Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 39
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 39 SIGURÐUR Friðleifsson, líf-fræðingur og kennari, ogBrynjólfur Bjarnason kerf-isfræðingur hafa hannað og þróað kennsluforrit í efnafræði sem hjálpartæki við kennslu grunnáfanga í efnafræði fyrir framhaldsskóla. Hugmyndina fékk Sigurður þegar hann var við kennslu við Menntaskól- ann í Hamrahlíð og varð þess var að það vantaði áþreifanlega kennsluefni fyrir tölvur á íslensku. Sigurður segir skólana vera vel tölvum búna en ekki að sama skapi búna kennsluefni. Það efni sem til er er á ensku. Hann fór því í frítíma sín- um að hanna forrit og fékk til liðs við sig Brynjólf Bjarnason kerfisfræðing. Tveggja ára vinna liggur að baki forritinu, mikið var unnið í törnum, öll jóla- og páskafrí voru tekin í forrita- hönnun og segjast þeir nú skilja hvers vegna ekki er mikið framboð á kennsluforritum. „Við héldum að þetta væri ekki eins mikil vinna og raunin varð. En þegar við vorum komnir af stað með verkefnið komum við ávallt að þeim tímapunkti að betr- umbæta til þess að það yrði sem best úr garði gert og þjónaði tilgangi sín- um,“ segja þeir. Læra lotukerfið og taka próf Kennsluforritið sjálft inniheldur fjögur forrit sem taka á mismunandi þáttum efnafræðinnar. Lögð var áhersla á að hafa umhverfi þess ein- falt en það er byggt upp í Windows. Ekki þarf að lesa sér til, til þess að geta notað forritið, heldur getur nem- andinn rakið sig sjálfur í gegnum það án aðstoðar. Sigurður og Brynjólfur segja for- ritið ekki vera byggt upp eins og bók sem nota á í tölvu heldur sé það gagn- virkt æfingaforrit yfir grunnatriði í efnafræði, má segja að það sé fyrsti áfangi í efnafræði á framhaldsskóla- stigi. Í forritinu geta nemendur stillt saman efnafjöfnur, æft sig í að læra formúlur, farið inn í lotukerfið og raf- eindaskipan. Síðan geta nemendur tekið próf. Kennari sem hyggst nota forritið þarf ekki að taka námskeið til þess að læra á það enda kemur forritið ekki til með að gera kennarann óþarfan held- ur er það hjálpartæki kennarans. Sig- urður og Brynjólfur benda enn frem- ur á að framsæknir grunnskólar geti nýtt sér forritið og segja að þegar hafi kennari úr einum grunnskóla sýnt forritinu mikinn áhuga. Vantar íslensk forrit í tölvurnar Þeir segja að nútímaskólar séu afar vel tækjum búnir en hins vegar vanti í raun íslensk forrit til þess að setja inn í þessar tölvur. Þeir vona að með til- komu kennsluforrits í efnafræði sé stigið fyrsta skrefið í að bjóða hug- búnað inn í fartölvur nemenda. Þeir benda á að til þess að efla ís- lenska tungu sé auðvitað mikilvægt að fylgja tækninni eftir og hanna og þróa kennsluefni á íslensku fyrir æsku framtíðarinnar. „Við vonum að okkar forrit sé hvatning fyrir aðrar greinar, þörfin er fyrir hendi og kenn- arar eru þyrstir í nýjungar og tilbúnir til þess að nota tækni og nýjungar bara ef þeir fá tækifæri til þess. Það er mikill misskilningur að kennarar séu íhaldssamir og fastir í gömlum kennsluaðferðum og þori hvorki né vilji notfæra sér tækninýjungar,“ segir Sigurður en hann hefur reynslu af kennslu bæði á grunn- og fram- haldsskólastigi. Þeir eru nú að slá smiðshöggið á verkið, eru á síðustu metrunum, eins og þeir segja og líkja þessu við lang- hlaup. Hugmyndin að þessu forriti fékk styrk úr Ballantine’s sjóðnum en hann er alþjóðlegur sjóður með það markmið að styðja ungt fólk um heim allan í að þróa viðskiptahugmyndir sínar og gera þær að veruleika. Verkefni þeirra var valið úr 122 umsóknum sem bárust til sjóðsins frá Íslandi. Þeir hafa enn fremur sótt um styrk í Málræktarsjóð enda forritið stuðningur við íslenska tungu í tölvu- heiminum þar sem enskan ræður ríkjum. Þeir eru bjartsýnir á að koma for- ritinu inn í framhaldsskólana, jafnvel strax núna í sumar, þannig að það megi nýtast við kennslu í skólunum næsta haust. Framtíðardrauminn segja þeir vera að koma forritinu í notkun á Norðurlöndunum. „Forritið byggir ekki á miklum leiðbeiningartexta þannig að það ætti að vera auðvelt í þýðingu. Það sem er jákvætt við það er að efnafræðin er alls staðar eins,“ segja þeir Sigurður Friðleifsson líf- fræðingur og Brynjólfur Bjarnason kerfisfræðingur. Efnafræði/ Íslenskt kennsluforrit í efnafræði hefur verið þróað og fengið styrk úr alþjóðlegum sjóði. Höfund- arnir eru bjartsýnir á að forritið nýtist við kennslu í framhaldsskólunum næsta haust. Einnig að hægt verði að markaðssetja það á Norðurlöndunum. Gott er að gera æfingar í forritinu og sjá fyrirbærin í skiljanlegu ljósi. Æfingaforrit í efnafræði Morgunblaðið/Ásdís Sigurður og Brynjólfur eru höfundar þessa forrits og notuðu þeir frítíma sinn til að hanna það og þróa.  Lotukerfið er í nýjum búningi í ís- lenska forritinu með æfingum. BÓKIN Breytingar – að ná sembestum árangri er hluti afnýrri og endurbættri útgáfu Lions Quest námsefnisins. Að ná tök- um á tilverunni. Námsefnið segir frá þeim breytingum, tilfinningum, bar- áttu, óvæntu uppákomum, draumum og gleði sem einkenna unglingsárin. Námsefninu fylgja mjög ýt- arlegar kennslu- leiðbeiningar og verkefni. Í bókinni Breytingar eru greinar eftir þekkta erlenda sérfræð- inga í málefnum unglinga þar sem fram koma hugmyndir um hvernig þú getur tekist á við vandamál dag- legs lífs. Í lok hvers kafla eru nokkr- ar snjallar og vel skrifaðar smásögur eftir íslenska höfunda sem lyfta mjög undir efni bókarinnar. Unglingarnir í sögunum eru að kljást við svipuð vandamál og flestir aðrir unglingar. Upphaflega varð hugmyndin að þessu námsefni til á þann hátt að unglingur að nafni Rick Little slas- aðist alvarlega og varð að dvelja lengi á sjúkrahúsi. Hann fór að velta því fyrir sér hvað hann hefði lært í skóla sem hjálpaði honum í gegnum veik- indin. Boltinn var farinn af stað og síðar varð þessi reynsla Rick Little til þess að hann stofnaði Alþjóða- fræðslustofnunina Quest, en það er stofnun sem hjálpar ungu fólki að glíma við áskoranir og kröfur sem eru því samfara að vaxa upp. Í sam- vinnu við Lionshreyfinguna varð til útgáfan á námsefninu Að ná tökum á tilverunni. Námsefnið er aðallega ætlað11-14 ára nemendum og erbókin Breytingar tileinkuð öllu ungu fólki sem leitast við að bæta eigin hag og annarra. Það er á þeim aldri sem fullorðnir koma fram við unglinga eins og krakka en ætlast svo til að viðkomandi hagi sér eins og fullorðinn maður. Það er mjög al- gengt að yngri táningum finnist þeir vera vitlausir, ljótir og skrítnir. Það er einnig algengt, og eðlilegt, að mað- ur sé stundum reiður, vonsvikinn, leiður, einmana og með slæma sam- visku. Á fyrri hluta unglingsáranna ganga unglingar í gegnum miklar breytingar. Þeir stækka, verða sumir renglulegir, hættir við að rekast utan í hluti og tilfinningasveiflurnar geta orðið miklar. Í Minni unglingasögu, smásögu eftir Guðrúnu Evu Mín- ervudóttur og Hrafn Jökulsson, segir aðalpersónan: „Ég veit að maður á ekki að vera svona hégómlegur og láta einhverjar buxur og teina skipta máli, en ég gat bara ekki að því gert, maður er viðkvæmur þegar maður er tólf ára.“ Tilfinningar eru einna sterkast-ar á meðan við erum ung.Þegar við verðum eldri förum við að þekkja betur allt tilfinningalíf okkar. Tilfinningar! Stundum er eins og ungt fólk sé í stöðugu tilfinn- ingaróti allan daginn. Ein meg- inkenning námsefnisins er að slíkt tilfinningarót sé eðlilegt hjá ungu fólki. Önnur meginkenningin er sú að þú getir lært að stjórna tilfinningum þínum - að þú getir skilið sjálfan þig og haft stjórn á aðstæðum. Allir hafa tilfinningar. Það að vera maður þýðir meðal annars að maður hefur tilfinn- ingar. Það er tilfinningunum að þakka að líf okkar er fjölbreytt og áhugavert. Tilfinningar okkar eru okkur ekki alltaf að skapi. Stundum gera þær okkur lífið leitt. Samt verð- um við að viðurkenna að það að hafa tilfinningar er hluti af því að vera maður. Ef þú reynir að hunsa tilfinn- ingar þínar ertu aðeins að blekkja sjálfan þig. Barbara Varenhorst er höfundur greinar í bókinni sem heitir „Að vera sá vinur sem maður vill sjálfur eiga,“ hún hefur skrifað heila bók handa unglingum um vináttuna. Hún er einnig upphafsmaður námskeiða, þar sem nemendum er kennt að vera ráð- gjafar jafnaldra sinna. Hún skýrir frá því hversu erfitt það getur stund- um verið að velja á milli þegar þrýst- ingur frá jafnöldrum er annars veg- ar. Að segja nei við þrýstingi frá félögunum útheimtir hugrekki, eink- um ef „allir“ eru með. Þú ert á þeim aldri þegar það að eiga vin er eitt hið mikilvægasta í lífinu. En raunveruleg vinátta er nær alveg hið gagnstæða við að láta undan þrýstingi frá félög- unum. Raunveruleg vinátta táknar meira en að maður fái eitthvað sjálfur. Hún táknar að gefa, sýna umhyggju og gera eitthvað fyrir aðra. Fjölskyldur eru að breytast nú á dögum en það er sama hvernig fjöl- skyldu þú átt, hún á einn stærsta þáttinn í því að gera þig að þeirri per- sónu sem þú ert. Margt getur orðið að deiluefnimilli foreldra og barnaþeirra: peningar, húsverk, föt, hárgreiðsla, heimanám, vinir og margt fleira. Í rauninni getur nær allt orðið að ásteytingarsteini. Þetta á ekki síst við um fjölskyldur sem eru undir miklu álagi eins og svo algengt er nú á dögum. Það er enginn vafi að sam- komulagið við foreldrana getur verið erfið glíma. Suma daga virðist allt vera í lagi, aðra daga er eins og allt sé í hers höndum. En það er eðlilegt. Vandinn er sá að hafa samkomulagið innan fjölskyldunnar eins gott og mögulegt er. Skapið frekar sólskin en þrumur á heimilinu. Í kafla um vímuvarnir er tekin skýr afstaða gegn vímuefnum og reykingum. „Hvers vænti ég af lífinu?“ „Hvað ætla ég að verða?“ eru mikilvægar spurningar. Við lestur bókarinnar Breytingar – að ná sem bestum ár- angri er bent á leiðir sem ungt fólk getur farið til að njóta sín sem best í lífinu, hvernig hægt er að hafa hemil á tilfinningum sínum, hvernig hægt er að eignast vini, halda góðu samb- andi við foreldra sína og tekið heil- brigðar ákvarðanir. Þrátt fyrir öll tilþrif, ráð og um- vandanir finnst foreldrum stundum sem þeim verði lítið ágengt eða eins og segir í smásögu Péturs Gunn- arssonar, Reyk-víkingur: „Við horf- umst í augu. Augnaráð. Stundum er það eina ráðið sem maður getur gef- ið.“  Breytingar – að ná sem bestum ár- angri. Bogi Arnar Finnbogason sneri á íslensku, Aldís Yngvadóttir hafði umsjón með íslenskri útgáfu bók- arinnar og Erla Kristjánsdóttir veitti faglega ráðgjöf. Efnið er þróað í sam- starfi við Alþjóðasamband Lions- klúbba og Alþjóðafræðslustofnunina Quest. Námsgagnastofnun gaf bók- ina út fyrst 1990 og nú endurskoðaða í 5. útg. 2001. Breytingar er 179 blað- síður og geta skólar pantað bókina á vefnum: www.namsgagnastofnun.is. Hún fæst einnig í Skólavörubúðinni og kostar 570 krónur. Vinátta unglinga INNSÝN Eftir Sigrúnu Oddsdóttur sodds@strik.is Höfundur er með BA í íslensku og uppeldisfræði og uppeldis- og kennslufræði. LOTUKERFIÐ er getur verið torrætt, einnig ýmsar efnajöfnur, formúlur og rafeindaskipan. Í for- riti Brynjólfs og Sigurðar eru þessi gömlu sannindi færð í nýjan búning, gerð auðskiljanleg og að- gengileg. Nemendur fá jafnframt að spreyta sig á æfingadæmum og prófum. Kennsluforritið má nota á ýms- an hátt í kennslu, að mati Sig- urðar Friðleifssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Það má nota samhliða kennslu, t.d. með skjávarpa þar sem kenn- arinn stjórnar með hjálp nem- enda. Vísa mætti nemendum, sem t.d. eru búnir með skriflegar æfingar, í tölvur þar sem þeir geta spreytt sig á forritinu, í stað þess að sitja aðgerðarlausir. Hægt er að hafa dæmatíma þar sem allir nemendur vinna í einu forritinu undir leiðsögn kennara, annaðhvort í tölvuveri eða með fartölvum. Forritið gæti verið heimavinna þar sem nemendur skila inn út- prentun af prófþætti forritsins (prófin eru aldrei eins). Ekki er hægt að fjölfalda prófúrlausnir þar sem nauðsynlegt er að skrá sig með nafni inn í prófþáttinn og nafnið prentast svo með einkunn- arblaði. Hægt er að vísa í forritið sem hjálpartæki, t.d. fyrir próf, sem nemendur gætu notað sér hver- nær sem er. Forritið yrði vænt- anlega inni á tölvuneti skólans og þannig opið öllum hvenær sem er. Sjá nánar: http://www.prim.is/ binni/efnafraedi/default.html Gagnvirkt kennsluforrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.