Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 50
UMRÆÐAN 50 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TIL SÖLU MJÖG FALLEGT OG VEL VIÐ HALDIÐ EINBÝLISHÚS Á SUÐURSTRÖND SPÁNAR, STUTT FRÁ TORREIVIEJA/ALICANTE TIL SÖLU TIL SÖLU Húsið er ca 110 fm að grunnfleti. Stór stofa með arni, eldhús, tvö svefnherbergi, bað og útisvalir. Húsið er á tveimur hæðum og stendur á rúmlega 500 fm fallega ræktaðri einkalóð sem er viðhaldið af garðyrkju- manni allt árið um kring. Allur húsbúnaður og innréttingar fylgja. Einnig nýskoðaður Ford Scorpi, árg. 1989, ekinn tæpl. 80.000 km. 3 frábærir golfvellir í næsta nágrenni og sundlaug í göngufæri. Verðmat fasteignasala á Spáni er 34 milljónir peseta eða um 17,7 millj. ísl. kr. Einstaklingar og félagasamtök sem áhuga hafa leggi inn nafn eða tilboð til augl.deildar Mbl. fyrir 7. júní nk. merkt: „Spánn – 11259“. I I I I I , I I I EITT af helstu bar- áttumálum Vöku, félags lýðræðisinn- aðra stúdenta, í síð- ustu kosningum til Stúdentaráðs Há- skóla Íslands voru málefni sem varða fjölskyldufólk í Há- skólanum. Ástæða þess að Vaka lagði svo mikla áherslu á fjölskyldu- mál í HÍ er sú að þrátt fyrir að stór hluti stúdenta við skólann séu foreldrar hefur helst til lítil áhersla verið lögð á þau atriði sem þeir þarfnast til að geta stundað nám sitt með góðu móti. Raunar er merkilegt hve margt í háskólasamfélaginu er óhagstætt þeim nemendum sem eiga börn. Það er ekki síst furðu- legt í ljósi þess að ef það er eitt- hvað sem flestir stúdentar eiga sameiginlegt þá er það að þeir eru ýmist í þann mund að flytja að heiman og stofna eigið heimili eða hafa nú þegar flust að heiman og stofnað fjölskyldur. Ólíkt því sem áður var setur enginn það fyrir sig að hefja nám þótt barn sé komið í spilið. Forgangsröðun ungs fólks er nú önnur en þegar mikilvægt þótti að ljúka námi áður en ráðist var í barneignir. Fjölskyldunefnd Háskólans Í árlegu boði rektors fyrir Stúd- entaráð lögðu stúdentaráðsliðar Vöku áherslu á að móta þyrfti fjöl- skyldustefnu Háskólans. Óhætt er að segja að rektor hafi tekið undir málflutning Vöku því hann ákvað þar að stofna fjölskyldunefnd HÍ. Við lítum á skipan starfshóps sem móta skal fjölskyldstefnu HÍ sem mikla viður- kenningu og um leið mikið framfaraspor í hagsmunabaráttu stúdenta. Fram að þessu hef- ur staðan verið þannig að í góðri trú hefur oftast eingöngu verið litið til dagvistunar- mála þegar málefni foreldra í Háskólanum eru rædd. Án þess að gera lítið úr dagvistunarmálum, sem þarf vitaskuld að bæta, fer hins vegar fjarri að sá málaflokkur einn og sér tryggi jafnrétti for- eldra til náms. Vaka leggur áherslu á að stunda- skrár taki mið af þörfum foreldra. Foreldrar eiga erfitt með að sækja kennslustundir þegar þeim lýkur ekki fyrr en klukkan 18 eins og dæmi eru um, en leikskólum er yf- irleitt lokað klukkan 17. Það þarf að sjá til þess að stúdentar komist í kennslustundir og geti sinnt námi sínu sem skyldi. Þá er og mikil- vægt að námsmenn í öllum deildum geti séð hvernig stundaskrá og próftöflur munu koma til með að líta út strax við skráningu í tiltekin fög. Vaka leggur enn fremur áherslu á að við smíð próftaflna sé tekið mið af hagsmunum foreldra. Des- ember er sá mánuður þar sem for- eldrar þurfa einna mestan tíma til að sinna fjölskyldunni. Það er slæmt að prófum skuli oft ekki ljúka fyrr en 21. desember, og það þykir vafalaust fleiri stúdentum en þeim sem eru foreldrar. Vaka vill að próf hefjist viku fyrr og ljúki þar með viku fyrr. Þannig myndi vorönnin einnig hefjast viku fyrr og sumarleyfið sömuleiðis. Vita- skuld gerir slík hliðrun á skóla- árinu það að verkum að haustönnin hefst líka viku fyrr en það ætti ekki að koma sök þar sem fáum ætti að vera óþægindi af því að hefja nám um mánaðamót ágúst og september eða jafnvel fyrr líkt og gert er í grunn- og framhaldsskól- um. Það er mjög ánægjulegt að eitt helsta kosningamál Vöku hafi nú náð fram að ganga. Starfshópur hefur verið stofnaður sem hefur það að markmiði að mynda fjöl- skyldustefnu Háskóla Íslands. Ljóst er að starfshópurinn er mikið framfaraspor og sigur fyrir mál- flutning Vöku. Ingibjörg Lind Karlsdóttir Fjölskyldan Forgangsröðun ungs fólks er nú önnur, segir Ingibjörg Lind Karlsdóttir, en þegar mikilvægt þótti að ljúka námi áður en ráðist var í barneignir. Höfundur situr í Stúdentaráði HÍ fyrir hönd Vöku. Vaka fagnar skipan fjölskyldunefndar Háskóla ÍslandsÁ ÞESSUM árstímaeykst jafnan áhugi áútiveru og hreyfingu. Fjölmargir hafa sann- færst um gildi hollrar hreyfingar til að auka vellíðan og vernda heilsuna og eru farnir að sjást úti að ganga, skokka, hjóla eða synda. En sjálfsagt eru jafnvel enn fleiri að hugsa um að hreyfa sig meira en þeir gera án þess að hafa komið því í verk enn þá. Í könnun sem gerð var síðasta sumar (í samvinnu við finnsku UKK-rannsóknarstofnunina) á heilsu og hreyfingu hjá Íslendingum 20 ára ogeldri kom fram að margir hreyfa sig reglulega árið um kring (25%). Aðrir segjast alls ekki fara út að hreyfa sig (19%) og enn aðrir hreyfa sig bara af og til en vildu gjarnan hreyfa sig meira og reglu- legar (56%). Það virðist samt ein- hvern veginn hægara sagt en gert að hafa sig í þetta og gera hreyfingu að lífsstíl. En eins og erlendir fræði- menn, landlæknir, heilsugæslufólk o.fl., o.fl. hafa bent á er hægt að vernda og bæta heilsuna með því t.d. að ganga rösklega í hálftíma á dag flesta (helst alla) daga vikunn- ar. Alls konar önnur hreyfing er í fullu gildi þar sem áreynslan er alla vega svipuð og við röska göngu, s.s garðvinna og ýmis heimilisstörf. All- ir ættu að geta fundið a.m.k. hálf- tíma á dag til að hreyfa sig. Ekki þarf hreyfingin endilega að vera samfelld, heldur er hægt að skipta henni í tvö eða jafnvel þrjú styttri tímabil yfir daginn. Því ætti að vera hægt að flétta nauðsynlega hreyf- ingu inn í hið daglega líf. Til dæmis getur skrifstofufólk fengið sér göngutúr í hádeginu og jafnvel „fundað á ferð“ eins og einhver orðaði það svo ágætlega. Það er næstum ótrú- legt að ekki meiri dag- leg hreyfing en þetta skuli m.a. hafa í för með sér eftirfarandi kosti: vinnur gegn hjarta- og æðasjúk- dómum, dregur úr streitu, viðheldur hæfi- legri þyngd, vinnur gegn sumum tegund- um krabbameina, vinn- ur gegn beingisnun, er orkugefandi, eykur ár- vekni og bætir vinnu- framlag, og síðast en ekki síst léttir hreyfingin lund og eykur vellíðan. En eins og áður sagði er búið að sýna fram á alla þessa kosti reglulegrar hreyfingar. Íslenska könnunin sem nefnd var hér að ofan sýnir samt sem áður að rúmlega helmingur þjóðarinnar hreyfir sig ekki nóg til að ná þessum heilsubætandi áhrifum en hefur þó hug á því. Mörg Evrópulönd, Ísland meðtal- ið, hafa tekið höndum saman um að hvetja sitt fólk til reglubundinnar hreyfingar – heilsunnar vegna – undir kjörorðinu ,,Evrópa á hreyf- ingu“ (Europe on the Move). Um 17% Íslendinga (á aldrinum 26–57 ára) stunda reglulega hreyfingu og útivist en 36% Finna og við gætum keppt að því að ná þeim. En aðal- atriðið er að hver og ein(n) taki upp viðeigandi hreyfingu sér til hress- ingar og heilsubótar. Nú er tíminn! Heimasíður: ,,Hreyfing – heilsunnar vegna“ http://www.physio.hi.is/hreyfing/in- dex.htm ,,Evrópa á hreyfingu“ – http:// www.europe-on-the-move.nl. Tími til að hreyfa sig Svandís Sigurðardóttir Hreyfing Fjölmargir hafa sann- færst um gildi hollrar hreyfingar, segir Svan- dís Sigurðardóttir, til að auka vellíðan og vernda heilsuna. Höfundur er lektor í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. ÞAR sem umhverf- ismál eru að verða æ meira til umræðu í þjóðfélaginu langar mig til að fjalla um í örfáum orðum hvernig staðið hefur verið að þeim málum frá því sameining sveitar- félaga í Vestur-Húna- vatnssýslu átti sér stað vorið 1998. Þegar sú sveitar- stjórn sem nú situr við völd hóf samstarf, var fljótlega ráðinn starfs- maður í 50% stöðu til að sjá um umhverfis- mál. Var í upphafi far- ið um sveitarfélagið og gerð úttekt á magni brotamálms bæði til sveita og í þéttbýli. Kom á óvart hvað mikið magn af allskonar járni, spilliefnum og öðru var til víðs- vegar um sveitarfélagið. Sveitarfélagið tekur þátt í verk- efninu Staðardagskrá 21 ásamt 30 öðrum sveitarfélögum víðsvegar af landinu. Um þessar mundir er ver- ið að ljúka við stefnumótun að Staðardagskrá 21 fyrir Húnaþing vestra, en í þeim hugmyndum, sem þar eru settar fram, eru uppi ýms- ar hugmyndir um betri umgengni og frágang hvort heldur er í sorp- málum, frárennslismálum eða ann- arri umgengni um náttúruna al- mennt. Þess má einnig geta að sveit- arfélagið tók þátt í verkefninu Fegurri sveitir sem staðið var að síðastliðið sumar. Í verkefninu var ráðist í að safna saman brota- málmi til sveita. Safn- að var 120 tonnum af ýmsu járnarusli sem til var víða til sveita. Vonast er til að verk- efninu Fegurri sveitir verði framhaldið á komandi sumri. Á liðnu hausti var keyptur pappírstætari til að tæta dagblöð, pappa og pappír. Sveitarfélagið, í samstarfi við Iðjuna sem er vinnustaður fyrir fatlaða, hóf mót- töku á dagblöðum, pappa og pappír sl. haust. Allur pappi og pappír sem safnast er tættur niður og not- aður sem undirburður fyrir hross og fleiri húsdýr. Hefur ásókn í þann pappírstæting sem til fellur verið slík að ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn. Húnaþing vestra fór af stað með tilraunarverkefni í flokkun og jarð- gerð á lífrænu heimilissorpi vorið 2000. Þeim aðilum sem tóku þátt var afhentur sá búnaður sem til þurfti þeim að kostnaðarlausu, en það er 375 lítra jarðgerðartankur, grind undir lífrænt sorp í eldhús- inu ásamt pappírspokum. Í upphafi var auglýst eftir 20 heimilum til þátttöku víðsvegar um sveitar- félagið. Áhugi íbúa á verkefninu var það mikill að ákveðið var síðla sumars að bæta við 20 heimilum til viðbótar. Gaman verður að sjá hvernig til tekst, en árangur af verkefninu ætti að koma í ljós nú í sumar. Þess má til gamans geta að nú eru um 10% heimila í Húnaþingi vestra þátttakendur í verkefninu. Áætlanir eru uppi um að fá fleiri heimili að verkefninu, og er búist við að eins verði staðið að, þ.e.a.s. þeim sem þátt taka verði afhentur sá búnaður sem til þarf. Að lokum langar mig til að hvetja aðra sem vinna að slíkum verkefnum til að segja frá hvað er að gerast í þessum málum ann- arsstaðar. Aukin umræða um þennan málaflokk verður þá til að vekja fólk til umhugsunar um um- hverfi okkar, og um leið sýna fram á hvernig þeir sem áhuga hafa geta lagt sitt af mörkum til að fegra og ganga vel um náttúru landsins. Umhverfismál í Húnaþingi vestra Skúli H. Guðbjörnsson Umhverfisstefna Allur pappi og pappír sem safnast, segir Skúli H. Guðbjörnsson, er tættur niður og notaður sem undirburður fyrir hross og fleiri húsdýr. Höfundur er umhverfisfulltrúi Húnaþings vestra. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.