Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 56

Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 56
MINNINGAR 56 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Þorsteins-son fæddist 25. október 1906 í Holti í Mjóafirði. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 21. maí síðastlið- inn. Foreldrar Ólafs voru hjónin Ragn- hildur Hansdóttir og Þorsteinn Sigurðs- son sjómaður. Hann átti tvær systur, Rannveigu, hæsta- réttarlögmann og al- þingismann, og Rósu kjólameistara. Þær eru báðar látnar. Ólafur kvæntist Salvöru Sigurð- ardóttur 23. nóvember 1946. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum og vann ýmis störf þar til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Ólaf Þorsteinsson & Co., sem einkum sér- hæfði sig í innflutn- ingi á pappír. Ólafur starfaði mikið að ýmsum félags- og íþróttamálum, svo sem í skíðadeild Ár- manns í Jósepsdal, Lionshreyfingunni, Bridgesambandi Ís- lands, Stangaveiði- félagi Reykjavíkur og var mikill áhuga- maður um fjallgöng- ur og ferðamál. Útför Ólafs fer fram frá Garða- kirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Kær vinur er fallinn frá. Ólafur Þorsteinsson var kvæntur Salvöru ömmusystur minni. Ég er því lán- söm að Óli og Salla hafa fylgt mér í gegnum lífið. Minningarnar eru margar og þær eru ljúfar. Jólaboðin í Drápu- hlíðinni, þar sem Óli spilaði á mandólín, amma á píanó og Salla skemmti. Óli gerði margt skemmti- legt með okkur, sagði okkur sögur, flutti ljóð, spilaði við okkur eða fór með okkur á skauta. Hann heillaði mann með glaðværð sinni og hlýju. Nú síðustu árin stundirnar í Naustahleininni og austur í Gríms- nesi, það var alltaf gaman. Hjónaband þeirra var gæfuríkt, þau voru samrýnd, miklir vinir og fallegt að sjá hvað Salla hugsaði vel um hann til hinstu stundar. Síðasta samverustund mín með Óla var sl. sunnudag er við mæðg- urnar heimsóttum hann og var hann hinn kátasti, hann lést þá um nóttina. Með virðingu og væntumþykju kveð ég Ólaf Þorsteinsson og þakka alla þá hlýju og ástúð sem hann sýndi mér og minni fjölskyldu. Salla mín, innilegar samúðar- kveðjur til þín og megi góðar minn- ingar veita þér gleði og styrk. Laufey Böðvarsdóttir. Ólafur Þorsteinsson hefur kvatt þennan heim, háaldraður öðlingur, sem gott var að eiga að fjölskyldu- vini. Ólafur og Salvör kona hans voru tíðir gestir hér á Búrfelli, hvort heldur voru barnaafmæli, fjöl- skylduboð eða önnur tilefni. Við fengum einnig að njóta þeirra gest- risni á jólum og afmælum og var veitt af myndarskap og rausn. Ólafur var jafnan glaður og reif- ur og alls staðar vel heima. Landið okkar Ísland var hans áhugamál, veiðiskapur í ám og vötnum, fjall- göngur og útivist, skíðaferðir, golf, allt þetta voru hans áhugamál, sem allar frístundir sem gáfust frá er- ilsömu starfi voru notaðar í til gagns og gleði. Ólafur var léttur og kvikur til líkama og sálar, ævinlega fljótur til að skoða og afla sér heimilda og sagði vel frá. Þess vegna var afar gaman og spjalla við hann því hann hafði frá svo mörgu að segja og hafði reynt svo margt. Ólafur Þorsteinsson sagði sjálfur frá ævi sinni í viðtali í bókinni „Aldnir hafa orðið“ sem Erlingur Davíðsson gaf út árið 1985. Þá er okkur minnisstætt út- varpserindi sem Ólafur flutti um Tindfjöll og nágrenni. Frásögn Ólafs var skýr og skemmtileg enda maðurinn greindur vel og athugull. Ólafur var mjög barngóður og hafði gaman af að glettast svolítið við börnin okkar og ekki hafði hann neitt á móti því að lesa fyrir þau um Andrés Önd og félaga. Þetta allt gerði Ólaf að eftirsótt- um félaga sem varð þó hvað skemmtilegast þegar hann tók mandólínið sitt og lék á það betur en nokkur annar. Hann átti gott með að setja saman vísur og kunni mikið af kvæðum. Á flestum svið- um var Ólafur fremstur meðal jafn- ingja. Við hjónin á Búrfelli og börnin okkar þökkum Ólafi samfylgdina, allar samverustundir, vináttu og tryggð. Við biðjum þann sem öllu ræður að styrkja og blessa eftirlifandi eig- inkonu Ólafs, Salvöru Ástu. Blessuð sé minnig Ólafs Þor- steinssonar. Lísa og Böðvar. Ólafur Þorsteinsson vinur minn er nú látinn, eftir langa og farsæla ævi. Fyrstu kynni okkar urðu á stríðsárunum, í skíðaferðalögum og störfum við skíðamót víðsvegar um landið. Þar sem annars staðar naut ég reynslu og lipurðar Ólafs í úr- lausn allra vandamála. Þá eru ógleymanlegar fjölmargar veiðiferðir okkar. Ólafur var ann- álaður fluguveiðimaður og viðhélt leikni sinni á því sviði fram á gam- als aldur. Hann þekkti sögu laxveiða hér á landi betur en flestir aðrir og var unun að hlusta á frásagnir hans af veiðum og útivist. Frásagnir hans voru einstaklega lifandi og ávallt var kímnin í fyrirrúmi. Veiði- mennska Ólafs einkenndist af djúpri virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu og var hann þar að mörgu leyti brautryðjandi. Mest urðu kynni mín af Ólafi vegna áratugalangs samstarfs okk- ar við innflutning á prentpappír frá Finnlandi. Fyrirtæki hans varð einn mikilvægasti viðskiptavinur finnsks pappírsiðnaðar hérlendis. Segja má að við höfum átt nær dagleg samtöl um þau málefni frá 1947 til ársins 1983, þegar starfs- orka Ólafs tók að dvína. Frá upp- hafi var þetta samstarf framúr- skarandi gott. Ólafur bjó yfir afburðaþekkingu á þessu sviði svo og einstakri lipurð og velvilja, sem kom m.a. fram í því mikla trausti sem viðskiptavinir hans sýndu fyr- irtækinu. Ég votta Salvöru og aðstandend- um innilega samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Haraldur Björnsson. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg rifjast upp margar minningar – ljúfar og skemmtilegar minningar um horfinn vin, Ólaf Þorsteinsson. Ólafur var drengur góður og gædd- ur þeim fágæta eiginleika að vera fæddur leiðtogi. Fyrstu minningar mínar um Ólaf eru frá því að ég fór að venja kom- ur mínar í skíðaskála Ármanns í Jósepsdal 1947. Þá réðu þar ríkjum þau systkin Ólafur og Rannveig. Á þessum árum var Jósepsdalur eitt besta og vinsælasta skíðaland landsins. Í nágrenninu voru einnig fleiri minni skálar, t.d. Húsavík, Æskulýðsfylkingin, Dverghamrar, Skæruliðaskálinn og Himnaríki. Í Jósepsdal var ekki bara stunduð skíðaíþrótt, Dalurinn var meirihátt- ar uppeldisstöð og eru mörg ung- mennin sem minnast dvalar þar og þá sérstaklega um páskana. Í þess- um skála sem þætti hvorki stór né merkilegur á nútíma mælikvarða voru oft yfir 200 manns um páska. Ég minnist fyrstu páskanna minna þar. Ólafur sá um að allt gengi snurðulaust á neðri hæðinni og skikkaði okkur í hin ýmsu störf við að þrífa, snyrta og lagfæra fyrir næsta dag, en á meðan réð Rann- veig systir hans ríkjum á svefnloft- inu og las framhaldssögu upp úr Nýjum kvöldvökum. Svo var safn- ast saman í salnum og hlustað á brýningar Ólafs, en hann hafði þann sið að halda kvöldræðu til að leggja mönnum lífsreglurnar. Síðan voru hljóðfærin tekin upp og sung- ið úr Ármannsljóðunum hennar Rannveigar, t.d. Þekkirðu formanninn? Þetta er hann, Því völduð þið ekki stærri mann? Hann er á skíðum bara upp á grín og alltaf hann spilar á mandólín. Þau systkin voru mjög músíkölsk og spiluðu bæði í Mandólínhljóm- sveit Reykjavíkur sem ennþá heyr- ist stundum leika í útvarpinu. Rannveig lék á gítar, en Ólafur á sérlega vandað 12 strengja mandól- ín. Á þessum árum var kjarni ungra áhugamanna í Dalnum. Skíðalyftur voru óþekktar þá og ekki var hægt að keyra heim að skáladyrum. Oft- ast þurfti að ganga frá þjóðveg- inum þar sem nú er Litla kaffistof- an og upp í Dal. Þessir félagar hafa síðan haldið hópinn. Þegar Jökla- rannsóknarfélag Íslands og Flug- björgunarsveitin voru stofnuð um 1950 gengu margir félagar skíða- deildarinnar til liðs við þessi ágætu félög og hafa þeir tekið þátt í verk- efnum og leiðöngrum þeirra. Hluti þessa hóps voru frumkvöðlar þeir sem fyrstir manna fóru á snjóbíl að sumarlagi á Vatnajökul 1953. Svo var það 10 árum seinna þegar þessi hópur rifjaði upp Vatnajökulsferð- ina, að Ólafur og Salvör kona hans slógust í hópinn. Í fyrstu ferðinni var aðeins farið á einum bíl, en nú var þessi ferð orðin mjög vinsæl og voru 3 bílar og um 20 manns í ferð- inni. Nokkrir úr hópnum fóru einnig á hverju vori í skíðaferð til Lech í Austurríki, og að sjálfsögðu tóku Ólafur og Salvör þátt í þessum ferðum og var hann fyrirliðinn, fyrstur upp á morgnana og síðastur í hús á kvöldin. Það var ekki aðeins í Dalnum sem Ólafur lét að sér kveða. Eitt sinn er hann og Árni Kjartansson skruppu upp í Tindfjöll, rann þeim til rifja ástand skála Fjallamanna þar. Á heimleiðinni var ákveðið í skyndi að gera eitthvað í málinu og um næstu helgi var búið að safna peningum og liði. Skarphéðinn Jó- hannsson, sérlegur arkitekt okkar Ármenninga, var búinn að teikna breytingar á skálanum og eftir nokkrar helgar var búið að end- urbyggja hann undir farsælli stjórn foringjans, þarna var Ólafur í ess- inu sínu. Næstu vetur var svo iðulega far- ið í skálann í Tindfjöllum og gengið um nágrennið, en á kvöldin voru oft tekin upp spilin og fór Ólafur þá á kostum og þegar áhugasamir spil- arar fengust til að skreppa með okkur var oft spilað fram á nótt. Ólafur var mjög snjall bridgespil- ari, hafði oft farið í keppnisferðir til útlanda og þá gjarnan verið far- arstjóri. Hann hafði gegnt ýmsum embættum fyrir Bridgesamband Íslands og var lengi virkur félagi í Krummaklúbbnum. Við, þessi hópur gamalla félaga í skíðadeild Ármanns, þökkum Ólafi allt það sem hann gerði fyrir okkur ÓLAFUR ÞORSTEINSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir     +   ; +"#$"-"22"<= ,%-  ,        0!   ! 1     ! +#!+"9(0%" './ #0$$ ."#%.'(0%"0$$ +"9%#'3(0%"0$$ "/>"." +#"+#!0$$ ++#! #"9'+"9+#! +#(0 *?0(0 ("2-4"" "/0$$ 3$4 "/0$$ ?/.' "/0$$ "#                        #9@.' "%.AB +". ,%-  ,  % ,  .   )2! ! 3 ,    $! +     , , .'3#-0$$ - !"0$$ $9:2"C%5. " !" ##"0"!$% "4" !"0$$ 4#) $ (0" !" +"9/1-"0$$ -""--""-""-           8   8 1(> 6   #9'$/<DE ". % #         2! ! 1  &     ! .$"'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.