithátt og er rétt að líta á hann sem enskt tónskáld, þótt fædd- ur sé í Halle. Kjör- furstinn af Hannover var fæddur Þjóðverji en hann var einnig konungur Breta og nefndist þá Georg I. Þessi tog- streita á milli enskra og þýskra um nafnritun Handels er blátt áfram barnaleg). Óratorían Jósúa eftir Handel hefst á forspili og gat þá strax að heyra að hljómsveitin var sérlega góð og t.d. strengirnir að mestu mannaðir flytjendum úr hljómsveitinni Damal und Heute frá Köln, með Verenu Schoneweg sem konsertmeist- ara. Eftir upphafskór, sem var glæsilega fluttur af Schola can- torum, sungu Gunnar Guð- björnsson sem Jósúa og Magnús Baldvinsson sem Kaleb tón- lesdúett og Magnús síðan aríuna Æðstur að visku og afli. Magnús átti eftir að láta til sín heyra í seinni hlutanum og var söngur hans hreint út sagt frábær og má segja að hann hafi unnið þarna glæsilegan „sigur“, sér- staklega í tónlesinu og aríunum Múrarnir eru fallnir og Fæ ég að ljúka ævi minni, sem voru af- burða vel sungnar. Nancy Agenta átti næst orðið en hún fór með hlutverk Öksu og var söngur hennar einkar glæsileg- ur í fyrri hluta verksins en einn- ig í aríunni Margföld er ham- ingja vor. Otniel, ástmann Öksu, söng kontratenórinn Matthew White af sérstökum glæsibrag. Rödd hans er einkar falleg, laus við ankannaleik þann sem oft er að heyra hjá kontra- tenórum. Söng- tækni hans er náttúruleg og ekk- ert var sjálfsagð- ara en söngur hans og sömuleiðis „melisma“-tæknin, t.d. í ástaratriðinu á milli Otniels og Öksu undir lok fyrsta þáttar. Gunnar Guð- björnsson söng Jósúa mjög vel en á köflum er hlut- verk hans sérlega erfitt, svo dæmi séu nefnd; arían Skunda, Ísr- aelslýður, tónlesið Búi sig öll Abrahams þjóð, arían Snúið aft- ur með nýrri heift og dúettinn með Kaleb, er hann skipar Kaleb að sækja Eleasar. Gunnar söng þessi erfiðu atriði af sterkri innlifun og miklu öryggi. Smáhlutverk eng- ils var sungið af Jónínu Guðrúnu Kristinsdóttur, félaga úr kórnum, og ef allir í kórn- um syngja eins vel og Jónína er Schola cantorum vel mannaður kór. Eins og fyrr segir var hljómsveitin góð, með smáundantekningu er varðar pákuleikinn, sem var allt of sterkur, svo mjög að vart mátti greina lúðraþytinn. Þetta verður skrifað á reikning Harðar, sem að öðru leyti stýrði sínu liði af öryggi, og er þessi glæsilega uppfærsla sannarlega stór sigur fyrir Hörð og Schola cantorum, sem söng kórkaflana alla af glæsibrag. Þrátt fyrir ofgerðan hljóm pákunnar var hrun múr- anna glæsilega mótað og ekki síður þátturinn um bardagann, þegar Jósúa skipar sólinni að staðnæmast á himninum. TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Óratorían Jósúa eftir Handel flutt af Nancy Argenta, Matthew White, Gunnari Guðbjörnssyni, Magnúsi Baldvinssyni, Schola cantorum og barokkhljómsveit, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sunnudaginn 27. maí. KIRKJULISTAHÁTÍÐ Sól stattu kyrr Magnús Baldvinsson Jón Ásgeirsson Gunnar Guðbjörnsson NÚ stendur yfir sýning Magdal- enu Margrétar Kjartansdóttur í kaffistofu Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnafjarðar. Sýningin nefnist Rispur og gefur þar að líta verk sem flest eru unn- in með grafískri þurrnálatækni. Sýningin er stærsta sýning Magdalenu Margrétar hingað til, það er mestur fjöldi verka, og er inntak verkanna heilbrigð sál í hraustum líkama og heilbrigðar búkteygjur. Magdalena Margrét Kjartans- dóttir hefur síðan hún lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans 1984 starfað að myndlist og á fjölbreyttan sýning- arferil að baki. Sýningunni lýkur á mánudag. Þá lýkur einnig sýningu Mess- íönu Tómasdóttur, Selló, á mánu- dag. Þar eru plexí-skúlptúrar og verk fyrir barnaóperuna Skugga- leikhús Ófelíu. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 9–17 og kaffistofan er opin á sama tíma, nema um helgar, þá er opið frá kl. 11–17. Búkteygjur í kaffistofu Hafnarborgar EINN þekktasti rithöfundur Dan- merkur, Dea Trier Mørk, er látin, tæplega sextug að aldri. Trier Mørk er þekktust fyrir skáldsögu sína Vetrarbörn sem kom út árið 1976 og var m.a. þýdd á íslensku, auk þess sem kvikmynd var gerð eftir henni. Samfélagsrýni Deu Trier Mørk var einstök og persónuleg en hún viðurkenndi eitt sinn í blaðaviðtali að allt sem hún skrifaði væri byggt á eigin reynslu. Vetrarbörn fjallar t.d. um lífið á fæðingargangi á sjúkrahúsi en þegar Trier Mørk skrifaði bókina hafði hún eignast þrjú börn. Þau voru raunar ástæða þess að hún sneri sér að skriftum en Trier Mørk sagði erfitt að sameina barnauppeldi myndlistinni, sem hún hafði lagt stund á fram að því. Deu Trier Mørk hefur m.a. verið lýst sem „listrænni samvisku“, við- kvæmri og óhefðbundinni. Verk hennar voru sósíalraunsæi, laus við djúpar sálrænar analýsur. Trier Mørk tók virkan þátt í samfélags- og listaumræðu í ræðu og riti. Hún var virk í stjórnmálum, var lengi meðlimur danska kommúnista- flokksins en sagði sig úr honum árið 1982, nokkuð sem hún sagði hafa verið jafnsársaukafullt og hjóna- skilnað. Fyrsta bók Trier Mørk kom út árið 1968 og kallaðist „Grátbrosleg- ur sósíalismi, sovéskar ætingar“. Voru það ritgerðir og erindi með myndum eftir hana sjálfa. Hún sló þó fyrst fyrir alvöru í gegn með Vetrarbörnum, sem naut gríðar- legra vinsælda, langt út fyrir land- steinana. Bókin var síðar kvikmynd- uð og hlaut myndin m.a. silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Trier Mørk var ófeimin við að fjalla um eigið líf, um ást og ást- arsambönd. Hennar eigin skilnaður við eig- inmanninn Troels Trier varð t.d. efni bókarinnar „Hvítar lygar“ sem hún skrifaði ásamt dótturinni Söru. Bókin hlaut misjafnar undirteknir, sumum þótti hún of persónuleg. Rithöfundaferill Trier Mørk tók hins vegar kúvendingu árið 1996 er bókin „Þegar ég uppgötvaði Banda- ríkin“ kom út en hún fjallaði eins og nafnið gefur til kynna um kynni hennar af Bandaríkjunum. Dea Trier Mørk skrifaði fram á hinstu stundu. Hún lætur eftir sig drög að skáldsögunni „Esteban veggskreytirinn“ en fyrr á þessu ári kom út síðasta fullkláraða verk hennar, „Dagbók Doru – frásögn um flótta ungra gyðinga yfir Eyr- arsund í október 1943“, en Trier Mørk var sjálf af gyðingaættum. Dauði hennar kom vinum og ætt- ingjum ekki á óvart, en hún hafði verið veik af krabbameini um nokk- urn tíma. Skömmu fyrir lát sitt sendi hún þeim bréf þar sem hún lýsir veikindum sínum og líðan á hispurslausan og á köflum gaman- saman hátt. Hvetur hún vini og ætt- ingja til að láta af tilfinningasemi og njóta lífsins: „Umheimurinn nýtur sín eins og hann á að gera.“ Danska skáldkonan Dea Trier Mørk látin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Scanpix Nordfoto „Listræn samviska.“ Danski rithöfundurinn Dea Trier Mørk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.