Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 37 FJÖLMENNI kom í Skjólbrekku á föstudagskvöldið til að hlíða á tónlistardagskrá í flutningi sjö Eista sem eiga það sameiginlegt að starfa við tónlistarskóla í Þing- eyjarsýslu, á Stórutjörnum, Laug- um, Þórshöfn og í Mývatnssveit. Efnisskráin spannaði verk frá Bach og Tsjaíkovskí til Dance- wordh og Mancini. Flutningur tónlistarinnar var með ágætum og vekur vonir um að sú færni sem þarna kom fram skili æsku héraðsins, sem nýtur tilsagn- ar þessa fólks, nokkurn spöl fram á veg til aukins tónlistarþroska. Þessi sama dagskrá hefur áður verið flutt á Breiðumýri og Stóru- tjörnum. Mönnum er tamt að líta á Eista sem þjóð sem nú sé að losna úr álögum. Ljóst má þó vera hverjum þeim sem hlýddi á tónlistarflutn- ing þeirra að tónlistin hefur ekki verið í álagafjötrum með þeirri þjóð. Húsfyllir var á tónleikunum og listafólkinu afbragðs vel tekið. Eistar skemmta Þingeyingum Mývatnssveit. Morgunblaðið. Morgunblaðið/BFH Listafólkið frá Eistlandi við lok tónleika í Skjólbrekku. ÞÁ líður brátt að lokum vetr- ardagskrár Múlans, enda komið sumar. Síðustu tónleikar á aug- lýstri dagskrá Múlans í Húsi málarans verða n.k. fimmtudags- kvöld, en þá mun kvartett bassa- leikarans Bjarna Sveinbjörns- sonar leika. Vonandi heldur þó Múlinn áfram starfseminni í sumar því aðsókn hefur farið sí- vaxandi með hækkandi sól. Að víu má alltaf heyra ungliðadjass á Oazio á sunnudagskvöldum og væntanlega býður Jómfrúin uppá Jómfrúardjass á Jómfrúartorgi á laugardagseftirmiðdögum í sum- ar, líkt og verið hefur síðustu sumur. Jómfrúardjassinn hefur svo sannarlega slegið í gegn. Sl. fimmtudagskvöld lék Jazzkvartett Vesturlands á Múl- anum. Þar fer fremstur í flokki básúnuleikarinn Eyþór Kolbeins, en hann er einn þessara ungu efnilegu brassleikara sem sett hafa svip á Íslandsdjassinn und- anfarin ár. Sú var tíðin að telja mátti djasstrompetleikara ís- lenska á fingrum annarrar hand- ar og básúnuleikarar varla aðrir en Björn R. Einarsson, þó pían- isti hans og trommari væru lið- tækir á hljóðfærið. Af ungu bás- únuleikurunum hefur Samúel J. Samúelsson vakið hvað mesta at- hygli, en hann er í framvarðar- sveit fönksveitarinnar Jagúars og hefur oft leikið einleik með Stórsveit Reykjavíkur. Eyþór Kolbeins hefur heldur verið í skugga Samma og man ég varla eftir að hafa heyrt hann leika ein- leik fyrr, nema einn sóló með Stórsveitinni og örfáa með Drum ń b́rass sveit trommarans Helga S. Helgasonar. Því gleðilegra var að hlusta á hann þetta kvöld á Múlanum. Stíll hans og tónn er öllu hóværari en Samúels Jóns og hann hefur greinilega pælt í meisturum nútímadjassbásún- unnar – ekki síst J. J. Johnson, og skreyttu verk hans efnis- skrána ásamt Down Home eftir Dave Holland og verka er þeir Eyþór, Ómar og Þorleifur höfðu samið. Má þar nefna upphafslag- ið G og T eftir Þorleif, Gin og ton- ic með boppbragði, og tvær fal- legar ballöður: Stjörnukast eftir Ómar og Stutt ljóð eftir Eyþór, þar sem lýrískt innsæi hans naut sín vel. Eyþór þarf bara að leika meiri djass, spinna og spinna, og þá hef ég þá trú að hann geti náð góðum árangri þegar meiri átaka er þörf. Ómar Guðjónsson er toppgítaristi, hugmyndaríkur og músíkalskur. Stundum finnst mér hann þó fullfljótur að skjóta rokkuðum blúsklisjum inní sólóa sína þarsem þær væru betur fjarri. En slíkt hverfur með auknum þroska. Þorleifur Jóns- son var að útskrifast frá djass- deild Tónlistarskóla FÍH. Hann er efnilegur bassaleikari en dálít- ið þungur, en slíkt kom þó aldrei alvarlega að sök með þaulreynd- an atvinnumann við trommusett- ið – hinn sænska Erik Qvik, sem hér dvelur við kennslu hjá FÍH: Ánægjulegir tónleikar þriggja efnilegra ungdassista og góðs gests. E.s. Þess skal getið, hafi djass- unnendur sem aðgang hafa að breiðbandi ekki veitt því eftir- tekt, að hinir umdeildu djass- söguþættir bandaríska sjón- varpsmannsins Ken Burns, hófu göngu sína á Rás 1 sænska sjón- varpsins sl. laugardagskvöld. Þættirnir, sem eru tólf að tölu, byggjast að stórum hluta á hug- myndum trompetleikarans Wyn- ton Marshalis um djasssöguna. Í vetur voru tólf þættir, er danska sjónvarpið hafði gert um sögu djassins, sýndir af DR 2. Hvað með íslensku sjónvarpsstöðvarn- ar? Hafa þær engan áhuga á þessu efni. Tugir milljóna fylgd- ust með djassþáttum Ken Burns er þeir voru sýndir í sjónvarpi vestra í upphafi ársins. DJASS M ú l i n n í H ú s i m á l a r a n s Eyþór Kolbeins básúnu, Ómar Guðjónson gítar, Þorleifur Jóns- son bassa og Erik Qvik tromur. Fimmtudagskvöldið 24.5. 2001. JAZZKVARTETT VESTURLANDS Básúnan er hornsteinninn Vernharður Linnet SKAMMT er stórra högga á milli í ferli Gradualekórs Langholtskirkju þessi misserin. Varla er hann kominn heim með verðlaun í farteski fyrr en hann bregður undir sig betri fæti í enn aðra kórakeppnina, í þetta sinn í Tampere í Finnlandi nk. júní, auk þess sem hann mun halda tónleika í Kaupinhafn. Slíkt áræði og metnaður hlýtur ekki aðeins að vera hvetjandi fyrir kórfélaga sjálfa, heldur einnig fyrir aðra ungmennakóra okkar, og fer kannski að vera kominn tími til að hugleiða hvort ekki sé grundvöllur fyrir árvissa innlenda kórakeppni eða mót, sem síðar gæti jafnvel orðið milliþjóðlegt. Því þó að glíman við samstilltan raddaðan hópsöng sé ær- ið tilefni í sjálfu sér er sú viðbót sem felst í samkeppni og kynnum við aðra kóra oftar en ekki það sem gerir gæfumuninn þegar ómæld dæguraf- þreyingartilboð herja á hugi ungs fólks í glymjandi nútímaþéttbýlis. Dagskrá Gradualekórsins sl. sunnudagskvöld var mótuð af hinni aðsteðjandi utanför, þar sem voru m.a. fjögur keppnislög, tvö þeirra ís- lenzk (Maístjarna Jóns Ásgeirssonar og skondin útsetning kórstjórans á Býflugu Rimsky-Korsakovs). Það er e.t.v. umhugsunarefni hvers vegna ís- lenzku „landkynningarlögin“, burt- séð frá Sálmi 100 eftir Tryggva Bald- vinsson, skyldu nær öll vera frá fyrri hluta 20. aldar, og vakna því ósjálfrátt spurningar um hvort núlifandi tón- skáld og útsetjarar þjóðarinnar hafi eftir því að dæma vanrækt barna- kóramiðilinn í þeim mæli, að notast verði svo til alfarið við útsetningar á lögum frá gullöld íslenzka einsöngs- lagins. Sé svo er óneitanlega fallinn nokkur áfellisdómur um tónfélags- legan árangur módernismans í þessu landi. Nema þá að gæði eldri íslenzkra laga prógrammsins séu einfaldlega slík, að yngri höfundar hafi enn ekki haft roð við þeim. Því þó að engin þeirra hafi verið frumsamin fyrir barnakór stóðu þau vel fyrir sínu í út- setningum og munu án efa einnig ytra, enda hefur löngum hvarflað að manni, að tungumálsþröskuldurinn hafi helzt staðið í vegi fyrir útbreiðslu gullaldarlaga okkar á erlendri grundu. Af fyrstu lögum dagskrár stóðu upp úr tandurhreinn flutningur kórs- ins á þjóðlagstvísöngnum Ísland, far- sælda frón og Úr útsæ rísa Íslands fjöll (Páll Ísólfsson), plastískt mótuð túlkun á Þú álfu vorrar yngsta land (Sigfús Einarsson), Þó þú langförull legðir (Kaldalóns; í ágætri raddsetn- ingu Hildigunnar Rúnarsdóttur, utan hvað heyrðist lítið í neðri röddum á efstu línum 1. sóprans), hrífandi út- færsla á Dagur er risinn, gelísku þjóðlagi [ekki „frá Gelíu“] sem Cat Stevens gerði vinsælt á seinni hippa- árum, og mjúkróma meðferð á Lóa eftir Finn Jørgensen. Þéttar var milli hápunkta seinni helmings (það var ekkert hlé), en þó mætti kannski nefna bráðfallegt lag Leons Dubinsk- ys í úts. Lydiu Adams, We Rise Again, við dásnotran einsöng Ragn- heiðar Helgadóttur, hið glæst-harð- krómaða Sálmur 100 eftir Tryggva M. Baldvinsson sem alltaf tekur verð- skuldaðar keilur, þótt minni mann í aðra röndina á Ólympíuleikamúsík Johns Williams fyrir Los Angeles 1992 (og vantar þá aðeins upp á seið- andi páku- og málmgjallaslátt), að ógleymdum smellþéttum orgelundir- leik Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Come, ye Makers of Song (Ruth Wat- son Henderson/Henry Purcell) var næst; eitt samkeppnislaga sem auð- kenndist mjög af fjörugum 7-skiptum takti, síðan íðilfagur og nánast óað- finnanlegur flutningur á Maístjörnu Jóns Ásgeirssonar og þar á eftir hið finnska Vesy Väsy lumen alle (Harry Wessmann/Eha Lättemäe); annað samkeppnislag sem prýtt var liprum fylgiraddarflautuleik Vigdísar Sig- urðardóttur og borið uppi af klass- ískum fimmkveða Kalevala-bragar- hætti, þótt tónlistin stæði í þrískiptum takti. Býfluga þeirra Rimskys og Jóns Stefánssonar vakti töluverða katínu, enda á mörkum hins mögulega hvað tungufimi snert- ir. Loks var klykkt út með keppnis- laginu Cantate Domino eftir Rupert Lang, sem var framsæknasta verk kvöldsins en þó áheyrilegt, vel samið og flutt við kliðfríðan einsöng Stein- unnar Skjenstad og Þórunnar Völu Valdimarsdóttur. Gradualekórinn hefur efnilegasta undirleikara á að skipa, því hin aðeins rúmlega tvítuga Lára Bryndís var greinilega jafnvíg á slaghörpu og pípuorgel og lék sitt hlutverk af fagmannlegu öryggi og tillitssemi. Hvað kórinn varðar var söngurinn ávallt samtaka og skýr, þó að í stöku lagi vantaði aðeins herzlu- muninn upp á frábærleikann, einkum með tilliti til hörðustu krafna um hreinleika í inntónun á hæstu nótum og í stöku niðurlagi, auk þess sem stundum hefði verið gott að heyra ögn meir í neðri röddum, sem í stöð- unni virtust ofurlítið fáskipaðar. Engu að síður var af heildinni ljóst, að Gradualekórinn er í fínu formi. Með væntanlegum aukaneista upp- tendrunar þegar á hólminn er komið ættu hann og drifmikill stjórnandi hans því, eins og sagt er, að vera í góðum málum. TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Inn- og erlend lög í flutningi Gradualekórs Langholtskirkju und- ir stjórn Jóns Stefánssonar. Undirleikur á píanó og orgel: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudaginn 27. maí kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Í fínu formi Ríkarður Ö. Pálsson UNGUR Sigl- firðingur, Hlöð- ver Sigurðsson tenór, þreytti sitt „semí-debút“, ef svo má kalla brottfarartón- leika á eigin veg- um, á laugardag- inn var. Það fór fram við allgóða aðsókn miðað við takmörkuð kynni íbúa höfuðborgar- svæðisins af söngvaranum, sem mun á leið til frekara náms í Guildhall School of Music and Drama í London á hausti komandi. Undirleikarinn var jafnframt fyrsti söngkennari Hlöðvers nyrðra; einn af þeim fjölda velmenntaðra aufúsugesta úr Aust- urevrópu sem drifið hafa upp sígilda tónmennt um landsins dreifðu byggðir hin síðari ár, nefnilega Ant- onía Hevesi – píanóleikari, tónlistar- kennari, útsetjari og tónskáld frá Ungverjalandi. Fyrri hluti dagskrár var allur af innlendum toga og einkenndist að mestu af hæggengu og oft nokkuð döpru efni frá gullöld íslenzka söng- lagsins. Söng þar Hlöðver einn Lindina eftir Eyþór Stefánsson, hið mun sjaldnar flutta lag Bjarna Þor- steinssonar við ljóð Guðmundar Magnússonar, Draumalandið, lag- lega Vögguvísu Þórarins Jónssonar, Lofið þreyttum að sofa e. Sigvalda Kaldalóns, dáfríðan Kvöldsöng Markúsar Kristánssonar, frábært lag Árna Björnssonar „Horfinn dag- ur“ og klassísku Kaldalónslögin Ég lít í anda liðna tíð og Svanurinn minn syngur. Með Ólafi Kjartani Sigurð- arsyni söng hann svo síðast fyrir hlé nýsamið lag eftir undirleikarann við Ave María, og loks svar Íslendinga við perlukafaradúett Bizets, Sólset- ursljóð („Nú vagga sér bárur“) eftir siglfirzka þjóðlagasafnarann mikla, Bjarna Þorsteinsson. Það leyndi sér ekki, að hér var ósvikið tenórsefni á ferð, með söng- færi sem margan úrvalskennara myndi efalítið klæja í lófum eftir að fá að leggja á gjörva hönd til fullmót- unar. Rödd Hlöðvers var með af- brigðum efnileg; björt og hljómmikil, inntónunin yfirleitt mjög hrein, og undirstöðutækni og tónmótun svo að segja tilbúin undir tréverk og máln- ingu. Að textatúlkun og dramatísk tilþrif skyldu á hinn bóginn reynast með minna móti, var kannski varla nema von eftir aðeins fimm ára fag- lega tilsögn, og sagði í rauninni ekk- ert annað en að hárréttur tími væri kominn til að hleypa heimdraganum í framhaldsnám. Þó getur undirritaður ekki stillt sig um að nefna, að í núverandi stöðu hefði samt mátt vænta – a.m.k. endr- um og eins – agnarmeiri gleði og bjartsýni í tjáningunni (þrátt fyrir að vísu fremur angurvært lagaval fyrri hlutans), því tónmyndun söngvarans virtist lengst af óþarflega armæðu- full. Þá vottaði fyrir ákveðinni til- hneigingu til „eftirreigingar“ í dýna- mískri örmótun, t.a.m. í Vögguvísu – og De miei bollenti og Við sundið eft- ir hlé. Auk þess hefði textaframburð- ur vel mátt vera töluvert skýrari. En allt eru það atriði sem eftir eiga að slípast til á næstu árum ytra. Beztu einsöngssprettir fyrri hlut- ans voru Horfinn dagur og Ég lít í anda, ekki sízt fyrir hlutfallslega meiri túlkunartilþrif en annars stað- ar. Þar kom og fram, að söngvarinn lumaði á bæði verulegum sendikrafti og glansmikilli hæð, sem frekari raddopnun og reynsla á eflaust eftir að hleypa í fullan blóma. Óhjá- kvæmilegan hápunkt fyrri hálfleiks mynduðu svo síðustu atriðin fyrir hlé, þegar þeir Ólafur Kjartan sungu Ave María, laglegan frumsaminn dú- ett eftir píanistann í miðrómantísk- um stíl, og Sólsetursljóð Bjarna. Raddirnar hljómuðu afar vel saman, enda sýndi nýblómstraður boldangsbassabarýton Ólafs lofs- verða prúðmennsku og músíkalskan samvinnuþýðleika við hæfi. Sama mátti segja um píanómeðleik Anton- íu Hevesi, sem var sérlega fylginn, hnökralaus og atvinnumannslegur. Ítölsk sönglög og óperuaríur voru mest í brennidepli eftir hlé. Nefna mætti látlausu „antík“-aríu Giordan- is, Caro mio ben, sem var sungin laust og fallega, og frægustu aríu kvöldsins, La donna è mobile úr Rigoletto Verdis, þótt gjörsneydd væri viðeigandi stórbokkastærilæti. Aftur á móti tók að bóla á sjálfstæðri túlkun í íslenzku lögunum Heimir (Kaldalóns) og Bikarinn (Eyþór Stefánsson), og hánóturnar skiluðu sér með sóma í síðasta laginu, Við sundið (Kaldalóns) og aukalaginu Hamraborginni, sem eins og flest undangengin voru sungin af varúð en öryggi. Að hlusta á söng Hlöðvers var sumpart eins og að horfa á skissu á hvítu lérefti sem eftir er að litfylla. Raddundirstaðan var í bezta lagi, en sú persónulega tjáning, sem hleypir sjálfstæðu lífi í lag og texta, lét víða á sér standa. Hins vegar getur margt breytzt í fyllingu tímans, og verður forvitnilegt að heyra aftur í þessum efnilega söngvara að loknu fram- haldsnámi. TÓNLIST S a l u r i n n Innlend og erlend sönglög og aríur. Hlöðver Sigurðsson tenór; Antonía Hevesi, píanó. Auk þess 2 lög í dúettsamsöng við Ólaf Kjartan Sigurðarson baríton. Laugar- daginn 26. maí kl. 16. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ósvikið tenórsefni Ríkarður Ö. Pálsson Hlöðver Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.