Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 52
UMRÆÐAN 52 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉR Á landi er stödd breska kona, Denise Hastings að nafni, en hún mun halda nokkur golf- námskeið hér á landi, eða allt til 31. maí nk. Denise kom til Ís- lands sl. sumar og hélt nokkur stutt námskeið. Hún var svo hrifin af landi og þjóð að hún brást vel við þegar Golfsam- bandið fór þess á leit við hana að koma aft- ur til Íslands. Ég, undirrituð, hef verið svo heppin að kynnast Denise á ferðum mínum til Englands þar sem ég hef fengið hennar tilsögn í fáein skipti sem ég hef haft mikið gagn og feikilega ánægju af. Denise er þekktur kennari í Englandi. Hún kennir ekki aðeins hinum venjulega kylfingi að halda á kylfu, heldur er hún einnig fyrst breskra kvenna til að öðlast réttindi til að kenna verðandi golf- kennurum. Hún heldur námskeið á Abbotsley- golfvellinum, sem er í eigu American Golf UK, stutt frá Cam- bridge, þar sem hún er aðalkennari (head- pro). Að auki heldur hún námskeið eða svo- kallaða golfskóla víða annars stað- ar, m.a. í Danmörku, á Írlandi, Spáni og í Bandaríkjunum. Má geta þess að hópur íslenskra kvenna sótti golfnámskeið hjá Denise í Danmörku sl. sumar og voru þær svo ánægðar með nám- skeiðið og alla tilhögun að önnur slík ferð er fyrirhuguð í byrjun júní nk. Denise Hastings leiðbeinir ekki aðeins konum en það er fyrir okk- ur konur mikil uppörvun að fá til- sögn frá svo frábærum golfkenn- ara. Heimsókn hennar til Íslands ætti að gefa íslenskum golfkonum dug og kraft til að nema þessa frá- bæru íþrótt af krafti. Af öllum þeim fjölda sem stundar golf á Ís- landi eru aðeins rúmlega 14% kon- ur. Þetta eru afar áhugaverðar töl- ur þar sem t.d. meira en helmingur félaga í golfklúbbum í Þýskalandi eru konur og víða ann- ars staðar er þátttaka kvenna í golfi töluvert meiri en á Íslandi. Íslenskar konur hafa ekki verið hvattar nægilega til dáða og er nú kominn tími til að snúa vörn í sókn. Við höfum allt til brunns að bera til að ná sama árangri og grannkonur okkar í nálægum lönd- um. Frumkvæði Golfsambands Ís- lands að fá Denise Hastings til að halda hér golfnámskeið og sýna okkur konum listina að leika golf er glæsilegt og meira en þakk- arvert. Í menningu, listum og öllum kennslugreinum er boðið upp á svo kallaða “Master Class“ og því skyldu þeir ekki einnig vera haldn- ir í golfi. Ég vona að þetta verði aðeins byrjunin á áframhaldandi hvatn- ingu fyrir konur til að koma út á golfvelli landsins og taka þátt í leiknum. Það er aldrei of seint að byrja. Ég hvet golfkonur, ungar sem eldri, til að hitta Denise Hastings og fá leiðsögn hjá henni. Hún segir karlmönnum ekki síður til og eru þeir einnig innilega velkomnir á námskeiðin. Ég vil þakka Golfsambandinu fyrir framtakið og hvetkonur til að láta ekki happ úr hendi sleppa. Vonandi eykst hlutfall kvenna í golfíþróttinni á Íslandi. Edda Svavarsdóttir Golf Íslenskar konur hafa ekki verið hvattar nægi- lega til dáða, segir Edda Svavarsdóttir, og er nú kominn tími til að snúa vörn í sókn. Höfundur er markaðsstjóri. Lyftistöng fyrir golf á Íslandi ÞESSA dagana hef- ur verið í fréttum 20–30 ára gömul hugmynd um fyrirhuguð jarð- göng á milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðs- fjarðar sem ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við á næsta ári. Þessa hug- mynd eru ekki allir Austfirðingar sáttir við eins og íbúar Seyðis- fjarðar, Egilsstaða og Austur-Héraðs sem frekar vilja vegteng- ingu milli Egilsstaða og Vopnafjarðar í formi jarðganga undir Hellisheiði. Fyrir- huguð jarðgöng á milli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar breyta engu fyrir íbúa Seyðisfjarðar og Neskaup- staðar þótt þau tengi Egilsstaði og Austur-Hérað við suðurfirði Austur- lands á meðan íbúar Neskaupstaðar þurfa enn sem komið er að treysta á gömlu Oddskarðsgöngin sem standa á snjóflóðasvæði í meira en 600 metra hæð yfir sjó. Fyrir íbúa Seyð- isjarðar er Fjarðarheiði eina leiðin sem hægt er að treysta á og þykir ill viðureignar vegna blindbyls og mik- illa snjóþyngsla. Suðurfirðir Austur- lands myndu tengjast byggðakjarna Miðausturlands enn betur ef gerð yrðu önnur 4–5 km löng jarðgöng úr Fáskrúðsfirði í gegnum Þverfell inn í Stöðvarfjörð og þaðan önnur jarð- göng í gegnum Fanndalsfjall eða Lambafell til Breiðdalsvíkur sem hugsanlega gætu orðið 3–4 km að lengd. Þetta myndi líka breyta miklu fyrir íbúa Djúpavogs ef lagður yrði vegur beint yfir Berufjörð. Nú skipt- ir miklu máli að fyrirhuguð jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar verði tvíbreið til þess að auka umferðaröryggið þótt þau verði 500 miljónum króna dýrari heldur en einbreið jarðgöng með 32 metra löng útskot til mælinga sem yrðu með 160 metra millibili. Einbreið jarðgöng með 32 metra löng útskot myndu strax bjóða upp á stóraukið öng- þveiti ef tveir eða fleiri flutningabílar með löngum tengivögnum aftan í sem kæmu hvor úr sinni áttinni færu á sama tíma inn í báða gangamunn- ana án þess að bílstjórar þeirra hefðu hugmynd um mótumferð. Þá yrði það ekkert öfundsvert fyrir bílstjórana að þurfa að bakka þessum stóru farartækjum út úr öðr- um gangamunnanum til þess að hleypa í gegn mótumferðinni. Þarna geta stórir flutningabíl- ar sem kæmu hvor úr sinni áttinni inn í báða gangamunnana í ein- breiðum jarðgöngum lokað inni lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkra- bíla þegar mannslíf geta verið í hættu. Þetta eiga menn að geta séð fyrir á sama tíma og bílum stórfjölgar í landinu. Fyrir íbúa Hornafjarðar yrði það mikil samgöngubót við Suð- urfirði Austurlands, Egilsstaði og Austur- Hérað ef gerð yrðu tvíbreið jarðgöng undir Almannaskarð þegar höfð eru í huga jarðgöng á milli Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur og lagning vegar rétt fyrir norðan Djúpavog beint yfir Berufjörð. Þetta gæti stytt landleiðina milli Djúpa- vogs og Egilsstaða um 100 km. Vegna staðsetningar Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað sem frekar ættti heima á Egilsstöðum þar sem varaflugvöllurinn var byggður hefði þurft að kanna mögu- leika á tvíbreiðum jarðgöngum undir Oddskarð nálægt sjávarmáli vegna þess að gömlu Oddskarðsgöngin eru á snjóflóðasvæði og standa í allt of mikilli hæð yfir sjó. Einbreið jarð- göng á Austfjörðum geta aldrei flutt þá umferð sem áætlað er að fari um þau. Þá geta stórir flutningabílar al- veg eins farið um Vattarnesskriður. Bréf til vega- málastjóra Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Jarðgöng Þessa hugmynd, segir Guðmundur Karl Jóns- son, eru ekki allir Aust- firðingar sáttir við. Hald á lofti kyndli friðar og frelsa fjallkonu landsins! Granda ei fossbúum fjallsins né vængjabliki gælum vorsins. Hald á lofti kyndli friðar og helga andardrátt jarðar! Heimsóknir er- lendra ferðamanna stefna enn í eitt met- árið. Landið hefur fram að þessu verið kynnt sem óspillt og er víðfrægt fyrir til- komumikil öræfi. En hve lengi ef við höldum áfram eyð- ingu einstæðra náttúrudjásna. Heimsbyggðin hneykslast nú á virkjunaráformum Kínverja á Gulá, þar verður einstökum svæðum, hof- um og fornminjum sökkt. Stórar vatnsfallsvirkjanir eru mjög um- deildar vegna þess landrýmis sem er fórnað. Þjóðir heims vinna af kappi að því að beisla sólarorku, sjávarföll og vindorku. Í Evrópu rísa nú víða vindmyllur í hnapp á litlum svæðum nálægt þorpum og verksmiðjum sem nota rafmagnið. Íslendingar ættu að líta á vindmyll- ur sem valkost við framleiðslu raf- magns til húshitunar, því að nógur er blásturinn hér á Fróni og kapp- kosta að friða hálendið eða það sem eftir af því er. Erlendir sérfræð- ingar hafa bent á að eigi Vatnajök- ulsþjóðgarður að standa undir nafni þurfi að friða allt svæðið frá Skafta- felli að ósum Jökulsánna fyrir norð- austan og talað hefur verið um Snæfellsþjóðgarð á þessu svæði. En yfir Fljótsdalinn gnæfir Snæfellið, 1.833 metrar á hæð. Verði af virkj- anaáformum Landsvirkjunar norð- an Vatnajökuls þar sem tveim tug- um fallvatna er smalað úr farvegum sínum þá verða einu ósnortnu öræfi Íslands sunnan megin við Kjöl sem standa undir nafni. Áð á Kili Óspillt öræfi eru nú óðum að hverfa á Íslandi. Í fyrrasumar ók- um við hjónin suður Kjalveg milli Langjökuls og Hofsjökuls til Reykjavíkur. Við ókum eftir virkj- anavegi Blöndulóns langleiðina inn að Kili og keyrðum eftir Blöndu- stíflunni. Á hálendinu norðan megin hafa gróðursælar heiðar og lækir horfið undir uppistöðulón. Öðrum megin var þverhnípið og á hina hliðina gruggugt lón af gríðarlegri stærðargráðu og lítið augnayndi. Auðkúluheiði er ekki lengur svipur hjá sjón orðin manngerð. Við flýtt- um okkur framhjá. Ef þetta er það sem koma skal á öræfum Íslands kýs ég heldur gömlu malarvegina. Í ægifegurð óbyggðanna áðum við svo inn á Kili þar sem nokkrir er- lendir ferðmenn sátu og hvíldust með stórbrotna jökla- sýn á báðar hendur. Þeir höfðu lagt á sig að fara á reiðhjóli upp á Kjöl. Þó að vegurinn suður gerðist nú sein- farinn nutum við þess að setjast út í náttúr- una og virða fyrir okk- ur fíngerðan heiða- gróðurinn og geta okkur til hvað fjöllin inn á milli jöklanna heita. Öræfin sunnan megin á Kjalvegi eru laus við þyrnikórónur járnskóganna. Eftir góðar stundir á fjöll- um lá leiðin suður um Haukadal, þar sem Gullfoss er ósnortinn! Þökk sé Herdísi í Bratt- holti. Gruggug virkjunarlón eða þjóðgarður Í vorleysingum í Svíþjóð í fyrra urðu mikil náttúruspjöll vegna flóða. Stóru fljótin flutu yfir bakka sína og ollu gífurlegri eyðileggingu. Virkjunarlón þar voru þegar yf- irfull af vatni og gátu því ekki tekið á móti meira vatni. Eftir eldgosið í Vatnajökli fyrir fáum árum, þá voru jökla- og jarðfræðingar í vafa um hvort flóðbylgjan ryddi sér braut suður eða norður um Jökuls- árgljúfrin til hafs. Á meðan beið þjóðin með öndina í hálsinum. Nú stendur til að virkja jökulfljótin fyr- ir norðan. Þetta gæti gerst aftur. Nær minnið ekki lengra eða hvað? Verði Landsvirkjun hleypt inn á svæðið norðan Vatnajökuls þá verð- ur hálendið norðan jökla: Langjök- uls, Hofsjökuls og Vatnajökuls ekk- ert augnayndi. Ásýnd landsins gjörbreytist og allt verður meira og minna manngert. Gruggug lón munu fylla gróðurlendi á öræfun- um. Kringilsárrani mun hverfa und- ir vatn þar sem meðal annars stór hluti hreindýrahjarðanna bera kálf- um sínum og leita dýrin þá meira til byggða. Sama gildir um heið- argæsirnar þegar þrengir að. Margir af fegurstu fossum og berg- vatnsám á hálendi Íslands hverfa undir jökulvötn. Línumöstur koma svo til með að liggja í margföldum röðum yfir allt hálendið og fíngerð- ur jökulaur fjúka yfir sveitir. Er mönnum ekki sjálfrátt? Norðan jökla verða öræfin álíka spennandi og allar virkjanirnar kringum Þjórsá á Sprengisandsleið. Fólk stansar ekki en flýtir sér hjá. Öll þessi eyðilegging og fórn á hálend- inu norðan sem sunnan jökla fyrir risaálver og dugir þó varla til. Er ekki varasamt fyrir vel menntaða þjóð að festa sig í svo einhæfum at- vinnuvegi, frumframleiðslu, þar sem allt rafmagnið er selt á útsölu og hálendi Íslands einskis metið? Ekkert rafmagn verður síðan af- gangs til nýsköpunar? Ætla rík- isstjórnin og kjörnir fulltrúar þjóð- arinnar að láta þjóðina borga mengunarkvóta fyrir álverin? Þjóð- in á rétt á svari!! Vistkerfi jarðar er viðkvæmt og vísindamenn telja að á þessari öld verði skortur á neysluvatni í heim- inum og ómæld auðæfi séu fólgin í hreinu vatni og óspilltu landi. Ís- lendingar eru aðilar að Árósa- samningnum frá 1998. Samningur- inn fjallar um umhverfisrétt og mannréttindi, en þar segir m.a. „… að menn hafi skyldum að gegna gagnvart komandi kynslóðum…“ Hvaða skýringar gefum við niðjum okkar á að blóðmjólka og fórna há- lendi Íslands? Ég trúi því ekki að það sé með vilja þjóðarinnar. Klæð- um ekki fjallkonuna í tötra! Ljóðið er úr ljóðabókinni Rödd úr djúpinu eftir greinarhöfund. Klæðum ekki fjall- konuna í tötra Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir Umhverfisvernd Verði af virkjana- áformum norðan Vatna- jökuls, segir Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir, þá verða einu ósnortnu öræfi Íslands sunnan megin við Kjöl. Höfundur er húsmóðir og ljóðskáld. Dragtir Neðst á Skólavörðustíg Eru Florena bestu snyrtivörurnar? Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.