Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 25 MIKLAR sveiflur hafa einkennt gengi krónunnar að undanförnu og veltan á gjaldeyrismarkaði hefur aldrei verið meiri. Þrefalt meiri sveiflur hafa verið á gengi krónunn- ar í maí en mest hefur orðið á einum mánuði síðan gjaldeyrismarkaður var settur á laggirnar hér á landi á síðasta áratug, samkvæmt því sem fram kemur í Markaðsyfirliti Ís- landsbanka-FBA. Bent er á að geng- issveiflur aukist oft tímabundið í kjölfar þess að mynt er sett á flot því markaðurinn sé að fóta sig í nýju umhverfi. Einnig hafi krónan staðið nærri vikmörkum þegar þau voru af- numin og það auki sveiflur. Þykir flest benda til þess að sveifl- ur í gengi krónunnar verði áfram miklar, annars vegar vegna smæðar íslenska gjaldeyrismarkaðarins, en Ísland er minnsta ríki í heimi sem tekið hefur upp hreint verðbólg- umarkmið og flotgengisstefnu, og hins vegar vegna ytra ójafnvægs í hagkerfinu og óvissu á markaðinum. Minna magn fjármagns hefur flætt inn í landið Samkvæmt markaðsyfirlitinu þróast krónan í samræmi við veltu á gjaldeyrismarkaðinum. Þá segir að það sé iinkennandi fyrir veltuna und- anfarið að erlendar lántökur hafa minnkað og þar með hefur minna magn fjármagns flætt inn í landið. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að munur innlendra og er- lendra vaxta hafi aukist. Hinn mikli vaxtamunur virðist ekki duga til þess að tryggja innflæði fjármagns. Versnandi útlit í efnahagsmálum, miklar gengissveiflur og auknar skuldir heimila og fyrirtækja hér á landi eru einnig til þess fallin að draga enn úr flæði fjármagns inn í landið. Þessi þróun hefur átt stóran þátt í veikingu krónunnar að und- anförnu. Á hinn bóginn hefur nokkuð dregið úr útflæði fjármagns og mun- ar þar mest um samdrátt í viðskipt- um með erlend verðbréf. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var hreint fjárútflæði vegna kaupa á er- lendum verðbréfum 5,7 milljarðar króna samanborið við 21,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Enn um sinn verður þó um fjármagnsútflæði að ræða, þótt það sé minna nú en á síð- asta ári. Litlar fjárfestingar erlendra aðila Í Markaðsyfirliti Íslandsbanka- FBA kemur fram að fjárfestingar erlendra aðila í innlendum verðbréf- um séu það litlar að vart sé hægt að tala um ráðandi þátt í gengisþróun. Þessar fjárfestingar hafi farið vax- andi en þess sé hins vegar ekki að vænta að þær glæðist mikið á næstu misserum og kemur þar ekki síst til óvissa um þróun krónunnar. Markaðsyfirlit Íslandsbanka – FBA Gengissveiflur og minna innflæði fjármagns FINNSKA farsímafyrirtækið Nokia hefur ákveðið að veðja á MMS, myndskilaboð, sem arf- taka SMS skilaboða í farsím- um. Kveðst forstjóri fram- leiðsludeildar Nokia, Olli-Pekka Lintula, reikna með því að MMS muni slá í gegn á næstunni og væntir þess að það muni hafa í för með sér stóraukna eftirspurn eftir nýj- um tegundum farsíma, svo og aukna notkun. Áhugi neytenda mikill Vinsældir SMS eru orðnar meiri en nokkurn óraði fyrir og segir Lintula í samtali við Svenska Dagbladet að MMS sé af sama meiði og bjóði upp á meira af því sem fólk hafi reynst sækjast eftir. MMS gef- ur kost á að senda t.d. ljós- myndir í skilaboðum. Lintula segir Nokia hafa kannað áhuga neytenda á slíkri þjónustu og hann hafi reynst mikill. Nefnir Lintula sem dæmi að menn geti tekið myndir með farsímanum og sent sem skilaboð. Á hann einkum von á því að þessi þjón- usta verði notuð af einstakling- um, ekki svo mikið af fyrir- tækjum sem sendi út fjöldaskilaboð til farsíma. Fyrsti síminn væntanlegur frá Ericsson undir lok ársins Þjónustan verður tæplega ókeypis, reiknað er með því að hún muni kosta á milli 35-70 ís- lenskar krónur á skilaboð. Nokia hyggst nær eingöngu bjóða upp á farsíma sem geti móttekið MMS skilaboð frá og með næsta ári en aðeins hluti þeirra mun geta sent skila- boðin. Þeir verða ýmist með innbyggðri myndavél eða að hægt verður að tengja þá við stafræna vél. Fyrsti MMS far- síminn sem kemur á markað verður þó frá einum höfuð- keppinautanna, Ericsson, en hann kallast T68 og er vænt- anlegur á markað undir lok ársins. Nokia veðjar á mynd- skilaboð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ið í rekstrinum en gengi hluta- bréfa Body Shop hækkaði um 20% þegar fréttist af hugsanlegu yf- irtökutilboði Grupo Omnilife, að því er greint er frá í Financial Times. Stofnendur Body Shop, Anita og Gordon Roddick, eiga um fjórð- ung fyrirtækisins en Ian McGlinn, sem lánaði fé til stofnunar fyr- irtækisins árið 1976, á tæp 24%. Hagnaður hefur farið minnkandi og var um 20% minni á síðasta ári en árið áður. Í mars sl. vísaði HUGSANLEGT er að breska snyrtivörufyrirtækið Body Shop verði keypt af mexíkóska fyr- irtækinu Grupo Omnilife, en talið er að síðarnefnda fyrirtækið hafi boðið um 350 milljónir punda í Body Shop. Upphæðin samsvarar um 51 milljarði íslenskra króna. Að því er fram kemur í Evrópu- útgáfu Wall Street Journal er tal- ið að Omnilife geti keypt Body Shop ef fyrirtækið getur fengið lán fyrir helmingi þessarar upp- hæðar. Ekkert hefur frekar verið stað- fest um viðræður eða hugsanlega yfirtöku á Body Shop. Talsmenn fyrirtækjanna segja málið á frum- stigi en yfirlýsinga gæti verið að vænta eftir helgi. Body Shop rekur 1.840 versl- anir um allan heim og sérhæfir sig í umhverfisvænum snyrtivör- um. Nokkrir erfiðleikar hafa ver- Anita Roddick því á bug að við- ræður um samruna Body Shop og snyrtivöruframleiðandans Lush ættu sér stað. Fyrrverandi starfs- maður Body Shop stofnaði Lush. Forstjóri Grupo Omnilife er Jorge Vergara, sem hefur náð miklum árangri í viðskiptum. Hann er eigandi fyrirtækja- samsteypu í Mexíkó sem flytur út til tólf landa og selur fyrir sem nemur 62 milljörðum íslenskra króna á ári. Aðalframleiðsluvara Omnilife eru fæðubótarefni. Tilboð frá Mexíkó í Body Shop Morgunblaðið/Arnaldur Body Shop rekur 1.840 verslanir um allan heim og sérhæfir sig í umhverfisvænum snyrtivörum. ● FORSVARSMENN Mekkano lögðu í gær fram beiðni um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Til- raunir til nauðasamninga, sem gerð- ar hafa verið að undanförnu, báru, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, ekki árangur. Öllu starfsfólki Mekkano var sagt upp í lok apríl síðastliðins. Fyrirtækið varð til á síðasta ári við sameiningu netlausnafyrirtækisins Gæðamiðl- unar og GSP almannatengsla. Mekkano í gjaldþrota- skipti ● ALÞJÓÐLEGA fréttaþjónustan Reuters hefur boðað umfangs- mikla endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins í tengslum við að nýr forstjóri, Tom Glocer, hefur störf hjá Reuters í júlí. Í samtali við fréttavef BBC staðfestir talsmaður fyrirtækisins ekki frétt Financial Ti- mes af málinu þar sem fram kemur að 500 manns verði sagt upp í tengslum við endurskipulagn- inguna. Hann staðfestir hins vegar að endurskipulagningin hafi í för með sér einhverjar uppsagnir. Liður í endurskipulagningunni er að leggja meiri áherslu á þjónustu við viðskiptavini og sérstakar deild- ir verða settar á fót til að þjóna fjárfestingarbönkum, verðbréfafyr- irtækjum, eignastýringarfyr- irtækjum og fjölmiðlafyrirtækjum. Rob Rowley, fyrrum fjármálastjóri Reuters og yfirmaður netþjónust- unnar Reuterspace, mun láta af störfum í árslok. Áður hafði verið búist við að hann tæki við for- stjórastöðunni. Tom Glocer er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að taka við forstjórastöðu hjá hinu breska Reuters. Hann er lögfræð- ingur og einnig fyrsti forstjórinn sem ekki er blaðamaður. Endurskipulagning hjá Reuters STUTTFRÉTTIR ● FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) hefur samþykkt kaup Hilton-hótelkeðjunnar á Scand- ic-hótelkeðjunni. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruni fyrirtækjanna leiði ekki til yfirburðastöðu á neinum markaði. Hilton hefur lagt áherslu á rekstur hótela í Bretlandi og á meg- inlandi Evrópu en Scandic-hótel eru aðallega á Norðurlöndunum. Kaup Hilton á Scandic samþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.