Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 38

Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 38
LISTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LOKIÐ er veitingu starfsstyrkja, þóknana og fyrri úthlutun ferða- og menntunarstyrkja sem Hag- þenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna úthlutar í ár. Til verkefnanna renna samtals 12,5 milljónir kr. Til starfsstyrkja vegna ritstarfa var veitt sex milljónum króna. Sótt var um styrki til 54 verk- efna en úthlutað til 28. Fimm starfsstyrkir voru að upphæð 500 þús. kr, fimm námu 250 þús. kr og 125 þús. kr. fengu 18 höfundar. Hæstu starfsstyrkina, 500 þús. kr., hlutu fimm umsækjendur sem vinna að viðamiklum rannsóknum og ritum um söguleg viðfangsefni af ólíku tagi: Bára Baldursdóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Unnur Birna Karls- dóttir og Þórunn Valdimarsdóttir. Úthlutað var átta starfs- styrkjum til að semja handrit að fræðslu- og heimildamyndum, samtals einni milljón króna. Hæstu styrkina hlutu Magnús Viðar Sig- urðsson vegna heimildaþátta um Vestmanneyjagosið 1973 og Ást- hildur Kjartansdóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir sem vinna saman að fræðslumynd um mikilvægi lestrar og lestrarkunnáttu. Tuttugu og tveimur ferða- og menntunarstyrkjum var úthlutað og fengu allir sem uppfylltu skil- yrði í úthlutunarreglum einhverja úrlausn. Þessum styrkjum er einkum ætl- að að standa undir kostnaði vegna fargjalda og eru þeir misháir með hliðsjón af því. Um þóknun vegna ljósritunar úr útgefnum verkum í skólum og öðr- um opinberum stofnunum sóttu 84 höfundar fræðirita og kennslu- gagna að þessu sinni. Til þeirra var úthlutað þremur milljónum króna. Loks var 500 þús. kr. varið í þóknanir til handritshöfunda fræðslu- og heimildamynda sem sýndar voru í sjónvarpi árin 1999 og 2000. Þær þóknanir hlutu átta höfundar. Styrkir og þókn- anir Hagþenkis EILÍF barátta kynjanna er í brennidepli í Someone Like You, sem annars verður ekki sett í ákveð- inn flokk. Framan af rómantísk gamanmynd, sem tekur uppá þeim fjára að taka sig alvarlega þegar líð- ur á. Setur sig í mislukkaðar rauð- sokkustellingar og verður gagnrýn- in um sinn á stöðu konunnar í heimi karlrembunnar en endar í uppgjöf og innilegum faðmlögum kynjanna. Jane Goodale (Ashley Judd), sér um viðmælendur fyrir Diönu Ro- berts (Ellen Barkin), vinsæla rabb- þáttakonu á sjónvarpsstöð í New York. Goodale, sem er einhleyp, verður yfir sig ástfangin af Ray Brown (Greg Kinnear), samstarfs- manni sínum, sem reyndar er í þing- um við Roberts og tekur hana að lokum fram yfir Goodale – sem í öngum sínum fær leigt hjá Eddie (Hugh Jackman), enn öðrum sam- starfsmanni. Sá er alræmdur harð- jaxl og kvennamaður og fer það ekki framhjá meðleigjandanum. Goodale gengur með þá kenn- ingara að konur séu í augum karla á sama bás og nýja kýrin í augum tuddans. Hann vilji aðeins komast yfir hana, líkt og aðrar, einu sinni og punktur basta. Kúalögmálið fær byr undir báða vængi eftir kynnin af Brown og verður að þráhyggju sem Goodale fer að rita um í kvennablað. Dálkana skrifar hún undir dulnefni og verða þeir svo víðlesnir að Ro- berts krefst þess að Goodale fái höf- undinn í rabbþáttinn! Ekki er gott að segja hvaðan höf- undur fær þá hugmynd að tuddar líti ekki aftur við kú sem þeir hafa þóknast, altént er sá vísdómur ekki úr náttúrufræðinni. Sjálfsagt hluti af margumtöluðu Hollywood-raun- sæinu. Af svipuðum sannfæringar- krafti er reynt að telja okkur trú um að jafnheillandi, bráðsnjall og for- kunnarfagur kvenkostur og Good- ale, gangi laus í milljónaborginni, hálförvinglaður af ástarsorgum í þokkabót. Áfram er hægt að tína til ólíkindin; samband Brown og Ro- berts og Brown og Goodale, án þess að hvoruga gruni neitt ... Leikurunum verður ekki kennt um. Judd er með frambærilegri leik- konum samtímans, Jackson (X- Men), gæti orðið næsti Harrison Ford, Kinnear er góðlátlega ómeerkilegur og Barkin og Marisa Tomei fylla vel uppí skörðin. Nokk- ur atriði vel skrifuð, einkum þau er snerta systur Goodale, og myndin á sína góðu spretti, sem duga þó ekki til að hrista hana uppúr meðal- mennskunni. Maður hefur á tilfinn- ingunni að með agaðra handriti hefði útkoman getað orðið athygl- isverð. Karlar, konur og kvikfénaður KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n , B í ó b o r g i n Leikstjóri Tony Goldwyn. Hand- ritshöfundur Elizabeth Chandler, e. skáldsögu Lauru Zigman. Tónskáld Rolfe Kert. Kvikmyndatökustjóri Anthony B. Richmond. Aðalleik- endur Ashley Judd, Greg Kinnear, Hugh Jackman, Marisa Tomei, Ellen Barkin. Sýningartími 95 mín. Bandarísk. 20th Century Fox. 2001. SOMEONE LIKE YOU Sæbjörn Valdimarsson DAGANA 18.–26. ágúst verða haldnir Tónlistardagar í Vest- mannaeyjum í fyrsta sinn. Hátíðin er tvíþætt, annars vegar „master- class“- og kammermúsíknámskeið fyrir börn fædd 1986 eða fyrr og eru á mið- og framhaldsstigum. Stendur skráning yfir. Hins vegar er um að ræða hátíð þar sem tón- listarmenn úr fremstu röð leika á kammertónleikum opnum almenn- ingi. Kennt verður á gítar, flautu, selló, píanó og fiðlu og má segja að viðburðurinn marki tímamót því um árabil hefur íslenskum tónlistar- nemum ekki gefist kostur á að sækja reglubundin tónlistarnám- skeið fyrir fleiri en eitt hljóðfæri hér á landi. Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari og einn aðstandenda hátíð- arinnar segir hugmyndina að tón- listardögum í Vestmannaeyjum hafa kviknað þegar hún hélt tón- leika þar fyrir nokkru. „Það er svo fallegt í Eyjum að mér datt í hug hvort ekki mætti efna til nokkurs konar tónlistarnámskeiðs handa tónlistarnemum í þessu umhverfi. Margir tónlistarnemar fara til út- landa á námskeið þar sem þau hljóta kennslu og einbeita sér að list sinni allan daginn. Það eru hins vegar ekki allir foreldrar sem hafa tök á því að senda börn sín á slík námskeið og því er það tilvalið að efna til námskeiðs af þessu tagi hér heima. Bæjaryfirvöld tóku hug- myndinni opnum örmum og munu leggja til aðstöðu og annað.“ Áshildur bendir á að aðstand- endur tónlistardaga hafi í hyggju að gera þá að árvissum viðburði takist vel til. „Þannig gætu erlendir kenn- arar og nemendur sótt námskeiðið þegar fram líða stundir, hægt yrði að kenna á fleiri hljóðfærði og mynda hljómsveit,“ bætir Áshildur við. Kennarar námskeiðsins eru auk Áshildar, sem kennir á flautu, Arn- aldur Arnarson sem kennir á gítar, Marcal Servera sem kennir á selló, Nína Margrét Grímsdóttir sem kennir á píanó og Sigrún Eðvalds- dóttir sem kennir á fiðlu. Náskeiðin standa yfir í rúma viku en alls stendur hátíðin í níu daga. „Við vonumst til þess að tónlistar- skólar landsins og tónlistaráhuga- menn um land allt bregðist vel við þessari nýjung, en kennsla fer að- eins fram ef næg þátttaka fæst,“ segir Áshildur að lokum. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. og stendur skráning til 1. júní, í síma 551-8228 eða á netfangið ashildur- @isholf.is. Tónlistardagar verða haldnir í Vestmannaeyjum í ágúst Kammertónleikar og kennt á fimm hljóðfæri Morgunblaðið/Sigurður Jökull Áshildur Haraldsdóttir, Nína Margrét Grímsdóttir og Sigrún Eðvalds- dóttir verða meðal kennara á „masterclass“-námskeiðinu í Eyjum. ÞEIR sem upplifað hafa beztu drengjakóra heims, t.a.m. í höf- uðkirkjum Breta (minna má á sjónvarpsþáttaröð sem hér var sýnd fyrir fáeinum ár- um er gerðist í slíku umhverfi), vita að fátt jafnast á við hljómtöfra þessarar kórgreinar. Hitt er kannski fá- kunnara hvað miðillinn er gífurlega viðkvæmur og vandmeðfarinn. Hefur sízt batnað í þeim efnum frá því sem áður var, enda líftími reyndra drengjasópr- ana helmingi styttri nú en á dögum Bachs, þeg- ar piltar fóru fyrst í mútur undir 17–18 ára aldur. Þegar í ofanálag er haft í huga hvað margfalt fleira keppir um hugi ungmenna á okkar tím- um má eiginlega kalla kraftaverk að geta haldið úti öguðum drengjakór í miðri ólgandi óeirð höfuðborgarsvæðisins. Kórinn söng tíu stutt lög fyrir hlé, Gloria in excelsis Deo eftir Berthier/Taize, Senn kemur vor e. Kabalevskí, gelíska lagið Dagur er risinn, Donna, Donna (Sholom Secunda), Lóa (Finn Jørgensen), Vínarljóð (Schubert), Fjalla- drottning, móðir mín (Bjarni Þor- steinsson), Ég bið að heilsa (Ingi T. Lárusson), hið þokkafulla Dona nobis pacem (Mary Lynn Lightfo- ot) og The Lord bless you and keep you (John Rutter). Eftir hlé bættust níu tenórar og bassar við úr hópi eldri félaga og sungu með drengjakórnum tvísöngslagið Gefðu að móðurmálið mitt, Engl- ar hæstir, andar stærstir (Þorkell Sigurbjörnsson), Leið mig Guð (Wesley), Heilagi Guð á himni og jörð (Schütz), Christus, der uns selig macht (J.S. Bach) og Ave verum corpus (Mozart), en eldri deildin söng ein Si iniquitates eft- ir Wesley. Flest lög fyrri hlutans voru sungin a cappella, en Leið mig Guð, Christus og Ave verum eftir hlé með orgelundirleik. Langt er um liðið frá því er undirritaður heyrði síðast Drengjakór Laugarneskirkju – ein fimm ár – og því trúlega fátt eftir af fyrri mannskap. Þótt margt geti reikað til í hugar- fylgsnum á svo löngum tíma er samt sem mann minni að kórinn hafi verið í töluvert betra formi þá en nú, bæði hvað varðar samhljóm og hreinleika í tónstöðu, því þrátt fyrir all- nokkur fallega sungin lög í eink- um fyrri hlutan- um tók að þessu sinni frekar fljótt að bera á þreytu- tóni í kórnum. Hugsanlega hafa nýleg umskipti á kórfélögum haft þar eitthvað að segja, en e.t.v. líka frekar and- legt og hæggengt lagaval. En þó að t.d. gospellögin meðal dagskrár- efnisins fyrir fimm árum teljist vissulega til guðlegra söngva höfðuðu þeir greinilega meir til piltanna en flest annað eftir ótví- ræðri sönggleði þeirra að dæma, sem enn er mér í fersku minni. Þeirri gleði virtist áberandi minna að heilsa að þessu sinni, enda vottaði varla fyrir brosi á nokkrum pilti. En ef rétt er til getið mætti að líkindum hressa verulega upp á geð guma með fjörugra lagavali, hvort heldur andlegu eða veraldlegu. Stjórn- endur ungmennakóra vita auk þess manna bezt, að skemur vill verða milli hæða og lægða hjá ungu söngfólki en hjá því eldra, og ekki er að efa að eftirtektar- verð sérstaða Drengjakórs Laug- arneskirkju nái bráðum aftur fyrri ljóma og vel það undir hvetj- andi handleiðslu hins atorkusama stjórnanda Friðriks Sæmundar Kristinssonar. Upp skulu geð guma TÓNLIST N e s k i r k j a Vortónleikar Drengjakórs Laug- arneskirkju. Peter Máté, píanó/ orgel. Stjórnandi: Friðrik Sæ- mundur Kristinsson. Miðviku- daginn 23. maí kl. 20:30. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Friðrik S. Kristinsson Í DELLUMYNDINNI Tomcats segir af nokkrum ungum vinum sem allir hræðast giftingu og ákveða að sá sem verði síðastur til þess að kvænast fái stóra peninga- upphæð sem þeir safna með tím- anum. Einn af öðrum ganga þeir svo í það heilaga þar til aðeins tveir eru orðnir eftir. Annar þeirra (Jerry O’Connell) þarf verulega á peningunum að halda eftir and- artaks bilun í fjárhættuspili. Hinn (Jake Busey) ætlar sér aldrei að kvænast. Aldrei. Svo grínið gengur út á það að fá Jake til þess að ganga inn kirkju- gólfið og það er þrautin þyngri. Til þess beitir Jerry ýmsum meðulum en verður lítið ágengt þar til hann kemst í kynni við lögreglukonu sem á harma að hefna. Myndin gengur að mestu út á ófyndið karlagrín þar sem konur eru skotspónninn; einkum eru ófyndin atriðin með Jake og kær- ustu hans á golfvelli. Grínið getur líka orðið óhemju groddalegt eins og fram kemur í atriði með eista, sem Jerry eltist við á spítala. Önn- ur röð atriða segir frá því þegar Jerry kemst í hendurnar á konum sem iðka sadisma. Ekkert af þessu er fyndið að neinu marki. Brandararnir eru svo yfirgengilegir að þeir missa marks og þegar myndin er brotakennd í þokkabót, hangir í raun aðeins saman á nokkrum lítt samhang- andi sögum, og leikurinn yfir- spenntur, fer ákaflega lítið fyrir raunverulegu skemmtigildi. Karla-grín KVIKMYNDIR S t j ö r n u b í ó , L a u g a r - á s b í ó , B o r g a r b í ó A k u r e y r i Leikstjórn og handrit: Gregory Poirier. Aðalhlutverk: Jerry O’Connell, Shannon Elizabeth, Jake Busey, Horato Sanz og Jaime Pressley. 95. mín. Revolution 2001. „TOMCATS“  Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.