Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 1
127. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 8. JÚNÍ 2001 „VIÐ unnum baráttuna um hug- myndirnar,“ sagði Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sigur- reifur í beinni útsendingu úr sal þar sem verið var að telja atkvæði í kjör- dæmi hans í Skotlandi skömmu fyrir miðnætti. Verkamannaflokknum var spáð stórsigri í þingkosningunum í gær og horfur voru því á sögulegum úrslitum. Aldrei áður hefur stjórn Verkamannaflokksins verið endur- kjörin eftir að hafa setið heilt kjör- tímabil. Kjörsóknin var hins vegar einnig í sögulegu lágmarki, um 63%, tæpum tíu prósentustigum minni en í kosn- ingunum 1997. Brown vildi ekki taka undir að þetta væri merki um minnk- andi áhuga á stjórnmálum, heldur að þetta væri almenn þróun í Evrópu. Útgönguspár sýndu að prósentu- hlutfall þriggja stærstu flokkanna var nokkurn veginn það sama og 1997, þegar Verkamannaflokkurinn hlaut 44,4%, Íhaldsflokkurinn 31,4% og frjálslyndir demókratar 17,2%. Í þetta skipti kusu fleiri utan kjörstað- ar en nokkru sinni fyrr, sem tefur endanlegar niðurstöður, auk þess sem endanleg skipting þingsæta er alltaf flókin þar sem um einmenn- ingskjördæmi er að ræða. Tekst Íhaldsflokknum að endurnýja sig? Athygli stjórnmálaskýrenda beindist strax í gærkvöldi að þremur atriðum. Í fyrsta lagi hvort Verka- mannaflokkurinn myndi nú auka op- inber útgjöld, eins og hann hefur gefið til kynna undanfarið þótt hann hafi lagt áherslu á að jafnvægi verði að vera á tekjum og útgjöldum. Í öðru lagi hvort væntanleg stjórn Verkamannaflokksins muni nú taka stefnuna á aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og í þriðja lagi hver verði viðbrögð Íhaldsflokksins við því að vera enn með um tíu prósentustiga minna fylgi en meðalfylgi hans var alla síð- ustu öld. Á kosningavöku fyrir erlenda blaðamenn í London School of Economics bar sérfræðingum í breskum stjórnmálum saman um að Íhaldsflokkurinn yrði að endurnýja sig, líkt og Verkamannaflokkurinn gerði eftir að tapa kosningunum 1992. Spurningin væri hins vegar hvort William Hague, leiðtogi flokksins, væri fær um slíka endur- nýjun eða hvort flokkurinn yrði að þola þriðja tapið til að taka sig á. Í viðtali við BBC sagði Michel Portillo, talsmaður Íhaldsflokksins í efnahagsmálum og hugsanlegur keppinautur Hague um leiðtogastól- inn, að vissulega væri niðurstaðan slæm ef spárnar væru réttar um nánast sömu úrslit og 1997. Flokk- urinn hefði þó staðið sig betur í kosn- ingabaráttunni en hinir flokkarnir og William Hague ætti að sitja áfram sem leiðtogi. Það væru mistök að hugleiða annað. Það var á sérfræðingunum að heyra að Tony Blair forsætisráð- herra ætti nú ekki annarra kosta völ en að stefna á EMU-aðild, þar sem hann hefur svo oft talað utan að því undanfarnar vikur og mánuði. Ef stjórnin kæmist að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að Bretland gengi í EMU væri líklegast að málið yrði borið undir þjóðaratkvæði seinni hluta næsta árs. Samkvæmt útgöngukönnun, sem gerð var fyrir BBC, fékk Verka- mannaflokkurinn 160 sæta meiri- hluta í kosningunum en könnun ITV- sjónvarpsins benti til þess að meiri- hlutinn yrði 223 þingsæti. Flokkurinn fékk 179 sæta meirihluta í kosningunum 1997. Samkvæmt könnun BBC fékk Verkamannaflokkurinn 44% fylgi, Íhaldsflokkurinn 32%, frjálslyndir demókratar 17% og aðrir 7%. Verka- mannaflokknum var spáð 408 þing- sætum, íhaldsmönnum 177, frjáls- lyndum demókrötum 44 og öðrum 30. ITV áætlaði að kjörsóknin hefði verið 63% og sú minnsta frá árinu 1918. Minnsta kjörsókn í þingkosningum í Bretlandi í marga áratugi AP Tony Blair á leið á kjörstað í Trimdon á Englandi ásamt eiginkonu sinni, Cherie, og dóttur þeirra, Kathryn. Flokkur Blairs fagn- ar sögulegum sigri London. Morgunblaðið. FORNLEIFAFRÆÐINGAR sýndu í gær þrjár stórar styttur og fleiri fornminjar sem náðst hafa af botni Miðjarðarhafsins við strönd Egyptalands. Fornminjarnar, m.a. stórir minnisvarðar úr steini, gull- mynt og skartgripir, fundust í rúst- um fornu borgarinnar Herakleion sem fór undir sjó í miklum land- skjálfta fyrir um 1.200 árum. Fjöl- miðlamenn virða hér fyrir sér styttu af óþekktum faraó á pramma við herstöð nálægt Alexandríu. Fornleifafræðingarnir segja að um 20.000 forngripir séu enn í borg- arrústunum á hafsbotninum.Reuters Fornar styttur endur- heimtar LEYNIÞJÓNUSTA Banda- ríkjanna hefur skipað kvik- myndaframleiðendum að skila gervipeningaseðlum sem líkjast raunverulegum seðlum um of. Þessi fyrirmæli voru gefin út vegna atviks sem átti sér stað í Las Vegas fyrir skömmu. Við tökur á spennumynd var millj- arður gervidollara sprengdur í loft upp og söfnuðu áhorfendur þeim saman þegar þeir svifu til jarðar. Voru seðlarnir svo líkir ekta dollurum að fólkinu tókst að nota þá við kaup á vöru og þjónustu. Leyniþjónustan lítur málið mjög alvarlegum augum, enda telst peningafölsun alvarlegur gæpur. Gerviseðl- ar í umferð Los Angeles. AP. CARLOS Men- em, fyrrverandi forseti Argent- ínu, var hnepptur í stofufangelsi í gær vegna rann- sóknar á ásökun- um um að hann hefði átt aðild að ólöglegri sölu vopna til Króatíu og Ekvadors á ár- unum 1991–95. Dómari, sem rannsakar ásakan- irnar, fyrirskipaði að Menem yrði handtekinn en samkvæmt argent- ínskum lögum þarf að halda honum í stofufangelsi þar sem hann er orðinn sjötugur. Verði hann fundinn sekur um aðild að ólöglegri vopnasölu er líklegt að hann verði dæmdur í 5–10 ára stofufangelsi. Þrír af nánustu samstarfsmönnum forsetans, þeirra á meðal fyrrver- andi yfirmaður hersins, hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Eru þeir sakaðir um að hafa selt vopn til Króatíu á árunum 1991 og 1993 í trássi við vopnasölubann Sameinuðu þjóðanna og til Ekvadors 1995. Á þessum tíma tóku argentínskir her- menn þátt í friðargæslu í löndum gömlu Júgóslavíu og stjórn Argent- ínu hafði milligöngu um friðarvið- ræður vegna landamærastríðs Ekvadors og Perú. Menem kveðst hafa heimilað sölu vopna til Panama og Venezuela en ekki vitað að þau yrðu flutt til Króat- íu og Ekvadors. Carlos Menem var forseti á árun- um 1989–99 og hugðist gefa kost á sér í forsetakosningum sem eiga að fara fram eftir tvö ár. Argentína Menem haldið í stofu- fangelsi Buenos Aires. Reuters, AFP. Carlos Menem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.