Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
! "
#
# BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja
að heimsmyndin er síbreytileg og þó
að margt sé myndarlega byggt upp
og því jafnvel ætlað að standa í þús-
undir ára eru mannanna verk samt
forgengileg. Heimsveldi hafa verið
stofnuð og þeim viðhaldið með ærnu
erfiði nokkurra kynslóða, en svo hafa
þau hrunið og fátt eitt staðið eftir af
fyrri stórveldisdýrð. Fyrir skömmu
voru Ráðstjórnarríkin viðvarandi
ógn í augum milljóna Vesturlanda-
búa og hvar eru þau nú ? Hið mikla
miðstýrða bákn sem byggt var upp
austur í Moskvu varð æ þunglama-
legra og skrifræðið ópersónulegra
og ómanneskjulegra eftir því sem ár-
in liðu. Það fjaraði undan öllu heil-
brigðu framtaki og kerfið liðaðist að
lokum í sundur og hætti að vera til.
En það gerðist ekki fyrr en eftir að
skrifaðir höfðu verið ægilegir kaflar í
þjáningasögu rússnesku þjóðarinnar
og nágrannaþjóða hennar með út-
sognu hjartablóði milljóna fórnar-
lamba kúgunar og sálarlausrar yfir-
drottnunar. Slík hefur saga
svonefndra heimsvelda yfirleitt verið
og ættu flestir að geta samsinnt því.
En þegar hið miðstýrða bákn
Austur-Evrópu leið undir lok, var
hið miðstýrða bákn Vestur-Evrópu í
fullum uppgangi. Að baki því hafa
staðið hagsmunaöfl sem mörg hver
þola illa dagsins ljós. Þar er auð-
hringavaldið til staðar þótt það sé í
felufötum. Og slíkt vald starfar síst
af öllu á þjóðlegum grundvelli. Það
vill ryðja burt landamærum og lýð-
frjálsum ríkjum til að öðlast aukið
olnbogarými sér til hagsmunalegs
vaxtar og viðgangs. Og í stjórnmála-
lífi álfunnar ganga margir erinda
þessa falda valds. Í fyllingu tímans
mun það svo kasta grímunni og
koma fram í sínum rétta anda.
Þá stígur fram á sviðið ráðstjórn
Evrópu í ofurveldi sínu!
Þá munu margir sjá að þeir hafa
dýrkað falsgoð, en það er of seint að
iðrast eftir dauðann. Og það er dauði
að ganga slíku valdi á hönd. Forfeður
okkar fóru yfir hafið á sínum tíma til
að geta lifað sem frjálsir menn. Ætt-
um við að senda austur um haf, í um-
búðum þrælsóttans, frelsi okkar og
fullveldi og smána þannig allt sem
við höfum lifað fyrir? Nei, það má
aldrei verða, íslenska þjóð!
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, 545 Skagaströnd.
Ráðstjórn Evrópu
Frá Rúnari Kristjánssyni:
EF „góðu fréttirnar“ reynast rang-
ar, þá er „góðærið“ búið! þetta var
beinn eða óbeinn boðskapur for-
sætisráðherra, seðlabankastjórans,
sérfræðingsins
úr Háskólanum
og svo fram-
kvæmdastjóra
Landsvirkjunar
auk minni spá-
manna. Góðu
fréttirnar eru ál-
ið og virkjanirn-
ar.
Fljótt á litið
virðast þessar
umsagnir vera venjulegar hótanir,
en svo er ekki. Það er fólkið sjálft,
þjóðin, sem hefur reist gálgann og
spunnið snöruna. Það sem áður var
hefðbundið viðnám gegn „hægri“
ríkisstjórnum er nú flakandi sár.
Það sem áður var barátta til varnar
því velferðarþjóðfélagi sem þróaðist
á síðustu öld er nú ekki með í leikn-
um. Verkalýðshreyfingin er lömuð!
Hinn pólitíski armur hennar liggur
sundurklofinn niðri á Alþingi. Fólk-
ið sem áður var meðvitað um gildi
samhjálpar í þjóðfélaginu tók þá
stefnu að nota „góðærið“, ekki til að
kaupa sér raunverulegt frelsi, held-
ur til að auka neysluna, auka skuld-
ir heimilanna með nýjum lánum.
Stór hluti fólks er í gíslingu kvóta-
og grænmetiskónga og þeirra sem
eru að yfirtaka eignir þjóðarinnar.
Velferðarkerfið er á flótta.
Þetta er auðvitað dálítið dökk
mynd af ástandinu en menn geta
huggað sig við það að „góðærið“ er
enn ekki búið! „Góðu fréttirnar“
verða að veruleika án verulegrar
andstöðu í núverandi ástandi. Nú er
engin staða fyrir „fenjafólkið“ í
Vinstri grænum sem ætlar að tína
fjallagrös og ber og horfa á fuglana
í óbyggðum landsins. Þetta fólk
vaknar einn daginn upp við vondan
draum. Veruleikann. Það verður
verkefni fyrir fræðimenn framtíð-
arinnar að skilgreina það hugar-
ástand sem liggur að baki þeirri
staðreynd að á nýrri öld, með ótak-
markaða raunhæfa möguleika, skuli
safnast saman jafn margt fólk og
jafn vel af guði gert sem er eins
veruleikafirrt eins og Vinstri græn-
ir. Fólk sem trúir því að fjalldrap-
inn taki við af hagvextinum og að
hægt sé að reka þjóðfélagið með fal-
legum orðum einum saman.
Þó að óraunhæf yfirboð Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna séu
að mörgu leyti lík, og ræður Öss-
urar og Steingríms tilheyri frekar
minningu um löngu látna félaga,
stendur Samfylkingin nær íslensk-
um veruleika. Í Samfylkingunni er
margt hæfileikaríkt fók sem þekkir
rekstur þjóðfélagsins og takmörk
hins mögulega. En eins og er virðist
Samfylkingin ekki tilbúin að taka
skrefið inn í veruleika nýrrar aldar.
Það er rauður þráður í mann-
kynssögunni að það eru einstakling-
ar sem verða örlagavaldar í þróun-
inni. Íslensk stjórnmál þurfa á
slíkum einstaklingi að halda. Ekki
til að lýsa upp umhverfið með lýð-
skrumi, heldur til að breyta gerð
þjóðfélagsins. Í stjórnskipan lýð-
veldisins eru ónotaðir möguleikar
til þess.
HRAFN SÆMUNDSSON,
Melbúð 9, Kópavogi.
Fjalldrapinn tekur
ekki við af
hagvextinum
Frá Hrafni Sæmundssyni:
Hrafn
Sæmundsson