Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 28
NUNNA í karmelítaklaustrinu í
Delgany-sýslu á Írlandi greiðir at-
kvæði í gær en þá fór fram í landinu
almenn atkvæðagreiðsla um tillögur
um aðild fyrrverandi komm-
únistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu
að Evrópusambandinu. Búist var við
dræmri kjörsókn, eða innan við 50
prósent. Írland er eina Evrópusam-
bandsríkið þar sem almenn at-
kvæðagreiðsla fer fram um svo-
nefndan Nice-sáttmála sem nefndur
er í höfuðið á borginni Nice í Frakk-
landi þar sem samið var í fyrra um
framtíðarstækkun Evrópusam-
bandsins. Bertie Ahern, forsætisráð-
herra Írlands, hvatti kjósendur til
þess í gær að samþykkja sáttmálann.
Atkvæða-
greiðsla
á Írlandi
AP
Vilja ræða
fjárframlög
DANSKA stjórnin hefur boðið fær-
eysku landstjórninni til viðræðna um
fjárframlag Dana til Færeyinga
næstkomandi þriðjudag. Telur An-
finn Kallsberg, lögmaður Færeyja,
boðið til marks um að Poul Nyrup
Rasmussen hyggist ekki verða við
óskum færeysku landstjórnarinnar
um viðræður um yfirtöku Færeyinga
á ráðuneytum og stofnunum. Ástæð-
an er sú að það er fjármálaráðherr-
ann Pia Gjellerup sem sendi boðið
fyrir hönd dönsku stjórnarinnar.
Sagði Kallsberg í samtali við Ritzau
að svo virtist sem Nyrup Rasmussen
vildi ekki svara Færeyingum á já-
kvæðan hátt.
Færeyingar sjálfir hafa lagt til að
dregið verði úr fjárframlagi Dana
auk þess sem þeir hafa óskað eftir
því að yfirtaka ráðuneyti og stofn-
anir. Lagði Kallsberg fram ósk um
viðræður um yfirtöku málaflokk-
anna við forsætisráðherra í apríl sl.
Við sama tækifæri lagði hann til að
gerður yrði nýr þriggja ára samn-
ingur um fjárframlag.
Nyrup Rasmussen svaraði seinni
óskinni í bréfi í maí þar sem hann
sagði dönsk stjórnvöld telja heppi-
legast að semja aðeins um eitt ár í
senn. Þá sagði forsætisráðherrann
að þrátt fyrir að meirihluti færeyska
þingsins hefði samþykkt að öll ráðu-
neyti og stofnanir yrðu yfirtekin í til-
tekinni tímaröð, væri ekki hægt að
verða við öllum óskum Færeyinga
þar sem þær brytu í nokkrum til-
fellum í bága við heimastjórnarlögin
og dönsku stjórnarskrána.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Danmörk – Færeyjar
ERLENT
28 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMSTJÓRN jafnaðarmanna og
kristilegra demókrata í Berlín lauk
í gær er þeir fyrrnefndu sögðu sig
úr henni vegna fjármálakreppunn-
ar í borginni. Búist er við að efnt
verði til nýrra kosninga og þykir
ekki loku fyrir það skotið að arftak-
ar austurþýska kommúnistaflokks-
ins muni að þeim loknum fá nokkur
áhrif á stjórn borgarinnar.
Peter Strieder, leiðtogi jafnaðar-
manna í Berlín, sagði í gær að sam-
stjórn stóru flokkanna hefði ekki
verið orðin annað en nafnið tómt og
einkennst af gagnkvæmri tor-
tryggni. Sagði hann að jafnaðar-
menn samþykktu ekki þær neyð-
arráðstafanir í fjármálum borg-
arinnar sem Eberhard Diepgen,
borgarstjóri og leiðtogi kristilegra
demókrata, hefði kynnt.
Glannaleg útlán
Fjármálakreppan í Berlín stafar
af gífurlegu útlánatapi Bank-
gesellschaft Berli, banka sem er að
57% í eigu borgarsjóðs. Jós hann út
fé á báðar hendur í þenslunni, sem
var á fasteignamarkaði í borginni
eftir sameiningu þýsku ríkjanna,
og þarf nú strax að fá um 182 millj-
arða íslenskra króna og 273 millj-
arða alls til að komast hjá gjald-
þroti. Kenna jafnaðarmenn
Diepgen borgarstjóra og kristileg-
um demókrötum um það hvernig
komið er.
Diepgen segist ekki hræddur við
kosningar og hann sakar jafnaðar-
menn um að ætla sér að leiða PDS,
flokk lýðræðislegra sósíalista, arf-
taka kommúnista, til áhrifa í borg-
inni.
Fastir í
gamla kerfinu
Fréttaskýrendur segja að báðir
stóru flokkarnir í borginni hafi
dagað uppi í því gagnkvæma hags-
munakerfi er var við lýði er borgin
var eins konar útvörður vestræns
lýðræðis á tímum kalda stríðsins og
naut þá ómældra styrkja. Með
sameiningunni hurfu þessir styrkir
smám saman án þess þó að borg-
arfeðurnir breyttu mikið hugsunar-
hætti sínum og starfsaðferðum.
Hans Eichel, fjármálaráðherra
Þýskalands, neitar að koma borg-
inni til hjálpar með alríkisfé og
sumir taka svo djúpt í árinni að
segja að hún sé í raun gjaldþrota.
Kristilegir demókratar, CDU,
fengu tæplega 41% atkvæða í Berl-
ín 1999, jafnaðarmenn, SPD, 22,4%
og PDS tæp 18%. Nýlegar skoð-
anakannanir gefa CDU 31%, SPD
29% og PDS 14%.
Borgarstjórn Berlínar fallin vegna fjármálakreppu
Jafnaðarmenn vilja nýjar
borgarstjórnarkosningar
Berlín. AFP, Reuters.
DONALD Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði á
fundi varnarmálaráðherra NATO-
ríkja í Brussel í gær að Bandaríkja-
stjórn myndi halda til streitu áform-
um sínum um að koma upp eld-
flaugavarnakerfi og að það væri
„einfaldlega óhjákvæmilegt“ að fara
á svig við Gagneldflaugasáttmálann
frá 1972.
Rumsfeld sagði Bandaríkjunum
og bandamönnum þeirra stafa stöð-
ugt meiri ógn af „útlagaríkjum“ og
hryðjuverkahópum og að nauðsyn-
legt væri að koma upp eldflauga-
varnakerfi til að forða því að unnt
væri að „halda þjóðunum í gíslingu.“
Rumsfeld kvað eldflaugavarnakerfi
vera í þágu allra aðildarríkja NATO
og hvatti bandalagsríkin til að
leggja blessun sína yfir áformin.
Boðskapur Rumsfelds virtist ekki fá
meiri hljómgrunn en erindi Colins
Powells, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, á fundi utanríkisráðherra
NATO-ríkjanna í Búdapest í síðustu
viku. En varnarmálaráðherrann
sagði að viðræðum yrði haldið
áfram, bæði við bandalagsríkin og
Kínverja og Rússa sem hafa mót-
mælt áformunum hvað ákafast.
Rumsfeld mun taka málið upp á
fundi með Sergei Ívanov, varnar-
málaráðherra Rússa, í dag. Þá er
búist við að eldflaugavarnir komi til
umræðu á fundi George W. Bush
Bandaríkjaforseta og Vladímírs
Pútíns Rússlandsforseta í Slóveníu í
næstu viku.
George Robertson, framkvæmda-
stjóri NATO, vísaði því á bug í opn-
unarræðu fundarins í gær að klofn-
ings væri farið að gæta innan
bandalagsins vegna eldflaugavar-
naáforma Bandaríkjamanna.
Ofbeldisverk í
Makedóníu fordæmd
Meðal annarra umræðuefna á
fundinum í gær voru ástandið í
Makedóníu og áform Evrópusam-
bandsins um að koma upp hrað-
sveitum til að bregðast við neyðar-
ástandi og halda uppi friðargæslu.
Robertson fordæmdi í gær of-
beldisverkin í Makedóníu undan-
farna daga og embættismenn innan
NATO vöruðu Makedóníustjórn við
því að lýsa yfir stríðsástandi í land-
inu.
Fundur varnarmálaráðherra NATO-ríkja í Brussel
Rumsfeld mælir fyrir
eldflaugavarnakerfi
Brussel. AFP, AP.
STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu hafa
fagnað þeirri ákvörðun Bandaríkja-
manna að hefja á ný viðræður um ör-
yggismál og frið milli Norður- og
Suður-Kóreu við kommúnistastjórn-
ina í norðurhlutanum. George Bush
Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn
að hægt verði að slaka á viðskipta-
hömlum gegn Norður-Kóreu ef ár-
angur næst í viðræðum um eld-
flaugasmíði N-Kóreu.
Bandaríkjamenn eru með um
30.000 manna herlið í Suður-Kóreu
en þeir vörðu landið þegar komm-
únistar réðust suður yfir landamær-
in árið 1950 og reyndu að sameina
ríkin tvö með valdi. Kóreustríðinu
lauk 1953 en ekki hafa enn verið
gerðir friðarsamningar milli deilu-
aðila.
Skýrt var frá stefnubreytingu
Bandaríkjastjórnar á miðvikudag.
Ekki hafði heyrst neitt um viðbrögð
Norður-Kóreumanna í gær en þeir
hafa að jafnaði mikið herlið á landa-
mærunum að Suður-Kóreu. Óttast
hinir síðarnefndu að norðanmenn
gætu skyndilega gert árás yfir
landamærin en höfuðborg S-Kóreu,
Seoul, er skammt sunnan landamær-
anna. Óformlegur fulltrúi Norður-
Kóreu í Japan, Kim Myong Chol,
fagnaði þó stefnubreytingu Bush og
sagði Norður-Kóreumenn reiðubúna
að hefja viðræður.
Kóreuskaginn
Tilboði um
viðræður
fagnað
Seoul. AP.
FLUGSAMGÖNGUR í Evrópu
hafa raskast nokkuð vegna verk-
falla starfsmanna þýska flug-
félagsins Lufthansa og SAS í
Danmörku.
Aflýsa þurfti ferðum SAS á um
80 styttri leiðum í dag og hafa tvö
sólarhringslöng verkföll flug-
manna Lufthansa í maí valdið
miklum truflunum á starfsemi
félagsins.
Verkfallið hjá SAS tekur til um
250 flugfreyja og annarra starfs-
manna. Það tekur ekki til starfs-
manna SAS í Noregi eða Svíþjóð
en Anni Pickel, formaður stéttar-
félags flugliða sagði í Berlingske
Tidende að stjórn félagsins væri
að athuga hvort færa ætti starfs-
menn SAS í þessum löndum inn í
deiluna.
Aðallega er deilt um launamál,
en nýir skattar hafa komið illa við
starfsmennina. Talsmaður SAS
segir hins vegar ósanngjarnt að
krefjast þess að þeir gjaldi fyrir
aðgerðir stjórnvalda sem það hef-
ur engin áhrif á.
Róttækar kröfur
Yfirmenn Lufthansa reyna nú
að ná samkomulagi við flugmenn
félagsins en þeir krefjast 24 pró-
senta hækkunar til samræmis við
laun flugmanna annarra félaga.
Vinnudeilur hafa bitnað mjög á
starfsemi Lufthansa og féll hagn-
aður af rekstri félagsins fyrstu
þrjá mánuði ársins um 94 prósent
miðað við sama tíma árið áður.
Flugmennirnir segjast taka
baráttuaðferðir bandarískra
starfsbræðra sinna sér til fyrir-
myndar en þær eru mun róttæk-
ari en gerist og gengur á þýskum
vinnumarkaði.
Verkföll raska
flugsamgöngum
Frankfurt, Kaupmannahöfn. AP.
♦ ♦ ♦BANDARÍKIN og Kína hafa
nú komist að samkomulagi um
það hvernig megi flytja banda-
rísku njósnavélina, sem hefur
verið haldið á kínversku eynni
Hainan síðan 1. apríl, aftur
heim til Bandaríkjanna. Tals-
maður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins sagði að sam-
komulag um flutninginn hefði
náðst sl. miðvikudag á fundi
með bandarískum tæknimönn-
um. Flugvélin mun verða tekin
í sundur fyrir flutninginn og
flutt til Bandaríkjanna með
risastórri Antonov-vöruflutn-
ingavél.
Njósnavél-
in flutt