Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 59

Morgunblaðið - 31.05.2001, Page 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 59 FYRSTA skógarganga sumarsins, í röð níu gangna á vegum skóg- ræktarfélaganna, verður í kvöld, fimmtudaginn 31. maí. Skógargöngurnar eru skipu- lagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Gangan er í umsjón Skógræktar- félags Suðurnesja. Göngufólk kemur saman við nýmörk félags- ins við Rósaselsvötn og hefst gang- an kl. 20.30. Eftir að hafa skoðað ungskóginn við Rósaselsvötn verð- ur farið að Vatnsholti. Þar fá þátt- takendur hressingu í skjóli skóg- arins. Leiðsögumaður verður Halldór Magnússon, formaður Skógræktarfélags Suðurnesja. Þátttakendur af höfuðborg- arsvæðinu eru hvattir til þess að vera vistvænir í verki og fjöl- menna í rútuferð sem leggur upp frá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, kl. 19.45 stundvíslega. Gjald fyrir rútuferð verður kr. 1000. Fyrir þá sem fara á eigin fararskjótum skal upplýst að þeg- ar komið er að hringtorgi austan flugstöðvar er sveigt til hægri út úr hringtorginu og blasir þá skilti Skógræktarfélags Suðurnesja við skammt frá hringtorginu. Skorað er á Suðurnesjabúa að slást í för með skógargönguhópnum.“ Níu skógargöngur ráðgerðar í sumar Fyrsta skógarganga sumarsins: Suðurnes–Háibjalli. Fyrsta skógar- ganga sumarsins, í röð níu gangna á vegum skógræktarfélaganna, verð- ur í kvöld, fimmtudaginn 31. maí. Suðurnes – Háibjalli Ranglega farið með nafn Ranglega var farið með nafn Bjarna Bjarnasonar, fulltrúa forstjóra Olíufélagsins hf., í Morgunblaðinu í gær. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Fólk frá RKÍ lék slasaða Á slysaæfingu á Hafravatns- vegi á þriðjudag lék fólk frá Rauða krossi Íslands slasaða, en ekki Landsbjörg eins og sagði í frétt um æfinguna. Beð- ist er velvirðingar á mistökun- um. LEIÐRÉTT HEIMSÞORP – Samtök gegn kyn- þáttafordómum á Íslandi hafa sent frá sér ályktun þar sem fagnað er að- gerðum ríkissaksóknara gegn þeim er hafa uppi meiðandi ummæli um útlendinga á Íslandi. „Uppörvandi er að vita til þess að ríkissaksóknari hefur vakandi auga fyrir slíkum árásum gegn innflytj- endum í fjölmiðlum. Þetta leggur áherslu á þann boðskap Heimsþorps að kynþáttafordómar séu ekki skoð- un heldur ólöglegt og siðlaust at- hæfi. Megi málaferlin, sem í hönd fara, verða til þess að opna augu al- mennings fyrir því að hver sá sem lætur meiðandi athugasemd um aðra manneskju frá sér fara, eingöngu vegna þjóðernis eða litarháttar hennar, veldur henni skaða og hefur því gerst sekur um glæp,“ segir í ályktuninni. Fagna aðgerð- um gegn kyn- þáttafordómum FRÆÐSLUNET Suðurlands efnir til námstefnu, í samvinnu við Félag raforkubænda o.fl., um uppbyggingu og rekstur smávirkjana í sveitum föstudaginn 15. júní kl. 10–16. Námstefnan verður haldin að Austurvegi 56 á Selfossi. Á námstefnu um hliðstætt efni sem haldin var á Kirkjubæjar- klaustri sl. vor var ákveðið að koma saman að ári þegar fyrir lægi frum- varp til nýrra raforkulaga og fara þá ítarlega yfir málið. Nú er frumvarpið komið fram og um leið tími á nýjan fund. Á námstefnunni munu Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, ásamt fulltrúa iðnaðar- ráðuneytisins fjalla um frumvarpið og áhrif þess á raforkubúskap lands- manna, þ.m.t. á væntanlegan rekstur smávirkjana. Einar Pálsson atvinnuráðgjafi mun fjalla um ýmsar fjárhagslegar og skipulagslegar forsendur, Elliði Hreinsson framkvæmdastjóri fjallar um tæknilegu hliðina og segir frá hliðstæðum verkefnum sem Íslands- virkjun er að fást við erlendis, Krist- inn Einarsson vatnafræðingur fjallar um áætlun rennslis til smá- virkjana, fulltrúi RARIK mun fjalla um áhrif smávirkjana á arðsemi dreifikerfis og Ólafur Eggertsson, raforkubóndi og formaður Félags raforkubænda, segir frá sinni reynslu. Í lokin eru svo pallborðs- umræður. Námstefnunni lýkur svo með aðal- fundi Félags raforkubænda um kl. 19.00 um kvöldið. Námstefna um uppbygg- ingu og rekstur smávirkjana 13 NEMENDUR voru útskrifaðir frá Stóriðjuskóla ISAL þann 22. maí. Þetta er í fjórða skipti sem stóriðjugreinar eru útskrifaðir frá skólanum og alls hafa 59 starfsmenn ISAL lokið námi við Stóriðjuskólann. Að þessu sinni fengu þrír nemendur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Jón Friðrik Jóns- son var skóladúx með aðaleinkunnina 9,33 og semi-dúx var Jóhann Bragi Hermannsson með aðaleinkunnina 8,76. Þriðju viðurkenninguna fékk Hörður Gestsson með aðaleinkunnina 8,48. Þá fengu þrír nemendur sérstaka viðurkenningu fyrir 100% mætingu á námstímanum, þeir Guðsteinn Elvar Helgason, Jón Friðrik Jónsson og Stef- án H. Finnbogason. Útskrift í Stór- iðjuskólanum Morgunblaðið/Jón Svavarsson SUMARSTARFSEMI Árbæjar- safns hefst föstudaginn 1. júní. Gömlu húsin verða opnuð á nýjan leik, leiðsögumennirnir klæðast búningum sínum og handverksfólk- ið tekur til við störf sín. Dagskráin í sumar er fjölbreytt, sérstakir við- burðir verða alla sunnudaga og tónleikar á laugardögum. Einnig hefur Möguleikhúsið gengið til samstarfs við safnið og verða því leiksýningar tvo sunnu- daga í sumar. Mikil áhersla verður lögð á skemmtilegt barnastarf, bæði fyrir hópa og einstaklinga, og ekki má gleyma húsdýrunum á svæðinu sem gleðja gesti. „Opnunardaginn, þann 1. júní, verður sérstök opnunarathöfn klukkan 15. Þá verður ný heima- síða safnsins opnuð en heimasíðan var unnin í samvinnu við strik.is. Nýjar sýningar verða opnaðar í Efstabæ og Hábæ og eldri sýn- ingar hafa verið endurbættar. Nýtt Listmunahorn verður opnað inn af Krambúðinni og í húsinu Líkn hef- ur fræðslustofa safnsins verið end- urbætt. Þar er að finna upplýs- ingar um húsin í safninu og starfsemi safnsins. Þar er því upp- lagt fyrir gesti að byrja heimsókn- ina í safnið. Við minnum einnig á kjarnasýningu safnsins: Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar en þar er rakin saga höfuðborg- arinnar frá landnámi til nútímans. Í Dillonshúsi verður boðið upp á ljúffengar og þjóðlegar veitingar, heitt súkkulaði með rjóma, pönnu- kökur, flatkökur og fleira góð- meti.“ Árbæjarsafn verður opið í sumar sem hér segir: laugardaga og sunnudaga frá kl.10–18 og þriðju- daga til föstudaga frá kl. 9–17. Á mánudögum verður Árbærinn op- inn frá kl. 11–16. Aðgangseyrir er krónur 500 fyrir fullorðna. Ókeypis er fyrir börn að 18 ára aldri og elli- lífeyrisþega. Sumarstarf Árbæjarsafns að hefjast SAMTÖK iðnaðarins (SI), fyrir hönd starfsgreinahóps SI í prenti, og Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) hafa sent menntamálaráðherra sameiginlegt bréf þar sem farið er fram á að reglugerð um innheimtu höfundargjalda verði felld úr gildi. Í bréfinu kemur m.a. fram að SI og SÍA telja að hér sé um hættulegt for- dæmi að ræða og engin ástæða til að ætla annað en að aðrir sigli í kjölfarið og fari fram á skatt af þessu tagi. Þar segir enn fremur að reglugerðin sé tímaskekkja og geri fyrir fram ráð fyrir að menn misnoti þá vöru sem þeir kaupa og hún sé í hróplegu ósam- ræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórn- arinnar um að lækka skatta á fyrir- tæki. Engin skynsemi virðist í því að taka þennan vöruflokk út sérstaklega og skattleggja vegna hugsanlegrar misnotkunar. Bent er á að gjaldið komi einkum við fyrirtæki í prent- og grafískum iðnaði með þrennum hætti; vegna álagningar gjalds á geisladiska, segulbönd og geislabrennara. Þessi aðföng eru nauðsynlegur hluti af starfsemi fyrirtækjanna en fram- leiðslu þeirra er í flestum tilvikum komið til viðskiptavina með því að nota geislabrennara til að skrifa efnið á geisladiska. Þá eru afrit varðveitt á segulböndum og geisladiskum. Einnig kemur fram í bréfinu að ár- leg gjaldtaka vegna reglugerðarinnar geti numið tugum milljóna króna á greinar eins og prent, auglýsingagerð og hugbúnað sem hljóti að teljast framlag þessara greina til tónlistar- og kvikmyndaiðnaðarins. SI og SÍA mótmæla sameiginlega innheimtu höfundargjalda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Íbúðalána- sjóði vegna fréttar í blaðinu í gær um breyttar reglur um húsbréfavið- skipti: „Útlánaaukning Íbúðalánasjóðs er áætluð 1,5 til 1,8 milljarðar á árinu 2001 vegna fyrirhugaðrar hækkunar á hámarksfjárhæðum húsbréfalána. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir útlánaaukningu um 2,5 til 3,0 millj- arða á ársgrundvelli, en ekki 4 millj- arða eins og fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs í Morgunblaðinu í gær. Hins vegar hefði útlánaaukning á ársgrundvelli orðið 3,5 til 4 milljarð- ar ef breytingar hefðu einnig verið gerðar á viðmiðun við brunabótamat eins og stjórn Íbúðalánasjóðs lagði til. Vegna andstöðu Seðlabankans varð ekki úr að slík breyting yrði gerð. Undirstrika ber að ekki er um að ræða útgjöld Íbúðalánasjóðs eins og skilja má á fyrirsögn Morgunblaðs- ins, heldur er um útlán að ræða. Breytingar á hámarksfjárhæð hús- bréfa mun engin áhrif hafa á útgjöld Íbúðalánasjóðs, en að líkindum munu tekjur hans aukast lítillega vegna þeirra. Þá ber að leiðrétta misskilning sem borið hefur á varðandi breyting- ar á ákvæðum um endurkaup íbúða. Fram til þessa hafa seljendur íbúða ekki getað keypt sömu íbúð aftur fyrr en þremur árum eftir að afsal hefur verið gefið út. Með fyr- irhugaðri reglugerðarbreytingu er slakað á þessari reglu á þann hátt að seljandi íbúðar getur keypt íbúðina aftur með fyrirgreiðslu Íbúðalána- sjóðs ef hann hefur gefið út afsal til kaupanda og sjálfur keypt eign í millitíðinni af þriðja aðila og fengið afsal þeirrar íbúðar í hendur.“ Útlánaaukn- ingin 1,5 millj- arðar á árinu Yfirlýsing frá Íbúðalánasjóði ♦ ♦ ♦ STYRKUR unga fólksins verður í Menntaskólanum við Sund föstu- dagskvöldið 1. júní kl. 21 og verður opið hús fyrir ungt fólk. Í boði er dans, tónlist, rapp, körfu- bolti, leikir og margt skemmtilegt. Skemmtun fyrir unga fólkið Buxur Neðst á Skólavörðustíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.