Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÓPAR í Snæfellsbæ tóku sig til og héldu sameiginlega tónleika fyrir skömmu í Röst á Hell- issandi. Flest lögin og textarnir sem hóparnir fluttu voru frumsamin af einhverjum úr hljómsveitunum eða þeim nákomnum. Fyrst kom á svið Ólína Gunn- laugsdóttir frá Hellnum og söng lög með textum sem hún hefur sjálf samið. Aðstoðarmenn hennar voru fjórir í baksöng og undirleik. Þá tóku við fimm vaskir menn úr Stað- arsveit undir hljómsveitarnafninu Hundslappadrífa og spiluðu og sungu af hjartans lyst. Næstir komu Siggi Hösk og Steini K. frá Ólafsvík og sungu og spiluðu lög eftir Sigga. Að lokum lék hljómsveitin BÍT á Hellissandi, þau fluttu að mestu lög eftir stjórnandann Þorkel Cýrusson. Söngvari hljómsveitarinnar er Sig- urbjörg Hilmarsdóttir. Hljómleikarnir voru ágætlega sóttir og undirtektir gesta mjög góðar. Að lokum lét svo tónlistar- fólkið undan óskum áheyrenda og fór allt á sviðið og lék þar og söng í um það bil klukkustund við mikinn fögnuð. Fluttu frumsamin lög og texta Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Ólína Gunnlaugsdóttir og félagar fluttu lög með textum eftir hana sjálfa. Hellissandur FRAMHALDSSKÓLANUM á Laugum sleit Valgerður Gunnars- dóttir skólameistari síðastliðinn laug- ardag og lauk þar með þrettánda starfsári skólans. Útskrifaðir voru 12 stúdentar og þar af voru þrír úr Ár- neshreppi á Ströndum, munu það vera 5% íbúa hreppsins. Í vetur voru tæplega 100 nemendur í skólunum og þrátt fyrir kennara- verkfallið luku þeir flestir tilskildum prófum að vori. Nemendur eldri ár- ganga skólans fjölmenntu við skóla- slitin og fluttu ávörp og færðu gjafir. Þar á meðal fyrsta orgelið sem kom í skólann nýuppgert og hljómaði vel. Við athöfina fluttu nemendur og fleiri ýmis hljómlistaratriði. Nemendur skólans tóku þátt í leik- sýningum Umf. Eflingar og vöktu þar margir mikla eftirtekt en sýnd voru fleiri en eitt leikverk, við mjög góða aðsókn og dóma. Morgunblaðið/Silli Útskriftarnemendur Framhaldsskólans á Laugum ásamt skólameistaranum Valgerði Gunnarsdóttur. Stúdentar frá Laugum Laugar ÞÓTT hægt gangi við lagfæringu göngustíga í þjóð- garðinum í Skafta- felli þokast samt stundum aðeins. Þessir menn voru að gera nýja göngubrú og laga aðra á gönguleið um Mors- árdal þegar tíð- indamaður Morg- unblaðsins rakst á þá um daginn.Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Ný göngu- brú Fagurhólsmýri MIKILL fögnuður greip um sig hjá krökkunum í áttunda bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd þegar þeim var tilkynnt að þau hefðu unnið ferð til Danmerkur ásamt sjöunda og áttunda bekk grunn- skólans á Hólum í Hjaltadal í sam- keppni á vegum Krabbameins- félags Reykjavíkur og Tóbaks- varnarnefndar. Hér var um Evrópusamkeppni meðal reyk- lausra 7. og 8. bekkja að ræða og tóku yfir 300 bekkir á landinu þátt í keppninni, sem stóð yfir í allan vetur. Keppnin fólst í því að senda inn tillögur að fræðsluefni um skað- semi tóbaks, auglýsingum eða öðrum áróðri gegn tóbaksnotkun, auk þess að sjálfsögðu að snerta ekki tóbak sjálf. Að sögn skipu- leggjenda keppninnar bárust þeim margar góðar tillögur og hlutu margir aðrir bekkir smærri verð- laun. Framlag Hólaskóla til keppninnar var Reykingaspilið og geisladiskur með lagi. Ráku áróður gegn reykingum Krakkarnir úr Höfðaskóla sendu þrjú tölublöð af tóbaksvarn- aráróðri heim í hvert hús í byggð- arlaginu, unnu tóbaksvarnar- plaköt og hengdu upp á fjölförn- um stöðum og bjuggu til sniðugan skúlptúr, „reykingar = brenna peninga“, sem þau komu fyrir í matvöruverslun staðarins. Einnig ráku þau áróður gegn reykingum við skólasystkini sín. Svo fór að lokum að þessir tveir bekkir hlutu jafnmörg stig hjá dómnefnd, sem fór yfir tillögurnar, og var því ákveðið að bekkirnir skyldu báðir hljóta fyrsta vinning. Vinning- urinn er fólginn í fjögurra daga ferð í Laliland á Lálandi nú í byrj- un júní. Laliland er stór skemmti- garður með alls konar leik- tækjum, ekki síst vatnsleik- tækjum, og er sannarlega draumastaður fyrir krakka á þessum aldri. Þaðan er einnig stutt í næsta dýragarð og annars konar afþreyingu. Einn kennari mun fara með frá hvorum skóla ásamt fulltrúa skipuleggjenda keppninnar. Unnu ferð til Dan- merkur Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Sigursælir krakkar úr 8. bekk Höfðaskóla bíða nú óþreyjufullir eftir að komast til Danmerkur að skemmta sér. Skagaströnd Að sögn skólastjórans, Elínborgar Sigurgeirsdóttur, er gróska í starf- semi skólans. Kennarar auk hennar eru sex og er kennt á strengja-, blásturs- og slagverkshljóðfæri, píanó og gítar auk söngs. Í fyrstu þremur bekkjum grunnskólans er kenndur blokkflautuleikur. Nem- endur sem luku stigi í vor eru tutt- ugu, á 1. til 5. stigi. Tveir af kenn- urum skólans hafa jafnframt kennslu stundað tónlistarnám í Reykjavík og er það vel, þar sem við- horf til menntunar tónlistarkennara á nokkuð erfitt uppdráttar. TÓNLISTARSKÓLI V-Hún. hélt þrenna tónleika nú á vordögum. Um eitt hundrað manns eru skráðir sem nemendur í skólann og er það hátt hlutfall af íbúum héraðsins, sem eru á þrettánda hundrað. Skólinn starfar á Hvammstanga, Laugarbakka og á Reykjum í Hrúta- firði og voru tónleikarnir á öllum kennslustöðunum. Fram komu 82 flytjendur á þessum tónleikum. Nokkrir nemendur sækja skólann úr Bæjarhreppi, vestan Hrútafjarðar. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Blásarasveit Tónlistarskóla V-Hún. ásamt stjórnanda sínum, Jan Michelski. Vortónleikar Tónlistarskólans Hvammstangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.