Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 51 FYRIR nokkru skrifaði ég grein þar sem ég velti fyrir mér hugsanlegum félags- legum áhrifum inn- göngu Íslands í Evr- ópusambandið. Bent var á að ESB er „meira en saltfiskur“; snýst ekki bara um peninga. Innganga í það gæti haft félagsleg áhrif sem vert væri að huga að. Niðurstaðan af þeim hugleiðingum var að Ís- land skyldi flýta sér hægt við að sækja um inngöngu í sambandið. Sé hins vegar litið á málið í heild sinni virðist skynsam- legra að sækja um aðild. Efnahagur Gengi Ísland í ESB yrðu efna- hagsleg áhrif góð. Evran yrði tekin hér upp, og yki það stöðugleika jafnt fyrir fyrirtæki og almenning. Ekki getur verið annað en gott fyrir fyr- irtæki að búa að sama fjárhagslega umhverfi – gengisstöðugleika, vaxta- kjör, og þess háttar – og samkeppn- isaðilar. Gengisstöðugleiki væri al- menningi einnig til góðs. Hafa ber í huga að sé sami gjaldmiðill hér og á gríðarstórum mörkuðum hyrfi sú verðbólga sem stafar af gengissigi eða gengisfalli, en hún virðist vera að skjóta upp kollinum hér nú. Vart þarf að taka fram að þegar efnahagslegar afleiðingar aðildar að ESB eru metnar er gert ráð fyrir því að Íslendingum tækist að halda full- um yfirráðum yfir fiskimiðunum í samningum við sambandið. Stjórnmál Nú er Ísland svo ankannalega statt að vera aðili að miklu af sam- vinnu innan Evrópusambandsins, og gangast við lögum þess og reglum, án þess að hafa nokkurt vald, eða áhrif, við myndun þessara reglna. Hingað streyma nú í stríðum straumum reglugerðir vegna EES, sem Ísland getur í raun hvorki hafn- að né breytt. Reglur Schengen gilda hér þrátt fyrir að Íslendingar hafi hvergi komið nærri tilurð þeirra. Nú mætti segja að þessar reglur allar eigi aðeins við um fræðileg atriði – eins og einhverja tæknilega staðla – og að því skipti litlu hvort Ísland komi nærri tilurð þeirra eða ekki. En það er ekki alltaf svo, því stundum eiga þær við um félagsleg mál sem koma öllum við. Minnast má á þá reglu ESB (og þar með EES) að unglingar megi ekki vinna. Þetta kemur okkur Íslendingum spánskt fyrir sjónir, en okkur finnst vinna nauðsyn- legur og góður þáttur í uppeldi unglinga. Menning Evrópubúa lítur á annan hátt á vinnu unglinga: Hún er óeðlileg – nánast sem einhverskonar barna- þrælkun – og því setja þeir reglur sem banna hana. Og reglan er í gildi á Íslandi ... án þess að við höfum get- að haft nokkur áhrif á tilurð hennar eða mót- un. Ef Ísland gerðist að- ili að ESB gætu stjórn- völd haft áhrif á tilurð reglna sam- bandsins. Þau fengju jafnvel völd til að hindra samþykki slíkra reglna í sumum tilvikum, eða þar sem sam- þykki allra ríkja þarf til að viðkom- andi regla öðlist gildi. Víst verða þessi áhrif langt frá því að líkjast þeim sem stóru ríki sambandsins, s.s. Frakkland, Þýskaland, Bretland eða Ítalía, hafa. Hins vegar verða þau áreiðanlega meiri en áhrif Ís- lands eru svo lengi sem landið stend- ur utan ESB. Samfélag Nú er það rétt að ESB er ekki bara „saltfiskur“; innganga í það hefði vafalaust félagsleg áhrif sem erfitt er að sjá fyrir. Hins vegar er ekki líklegt að þessi áhrif yrðu mikil eða mikilvæg. Það sem helst veldur því er að löndin sem mynda ESB eru svipuð Íslandi: Þetta eru kapítalísk lýðræðisríki sem halda uppi félags- kerfi svipuðu því sem hér þekkist. Því er ólíklegt að þau mundu ákveða nokkuð sem væri óásættanlegt fyrir Íslendinga. Þvert á móti, Evrópu- sambandið þarf ekki að líta Ísland öfundaraugum þegar kemur að vernd neytenda, umhverfismálum og þess háttar. Af því sem hér hefur verið sagt virðist sem Ísland ætti að hefja samningaviðræður um aðild að ESB. Efnahagslegur og stjórnmálalegur ávinningur af inngöngu væri ljós, og mjög ólíklegt er að samfélagsleg áhrif aðildar yrðu þess eðlis að þau gætu spillt þeim ávinningi sem aðild færði landi og þjóð. Ísland í ESB? Jóhann M. Hauksson Höfundur er stjórnmálafræðingur. ESB Ísland ætti að hefja samningaviðræður um aðild að ESB, segir Jóhann M. Hauksson sem telur efnahags- legan og stjórnmála- legan ávinning af inngöngu augljósan. Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. s. 899 3461 og 847 0002 Sérhæfum okkur í smíði á sólpöllum, skjólveggjum og girðingum Vönduð vinnubrögð - Gerum föst verðtilboð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.