Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLI Íslands og samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni staðfestu í gær með sér samkomulag um fjarkennslu frá H.Í til þrjátíu og eins staðar á lands- byggðinni. Er bæði um grunnnám og viðbótar- og starfsréttindanám að ræða og er búist við að um 200 nemendur eigi eftir að nýta sér þennan möguleika á komandi skóla- ári. Páll Skúlason rektor H.Í. lýsti yf- ir ánægju með samkomulag þetta, enda væri mikilvægt að gera það eftirsóknarvert að stunda háskóla- nám úti á landi. Sagði hann reynslu af fjarkennslu innan Háskólans hafa verið góða og að eflaust yrði æ al- gengara að fólk stundaði fjarnám, enda væru möguleikar á fyrirkomu- lagi þess stöðugt að aukast. Bæði boðið upp á grunnnám og viðbótar- og starfsréttindanám Boðið er upp á grunnnám í þrem- ur námsgreinum, ferðamálafræði, íslensku og nútímafræði, sem er þverfaglegt nám á sviði hugvísinda og kennt í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Einnig er í boði viðbótar- og starfsréttindanám í hjúkrunar- fræði, ljósmóðurfræði, kennslufræði til kennsluréttinda og námsráðgjöf, ásamt því sem Endurmenntunar- stofnun býður upp á námskeið í rekstri og stjórnun í heilbrigðisþjón- ustu sem kennt er til Akureyrar. Fjarnám við Háskóla Íslands er í örri þróun og bætist sífellt við náms- framboðið innan þess. Með sam- komulagi þessu er gert ráð fyrir að fjarnám muni festast í sessi sem námsfyrirkomulag sem sé fyllilega sambærilegt við það hefðbundna. Kennslumiðstöð H.Í. hefur um- sjón með náminu, sem er skipulagt af einstökum deildum og unnið í samvinnu við níu fræðslumiðstöðvar um land allt. Kennsla fer fram með fjarfundabúnaði og kennsluhugbún- aðinum WebCT sem er lokað vef- kerfi á Netinu þar sem hægt er að hýsa námsefni og aðrar upplýsingar frá kennara, en einnig er þar sér- stakt póstkerfi fyrir nemendur, ráð- stefnukerfi og spjallrásir. Fyrirlestrar kennara eru sendir út með áðurnefndum fjarfundabún- aði sem er gagnvirkur sjónvarps- búnaður. Þá koma nemendur saman í kennslumiðstöðvum sem eru búnar móttökutækjum, hlýða saman á fyr- irlestra kennara og hafa tækifæri til að spyrja spurninga og gera athuga- semdir líkt og í hefðbundinni kennslustund. Auk þess eru nem- endur „tengdir“ nemendum annars staðar á landinu, það er að segja þeir heyra spurningar og athuga- semdir þeirra sem hlýða á fyrirlest- urinn á sama tíma. Samtök fræðslu- og símenntunn- armiðstöðva á landsbyggðinni voru stofnuð fyrir um ári síðan, en mark- mið þeirra er að efla endurmenntun, símenntun og háskólanám á lands- byggðinni. Við staðfestingu sam- komulagsins í gær sagðist Skúli Thoroddsen, formaður samtakanna, fagna þessu samstarfi enda væri mikilvægt að færa háskólanám nær því fólki sem það vildi stunda en ætti ekki heimangengt. Hann sagði kennslumiðstöðva-fyrirkomulagið, sem notað væri við fjarnámið, hafa reynst mjög vel, enda væri afar mik- ilvægt fyrir þá sem stunda nám að vera í tengslum við aðra nemendur. Með kennslumiðstöðvunum hefðu nemendur félagslegan stuðning hver af öðrum auk þess sem þeim gæfist tækifæri til að ræða um nám- ið og vinna saman verkefni. Háskóli Íslands og samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni gera samkomulag um fjarkennslu Kennt til 31 staðar á landsbyggðinni Morgunblaðið/Golli Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Skúli Thoroddsen, formaður Samtaka fræðslu- og símenntunar á lands- byggðinni, og Sigurður Kristinsson, umsjónarmaður kennslu í nútímafræðum. Á þessum stöðum eru kennslumiðstöðvar þar sem notaður er gagn- virkur sjónvarpsbúnaður til kennslu.                                   !         " # "   $     #""   %    &    # "      ' (()' * "        "   #  !   )' DAGANA 10.–13. júní nk. verður for- seti Evrópuráðsþingsins, Russell- Johnston lávarður, í opinberri heim- sókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndal forseta Alþingis. Með forseta Evr- ópuráðsþingsins í för verða aðstoðar- skrifstofustjóri einkaskrifstofu hans. Mánudaginn 11. júní mun Russell- Johnston ræða við forseta Alþingis og þingmenn sem sæti eiga í Íslands- deild Evrópuráðsþingsins. Hann mun jafnframt hitta að máli forseta Ís- lands og utanríkisráðherra auk þess sem hann heimsækir Listasafn Ís- lands. Um kvöldið situr forseti Evrópu- ráðsþingsins kvöldverðarboð forseta Alþingis. Þriðjudaginn 12. júní munu gestirnir fara í skoðunarferð um Suð- urland og halda af landi brott mið- vikudaginn 13. júní. Forseti Evr- ópuráðsþings- ins í heimsókn LANDSMENN virðast almennt þeirrar skoðunar að verkföll séu nauðsynlegt tæki í kjarabaráttu en skoðanir eru þó skiptar eftir því um hvaða starfsstéttir er að ræða. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Tæplega 59% landsmanna telja verkföll áhrifaríka leið í kjarabaráttu og hafa yngri þátttakendur meiri trú á þessu en þeir sem eldri eru. Þá eykst tiltrú á verkföll með hærra menntunarstigi. Kjósendur stjórnar- andstöðuflokkanna hafa jafnframt meiri trú á verkfallsaðgerðum en þeir sem styðja ríkisstjórnarflokkana. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvaða stéttir eigi að hafa verkfalls- rétt. Í könnun Gallup var spurt um af- stöðu til verkfallsréttar nokkurra stétta. Meirihluti landsmanna er hlynntur rétti kennara og sjómanna til að grípa til verkfallsaðgerða, 75% þátttakenda eru hlynntir verkfalls- rétti kennara og 86% eru fylgjandi verkfallsrétti sjómanna. Tæplega 67% finnst að verkfallsréttur eigi að vera hluti af réttindum hjúkrunar- fræðinga og tæp 59% eru sammála því að lögreglumenn eigi að hafa verkfallsrétt. Gallup mælir afstöðu landsmanna til verkfalla Talin nauð- synleg tæki í kjarabaráttu Á FUNDI samninganefnda Félags tónlistarskólakennara og Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, sem hald- inn var þriðjudaginn 5. júní 2001, var ákveðið að vísa kjaradeilu þeirra við samninganefnd launanefndar sveit- arfélaga formlega til ríkissáttasemj- ara. Þessi ákvörðun var tilkynnt í bréfi til Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara í gær. Tónlistarskólakennarar gerðu í janúar skammtímasamning við við- semjendur sína. Því var þá lýst yfir að stefnt væri að því að hefja samn- ingaviðræður á ný 15. apríl og ljúka endanlegri gerð nýs kjarasamnings fyrir 31. maí 2001. Viðræður fóru seint í gang í vor og hafa þær einkennst af nær algeru áhugaleysi af hálfu samninganefnd- ar launanefndar sveitarfélaga á því að ná samkomulagi um nýjan kjara- samning, segir í frétt frá tónlistar- skólakennurum. Þeir krefjast þess að launakjör þeirra verði færð til samræmis við kjör annarra kennara í landinu. Deilu tónlistar- skólakennara vísað til sátta- semjara VEIÐI hófst á Brennunni í Borg- arfirði á miðvikudaginn og veidd- ust þá strax þrír laxar, þar af einn sem var 16,5 pund og þar með sá stærsti sem frést hefur af það sem af er vertíðinni. Hinir voru 11 og 7 punda. Dagur Garðarsson, einn leigutaka svæðisins, sem eru ár- mót Þverár og Hvítár, sagði þetta afar góða byrjun og lofa góðu fyrir framhaldið. Þá var Kjarrá opnuð í gærmorgun og að sögn Jóns Ólafs- sonar, eins leigutaka árinnar, urðu menn eitthvað varir, en erfitt var að ná símsambandi. Vorlaxinn smár Athygli hefur vakið að vorlaxar í Norðurá og Þverá eru ekki á bilinu 10 til 14 pund eins og oft var áður, heldur mest 8–9 punda. Þetta eru feitir og fallegir laxar en smáir miðað við aldur. Í opnun í Norðurá voru örfáir stærri en 10 pund og í Þverá voru tveir 11 punda stærstir. Feðgarnir Gunnar Helgason og Hallgrímur Gunnarsson, sem hafa opnað Þverá ásamt öðrum í mörg ár, sögðu að þetta hefði verið áber- andi þróun síðustu ár. Af og til væri meðalstærðin á vorlaxinum 12–13 pund en seinni árin væri 8– 10 punda meðaltal aðgengast. Hefðbundnar sterkastar Vorlaxinn hefur verið að taka þessar venjulegu flugur, mest tommulangar túpur af gerðunum Frances og Snælda. Frances-túp- urnar hafa bæði verið rauðar og svartar, eða öllu heldur dökkbrún- ar. Fleiri flugur sem hafa gefið í vor eru t.d. Colly Dog og heimasoðin fluga að nafni 2001 eftir Árna Eyj- ólfsson, stjórnarmann SVFR. 202 hálfir dagar lausir Veiði hefur minnkað mjög í Ell- iðaánum síðustu árin eins og kunn- ugt er og svo virðist sem sókn veiðimanna í veiðileyfi hafi það einnig. Þegar ný veiðileyfasala SVFR á Netinu var skoðuð í gær- dag voru t.d. 202 hálfir dagar í ánni óseldir, 83 stangardagar fyrir hádegi og 119 eftir hádegi. Þó hef- ur veiðitíminn verið styttur um 10 daga. Það er af sem áður var þegar raða þurfti félögum í SVFR í for- gangshópa eftir félagsnúmerum og mun færri fengu veiðileyfi en vildu. Sjálfsagt breytist þetta aftur í fyrra horf ef tekst að lífga árnar aftur við. 16,5 punda hæng- ur úr Brennunni Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Feðgarnir Gunnar Helgason t.v. og Hallgrímur Gunnarsson með þrjá 8–9 punda laxa úr Þverá á mánudaginn. Þórdís Klara Bridde með 10 punda hrygnu af Eyrinni í Norðurá á opnunardaginn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.