Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 1
121. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 31. MAÍ 2001 ÞING Indónesíu samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða vítur á Abdurrahman Wah- id forseta og krafðist þess að hann yrði ákærður til embættismissis. Andstæðingar Wahids spáðu því að hann léti af embætti ekki síðar en í ágúst. Öryggissveitir börðust við þúsundir stuðningsmanna for- setans sem reyndu að ráðast inn í þinghúsið í Jakarta til að krefjast þess að þingið yrði leyst upp. Einn maður beið bana í átökum lögreglu og stuðningsmanna forsetans í heimahéraði hans, Austur-Jövu. Fulltrúaþing Indónesíu (DPR) samþykkti ályktun um vítur á for- setann með 365 atkvæðum gegn fjórum. Í ályktuninni var formlega óskað eftir því að æðsta löggjaf- arsamkunda landsins, svokallað Ráðgjafarþing (MPR), kæmi sam- an til að ákveða hvort svipta bæri Wahid forsetaembættinu. Ráðgjaf- arþingið er skipað 500 þingmönn- um DPR og 200 fulltrúum héraðs- þinga og ýmissa indónesískra samtaka. Ákveði MPR að víkja Wahid frá á helsti andstæðingur hans, Megawati Sukarnoputri vara- forseti, að taka við forsetaembætt- inu. Óeirðir við þinghúsið Talsmaður Wahids sagði að hann hefði ekki í hyggju að segja af sér eða taka aftur hótun sína um að lýsa yfir neyðarástandi og leysa þingið upp. Um 6.000 stuðningsmenn Wah- ids, margir þeirra vopnaðir hnífum og bareflum, gengu að þing- húsinu í gær til að krefjast þing- rofs. Um þúsund þeirra brutust í gegnum girðingu við bygginguna en lögreglunni tókst að stöðva þá með því að skjóta viðvörunar- skotum og slá varðhring um þing- húsið. Stuðningsmenn Wahids hafa einnig kveikt í kirkjum og skrif- stofum andstæðinga forsetans í nokkrum bæjum á Austur-Jövu síðustu þrjá daga. 600 hermenn voru sendir til bæjarins Pasuruan í gær og þeir hleyptu af byssum til að dreifa hópum stuðningsmanna forsetans. Einn mótmælendanna beið bana og fjórir særðust. Reuters Lögreglumenn reyna að hindra að stuðningsmenn forseta Indónesíu brjótist í gegnum girðingu við þinghúsið í Jakarta. Öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir að stuðningsmenn forsetans réðust inn í bygginguna. Þing Indónesíu samþykkir vítur á forseta landsins Vill lögsækja Wahid til embættismissis Jakarta. AP. RONALD Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa notið góðs af greiðslum úr ólöglegum sjóði franska olíu- félagsins Elf, sem talið er að hafi verið notaður til mútugreiðslna og ýmissa vafasamra viðskipta. Dumas fékk einnig tveggja ára skil- orðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða milljón franka, andvirði rúmra 13 milljóna króna, í sekt. Alfred Sirven, fyrrverandi aðstoð- arforstjóri Elf, sem var í eigu ríkisins, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og sektaður um tvær milljónir franka, andvirði 27 milljóna króna. Lögfræð- ingar Dumas og Sirvens sögðu að þeir myndu áfrýja dómunum strax. Hjákonan fyrrverandi fékk þyngri dóm Fyrrverandi hjákona Dumas, Christine Deviers-Joncour, var dæmd í eins og hálfs árs fangelsi og til að greiða 1,5 millj- ónir franka, 20 milljónir króna, í sekt, auk þess sem hún fékk eins og hálfs árs skil- orðsbundinn fang- elsisdóm. Sirven er sagður hafa greitt Deviers- Joncour 65 millj- ónir franka, 870 milljónir króna, til að hafa áhrif á ákvarðanir Dumas á árunum 1989– 93, þegar hann var utanríkisráðherra. Dumas, sem var náinn vinur Francois Mitterrands, þáverandi forseta, var dæmdur fyrir að hafa notið góðs af þessum greiðslum, m.a. notað dýra íbúð sem hjákonan keypti í París. Kaupsýslumaðurinn Gilbert Miara, annar fyrrverandi ástmaður Deviers- Joncour, var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi og til að greiða milljón franka í sekt. Dumas dæmdur í fangelsi París. AFP. Roland Dumas Christine De- viers-Joncour ÁSTSJÚKUR api hefur valdið miklu uppnámi í bænum Kund- esale á Sri Lanka en þar eltir hann ungar stúlkur á röndum. Íbúar bæjarins ná ekki upp í nef sér fyrir reiði og hneykslan á apanum sem er stöðugt á eftir ungum stúlkum og þegar hann sér sér færi á, stekkur hann á þær og faðmar svo fast, að ekki dugir annað en lemja hann með lurk til að hann sleppi takinu. Auk þess sést hann oft á harða- hlaupum á eftir læðum og tíkum og hefur þá í frammi ýmsa ósæmilega tilburði. Íbúarnir telja að skýringin á þessari sjúk- legu ástleitni sé óhóflegt sykur- át, því apinn er einnig útsmoginn súkkulaði- og sælgætisþjófur. Óforskamm- aður api Colombo. Reuters. NÝJUSTU skoðanakannanir í Bretlandi benda til þess að Íhaldsflokkurinn gjaldi mikið afhroð í þingkosning- unum eftir viku. Könnun ICM-stofnunarinnar bendir til þess að forskot Verkamannaflokksins á íhaldsmenn hafi aukist um sex prósentustig á einni viku og sé nú 19 prósentustig. Verði þetta niðurstaða kosninganna fær Verka- mannaflokkurinn 267 sæta meirihluta í neðri deild þingsins, að sögn ICM. Yrði það mesti þingmeirihluti í Bretlandi frá samsteypustjórn íhaldsmanna, frjáls- lyndra og minnihluta Verkamannaflokksins árið 1931. Verkamannaflokkurinn fékk 179 sæta meirihluta í síð- ustu þingkosningum árið 1997. Tony Blair forsætisráðherra og eiginkona hans, Cherie, fylgjast hér með björgunaræfingu í höfuð- stöðvum sjúkrabíla Staffordshire á Mið-Englandi þar sem þau voru á kosningaferðalagi í gær. Hagur Blairs vænkast enn Reuters Thatcher/29 YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, óskaði í gær eftir því að alþjóðlegir eftirlits- menn yrðu „tafarlaust“ sendir til Ísraels og heimastjórnarsvæða Pal- estínumanna til þess að hjálpa til við að binda enda á átökin þar. „Við þurfum nauðsynlega á að halda eftirlits- mönnum frá Evr- ópusambandinu, Sameinuðu þjóð- unum, ríkjunum sem hafa beitt sér fyrir friðarvið- ræðum og hvað- anæva til að stöðva ofbeldið og vernda friðarum- leitanirnar,“ sagði Arafat eftir að hafa átt fund með Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Kaup- mannahöfn. Hann sagði „mikið liggja við“ að eftirlitsmenn yrðu sendir til Mið-Austurlanda og bætti við: „Ég bið Evrópusambandið og vini okkar um hjálp.“ Bandaríkjamenn beittu í mars sl. neitunarvaldi gegn ályktun sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sam- þykkt um að sendir yrðu eftirlits- menn á vegum samtakanna til Mið- Austurlanda. Ísraelar höfðu þá lagst gegn ályktuninni. Persson vildi ekkert segja um beiðni Arafats um eftirlitsmenn. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tók aftur á móti undir orð Arafats, eftir að hafa átt fund með honum síðar í gær. Kvaðst hann telja að alþjóðlegt eftirlit, auk Mitch- ell-skýrslunnar svonefndu, gæti riðið baggamuninn í að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Arafat biður um eftir- litsmenn Kaupmannahöfn. AFP. Yasser Arafat

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.