Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
V
ísindamenn geta aldr-
ei haft rétt fyrir sér.
Niðurstöður þeirra
eru í besta falli ekki
alveg út í hött. Í
rauninni eru vísindamenn alltaf
að reyna að afsanna sínar eigin
kenningar – sýna að þeir hafi
haft rangt fyrir sér. Það er þann-
ig sem vísindin þokast áfram;
með miskunnarlausri sjálfs-
gagnrýni og endurskoðun þeirra
„sanninda“ sem eru viðtekin
hverju sinni. Að því leyti eru vís-
indi allt það sem stjórnmál eru
ekki.
Af þessu leiðir að sú nýja nið-
urstaða Hafrannsóknastofnunar,
að stærð þorskstofnsins við Ís-
land hafi verið gróflega ofmetin,
er fjarri því
að vera nokk-
urt áfall fyrir
stofnunina.
Þvert á móti
mætti jafnvel
segja að þetta
væri til marks um vönduð, vís-
indaleg vinnubrögð þar á bæ; að
menn skuli ekki hika við að end-
urskoða og endurmeta rækilega
sínar fyrri niðurstöður.
Um leið eru þær kröfur, sem
heyrst hafa í framhaldi af þess-
um nýju niðurstöðum, um að það
þurfi að „taka til“ og stokka upp
hjá Hafró, eiginlega dálítið
kjánalegar, því að það liggur í
hlutarins eðli að Hafró, sem vís-
indastofnun, sé sífellt að stokka
upp í sjálfri sér. Og þessi nýja
niðurstaða um stærð fiskistofn-
anna er einmitt til marks um að
stofnunin virðist standa í því vís-
indastykki að endurskoða nið-
urstöður sínar og aðferðir.
Reyndar hafa flest þau við-
brögð sem komið hafa við nýjum
niðurstöðum einkennst af dálítið
skrítnu viðhorfi til vísindastarfs,
og sennilega eru þessi viðbrögð á
endanum til marks um það, um-
fram annað, að álitsgjafarnir hafa
ekki mikið vit á vísindum. Og að
vísindamennirnir eru ekki nógu
duglegir að útskýra hvað vísindi
eiginlega eru.
Það hlýtur að blasa við, að til
þess að maður geti brugðist við
þessum fregnum af ofmati þorsk-
stofnsins verður maður að hafa
einhvern skilning á vísindum, því
að þessi niðurstaða – að stærð
stofnsins hafi verið ofmetin um
50% – er vísindaleg niðurstaða.
Ef maður bregst við þessu af
pólitísku offorsi og með upphróp-
unum er maður að rugla saman
grundvallaratriðum. Það er ekki
hægt að leggja pólitískan skiln-
ing í mál sem er í eðli sínu vís-
indalegt.
Og það má líka segja að það sé
ekki hægt að leggja efnahags-
legan skilning á vísindalegt mál.
Megnið af þeim viðbrögðum sem
komið hafa fram í fjölmiðlum við
nýrri niðurstöðu Hafró er byggt
á pólitískum og/eða efnahags-
legum skilningi, og getur því í
rauninni alls ekki verið raunhæft
mat á vísindalegri frammistöðu
stofnunarinnar.
En hvað er það í sambandi við
vísindi sem maður ekki veit en
þyrfti að vita? Umfram allt það
sem að ofan var nefnt; að það er
ekki markmið vísindalegra rann-
sókna að birta mönnum hinn
endanlega sannleika. Og líka hitt,
að það er ekki til marks um slæ-
leg vísindavinnubrögð að maður
dragi fyrri niðurstöður sínar til
baka.
Þetta hefur praktískt gildi
vegna þess að það er hægt að
notfæra sér meint klúður Hafró
sem afsökun fyrir því að tekin sé
pólitísk geðþótta- eða hag-
kvæmniákvörðun um hversu mik-
ið skuli veiða. Þá myndu menn
segja sem svo: Það er ekkert að
marka þessa vísindamenn, og úr
því að þeir geta ekki fundið sann-
leikann þá getur maður bara gert
það sem maður vill.
Það mátti til dæmis sjá glitta í
þessa skoðun í leiðara Morg-
unblaðsins á miðvikudaginn var,
þar sem sagði meðal annars:
„Eftir þessa niðurstöðu er óviss-
an [um ástand fiskistofna] svo
mikil að erfitt er að segja til um á
hverju skuli byggja í framtíð-
inni.“ Blaðið bætir við að áttavit-
inn „sem farið hafi verið eftir við
mótun aflamarks á þorski“ hafi
verið bilaður.
Það er auðvelt að ímynda sér
hvert framhald röksemdafærsl-
unnar gæti orðið: Að stjórnun
fiskveiða við Ísland sé á villigöt-
um, og það þurfi að breyta kerf-
inu; óáreiðanleiki Hafrann-
sóknastofnunar sýni fram á að
fiskveiðistjórnunarkerfið sem nú
er notað sé gallað.
Nú má vel vera að kvótakerfið
sé ónýtt – margt sem bendir til
þess, reyndar – en það væri út í
hött að segja meinta handvömm
vísindamanna við Hafró vera
sönnun þess að kerfið sé vont.
Slíkt væri að hengja vísindamann
fyrir pólitíkus.
Þessi misskilningur á sér
sennilega rætur í þeim forna
skilningi á vísindum að þau komi
færandi sannindin heim, svo ekki
þurfi frekari vitnanna við. (Sagan
segir að í einhverri
sautjándualdarútgáfu af Brit-
annicu sé hugtakið „vísindi“ ein-
faldlega skilgreint sem „sannleik-
urinn“.)
En það að þetta sé allt saman
á endanum á misskilningi byggt
hefur þó bjarta hlið. Hún er sú,
að áhyggjur af því að nú sé engu
að treysta við ákvörðun aflaheim-
ilda eru óþarfar. Kjarni málsins
er að Hafrannsóknastofnun hefur
alls ekki, með því að endurmeta
fyrri niðurstöður sínar, orðið ber
að vísindalegu axarskafti. Þvert á
móti má segja að vísindamenn
þar á bæ hafi sýnt að þeir eru
góðir vísindamenn. Þess vegna
verður ekki sagt að trúverð-
ugleiki stofnunarinnar hafi á
nokkurn hátt beðið hnekki.
Einhverjir hafa bent á að fiski-
fræði sé „óviss vísindi“. En þetta
á ekki bara við um fiskifræði,
heldur á þetta við um allar vís-
indagreinar sem fást við raun-
veruleikann. Niðurstöður þeirra
eru aldrei 100% og einmitt þess
vegna er endurmat alltaf nauð-
synlegt og er partur af vís-
indalegri hugsun.
Við þennan vafa, sem er inn-
byggður í vísindin, verðum við að
búa, og þegar náttúran er annars
vegar á það ætíð að vera hún
sem nýtur þessa vafa.
Þorskur
og vísindi
Hafrannsóknastofnun hefur alls ekki,
með því að endurmeta fyrri niðurstöður
sínar, orðið ber að vísindalegu ax-
arskafti. Þvert á móti hafa vísindamenn
þar sýnt að þeir eru góðir vísindamenn.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
✝ IngibergurGrímsson fæddist
í Reykjavík 18. nóv-
ember 1924. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 31. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sumarlína
Pétursdóttir, f. 22.
apríl 1886, d. 6.
febrúar 1954, og
Grímur Jónsson frá
Stokkseyri, f. 13.
október 1884, d. 31.
október 1957. Ingi-
bergur var yngstur 9
systkina, en þau voru: Jón, f. 6.
ágúst 1907, d. 1. ágúst 1925,
Margrét, f. 12. ágúst 1908, d. 19.
desember 1999, Ingvar, f. 22.
mars 1910, d. 7. janúar 1982, Sig-
urgrímur, f. 22. júlí 1912, d. 16.
ágúst 1992, Guðfinna, f. 27. febrú-
ar 1915, d. 9. júlí 1916, Guðfinna, f.
25. júlí 1916, d. 26. apríl 1981, Pét-
ur, f. 28. júlí 1920, og Benjamín, f.
14. apríl 1922.
Ingibergur kvæntist 4.9. 1948
eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð-
rúnu Ragnheiði Gísladóttur
Thorlacius, f. 17. október 1923 í
Saurbæ á Rauðasandi. Foreldrar
hennar voru Hólmfríður Theo-
dóra Pétursdóttir frá Stökkum á
Rauðasandi, f. 9. október 1895, d.
1. febrúar 1977, og
Gísli Ó. Thorlacius,
bóndi í Saurbæ á
Rauðasandi, f. 1.
september 1893, d.
21. desember 1956.
Börn þeirra eru: 1)
Hólmfríður Margrét,
fulltrúi, f. 4. desem-
ber 1948. 2) Pétur,
bifreiðastjóri, f. 20.
ágúst 1950, maki
Guðfinna Hafsteins-
dóttir, börn þeirra a)
Hólmfríður Júlíana,
maki Guðjón Óttars-
son, börn þeirra Val-
gerður Alda og Arnar Logi, og b)
Bergur Ingi. 3) Sólveig, forstöðu-
þroskaþjálfi, f. 29. maí 1952. 4)
Hrefna Sumarlína, bóndi, f. 25.
september 1953, maki Rúnar Jón-
asson, börn þeirra a) Ragnheiður
Elva, b) Sólrún Björk, c) Helga
Dóra og d) Gísli Björn. 5) Gísli, f.
26. mars 1957, d. 3. ágúst 1972.
Ingibergur hóf starfsferil sinn
hjá Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga þar sem hann vann í 3 ár en
hóf síðan störf hjá Nóa-Síríusi þar
sem hann starfaði í 53 ár, fyrst
sem bílstjóri en síðar sem verk-
stjóri við súkkulaðigerð.
Útför Ingibergs fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Sól rís – sól sest. Þetta er lögmál
sem enginn fær breytt. Sól Ingi-
bergs vinar míns er sest. Mér
finnst hún hafa sest allt of snemma
en það er eins og með gang him-
intunglanna að við fáum engu um
það ráðið.
Hann Bergur eins og við köll-
uðum hann var maðurinn hennar
Gunnu frænku. Fyrstu kynni mín af
honum voru er ég kom inn á Soga-
veg þar sem hún bjó þá hjá for-
eldrum sínum, þetta var á afmæl-
isdaginn hennar. Gunna bar kaffi
og meðlæti á borð. Þá birtist þar
ungur maður sem ég hafði ekki séð
áður. Við heilsuðumst og kynntum
okkur eins og góðra manna er sið-
ur, ég fékk enga skýringu á honum
frekar. Auðvitað braut ég heilann
og hef sjálfsagt lagt saman tvo og
tvo. Seinna kom í ljós að þetta var
mannsefnið hennar Gunnu frænku.
Við áttum eftir að kynnast betur
eftir því sem árin liðu. Hann féll vel
inn í fjölskyldu mína og varð einn
af okkar allra bestu vinum, glaður
og hlýr í viðmóti og hafði skemmti-
legan „húmor“.
Bergur byggði húsið á Lang-
holtsvegi 155 í félagi við annan.
Ekki var auður í búi en með dugn-
aði og ráðdeildarsemi beggja tókst
þeim að koma sér áfram. Þangað
fluttu svo foreldrar Gunnu og
bjuggu hjá þeim til dauðadags.
Bergur var handlaginn maður,
hann kom sér upp smíðatækjum í
bílskúrnum hjá sér og smíðaði
marga fallega gripi þar á meðal
lampa, ljósakrónur, borð og blóma-
súlur og bar handbragðið merki
meistarans.
Fyrir fáum árum byggði hann
sumarbústað vestur á Valþúfu á
Fellsströnd þar sem Hrefna dóttir
hans býr. Þau hjón höfðu gaman af
allri ræktun og það voru ófáar trjá-
plönturnar sem þau gróðursettu
þar. Þau ræktuðu líka fallegan garð
við húsið sitt á Langholtsveginum.
Bergur vann allan sinn starfsferil
hjá sama fyrirtækinu, Nóa-Sírius,
fyrst við útkeyrslu á vörum, síðan
verkstjóri í súkkulaðiverksmiðjunni.
Súkkulaðimeistarinn var hann kall-
aður. Það var sama hvað hann
fékkst við, hann sinnti öllu af kost-
gæfni og samviskusemi. Enginn
lagaði betra súkkulaði en hann. Ég
minnist þess þegar við fórum á jóla-
konsertana í Langholtskirkju sem
byrjuðu kl. 23 og stóðu fram undir
kl. 1. Á eftir var svo farið heim á
Langholtsveg og drukkið súkkulaði
(sem húsbóndinn hafði lagað áður
en haldið var til kirkju) með koní-
akstári og þeyttum rjóma og jóla-
bakkelsið hennar Gunnu var borðað
með. Klukkan var oft farin að halla
í þrjú þegar heim var haldið.
Bergur var hamingjumaður í
einkalífinu, hann og Gunna eign-
uðust fimm börn. Yngsti drengur-
inn dó 15 ára, hin eru mesta dugn-
aðar- og mannkostafólk. Barna-
börnin eru sex, öll dugleg og
elskuleg, þar hefur ekki þekkst
neitt unglingavandamál. Tvö barna-
barnabörn hafa svo bæst í hópinn.
Stærsta gæfa þeirra Gunnu og
Bergs var að þau skyldu binda
saman bagga sína, þau voru svo
sérstaklega samrýnd.
Þegar heilsan fór að bila hjá
Bergi var Gunna kletturinn sem
hann gat hallað sér að, hún stóð við
hlið hans til hinstu stundar. Missir
hennar er mikill en hún á svo elsku-
leg börn og barnabörn sem munu
styðja hana fram á veginn.
Við Hörður, Valborg og Kristín
þökkum fyrir að hafa átt Berg að
vini og biðjum honum blessunar á
ókunnum stigum. Elsku Gunna
okkar og fjölskylda, við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Pálína Stefánsdóttir.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast heiðursmanninum Ingi-
bergi Grímssyni.
Bergur, eins og hann var jafnan
kallaður, hóf störf hjá Nóa – Síríusi
á meðan seinni heimstyrjöldin geis-
aði og vann þar af sérstaklega mikl-
um dugnaði og trúmennsku í 52 ár.
Hann byrjaði sem bílstjóri, en ekki
leið á löngu uns honum var falin
verkstjórn yfir Síríusi, sem þá var
sjálfstætt fyrirtæki. Þar stjórnaði
hann allri súkkulaðiframleiðslu. Á
því leikur ekki vafi að þar var rétt-
ur maður á réttum stað og nutu
meðfæddir hæfileikar hans sín vel,
því að öðrum ólöstuðum má segja
að Bergur eigi hvað stærstan þátt í
að þróa og viðhalda bragðgæðum
þess súkkulaðis er mestra vinsælda
nýtur meðal þjóðarinnar. Naut
hann þar einnig góðrar leiðsagnar
hjá Hallgrími Björnssyni efnaverk-
fræðingi sem þá var framkvæmda-
stjóri Nóa og Síríusar.
Súkkulaðigerð er mun flóknara
ferli en marga grunar og geta
minnstu smáatriði skipt sköpum
hvað bragðgæði varðar. Núna, á
tímum háþróaðrar rafeindatækni er
hægt að mæla tiltekna þætti s.s.
kristallagerð súkkulaðis með tækj-
um, en því var ekki að heilsa þá
áratugi sem Bergur sá um súkku-
laðið. Þá urðu menn að notast við
skynfæri sín og er óhætt að segja
að hann hafi þróað með sér nánast
óskeikult næmi á hvað var í lagi og
hvað ekki.
Bergur var heljarmenni að burð-
um og sparaði ekki kraftana við
vinnuna.
Það þurfti ekki tvo til að lyfta
100 kg sekkjum þegar hann átti í
hlut.
Hann vann á stundum myrkr-
anna á milli og til marks um það
hversu traustur starfsmaður Ingi-
bergur var, þá þurfti ekki afleys-
ingamann í hans stað fyrr en fyrir
örfáum árum, enda man enginn til
þess að hann hafi nokkurntíma orð-
ið veikur, a.m.k. ekki svo að hann
kæmist ekki til vinnu.
Hann var á stundum heldur
hrjúfur í skapi en mér er minni-
stætt hversu ljúfur þessi maður
reyndist þegar maður var kominn
inn fyrir skelina. Hann reyndist
starfsfólkinu sínu vel og sóttist fólk
oft eftir að fá að vinna undir hans
verkstjórn.
Seinni árin fjölgaði sem betur fór
frístundunum og nýtti hann þær
m.a. til að byggja sumarbústað fyr-
ir þau hjónin í landi dóttur þeirra í
Dalasýslu og voru þær ófáar ferð-
irnar sem hann fór með kerru fulla
af aðdráttum til smíðinnar aftan í
bílnum sínum. Þá smíðaði hann
einnig fjöldann allan af sleifum,
smjörhnífum o.þ.h. og víst er að ég
mun smyrja mitt brauð með hans
smíðisgrip um næstu framtíð.
Skömmu eftir að hann hætti
störfum hjá fyrirtækinu greindist
hann með illvígan sjúkdóm sem dró
hann til dauða á skömmum tíma.
Hann hefði svo sannarlega átt það
skilið að fá að njóta samverunnar
við sitt fólk lengur en raun varð á.
Konu hans, Guðrúnu R. Gísla-
dóttur, og öðrum aðstandendum
votta ég dýpstu samúð mína og
annars samstarfsfólks héðan af
Hesthálsinum. Blessuð sé minning
Ingibergs Grímssonar.
Tryggvi Hallvarðsson.
Það hlýtur að teljast sérstakt og
óvenjulegt að einn og sami mað-
urinn vinni allan sinn starfsaldur
hjá sama fyrirtækinu. Bergur, eins
og hann var kallaður, hóf störf hjá
Nóa-Síríusi aðeins 18 ára gamall og
vann samfleytt hjá fyrirtækinu í
rúmlega 50 ár, eða þar til hann
hætti vegna aldurs. Fyrst vann
hann við útkeyrslu og lagerstörf, en
síðan var sóst eftir starfskröftum
hans í súkkulaðigerðina og þar réð
hann ríkjum sem verkstjóri í ríflega
40 ár.
Á þessu tímabili hafa miklar
breytingar átt sér stað í starfsum-
hverfi íslenskra iðnfyrirtækja og
þau orðið að laga sig að breyttum
skilyrðum. Það hefur Nói-Síríus
líka gert og hefur náð að vaxa og
dafna. En það er ekki síst vegna
þess að það hefur átt því láni að
fagna að hafa menn eins og Berg í
vinnu, sem hafa gætt þess að þróa
og viðhalda því sem velgengnin
grundvallast á, þ.e. gæðum Síríus-
súkkulaðisins.
Bergur var afskaplega sterkur
persónuleiki og það sópaði að hon-
um. Stór og mikill á velli gat hann
jafnvel virst hrjúfur, en við nánari
kynni kom í ljós afar vandaður og
ljúfur maður með mikinn húmor.
Skyldurækinn var hann með af-
brigðum og var t.d. alltaf mættur á
morgnana fyrstur manna kl. 6 og
fór ekki fyrr en búið var að ganga
frá undir kvöld. Ekki nóg með það
heldur sinnti hann reglubundnu eft-
irliti á kvöldin og um helgar. Þegar
Bergur var annars vegar voru vélar
og starfsemin í öruggum höndum
og það var auðvitað ómetanlegt.
Þegar nálgaðist starfslok og af
og til þegar hann heimsótti okkur í
Nóa eftir það bar oft á góma ým-
islegt úr sögu Nóa. Var einstaklega
skemmtilegt og fróðlegt að heyra
Berg segja frá liðnum atburðum og
það var gott að vita af honum þegar
okkur vantaði upplýsingar um hitt
og þetta sem tengdist starfseminni.
Sjálfur er Bergur samofinn sögu
fyrirtækisins og mun ávallt verða
minnst sem mikils dáðadrengs.
Fjölskyldu Bergs votta ég samúð
og bið þeim allrar blessunar.
Finnur Geirsson.
INGIBERGUR
GRÍMSSON