Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 77

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 77 STÚLKNATRÍÓIÐ Destiny’s Child hefur sannarlega ekki gleymt heimahögunum því það gaf á dögunum rúmar 50 milljónir ís- lenskra króna til Meþódistakirkju Johns í heimaborg sinni, Houston. Það var umboðs- maður hljómsveit- arinnar, faðir Beyonce, sem færði ráðamönn- um kirkjunnar þessa veglegu gjöf í vikunni. Peningunum á að verja til uppbyggingar kennslumiðstöðvar fyr- ir börn og talið er lík- legt að byggingin verði nefnd eftir þeim stöll- um í Destiny’s Child. Destiny’s Child-tríóið lætur gott af sér leiða Destiny’s Child. NÚ stendur til að bjóða upp ritgerð, sem skrifuð var af Bob Dylan er hann var 18 ára. Ritgerðin, sem fjallar um bók Johns Steinbecks, Þrúgur reiðinnar, er verðlögð á 3,6 milljónir íslenskra króna og fékk Dylan einkunnina B mínus fyrir hana á sínum tíma. Ritgerðin verður boðin upp ásamt öðrum hlutum úr eigu Dyl- ans í tilefni af 60 ára afmæli kapp- ans á dögunum. Meðal þess sem boðið verður upp er árbók Dylans úr menntaskóla. Þar stendur meðal annars, að hann hafi verið skotinn í einum af kennurum sínum og að í framtíðinni ætli hann að verða eins og tónlistarmaðurinn Little Rich- ard. Að sögn Bobs Schagrins, um- boðsmanns Gotta Have It- uppboðsfyrirtækisins, er söluverð á munum úr eigu Bobs Dylans með því hæsta sem gerist, en dýrari eru þó minjagripir frá Bítlunum. Ritgerð Bob Dylan á uppboði Ritgerðarsmiðurinn Bob Dylan. RAUÐA myllan, hin íburðarmikla dans- og söngvamynd Ástralans Baz Luhrmanns sló öll aðsóknarmet þeg- ar hún var frumsýnd í heimalandi leikstjórans og aðalleikkonunnar Ni- cole Kidman, Ástralíu, um helgina. Engin bíómynd í Ástralíu hefur hal- að inn svo miklar aðsóknartekjur sína fyrstu sýningarhelgi og þar að auki hefur engin mynd gengið svo vel á einum degi, frumsýningardeg- inum, en það met hafði staðið í heil 13 ár, eða síðan önnur myndin um Krókódíla-Dundee sló allt út. Vinsældir myndarinnar hafa þar að auki aukið vinsældir tónlistarinn- ar úr myndinni til muna. Breiðskífan Andfæt- lingar falla fyrir Rauðu myllunni Reuters Nicole Kidman og Ewan McGregor syngja um ástina í Rauðu myllunni. situr sem fastast í efsta sæti sölulistans ástralska og lagið „Lady Marm- alade“ er það vinsælasta á útvarpsstöðvum landsins. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut blendnar viðtökur þótt flestir væru sammála um að hún væri mikið og úthugsað stór- virki. Bandaríkjamenn fá að berja hana augum frá og með 1. júní og síðan fylgir Evrópa þegar nær dregur hausti. Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. Ástin hefur aldrei verið svona ógnvekjandi! Frábær hrollvekja sem heldur þér á sætisbrúninni fram á síðustu stundu með ofur- skutlunni Denise Richards (James Bond: The world is not enough) í aðalhlutverki. www.sambioin.is Keanu Reeves (Matrix) og Charlize Theron (Cider House Rules, Men of Honor) í rómantískri gamanmynd um mann sem hélt hann hefði allt. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 233 Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal. Vit nr 213. Nýjasta myndin um Pokemon er komin til Íslands! Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 231 Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Ástin hefur aldrei verið svona ógnvekjandi! Frábær hrollvekja sem heldur þér á sætisbrúninni fram á síðustu stundu með ofur- skutlunni Denise Richards (James Bond: The world is not enough) í aðalhlutverki. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. www.sambioin.is Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.14. Vit nr 220. Sýnd kl. 5.40. Vit nr. 173. PAY IT FORWARD Sýnd kl. 6 og 8.30. B. i. 16. Vit nr. 201. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Miði í Regnbogann gildir sem happadrættismiði fyrir PS2 Jane vantaði herbergisfélaga en það sem hún fékk var meiri maður en hana hafði órað fyrir! Frábær rómantísk gamanmynd um hegðun karlmanna og það sem kemur þeim til. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. Eftir 100 ár er Dracula laus og hann er hungraður. Engin kona stenst hann og enginn er óhultur! Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.