Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 70

Morgunblaðið - 31.05.2001, Síða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRESKAR gamanmyndir hafa átt upp á pallborðið hjá landsmönnum undanfarið og nægir að nefna myndir á borð við Saving Grace og Billy Ell- iot sem hafa átt mikilli hylli að fagna enda er óhætt að segja að Bretar séu að ganga í gegnum mikið blómaskeið í kvikmyndagerð um þessar mundir. Nú er komið að myndinni Janice Beard. Janice Beard býr ásamt móður sinni í smábæ nokkrum í Skotlandi. Móðir hennar þjáist af svokallaðri víðáttufælni sem lýsir sér þannig að hún fer ekki úr húsi þar sem hún hræðist opin rými og fólksfjölda. Janice lifir í draumaheimi þar sem hún ímyndar sér að hún sé mikil af- reks- og ævintýramanneskja og hún spinnur upp sögur um það sem gerist utan heimilisins til að reyna að fá móður sína til að fara út. Þegar það gengur ekki heldur hún til London til þess að freista gæfunnar. Hún ætlar að vinna sér inn næga peninga til þess að hún geti borgað fyrir með- ferð móður sinnar. Hún reynir að fá vinnu sem ritari en það gengur ekki sem skyldi þar sem vélritunarkunnátta hennar er í algeru lágmarki. Loks fær hún þó rit- arastarf í gegnum vinkonu sína hjá fyrirtæki sem framleiðir bíla. Janice fellur illa inn í ritarahópinn sem er stjórnað harðri hendi af hinni stór- myndarlegu Júlíu sem leikin er af Patsy Kensit. Hún tekur upp á því að ljúga til um fortíð sína, til að ganga í augun á samstarfsfólki sínu, enda eru heimatökin hæg á þeim vettvangi þar sem hún hefur lifað í ímynduðum hetjuheimi alla sína ævi. En hún lýg- ur ekki eingöngu að samstarfsfólki sínu heldur skrifar hún móður sinni einstóman uppspuna um það að hún hafi mjög há laun og búi í lúxusíbúð. Því til áréttingar sendir hún henni myndbandsspólur með myndum úr húsgagnaverslunum, þar sem seld eru glæsihúsgögn, og lætur eins og um heimili sitt sé að ræða. Hún verður hrifin af Sean, sam- starfsmanni sínum, sem leikinn er af hinum óborganlega Rhys Ifans sem margir muna eflaust eftir sem Spike í Notting Hill. Í ljós kemur að hann leikur tveim skjöldum þar sem hann er útsendari annars bílafyrirtækis sem ætlar sér að koma í veg fyrir framleiðslu á nýrri bílategund sem fyrirtækið sem Janice vinnur hjá er um það bil að setja á markaðinn. Sean notfærir sér áhuga Janice og áður en hún veit af er hún orðin rammflækt í svikamálin á bílasöl- unni. Janice Beard er að mörgu leyti í anda Bridget’s Jones Diary sem sýnd verður hér á landi innan skamms, þar sem hún fjallar á mjög ferskan og frumlegan hátt um unga konu sem er ekki alveg með sjálfsmyndina á hreinu. Um er að ræða fyrstu mynd leik- stjórans Clare Kilner í fullri lengden hún hafði áður gert stuttmyndir og leikstýrt East Enders-þáttunum frægu í Bretlandi. Clare Kilner vann sem afleysingaritari meðan hún var enn að þreifa fyrir sér í stuttmynda- gerðinni og því er óhætt að segja að hún þekki heiminn sem lýst er í myndinni mjög vel af eigin raun. Hún skrifaði handritið ásamt Ben Hopk- ins og er persóna Janice Beard byggð á konu sem hún kynntist á rit- araferli sínum og var lygari af Guðs náð. Það er sjálfsagt ekki síst þessari starfsreynslu að þakka hvað Janice Beard er hressileg blanda raunsæis og frumleika og er óhætt að segja að hún sé kærkomin hvíld frá þeirri syk- ursætu framsetningu sem einkennir rómantískar gamanmyndir frá Hollywood oft á tíðum. Janice Beard er frumsýnd í kvöld kl. 20:00 og Filmundarsýningin verð- ur að venju kl. 22.30 og þá að sjálf- sögðu á Filmundarverði. Sýningar standa síðan yfir daglega með þessu sniði fram til 6. júní. Filmundur frumsýnir bresku gamanmyndina Janice Beard Draumur um rómantískan sunnudagsbíltúr gæti vart verið fjarlægari. Það er erfitt að vera kona Sonne Rammstein Lady Marmelade Pink, Mya, Lil Kim & Christina Aguilera Clint Eastwood Gorillaz Baseline Quarashi Survivor Destiny’s Child That’s My Name Lil Bow Wow Dagbókin mín 3 G ’S It’s Raining Men Geri Halliwell Play Jennifer Lopez Outside Aaron Lewis & Fred Durst My Way Limp Bizkit Tonk Of The Lawn Egill Sæbjörnsson I’m Like A Bird Nelly Furtado Imitation Of Life R.E.M Summer Land & synir So Fresh So Clean Outkast Butterfly Crazy Town Angel Two Tricky Shiver Coldplay Aerodynamic Daft Punk Vikan 24.5. - 30.5. http://www.danol.is/stimorol krakkakot Fallegt hús fyrir börn í garða, á leikvelli eða við sumarhúsið Stærð: L. 120 cm, b. 180 cm, h. 170 cm. Pallur 60x180 cm. Verð kr. 49.500. Hægt að fá þau samsett og/eða send á staðinn. Til afgreiðslu strax. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 896 5298. k Til sölu Til afgreiðslu strax Eyjaslóð 7 - P.O.Box 362, 101 Reykjavík - S. 552 2111 - Fax 552 2115 rh@mi.is www.vortex.is/reidskóli/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.