Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 21

Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 21 SAFNAÐARHEIMILIÐ í Þórs- hafnarkirkju var formlega tekið í notkun á uppstigningardag að lok- inni helgistund í kirkjunni og var eldri borgurum boðið í kaffi eftir helgistund í tilefni af degi aldr- aðra. Börn úr tónlistarskólanum skemmtu kaffigestum með hljóð- færaleik og einnig lék kennarinn Angantýr Einarsson á harmonikk- una, sem alltaf er vinsæl við slík tækifæri. Kirkjan var vígð fyrir tæpum tveimur árum en safnaðarheimilið á neðri hæðinni hefur ekki verið nýtt sem skyldi þar sem engin húsgögn eða eldhúsaðstaða voru þar fyrir hendi. Ánægja er því með þennan áfanga og hve mikið ávinnst þegar heimamenn taka saman höndum til uppbyggingar í safnaðar- og menningarlífi, eins og fram kom í máli sóknarprestsins, séra Sveinbjörns Bjarnasonar. Margir hafa unnið saman að því að fjármagna húsgagna- og inn- réttingakaup í safnaðarheimilið; Þórshafnarhreppur var með mynd- arlegt framlag, kvenfélagið Hvöt lagði fram borðbúnað sinn og einn- ig hafa félagasamtök gefið ágóða af bingó- og fjáröflunarstarfsemi. Safnaðarheimilið er rúmgóður og vistlegur salur með góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Góð aðstaða er fyrir félagsstarfsemi aldraðra og ýmsa aðra starfsemi, svo og hvers kyns veisluhöld, og verður safnaðarheimilið væntanlega vel nýtt í framtíðinni. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Eldri borgurum var boðið í kaffi eftir helgistund í tilefni af degi aldraðra. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Angantýr Einarsson lék á harmonikkuna. Safnað- arheim- ilið í notkun Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.