Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT skýrslu sem Þor- steinn Siglaugsson rektstrarhag- fræðingur vann fyrir Náttúruvernd- arsamtök Íslands verður tap af Kárahnjúkavirkjun 22–51 milljarður króna. Hann kemst að þeirri nið- urstöðu að engar líkur séu til þess að Kárahnjúkavirkjun geti staðið undir kröfum fjárfesta og lánveitenda um lágmarksarðsemi. Til þess sé stofn- kostnaður of hár og væntanlegt orkuverð of lágt. Skýrslan var kynnt á blaða- mannafundi sem Náttúruverndar- samtök Íslands boðuðu til í gær. Þorsteinn gefur sér þær forsend- ur að stofnkostnaður virkjunarinnar verði 107 milljarðar. Ávöxtunar- krafa lánsfjár verði 4,07–4,67% og ávöxtunarkrafa hlutafjár 6,87– 9,96%. Þorsteinn segir að samkvæmt raunsæju mati megi ætla að tap af virkjuninni verði 37–39 milljarðar. Hann gerir ráð fyrir meðaltals- ávöxtunarkröfu, orkuverð sé 2 krón- ur á kílówattstund og að orkusala sé örugg í 60 ár. Samkvæmt bjartsýn- asta mati Þorsteins verður tapið 22– 24 milljarðar en 50–51 milljarður sé miðað við svartsýnasta matið. Þess- ar áætlanir miðast við fullbyggða virkjun. Tap af fyrri áfanganum yrði mun meira en af þeim síðari. Þorsteinn miðar útreikninga sína við 60 ára endingartíma virkjunar- innar. Aðspurður sagði hann að þótt virkjunin yrði eilíf myndi tapið að- eins minnka um hálfan milljarð eða svo. Þrátt fyrir að Kárahnjúkavirkun verði fullbyggð um fjórfalt stærri en Fljótsdalsvirkjun sem var fyrirhug- uð kemst Þorsteinn að þeirri nið- urstöðu að Kárahnjúkavirkjun verði 26% óhagkvæmari. Stofnkostnaður á hverja gígawattstund verði 219 milljónir í Kárahnjúkavirkjun, hefði orðið 196 milljónir í Fljótsdalsvirkj- un en er aðeins 163 milljónir í Vatns- fellsvirkjun. Ávöxtunarkrafa ekki geðþóttaákvörðun Þorsteinn segir að miðað við nú- verandi gengi íslensku krónunnar verði kostnaður við virkjunina 107 milljarðar. Ekki megi þó mikið út af bregða til að stofnkostnaður aukist verulega, enda framkvæmdin afar flókin. Við gerð skýrslunnar hafi þó ekki verið tekið tillit til þess. Samkvæmt raunsæju mati þurfi orkuverð að vera 2,70 krónur á kíló- wattstund (kwst.) til að virkjunin geti staðið undir sér. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að samkvæmt reikningum Landsvirkjunar hafi meðalorkuverð til stóriðju verið 88 aurar á kwst. ár- ið 1988, 90 aurar á kwst. árið 1999 og ein króna á síðasta ári. Álverið gæti þó aldrei staðið undir hærra orku- verði en 2 krónum á kwst. nema ál- verð myndi hækka gríðarlega en ekkert bendi til þess. Þorsteinn telur að staðsetning ál- versins á Austfjörðum hafi væntan- lega í för með sér talsvert meiri áhættu varðandi greiðan aðgang að vinnuafli og þjónustu en væri álverið á þéttbýlla svæði. Því megi gera ráð fyrir að orkuverð til Reyðaráls verði nær lægri mörkunum en þeim hærri. Þorsteinn segir að þess misskiln- ings virðist stundum gæta í umræðu um virkjunarmál hérlendis, að ávöxtunarkrafa sé með einhverjum hætti geðþóttaákvörðun stjórnvalda eða rekstraraðila. Þetta sé grund- vallarmisskilningur. Eðlileg ávöxt- unarkrafa ráðist einungis af þeirri ávöxtun sem markaðurinn krefst af sambærilegum rekstri. Fjármunun- um sem ætti að verja til byggingar Kárahnjúkavirkjunar væri betur varið með því að fjárfesta í arðbær- ari fyrirtækjum, t.d. öðrum álfyrir- tæjum, s.s. Alcan eða Alcoa. Ávöxt- unarkrafan myndi ekki breytast þótt lánin yrðu ríkistryggð. Áhættan réðist ávallt af arðsemi verkefnisins. Myndi ríkið gangast í ábyrgð fyrir lánum myndi lánshæfni þess á fjár- magnsmarkaði versna og því myndi ríkið fá lakari vaxtakjör. Þá bendir hann á að gert sé ráð fyrir að rekstur virkjunarinnar verði nær alfarið háður raforkusölu til ál- vers og verði í raun hluti af rekstri þess. Leggist álverksmiðjan af yrðu skyndilega engin not fyrir rafork- una. Áhættan við virkjunina sé því sambærileg og áhætta í álrekstri. Reyndar yrði mögulegt að selja orkuna til annarra kaupenda en ólík- legt væri að hægt yrði að ná fram verði sem væri mikið fram yfir rekstrarkostnað. Þjóðhagslegur ávinningur ekki það sama og arðsemi Meginniðurstaða Landsvirkjunar um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirk- unar var að jákvæð efnahagsleg áhrif virkjunar myndu vega upp nei- kvæð umhverfisáhrif. Þá komst Þjóðhagsstofnun að þeirri niður- stöðu að verkefnið í heild myndi hafa jákvæð áhrif á þjóðarfram- leiðslu og landsframleiðslu. Nei- kvæð áhrif á viðskiptajöfnuð myndu jafnast út vegna aukins útflutnings. „Vissulega myndi bygging og rekstur álvers við Reyðarfjörð hafa jákvæð áhrif á þjóðarframleiðslu hér á landi. Það gera hins vegar allar framkvæmdir, enda mælir þjóðar- framleiðsla ekki arðsemi fram- kvæmda, heldur aðeins þá aukningu viðskipta í efnahagskerfinu sem þær hafa í för með sér,“ segir í skýrsl- unni. Þorsteinn sagði á blaðamanna- fundinum að það gæti aukið þjóð- arframleiðslu að stofna fyrirtæki og senda þúsund manns upp á hálendi til að mala grjót, flytja grjótið síðan til Færeyja með árabátum og selja það þar á eina krónu kílóið. Fram- kvæmdin myndi auka umsvif í efna- hagslífinu og þar með þjóðarfram- leiðslu en að sjálfsögðu yrði tap á grjótvinnslunni. Þjóðgarður arð- bærari en virkjun Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði að enn ætti eftir að meta verndargildi hálendisins norðan Vatnajökuls en í skýrslunni var ekki tekið tillit til hugsanlegs verðmætis þess. Árni sagði að Náttúruvernd ríkisins ynni nú að slíku mati en hefði fengið afar takmarkað fjár- magn til þess. Hann benti á að menn hefðu nefnt að þjóðgarður norðan Vatnajökuls myndi kosta um 500 milljónir sem væri lítið miðað við áætlað tap af virkjuninni. Það gæti vel verið að þjóðgarður yrði arðbær- ari en virkjun þegar til lengri tíma væri litið. Þá minnti hann á að Landsvirkjun væri að 50% í eigu ríkisins, 45% í eigu Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbær ætti 5%. Um 10–30 millj- arðar af skattfé og útsvari færu til framkvæmdanna en ekkert benti hins vegar til þess að arður skilaði sér til baka. „Til hvers er verið að skattpína okkur til að Landsvirkjun geti leikið sér með virkjun?“ spurði Árni. Þorsteinn Siglaugsson rekstrarhagfræðingur segir tap á Kárahnjúkavirkjun 22–51 milljarð Engar líkur til að Kárahnjúkavirkj- un standi undir sér Morgunblaðið/Arnaldur Þorsteinn Siglaugsson rekstrarhagfræðingur kynnti skýrslu um mat á líklegri arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. SAMFÉLAGSLEG áhrif Kára- hnjúkavirkjunar endurspegla að mati dr. Ívars Jónssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, til- tekna samfélagsþróunarstefnu sem stefnir að því að festa íslenskt sam- félag í stöðu lágþekkingarsamfélags sem byggir á útflutningi orku og hrá- efna, s.s. fiski, áli og járnblendi, og um leið sé þróunin tafin í átt að há- þekkingar- og þjónustusamfélagi sem einkennist af vinnuaflsfrekum atvinnugreinum eins og rannsóknum og þróunarstarfsemi, menningariðn- aði og þjónustu ýmiss konar. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Landverndar í gær þar sem Kristín Einarsdóttir, líffræðingur og fyrr- verandi alþingismaður, kynnti sam- antekt á vinnu rýnihópa á lokafundi Landverndar í fundaröð þar sem sér- fræðingar hafa verið fengnir til að rýna í matsskýrslur Landsvirkjunar og Reyðaráls hf. um umhverfisáhrif vegna Norals-verkefnisins. Í rýni Ívars kom einnig fram að virkjanir skapi fá störf eftir að bygg- ingartíma er lokið. Rekstur Kára- hnjúkavirkjunar muni því aðeins hafa óveruleg samfélagsleg áhrif áAusturlandi. Ívar segir því að á meðan ekkert mat hafi verið gert á framkvæmdinni með tilliti til val- kosta í atvinnnu- og samfélagsþróun, ekkert mat á fórnarkostnaði og mat á umhverfiskostnaði liggi ekki fyrir, hljóti það því að vera eðlileg krafa al- mennings að framkvæmdum verði frestað um sinn. Í skýrslu Reyðaráls kemur fram að rúm 1000 störf muni skapast í tengslum við álver en Ívar segir þau eiga eftir að duga skammt til að leysa þann vanda sem Mið- Austurland stendur frammi fyrir, þ.e. að draga úr fólksflótta. Hann segir að gera megi ráð fyrir að þörfin fyrir ný störf á ári séu 100 til 140 ef litið sé til nýliða. Þá megi gera ráð fyrir að fjórðungur eða meira af störfunum verði mönnuð af aðkomu- fólki svo að um 750 störf verði fyrir heimamenn. „Þetta þýðir að aðeins tekur um 6 ár að veita heimamönnum störf, eða að innan 5 til 7 ára er Mið-Austurland komið í nákvæmlega sömu stöðu og í dag þrátt fyrir fjárfestingar í Kára- hnjúkavirkjun og Reyðaráli sem munu kosta nálægt 300 milljörðum auk kostnaðar vegna náttúruspjalla sem fæst ekki metinn af neinum aðila málsins,“ segir í mati Ívars. Fækkar störfum frekar en þeim fjölgi? Þórólfur Matthíasson, hagfræð- ingur og dósent við Háskóla Íslands, gengur enn lengra í mati sínu og seg- ir að með einföldum rökum megi rök- styðja að álver muni verða til þess að störfum á Austurlandi fækki frekar en fjölgi þegar fram í sæki. Hann segir samkeppni álvers um vinnuaflið muni ýta 930 störfum til hliðar, álver- ið muni einnig verða til þess að launa- stig á Austurlandi verði mjög hátt eða jafnvel 10 til 20% yfir landsmeð- altali sem yrði til þess að fá fyrirtæki sem ekki væru beinlínis bundin af því að þjónusta álverið á Reyðarfirði myndu vera tilbúin að staðsetja sig á Austurlandi. Heildarniðurstaða Þór- ólfs er sú að skýrsla um mat á sam- félagslegum og efnahagslegum áhrif- um af álveri í Reyðarfirði sé ekki fullunninn og til þess að fullvinna hana þurfi meiri heimavinnu á fræða- sviði sem og frekari öflun gagna bæði frá öðrum svæðum þar sem svipuð uppbygging hefur átt sér stað og inn- anlands. Kristín sagði fulla þörf á að skoða þessi mál niður í kjölinn þar sem um væri að ræða framkvæmdir sem ættu sér enga hliðstæðu hér á landi. Ingvi Þorsteinsson, Björn Þor- steinsson og Þorsteinn Guðmunds- son mynduðu rýnihóp um áfok og reyndist skýrsla þeirra harðorð þar sem þeir segja m.a. að það umhverf- ismat sem nú liggi fyrir sé ófullnægj- andi en sýni samt sem áður fram á að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði í öllu falli mikil „og á grundvelli fyr- irliggjandi rannsókna er ekki hægt að útiloka að framkvæmdin leiði af sér stórfelld umhverfisslys,“ eins og segir í skýrslu rýnanna. „Í öðru lagi er hinn væntanlegi efnahagslegi ávinningur virkjunar- innar sem réttlæta á umhverfisáhrif- in með öllu óþekkt stærð. Hann getur vissulega verið einhver, um það deila þó hagfræðingar, hann getur líka orðið enginn eða neikvæður. Í þess- um reikningum hefur þó enginn reynt að leggja peningalegt mat á glötuð náttúruverðmæti,“ segir í nið- urstöðum skýrslu rýnanna og bent á að af framansögðu verði að telja rök- stuðning Landsvirkjunar fyrir fram- kvæmdinni ófullnægjandi. Mat sérfræðinga Landverndar á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum virkjunar og álvers Morgunblaðið/Sverrir Mörður Árnason, Hjörleifur Guttormsson og Stefán Jón Hafstein voru meðal fundargesta Landverndar og hlýddu á umfjöllun um afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði. Leysir ekki byggðavanda Austurlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.