Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ALLIR smábátar á Ísafirðivoru í höfn á laugardag,þegar fundur um at-vinnumál á Vestfjörðum
hófst í íþróttahúsinu á Torfnesi á
Ísafirði. Mikill straumur af fólki var
til bæjarins um morguninn og kom
fólk víða að, bæði frá Strandasýslu
og Barðastrandarsýslum. Boðað var
til fundarins í kjölfar þess að Alþingi
frestaði ekki gildistöku laga um
kvótasetningu smábáta á ýsu, ufsa
og steinbít fyrir þinglok. Alþýðu-
samband Vestfjarða, bæjarstjórnir,
sparisjóðir og smábátasjómenn boð-
uðu til fundarins. Í samtali við Morg-
unblaðið áður en fundurinn hófst,
sagðist Árni M. Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra, oftast hafa komið til
Ísafjarðar undir skemmtilegri
kringumstæðum.
Stjórnvöld reyna
að finna lausn
Í framsögu sinni sagði ráðherra,
að það hefði verið vilji stjórnvalda að
gera breytingar á lögunum sem taka
gildi þann 1. september næstkom-
andi, fyrir þann tíma, og vísaði þar
til frumvarps sem var tilbúið, þar
sem gert var ráð fyrir að aflaheim-
ildir í ýsu yrðu auknar um 1800 tonn
og í steinbít um 1500 tonn. Frum-
varpið var ekki lagt fram, eins og
kunnugt er, vegna andstöðu þing-
manna, þar á meðal Kristins H.
Gunnarssonar, þingflokksformanns
Framsóknarflokksins.
Árni sagðist harma að þessi mála-
miðlunartillaga hafi ekki náð fram
að ganga. Hann sagði að stjórnvöld
væru ekki hætt að vinna í því að
finna lausn á málinu og bað Vestfirð-
inga um að sýna sér biðlund. „Við
náðum ekki að leysa það á þann hátt
sem ég hafði vonast til og við þurfum
því að leita annarra leiða til að ná
markinu. Ég veit að við höfum ekki
mikinn tíma til að sýna ykkur fram á
það sem við erum að gera. En ég vil
biðja ykkur um að sýna okkur bið-
lund, þó það þurfi ekki að vera lengi
og sjá hvort við getum ekki komið
með lausn sem getur hjálpað okkur í
þessum vanda.“
Ráðherra sagði að ríkisstjórnin
vildi byggja allt landið. „En það
skiptir þjóðina alla í heild sinni
mestu máli að sjávarútvegurinn sé
öflugur og við verðum að gera það á
þann hátt að við drögum ekki úr
heildarstyrk sjávarútvegsins, því
það er ekki farsælt fyrir hinar
dreifðari byggðir að sjávarútvegur
sé veikur.“ Árni sagði það hlutverk
nefndar sem var skipuð til að endur-
skoða lög um stjórn fiskveiða, að
skoða fiskveiðistjórnunina bæði í
hinu stóra samhengi og í samhengi
byggðanna. Nokkuð hefur verið
gagnrýnt, m.a. á fundinum á laug-
ardag, að lög um kvótasetningu
smábáta taki gildi, áður en nefndin
hefur lokið stöfum. „Það var ljóst í
upphafi þegar lögin voru sett (í janú-
ar 1999), að lögin sem taka gildi
þann 1. september næstkomandi
myndu taka gildi áður en endur-
skoðunarnefndinni var ætlað að
skila niðurstöðum,“ sagði Árni.
Hann sagðist vona að nefndin muni
skila af sér sem fyrst og að ríkis-
stjórnin muni ekki bíða þangað til
með að finna lausn á málinu.
Árni sagði að sjávarútvegurinn
hafi vissulega mikil áhrif á byggða-
þróunina, en að kvótakerfið væri
ekki eini orsakavaldurinn í breyttu
byggðamynstri í landinu, þótt það
skipti þar miklu máli.
Færeyska fiskveiðistjórn-
unarkerfið happadrjúgt
Snorri Sturluson, smábátasjó-
maður á Suðureyri, sagði kvótakerf-
ið hafa farið mjög illa með atvinnu-
lífið í fjórðungnum, en að aftur hefði
birt til í þorpunum þegar róður smá-
báta hófst og að aftur hefði verið
næga vinnu að fá. Hann sagði kvóta-
kerfið ekki hafa skilað neinum ár-
angri þar sem fiskistofnar væru í
sögulegu lágmarki og að skuldir
sjávarútvegsins hefðu aldrei verið
meiri. Hann spurði hvort ekki væri
kominn tími til að kasta kvótakerf-
inu, sem Íslendingar hafi burðast
með í 17 ár og hafi engu skilað, út í
hafsauga. Hann lagði til að svipað
fiskveiðistjórnunarkerfi og Færey-
ingar hafa tekið upp, sóknar- og
flotastýringarkerfi, yrði tekið upp
hér á landi, þar sem það hafi reynst
mjög happadrjúgt.
Snorri þakkaði sjávar-
útvegsráðherra fyrir
komuna á fundinn. Hann
sagði hann ekki vera
vondan dreng, en að
hann hefði vonda ráðgjafa. Hann
harmaði að Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra hefði ekki þegið fundar-
boðið og sagði fálæti hans gagnvart
vandamálum landsbyggðarinnar
ótrúlegt.
Snorri gerði einnig síðustu starfs-
daga Alþingis að umræðuefni. „Fyr-
ir réttri viku virtist þingræðið fótum
troðið á Íslandi. Fullyrt var að á Al-
þingi væri meirihluti fyrir því, að
fresta gildistöku laga um smábáta,
en málið fékkst ekki rætt. Fram-
komin tillaga tveggja vestfirskra
þingmanna var fryst í nefnd, sem er
undir forystu tveggja annarra vest-
firskra þingmanna. Fimmti þing-
maðurinn okkar segir öllum að halda
ró sinni, allt muni fara vel, hann viti
ýmislegt sem aðrir vita ekki. „Hvað
er að gerast?,“ spurði Snorri.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, vara-
formaður Alþýðusambands Vest-
fjarða, sagði það auka enn
og samdrátt á veiðum og
fjórðungnum, að smáb
væri kvótasettur áður en
endurskoðun á fiskveiðilö
lægi fyrir.
Smábátaútgerð sne
alla Vestfirði
Lilja benti á að í kjölf
kerfisins hafi fleiri hundr
störf sín til sjós og lands o
hafi komið í staðinn, þar til
kerfið leit dagsins ljós og
komið í veg fyrir að by
leggðust af. „En stjórnvöl
hræra í því kerfi svo að það
á brask og vitleysu og nú
þar smiðshöggið. Kvótas
svo afleiðingarnar verði þ
og í stóra kerfinu,“ sagði L
ney. Hún sagði smábáta
snerta alla undirstöðu þ
Vestfjörðum verði mögule
aðrar atvinnugreinar og s
uppbyggingu. Hún sagði m
að verkafólk krefðist þess
arendurskoðuninni á lö
stjórn fiskveiða verði tek
sjávarbyggðanna til stran
að flotanum verði skipt upp
arflokka eftir stærð og teg
veiðarfærum. „Óheft fra
versti óvinur okkar og vei
verða að vera bundin bygg
stórum hluta,“ sagði hún. „
vel að margir valda- og h
aðilar vilja sjá allar veiðih
ar í höndum örfárra útge
tækja og láta sig eng
byggðahrun á landsb
Leiguliðahlutverkið til sjós
hlutskipti sem biði marga í
og er það í dag orðin s
víða.“
Lilja sagði að Starfsgr
band Íslands hefði sent
fyrirspurn til ríkisstjórnari
sem krafist var svars um
ríkisstjórnin hyggðist br
þeim vanda sem við blasi
afkomu heilu byggðarlag
fjölda fólks. Svar hefur ekk
ist og sagði Lilja, að stra
grípa til aðgerða ef byggðu
ekki að blæða út.
Störfum í sjávarútv
hefur stórfækka
Haukur Már Sigurðarso
bæjarstjórnar Vesturbygg
að íbúum V
hefði fækkað
manns frá árin
að ætla megi a
útsvarstekjur
félaganna veg
nemi allt að 1,5 milljar
Hann benti á að 10.338 ton
heimildum í þorski hefðu v
frá landshlutanum frá fiskv
1992-93, en að á sama tí
veiðiheimildir í þorski auki
á yfirstandandi fiskveiðiár
borið við árið 1992-93. Ha
áætlað verðmæti þeirra v
ilda í þorski, sem fluttar he
frá fjórðungnum nema um
örðum. Haukur Már benti
1996 hafi sjö fiskvinnsluh
starfandi á Ísafirði og Hníf
höfðu 35 manns eða fleir
Samtals hafi 620 manns sta
fullu starfi. Á síðasta ári ha
móti fyrirtæki af þessari
gráðu aðeins verið þrjú o
manns hafi verið þar í vin
við 620 fyrir fimm árum o
eins á Ísafirði og í Hnífsd
stöndum við frammi fyrir t
Fjölmenni á opnum borgarafu
Ríkisstjórnin
leitar lausnar
í máli smábáta
Átta hundruð manns, eða einn af hverjum tíu
Vestfirðingum, sóttu fund um atvinnumál í
fjórðungnum á laugardag, sem snerist að-
allega um viðbrögð við kvótasetningu
meðafla smábáta, sem tekur gildi hinn
1. september næstkomandi að óbreyttu. Hörð
andstaða kom fram um kvótasetninguna og
lýstu Vestfirðingar áhyggjum af framtíðinni.
Nína Björk Jónsdóttir sat fundinn.
„Baráttu-
þrekið látum
við aldrei“
OPINBER RANNSÓKN
HAGVÖXTUR AÐ STÖÐVAST
Í BANDARÍKJUNUM
Brezka dagblaðið FinancialTimes birti frétt á forsíðu sl.laugardag þess efnis, að nýj-
ar hagtölur í Bandaríkjunum sýndu
að hagvöxtur væri nánast að stöðv-
ast þar í landi. Endurskoðaðar hag-
tölur fyrir fyrstu þrjá mánuði árs-
ins sýni, að efnahagslífið vestan
hafs sé veikara en áður hafði verið
talið. Viðskiptaráðuneyti Banda-
ríkjanna hefur birt tölur þess efnis,
að hagvöxtur á ársgrundvelli miðað
við fyrstu þrjá mánuði ársins nemi
nú um 1,3% en ekki 2% eins og talið
var í apríl. Í frétt hins virta brezka
blaðs segir, að nánast enginn hag-
vöxtur hafi verið í Bandaríkjunum
frá því í september. Jafnframt kem-
ur fram, að fjöldi atvinnulausra hafi
ekki verið meiri í tæp þrjú ár og
gæti numið 5% af vinnuafli á þessu
ári.
Það er ekki að ástæðulausu, að
Financial Times leggur svo mikla
áherzlu á fréttir af þróun efnahags-
mála í Bandaríkjunum. Öllum er
ljóst að hvort sem er vöxtur eða
samdráttur þar í landi hefur gíf-
urleg áhrif um allan heim. Ef
bandarískt efnahagslíf er á leið nið-
ur í öldudal mun efnahagur fleiri
þjóða fylgja á eftir.
Í forystugrein blaðsins er ekki
gengið svo langt að fullyrða, að um
alvarlegan samdrátt geti verið að
ræða í Bandaríkjunum. Hins vegar
er vakin athygli á því, að óvissan
um hagvöxt eða ekki hagvöxt þar
valdi margvíslegri truflun á fjár-
málamörkuðum.
Financial Times bendir einnig á,
að mjög hafi hægt á hagvexti á
evrusvæðinu. Það eigi bæði við um
Þýzkaland og Frakkland. Hins veg-
ar lýsir blaðið meiri bjartsýni um
þróun mála í Bretlandi.
Framvinda efnahagsmála í
Bandaríkjunum hefur mikil áhrif á
þróun mála hér á Íslandi. Kreppan,
sem þjóðin gekk í gegnum á Við-
reisnarárunum, hófst með verðfalli
á íslenzkum sjávarafurðum vestan
hafs. Við erum ekki jafnháðir fisk-
mörkuðum í Bandaríkjunum og þá.
Hins vegar sýnir fengin reynsla, að
samdráttur í Bandaríkjunum getur
haft umtalsverð áhrif á okkar litla
hagkerfi, sem þolir ekki miklar
sveiflur utan frá.
Undirstöður íslenzks atvinnulífs
eru sterkar, þótt nýjar fréttir af
niðurstöðum rannsókna Hafrann-
sóknastofnunar á þorskstofninum
valdi áhyggjum. Það eru engir al-
varlegir brestir í grundvallarþátt-
um atvinnulífsins. Hins vegar er
ljóst, að ýmsir þættir í efnahagslífi
okkar eru neikvæðir. Menn hafa
deilt um það hversu miklar áhyggj-
ur eigi að hafa af viðskiptahallan-
um, þótt allir séu sammála um að
hann hafi verið of mikill. Gengis-
lækkunin fyrir nokkrum vikum
veldur mörgum í atvinnulífinu mikl-
um búsifjum. Það hefur áhrif víða.
Verðhækkanir í kjölfar gengis-
breytinga koma við almenning eins
og eðlilegt er.
Það athyglisverða sjónarmið
kemur fram í forystugrein Financ-
ial Times sl. laugardag, að neyt-
endur séu ekki enn farnir að finna
fyrir samdrættinum í eigin kjörum
og afkomu. Það er ekki ósennilegt
að það sama eigi við hér. Forsvars-
menn flestra fyrirtækja gerðu sér
grein fyrir því seint á sl. ári að hið
mikla góðærisskeið væri að baki og
hafa síðan verið að undirbúa og
framkvæma aðgerðir til þess að
draga úr kostnaði. En það er ekki
þar með sagt, að almenningur hafi
komizt að sömu niðurstöðu enn sem
komið er.
Miðað við þær fréttir, sem berast
frá Bandaríkjunum og Evrópu, er
skynsamlegt að gera ráð fyrir að
töluvert hægi á í efnahagsmálum í
okkar heimshluta og þar með í
helztu viðskiptalöndum okkar. Eðli-
leg viðbrögð við þeim tíðindum eru
að draga saman seglin og draga úr
útgjöldum þjóðarbúsins, fyrirtækja
og heimila svo sem kostur er.
Sólveig Pétursdóttir, dómsmála-ráðherra, hefur sett sérstakan
saksóknara til þess að rannsaka op-
inberlega tildrög þess að Magnús
Leópoldsson var á sínum tíma grun-
aður um aðild að hvarfi Geirfinns
Einarssonar í svonefndu Geirfinns-
máli, sem olli miklu uppnámi í þjóð-
félaginu á sínum tíma. Breytingar,
sem Alþingi gerði á lögum, gerðu
dómsmálaráðherra kleift að taka
þessa ákvörðun. Magnús Leópolds-
son sat í gæzluvarðhaldi í 105 daga.
Það er ástæða til að fagna því, að
þetta skref hefur verið stigið. Stað-
reyndin er sú að öll málsmeðferð á
tíma Geirfinnsmálsins hefur legið
undir þungri gagnrýni og óumdeilt að
saklaust fólk sat í gæzluvarðhaldi í
langan tíma. Hvernig það gat gerzt er
spurning, sem aldrei hefur fengizt
svar við. Raunar má gagnrýna með-
ferð fleiri slíkra mála frá liðnum tíma.
Þegar saklaust fólk er svipt frelsi
sínu setur það mark á líf þess, það
sem eftir er. Þetta fólk á kröfu á, að
allar upplýsingar liggi fyrir um hvers
vegna þau alvarlegu mistök voru
gerð, sem leiddu til frelsissviptingar
að ósekju.
Vonandi hefur íslenzka réttarkerf-
ið þróast á þann veg, að það hafi getu
til að leiða hið sanna í ljós. Það mundi
létta ákveðnu fargi af öllum þeim sem
við sögu komu og hreinsa andrúms-
loftið.
Magnús Leópoldsson og þeir, sem
unnið hafa með honum að framgangi
þessa máls hafa sýnt mikla þraut-
seigju og úthald í baráttu sinni fyrir
þessari rannsókn. Líklegt má telja,
að rannsókn þessi eigi eftir að styrkja
réttarkerfi þjóðarinnar þegar til
framtíðar er litið.