Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 23 FÓLK lét úrhellisrigningu og rok ekki á sig fá þegar nýtt upplýs- ingaskilti var afhjúpað við Söng- helli á Jökulhálsi í sunnanverðum Snæfellsbæ fyrr í mánuðinum. Það voru þeir Árni Johnsen þing- maður og formaður samgöngu- nefndar Alþingis og Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra sem í sameiningu afhjúpuðu skiltið. Samgönguráðherra sagði við það tækifæri að það væri mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna að ferða- mannastaðir væru vel merktir og gæfu haldgóðar upplýsingar. Því fagnaði hann þessu framtaki heimamanna, en Ferðaþjónustan Snjófell á Arnarstapa og Ferða- skrifstofa Leiðarljóss á Hellnum létu útbúa skiltið, sem Ferða- málaráð Íslands veitti styrk til. Fyrirtækin stóðu að þessari framkvæmd vegna þess hversu illa ferðamönnum hefur gengið að finna Sönghelli. Vegagerðin að- stoðaði við uppsetningu skiltisins og Snæfellsbær sá um snyrtingu í kringum hellinn. Árni Johnsen sagði að svo skemmtilega hefði viljað til að hann var þarna á ferð á síðasta ári og hefði þá komið í hellinn og sungið þar. Jafnframt hefði hann heyrt af framtaki heimamanna og stungið upp á söng í tengslum við afhjúpun skiltisins. Eftir athöfn við nýja skiltið var haldið í Sönghelli sjálfan. Þar komu þeir sér fyrir Grettir Björnsson harmonikkuleikari og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari og eins margir gestir og hellirinn rúmaði. Þegar einhver sagði að áreiðanlega hefðu sjaldan jafnmargir verið í hellinum í einu sagði Jóhann Frið- geir í léttum dúr það ekkert undr- unarefni, því hann syngi alltaf fyrir fullu húsi. Mikil hvelfing er í hellinum og hljómburður því afar góður og tenórinn söng hvert lag- ið á fætur öðru við gífurlegan fögnuð viðstaddra. Hann endaði dagskrá sína á því að syngja Hamraborgina og ætlaði lófataki aldrei að linna eftir söng hans. En þótt dagskrá Jóhanns Frið- geirs og Grettis væri lokið var söngnum ekki lokið. Formaður samgöngunefndar og ráðherrann drógu fram gítarana og spiluðu, ásamt Gretti, undir fjöldasöng sem Árni leiddi og óhætt er að segja að veggirnir hafi talað dvergmáli meðan sá söngur hljómaði. Að athöfn lokinni var Árna og Sturlu, ásamt fylgdarliði, boðið að skoða ferðaþjónustufyr- irtæki á Hellnum og Arnarstapa og síðan beið þeirra kaffihlaðborð á Snjófelli. Ferðamannastaðir í Snæfellsbæ Sönghellir er kominn á kortið Hellnar/Snæfellsbær Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Árni Johnsen, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhjúpa skiltið í sameiningu. Tenórinn Jóhann Friðgeir Valdi- marsson söng fyrir fullu húsi. Árni Johnsen þingmaður og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tóku lagið saman. FORELDRAFÉLAG Borgarhóls- skóla stóð fyrir fjölskyldudegi við skólann fyrir skömmu, þetta hefur verið árviss samkoma frá því félagið var stofnað. Þarna var farið í leiki, boðið upp á andlitsmálningu o.fl. ásamt ýmsum veitingum, m.a. grill- uðu foreldrar pylsur. Félagar úr Kiwanisklúbbnum Skjálfanda komu að venju og færðu öllum börnum í fyrsta bekk reiðhjólahjálma og flögg á hjólin að gjöf. Lögreglan mætti á svæðið en Að- alsteinn Júlíusson lögreglumaður sýndi börnunum hjálm sem ungur reiðhjólamaður var með á höfði fyrir skömmu er hann lenti á ljósastaur. Sagði Aðalsteinn að þakka mætti hjálminum að ekki fór verr í því til- viki sem og mörgum öðrum. Börnin tóku öll undir það þegar lögreglan brýndi fyrir þeim að hafa alltaf hjálma við hjólreiðar, á hjólaskaut- um og þess háttar leiktækjum. Þá var brýnt fyrir foreldrum að halda vöku sinni í þessum efnum. Því næst buðu lögreglumenirnir börnunum í fyrsta bekk í reiptog og eftir harða baráttu höfðu börnin bet- ur og lögreglan lá í valnum. Að þessu loknu fór fram reiðhjólaskoðun. Höfðu lögreglumennirnir í nógu að snúast því biðraðir mynduðust á skólaplaninu. Allir vildu fá skoðun á hjólin sín og helst af öllu miða líka sem sýndi að allt væri í stakasta lagi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Krakkarnir í fyrsta bekk lögðu lögregluna að velli í reiptogi. Kiwanismenn gáfu reiðhjólahjálma og flögg Lögreglan skoðaði reiðhjól barnanna Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Aðalsteinn Júlíusson sýnir hjálminn, Hreiðar Hreiðarsson og Brynjúlfur Sigurðsson fylgj- ast með. UM helgina var haldinn stofnfundur Samfylkingarfélags Snæfellsness. Félaginu er ætlað að auka samvinnu samfylkingarmanna á Snæfellsnesi bæði í þjóðmálum og sveitarstjórn- armálum. Karl Jóhann Jónhannsson frá Grundarfirði var kjörinn formað- ur en stjórnarmenn eru níu og eru frá öllum byggðarlögum á Nesinu. Að loknum aðalfundarstörfum voru almennar umræður og varð mönnum tíðrætt um jarðhitamál á Nesinu og töldu brýnt að finna þann jarðhita sem þar er að hafa og virkja hann. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Karl Jóhann Jóhannsson, formaður. Samfylk- ingarfélag Snæfells- ness stofnað Grundarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.