Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... SKÝRSLA nefndar um konur ogfjölmiðla, sem birt var fyrir skömmu, hefur vonandi vakið fjöl- miðlafólk til tímabærrar umhugsun- ar. Niðurstöðurnar hafa verið raktar í Morgunblaðinu, en í stuttu máli leiddi könnun nefndarinnar í ljós að konur birtast aðeins í um 30% af út- sendu sjónvarpsefni á kjörtíma. Tal- að mál kvenna er einungis um 15% á móti 85% talaðs máls karla. Af dag- blöðum er sömu sögu að segja, mun meira er fjallað um karla en konur. Það er einkum í málaflokkum eins og minningargreinum og slúðurfréttum sem konur fá hlutfallslega mesta umfjöllun. x x x VÍKVERJI, sem er bæði umhug-að um jafnréttismál og vandaða fréttamennsku, er afar uggandi yfir þessum niðurstöðum. Jafnvel þó enn sé langt í land með að fullu jafnrétti kynjanna sé náð er deginum ljósara að ofangreindar tölur endurspegla engan veginn íslenskan veruleika. Kannski fyrir tuttugu árum, en ekki í dag. Enginn getur sannfært Vík- verja um að það sé ekki ástæða fyrir fréttamenn til að ræða við konur nema í 15% tilfella. Konur hafa hasl- að sér völl á nær öllum sviðum, kom- ist til hæstu metorða í atvinnulífi, stjórnmálum, listum og akademí- unni, og eru engu síður trúverðugir fulltrúar sinna stétta en karlmenn. x x x EFTIR útkomu skýrslunnar hafafulltrúar ýmissa fjölmiðla borið því við að konur séu tregari til við- tala en karlar og það skýri þessi ójöfnu hlutföll að nokkru leyti. Vík- verji telur þó að Siv Friðleifsdóttir hafi hitt naglann á höfuðið í sjón- varpsþætti um konur og fjölmiðla, með þeim ummælum að þetta væru fyrst og fremst hentugar eftiráskýr- ingar. Víkverji hefur unnið við frétta- mennsku bæði á dagblaði og í sjón- varpi og man ekki eftir að kona hafi nokkru sinni beðist undan því að koma í viðtal. Aldrei. Í tilefni skýrsl- unnar spurði Víkverji auk þess nokkur starfssystkin sín um málið og könnuðust þau heldur ekki við að það væri í raun og veru nokkuð erfiðara að fá konur til viðtals en karla. Getur ekki verið að þetta sé ein af þeim fjölmörgu klisjum um kynin og meintan mun þeirra, sem hafa átt hvað ríkastan þátt í því að tefja fram- gang jafnréttisbaráttunnar? Ef sú klisja er útbreidd að það sé erfiðara að fá konur til að tjá sig eða koma fram, getur ekki verið að blaða- og fréttamenn leggi trúnað á það án umhugsunar? Og að það hafi þær af- leiðingar að fjölmiðlafólk hafi síður samband við konur, þótt fyllsta ástæða væri til? Víkverja grunar að svo sé. Sú spurning vaknar hvers vegna nefndin um konur og fjölmiðla hafi í skýrslu sinni endurómað þessa klisju gagnrýnislaust og ekki gert neina tilraun til að kanna hvort hún ætti við rök að styðjast. Nú eða reynt að kveða hana niður. x x x VÍKVERJI verður einnig að lýsavonbrigðum með ummæli kunns spjallþáttastjórnanda í fyrr- nefndum sjónvarpsþætti um konur og fjölmiðla. Reyndi hann að verja kvennafæð í þáttum sínum með því að hann myndi aðeins eftir einni konu í ungliðapólitíkinni og lét auk þess að því liggja að konur hefðu al- mennt lítinn áhuga á pólitísku arga- þrasi. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill, Árni Frið- riksson, Snorri Sturlu- son, Askur, Ásbjörn, Freri, Þerney, Málmey, Vigri og Örfirisey koma í dag. Mánafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tjaldur kemur í dag. Olrik, Ostrovets og Olshana fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl.9.30 kaffi/ dagblöð, kl. 11.15 mat- ur, kl. 13 spilað í sal, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl.10 verslunin opin, kl.11.30 matur, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag er bridge kl. 13:30 og pútt á vellinum við Hrafnistu kl. 14 til 16. Á morgun laugardags- gangan kl. 10 frá Hraunseli. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar hefur verið breitt, farið verður þriðjudaginn 3 júlí til 5. júlí, farseðlar seldir í dag og mánudag og þriðjudag 11. og 12. júní. Orlofið á Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.–31.ágúst nk. Skrán- ing hafin, allar upplýs- ingar í Hraunseli, sími 555-0142 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í há- deginu. Ath: Farin verður dagsferð 10. júni austur í Mýrdal, farið verður m.a. niður að Görðum í Reynishverfi, upp í Heiðardal, að Skógum og Vík. Leið- sögn: Ólöf Þórarins- dóttir. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og sækið farmiða. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir-Grafningur- Eyrarbakki. Húsið– Sjóminjasafnið á Eyr- arbakka skoðað. Leið- sögn: Tómas Einarsson og Pálína Jónsdóttir. Eigum ennþá nokkur sæti laus. 19.–22. júní. Trékyllisvík 4 dagar gist að Valgeirsstöðum í Norðurfirði svefnpoka- pláss. Ekið norður Strandir. Farið í göngu- ferðir og ekið um sveit- ina. Ekið heimleiðis um Tröllatunguheiði eða Þorskafjarðarheiði. Síð- ustu skráningardagar. Eigum nokkur sæti laus. Leiðsögn Tómas Einarsson. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. bútasaumur og fjölbreytt föndur, umsjón Jóna Guðjóns- dóttir frá hádegi spila- salur opinn. Á mánu- dögum kl. 15.30 er dans hjá Sigvalda, ekkert skráningargjald, allir velkomnir. Miðvikudag- inn 21. júní Jóns- messufagnaður í Skíða- skálanum í Hveradölum. Miðviku- daginn 27. júní ferðalag í Húnaþing vestra, nán- ar kynnt. Sumardag- skráin komin. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 10–12 pútt, kl. 11 leikfimi. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöð, kaffi, fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 almenn handa- vinna, kl. 10–11 kántrý, kl. 11–12 stepp, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 sungið, Katrín Jóns- dóttir við flygilinn, kl. 14.30 dansað undir stjórn Sigvalda, vöfflur með rjóma í kaffitím- anum. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bingó, kl. 14.30 kaffi. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og með- læti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl.15–17 á Geysir, Kakóbar, Að- alstræti 2 (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Ellimálaráð Reykjavík- urrprófastdæma, Breið- holtskirkju við Þang- bakka. Skálholtsskóli, ellimálanefnd þjóðkirkj- unnar og ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma efna til sum- ardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 25 til 29. júní, 2 til 6 júlí og 9 til 13. júlí. Allar nánari ulýsingar eru veittar á skrifstofu ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma f.h. virka daga í síma 557-1666. Haukar, öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555- 0176 eða 555-0852. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Brúðubíllinn Brúðubílinn, verður í dag kl. 10 við Hamravík og á mánudaginn kl. 10 við Brekkuhús og kl. 14 við Arnarbakka. Minningarkort Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótek- um. Gíró-og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heims- endingu gíróseðils. Í dag er föstudagur 8. júní, 159. dagur ársins 2001. Medardusdagur. Orð dagsins: Virðið hann fyrir yður, sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum, til þess að þér þreytist ekki og látið hugfallast. (Hebr. 12, 3.) SIGRÚN Ármanns Reyn- isdóttir skrifar í Velvak- anda þann 31. maí sl. grein sem ber yfirskriftina „Merkir tómur ísskápur góðæri?“ Þetta er góð grein sem ætti ef allt væri eðli- legt að ýta við einhverjum. Það eru örugglega ekki tómir ísskápar hjá ráðherr- um, alþingismönnum og verðbréfabröskurum, eins og hjá elli- og örorkulífeyr- isþegum, eins og lýst er í áðurnefndri grein. Þess vegna ætti Tryggingastofn- unin að greiða elli- og ör- orkulífeyrisþegum þannig lífeyri frá ríkinu að ísskáp- ar þessa fólks séu ekki tóm- ir. Það er skömm að því að stjórnvöld búi þannig að þegnum sínum í öllu því góðæri sem verið er að vitna svo oft í. Burt með fátækt og eymd úr þjóðfélaginu hjá einni ríkustu þjóð í heimi. G.G.B. Fyrirmyndarferða- máti SVR? Leið 25 UM síðustu helgi var SVR að breyta tímaáætlun sinni í þetta sinn aðeins fyrir einn vagn – leið 25. Breyt- ingin er á þá leið að eftir kl. níu á morgnana fer hann á klukkustundarfresti. Hvað gengur þeim mönnum eig- inlega til sem stjórna þessu? Í Mosfellsbæ búa um 6.000 þús. manns og fjöldi manns þarf að nota vagna daglega til að kom- ast til vinnu sinnar o.s.frv. Hver eru skilaboðin til þeirra? Þeir sem þurfa að nota vagnana og geta ekki komið sér á stað á „óska- tíma“ SVR geta bara beðið í klukkutíma eftir næsta vagni. Enginn annar bæj- arhluti eða úthverfi sem SVR þjónustar býr við þennan „frábæra fyrir- myndarferðamáta SVR“. Þar eru vagnar á 20 mín- útna fresti allan daginn. Ætli bæjaryfirvöld í Mos- fellsbæ hafi samþykkt og borgað fyrir þessa breyt- ingu fyrir íbúa sína? – Þökk sé þeim og SVR! SVR-farþegi. Lín og léreft OKKUR langar að vita hvað varð af versluninni Lín og léreft, sem var í Bankastræti fyrir skömmu, en hefur nú verið lokað. Við eigum þar inni gjafakort og leit að eiganda hefur ekki borið árangur. Við skorum á eiganda að láta vita hvar gjafakortið fæst endur- greitt. Fólk í Austurbænum. Áskorun til RÚV HEIDI hafði samband við Velvakanda og vildi skora á RÚV að sýna meira af efni frá Skandinavíu. Það er mikið til af frábærum þátt- um. Þeir hjá RÚV ættu að taka þetta til athugunar. Seðilgjald Orkuveitunnar MÉR var að berast inn- heimtuseðill frá Orkuveitu Reykjavíkur. Landsbank- inn innheimtir seðilgjald, kr. 200, og virðisaukaskatt, kr. 49, samtals gerir þetta 249 kr. Er ekki allur kostn- aður inni í verðlagningu Orkuveitunnar? Ég vil gjarnan fá svör við því frá þeim er málið varðar. Einar Vilhjálmsson. Tapað/fundið Canon-myndavél tapaðist CANON Prima-myndavél tapaðist 8. apríl sl. í ferm- ingarveislu í Seltjarnarnes- kirkju. Hún var í litlum poka merktum apóteki. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 561-1523. Dýrahald Kettlinga vantar heimili ÞRJÁ tíu vikna fresskett- linga vantar góð heimili. Upplýsingar í síma 897- 4015. Kisa er týnd KISA, sem er svarthvítur skógarköttur (eldri dama), hvarf frá heimili sínu í Vogahverfi þann 27. maí sl. Hún er með hálsól og merkt. Þeir, sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir hennar eftir 27. maí sl., vinsamlegast hafið samband í síma 553-6520. Fundarlaun. Selma er fundin EIGANDA Selmu langar að senda sínar bestu þakkir til allra þeirra er hjálpuðu til við að finna hana. Selma var týnd í tvo mánuði, en er nú komin heim, öllum til mikillar ánægju. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fólkið á lágu laununum 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 afdrep, 4 lætur af hendi, 7 nabbinn, 8 krók, 9 afreksverk, 11 geta gert, 13 ýlfra, 14 kven- dýrið, 15 heitur, 17 á húsi, 20 bókstafur, 22 metti, 23 formóðirin, 24 skrika til, 25 hími. LÓÐRÉTT: 1 sóðaleg kona, 2 hátíðin, 3 uppspretta, 4 kát, 5 fal- legur, 6 kind, 10 stefnan, 12 for, 13 ekki gömul, 15 buxur, 16 rotnunarlyktin, 18 handleggir, 19 sund- fugl, 20 hlífa, 21 heiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kvalafull, 8 dulur, 9 aldan, 10 ill, 11 lírur, 13 launa, 15 byggs, 18 fisks, 21 tía, 22 lustu, 23 leyna, 24 handlanga. Lóðrétt: 2 velur, 3 lærir, 4 fjall, 5 lyddu, 6 ódæl, 7 unna, 12 ugg, 13 ali, 15 ball, 16 gista, 17 stund, 18 falla, 19 stygg, 20 skap. K r o s s g á t a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.