Morgunblaðið - 31.05.2001, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERKFALLIÐ, sem hófstá miðnætti í gær, nær tilheilsugæslustöðva ogsjúkrahúsa um allt land
og eru áhrif þess veruleg. Þurft hef-
ur að senda sjúklinga heim af Land-
spítalanum – háskólasjúkrahúsi þar
sem 254 sjúkrarýmum hefur verið
lokað. Dag- og göngudeildastarf-
semi hefur að mestu leyti legið
niðri, en ellefu deildum hefur verið
lokað vegna verkfallsins, þar á með-
al fjórum á skurðlækningasviði og
tveimur á lyflækningasviði. Einnig
hefur starfsemin verið skert á
Greinsásdeild, barna-, öldrunar- og
geðdeildum svo dæmi séu tekin.
Rúmlega 1.800 hjúkrunarfræðingar
eru í verkfalli, en Herdís Sveins-
dóttir, formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, segir erfitt að
segja til um hversu margir hjúkr-
unarfræðingar hafi lagt niður störf,
þar sem vinnuskýrslur hafi enn
ekki borist frá sjúkrahúsunum, en
ákveðinn fjöldi starfsmanna sinnir
bráðaþjónustu. 1.140 hjúkrunar-
fræðingar starfa á Landspítalan-
um, en aðeins 350 þeirra eru í verk-
falli. Anna Stefánsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, segir að aðeins
bráðaskurðaðgerðir séu gerðar og
að allt sem megi bíða, sé látið bíða.
Allri bráðamóttöku er sinnt, bæði á
Hringbraut og í Fossvogi.
Verulega dregur
úr heimahjúkrun
Á heilsugæslustöðvunum er
þjónusta takmörkuð og liggja ung-
barnaeftirlit og mæðraskoðun niðri
verkfallsdagana og hefur verið
dregið verulega úr heimahjúkrun.
Guðmundur Einarsson, forstjóri
heilsugæslunnar í Reykjavík og ná-
grenni, segir að rúmlega 150 hjúkr-
unarfræðingar starfi á vegum
heilsugæslunnar og að meirihluti
þeirra sinni heimahjúkrun. Hann
segir þetta bagalegt fyrir marga
skjólstæðinga heimahjúkrunarinn-
ar, en að ástandið verði ekki svo al-
varlegt að neyðarástand skapist á
svo stuttum tíma.
Áhrifa verkfallsins mun þó víða
gæta mikið lengur en þá tvo sólar-
hringa sem það stendur. Anna segir
að viku áður en verkfallið skall á
hafi verið byrjað að undirbúa það
með því að senda sjúklinga heim,
fækka aðgerðum og flytja sjúklinga
sem ekki gátu farið heim milli
deilda. Hún segir að alls hafi 400 að-
gerðum verið frestað og að biðlistar
eftir aðgerðum ættu því að lengjast
í verkfallinu. Anna segir það slæmt
þar sem færri aðgerðir séu gerðar á
sumrin. Svo tekur einnig tíma að
koma starfseminni aftur í
gang að verkfalli loknu.
Anna telur að í fyrsta lagi
um miðja næstu viku verði
starfsemin komin í fyrra
horf.
Fjöldi undanþágna
hefur verið afgreiddur
Heilbrigðisstofnanir geta
sótt um undanþágu frá
verkfalli fyrir ákveðna
hjúkrunarfræðinga.
Tveggja manna undan-
þágunefnd starfar á vegum
Félags hjúkrunarfræðinga
og hafa rúmlega hundrað
umsóknir borist frá heil-
brigðisstofnunum um allt
land og hefur meirihluti
þeirra verið samþykktur.
Anna segir að Landspítal-
inn hafi sótt um undanþágu
fyrir 80 hjúkrunarfræðinga
og að sviðstjórar á hjúkr-
unarsviði fundi reglulega
um ástandið og skoði á
hvaða deildum þurfi að
biðja um undanþágu. Anna
segir samstarf spítalans við
verkfallsstjórnun Félags
hjúkrunarfræðinga hafa
verið mjög gott. „Ætlunin með
verkfallinu er ekki að lama allt starf
sem er unnið á sjúkrahúsunum,“
segir Herdís. „Tilgangur þess er að
koma af stað umræðu um kjör
hjúkrunarfræðinga og sýna samn-
inganefnd ríkisins að hjúkrunar-
fræðingar eru ekki tilbúnir að detta
niður í launum.“ Í dag hafa samn-
ingar hjúkrunarfræðinga verið
lausir í sjö mánuði og segir Herdís
samningaferlið hafa gengið mjög
treglega. Síðasti samningafundur í
deilunni var á þriðjudag og verður
næsti fundur ekki fyrr en að verk-
falli loknu, á morgun, föstudag.
Öflug verkfallsvarsla hefur verið
um allt land frá því verkfallið hófst,
að sögn Herdísar. „Við erum búin
að fá nokkrar tilkynningar um
verkfallsbrot sem hafa ver
uð. Það er bara á einum s
ekki hefur náð saman. Á
ungssjúkrahúsinu á Akure
ur starfsmannastjóri hj
þrátt fyrir verkfallið. Hann
á neyðarlistunum og við hö
að eftir því að sótt verði
anþágu fyrir hann. En
kvæmdastjóri FSA vill ek
um undanþágu og hefu
ákveðið að starfsmannastjó
að vinna, þrátt fyrir verkfa
hún og bætir við að brot
kært. Áður en verkfallið hó
tekin ljósrit af vinnuskýrsl
um deildum og er bannað a
vaktaskýrslum. Herdís s
ekki megi t.d. kalla út ljósm
Síðari dagur tveggja sólarhringa verkfalls h
Starfsemin víða
Um 400 skurðaðgerðum hefur verið
að og 11 deildum verið lokað á La
spítalanum vegna verkfalls hjúkru
fræðinga. Verkfallsréttur þeirra
takmarkaður og er bráðaþjónustu
haldið úti eins og Nína Björk Jónsd
komst að þegar hún leit inn á brá
móttökuna í Fossvoginum.
Verkfallsstjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á fundi í gær. Öflugri verkfallsgæslu er haldið
Morgunblað
Lilja Rós Einarsdóttir, hjúkruna
ingur á Landspítalanum í Fo
stendur vaktina í verkfallinu. H
að setja gifs á Kristján Pétur Ma
son, 11 ára, sem datt á hlaupahjó
ar Morgunblaðið bar að garði í
ÞÝÐINGAR GEGN MENNINGAR-
LEGRI EINSLEITNI
ÁGREININGUR UM
ELDFLAUGAVARNIR
Eldflaugavarnaáætlun Banda-ríkjamanna er umdeild ogtókst Colin Powell, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, ekki að sann-
færa utanríkisráðherra annarra Atl-
antshafsbandalagsríkja um ágæti
hennar þegar þeir hittust í Búdapest á
þriðjudag.
Hugmyndin um varnir gegn kjarn-
orkuflaugum er ekki ný af nálinni.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
lagði fram geimvarnaáætlun á níunda
áratugnum. Bill Clinton var með eld-
flaugavarnir á dagskrá og nú hefur
George Bush hleypt auknum þunga í
málið. Um það ríkir hins vegar ekki
eining og var haft eftir embættismönn-
um í gær að á fundinum með Powell
hefðu Frakkar og Þjóðverjar hreyft
mestum mótbárum.
Bandaríkjamenn vísa til þess að
stöðugt verði auðveldara að smíða
kjarnorkuvopn og hætta stafi af
utangarðsríkjum á borð við Írak, Íran
og Norður-Kóreu. Eldflaugavörnum
myndi fylgja ákveðinn fælingarmátt-
ur.
Á móti má benda á það að kjarnorku-
vopnum þarf ekki endilega að koma
fyrir í flaugum. Það væri rétt eins
hægt að smygla þeim í ferðatöskum og
setja saman og sprengja í bandarískri
stórborg miðri án þess að hægt yrði að
koma við eldflaugavörnum. Banda-
ríkjamenn hafa svarað því til að það sé
annað mál, í það minnsta yrði búið að
gera hættuna af kjarnorkuflaugaárás
að engu.
Á fundinum í Búdapest náðist ekki
samstaða um að setja orðin „sameigin-
leg ógnun“ í lokayfirlýsinguna. Powell
gerði hins vegar lítið úr ágreiningnum
á blaðamannafundi og kvaðst geta sagt
með vissu að menn gerðu sér grein fyr-
ir að ógnin væri fyrir hendi, væru bara
ekki sammála um hversu mikil eða
bráð hún væri. Síðan bætti hann við:
„Það væri ábyrgðarleysi af Banda-
ríkjamönnum, sem þjóð með getuna til
að gera eitthvað vegna slíkrar ógnun-
ar, að gera ekki neitt.“
Í framhaldi af því mætti spyrja
hvers vegna Bandaríkjamenn ættu
ekki að koma sér upp eldflaugavörnum
fyrst þeir hafa efni á því og þetta eru
þeirra peningar.
Málið er ekki hins vegar ekki svo
einfalt og setur þar gagneldflaugasátt-
málinn frá 1972 strik í reikninginn. Þar
er um að ræða milliríkjasamning, sem
staðfestur hefur verið á Bandaríkja-
þingi. Það yrði álitshnekkir fyrir
Bandaríkjamenn að rifta slíkum samn-
ingi einhliða og þeim hefur ekki tekist
að sýna Rússum fram á að rétt sé að
leggja hann til hliðar. Rússar vilja
koma í veg fyrir það að eldflaugavarnir
Bandaríkjamanna verði svo öflugar að
þeirra kjarnorkuvopn verði gagnslaus
og missi fælingarmátt sinn.
Þetta er ein ástæðan fyrir því að
ýmsir óttast að eldflaugavarnaáætlun-
in gæti orðið til þess að auka óstöð-
ugleika í heiminum.
Eldflaugavarnaáætlunin virðist hins
vegar vera að fá mótbyr á nýjum víg-
stöðvum. Á meðan Powell var að reyna
að sannfæra starfsbræður sína í NATO
hafa myndast blikur á lofti heima fyrir.
Demókratar eru nú að sækja í sig veðr-
ið eftir að hafa náð völdum í öldunga-
deildinni og eru nú farnir að gefa til
kynna að ekki sé hægt að verja þann
fjáraustur, sem eldflaugavarnaáætlun-
in myndi leiða af sér. Stjórn Bush þarf
því ekki aðeins að sannfæra umheim-
inn um ágæti eldflaugavarna, hún á
líka eftir að tryggja sér fjármagnið.
Því mætti halda fram að þýðingarhafi aldrei verið mikilvægari en
einmitt nú. Yfirgnæfandi áhrif engil-
saxneskrar tungu og menningar hafa
leitt til menningarlegrar einsleitni í
hinum vestræna heimi og þótt víðar
væri leitað.
Portúgalski rithöfundurinn Rui Zink
kvað svo sterkt að orði á málþingi um
þýðingar í Prag fyrir skömmu að við
værum öll Ameríkanar. Þótt það sé of-
hermi leyndist sannleikskorn í orðum
Zinks sem benti á að við töluðum öll
ensku og hefðum öll séð fleiri kvik-
myndir um amerískan veruleika en
okkar eigin. Hann hefði til dæmis ekki
séð kvikmynd um portúgölsku ný-
lendustríðin en hann hefði séð fjöl-
margar myndir um Víetnamstríðið.
„Samt stóðu nýlendustríðin mun leng-
ur en stríðið í Víetnam,“ bætti Zink við.
Öflugt þýðingastarf er ein leið til
þess að vinna gegn einsleitninni. Þýð-
ingar eru beinlínis tæki til þess að
vernda bókmenntir í heimi sem virðist
verða einsleitari með degi hverjum þar
sem þær skapa samræðu milli ólíkra
menningarheima, eins og talað var um
á áðurnefndu málþingi. Í þeim sam-
ræðum gegna lítil málsvæði ekki
minna hlutverki en hin stærri, öll sjón-
arhornin eru jafngild.
Staða lítilla og í sumum tilfellum af-
skekktra málsvæða er hins vegar erfið.
Þrátt fyrir góðan vilja er ekki hlaupið
að því að fá bókmenntir þeirra þýddar
á margmennistungur. Á það raunar
sérstaklega við um ensku en hvorki
Bretar né Bandaríkjamenn eru sérlega
áhugasamir um erlendar bókmenntir.
Aðeins tæp 3% útgefinna bóka í Eng-
landi eru þýðingar svo dæmi sé nefnt.
Að sama skapi bera litlir markaðir ekki
útgáfu þýðinga á erlendum bókmennt-
um jafnvel og hinir stóru. Þýðingum
erlendra bókmennta á fámennistungur
eru því líka skorður settar.
Hérlendis hefur mikið starf verið
unnið með þýðingum á erlendum bók-
menntum á síðustu áratugum. Mörg af
öndvegisverkum heimsbókmenntanna
hafa verið færð í íslenskan búning.
Þetta starf hefur tvímælalaust eflt ís-
lenskar bókmenntir og sannað gildi
sitt. Sömuleiðis hefur verið unnið að
því að auka útflutning á íslenskum bók-
menntum, bæði með öflugu starfi ein-
stakra forlaga og eflingu Bókmennta-
kynningarsjóðs.
Ein af niðurstöðum málþingsins í
Prag var sú að mikilvægi þessa starfs
sé augljóst en til þess að halda því úti á
árangursríkan hátt þyrfti meðal ann-
ars að efla samstarf milli málsvæða,
efla kennslu á tungum lítilla málsvæða
erlendis, að markvisst þyrfti að auka
áhuga lesenda á þýðingum og varast að
þröngir hagsmunir eða þröng sjónar-
horn réðu því hvað væri þýtt og hvað
ekki.