Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Umfangsmiklar end- urbætur standa yfir á 72,5 kV tengivirki Landsvirkjunar á Rangárvöllum á Ak- ureyri, þar sem gamla tengivirkið uppfyllir ekki lengur þær kröf- ur sem gerðar eru til afhendingaröryggis og sveigjanleika. Ráðist var í að byggja lofteinangrað tengivirki innanhúss, sem leysir að fullu af núverandi tengivirki sem er utanhúss. Verklok eru áætluð um miðjan júní nk. en heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 260 milljónir króna. Tengivirkið fæðir nú Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Eyja- fjarðarsveit, Svalbarðsströnd og Fnjóskadal. Gengið var frá samningum við Fjölni ehf. á Akureyri um að reisa nýtt hús utan um búnaðinn. Fram- kvæmdir hófust í byrjun júlí í fyrra og var verkinu að mestu lokið um miðjan febrúar sl. Alstom í Sviss sér um framleiðslu og uppsetningu á öll- um rafbúnaði. Uppsetning búnaðar- ins hófst um miðjan mars sl. og réð Alstom fyrirtækið Rafeyri ehf. á Ak- ureyri sem undirverktaka við upp- setningu og prófun á búnaðinum. Davíð Hafsteinsson framkvæmda- stjóri Rafeyrar sagði að samningur- inn við Alstom væri mjög mikil- vægur. Fyrirtækið hefði nær eingöngu verið í skiparafmagni til þessa en vegna samdráttar á því sviði væru menn farnir að snúa sér að einhverju öðru. „Við höfum fengið allöggildingu, sem gerir okkur kleift að vinna við verkefni sem þetta.“ sagði Davíð. Umfangsmiklar framkvæmdir Landsvirkjunar á Rangárvöllum Tengivirki endurnýjað og fært undir þak Morgunblaðið/Kristján Í tengslum við flutning á tengivirki Landsvirkjunar á Rangárvöllum undir þak var 66 kV háspennustrengur lagður í jörð við nýja húsið. Hörður Jóhannsson, rafvirki hjá Rafeyri, vinn- ur við uppsetningu á búnaðinum í nýju húsi Landsvirkjunar á Rangárvöllum. Morgunblaðið/Kristján ÞRJÚ ungmenni, tveir piltar og stúlka, slösuðust mikið er bíll þeirra fór út af Grenivíkurvegi og valt nokkrar veltur skammt sunnan við Ártún aðfaranótt miðvikudags. Ökumaður bílsins er grunaður um ölvun en ekki lá fyrir hvort ungmenn- in voru í bílbeltum. Jón Knudsen varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar sagði að að- koman á slysstað hefði verið frekar ljót en þó heldur skárri en fyrsta til- kynning um slysið gaf til kynna. „Til- kynningin var um 5–6 mikið slasaða og þar af tveir fastir í bílnum. Á slys- stað kom svo í ljós að þrír voru í bíln- um og enginn þeirra fastur.“ Jón sagði ljóst að bíllinn hefði verið á mikilli ferð, hann valt langt út fyrir veg, upp í móti yfir öryggissvæði og upp á tún, þar sem honum hvolfdi. Þrír sjúkrabílar og tækjabíll Slökkviliðs Akureyrar fóru á slysstað en þá voru ungmennin komin út úr bílnum. Stúlkan slasaðist mest, hún m.a. lær- og viðbeinsbrotnaði og skarst illa á fæti en piltarnir skárust í andliti og á höfði. Öll voru þau flutt á slysadeild FSA, þar sem stúlkan gekkst undir aðgerð í gærmorgun. Þetta er önnur bílveltan í Eyjafirði í vikunni og í báðum tilfellum eru ökumenn grunaðir um ölvun við akst- ur. Bílvelta á Grenivíkurvegi Þrjú ung- menni slös- uðust mikið ♦ ♦ ♦ TVÆR nýjar sýningar verða opn- aðar í Safnasafninu á Svalbarðs- strönd laugardaginn 2. júní kl. 14. Önnur sýningin er útisýning í að- liggjandi görðum á máluðum fugl- um eftir yngstu nemendur Vals- árskóla. Þeir voru gerðir undir leiðsögn Jennýjar Karlsdóttur kennara. Sú sýning verður opin í allt sumar. Hin sýningin er einkasýning Kristínar Jónsdóttur frá Munka- þverá. Hún stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn og París og hef- ur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, m.a. í Ung- verjalandi, Póllandi, Þýskalandi, Júgóslavíu, Skandinavíu, Frakk- landi, Hollandi og Bandaríkjunum. Sýningu Kristínar lýkur 6. júlí næstkomandi. Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10 til 18 og er að- gangseyrir 300 krónur. Sýning á verkum barna úr Vals- árskóla verður í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í sumar. Tvær nýjar sýningar í Safnasafninu SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur helgarskákmót um hvítasunnuhelg- ina en með mótinu er þess minnst að 100 ár eru liðin frá stofnun Tafl- félags Akureyrar. Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Fjölmargir kepp- endur víðs vegar af landinu mæta til leiks, þar á meðal stórmeistarar. Hér er því um einstakan skákvið- burð að ræða sem vafalaust á eftir að gleðja norðlenska skákáhuga- menn. Mótið fer fram í sal Lundarskóla og hefst föstudaginn 1. júní kl. 20 en þá verða tefldar þrjár umferðir, 25 mínútna skákir. Á laugardag og sunnudag verða tefldar kappskákir, alls fjórar umferðir, sem hefjast kl. 11 og 17 báða dagana. Alls verða tefldar 7 umferðir á mótinu eftir svissneska monrad-kerfinu. Þetta mót Skákfélags Akureyrar er jafnframt liður í helgarmótaröð Skáksambands Íslands, annað í röð- inni af fimm helgarmótum sam- bandsins. Helgarskákmót Skákfélags Akureyrar Stórmeist- arar mæta til leiks
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.