Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMM ný innritunarborð verða tekin í notkun í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á næstu dögum. Þar geta fyrirtæki sem fengið hafa leyfi til afgreiðslu farþega fengið aðstöðu. Samkeppnisráð kvað upp þann úrskurð á síðasta ári að flugstöðin bryti samkeppnislög með því að neita Vallarvinum ehf. um aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu. Beindi ráðið þeim fyrirmælum til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonr hf. að bæta úr þessu. Unnið hefur verið að breytingum í flugstöðinni til að gera þetta mögulegt og eru fram- kvæmdirnar á lokastigi. Verið er að stækka innritunar- salinn inn í herbergi sem lögreglan á Keflavíkurflugvelli hafði til af- nota og þar hefur verið komið fyrir fimm nýjum innritunarborðum og farangursböndum. Lögreglan fékk í staðinn aðstöðu í bráðabirgðahúsi sem reist hefur verið við hlið flug- stöðvarinnar. Flugstöðin hefur fjárfest í innrit- unarkerfi sem Einar Már Jóhann- esson rekstrarstjóri segir að sé af fullkomnustu gerð. Það er af gerð- inni SITA, en oft kennt við Luft- hansa, og tölvukerfi þess er rekið í Berlín. Innritunarkerfið er óháð innritunarkerfi Flugleiða sem dótt- urfélag þess, IGS hf., rekur nú. Kostar 35 milljónir Breytingarnar á innritunarsaln- um og farangursflokkun ásamt kostnaði af öðrum nauðsynlegum ráðstöfunum er um 35 milljónir kr., að sögn Einars. Kostnaður við nýja tölvukerfið er þar ekki innifalinn. Tvö fyrirtæki, auk Flugleiða, hafa leyfi til afgreiðslu á Keflavík- urflugvelli. Það eru Vallarvinir ehf. sem eru umboðsaðilar fyrir Cargo- lux og Suðurflug hf. sem flugfélag- ið Atlanta hf. á hlut í. Davíð Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Suðurflugs, segir að fyrirtækið muni nota sér þá aðstöðu sem boð- ið verður upp á í flugstöðinni. Félagið mun þó ekki nota aðstöð- una mikið í sumar vegna þess að Atlanta er ekki með leiguflug hing- að um þessar mundir. Davíð segir að fyrirtækið hafi verið að fjárfesta til að geta tekið að sér þessa þjón- ustu og muni annast innritun far- þega Atlanta þegar félagið hefur aftur flug hingað í haust og leita eftir viðskiptum við tilfallandi leiguvélar sem hingað koma með hópa. Dótturfélag Flugleiða er með á leigu þau tuttugu borð sem fyrir eru í flugstöðinni. Nýju borðin verða í tímaleigu þannig að af- greiðslufyrirtækin greiða leigu fyr- ir þau eftir notkun. Hægt er að tengja nýju borðin kerfi Flugleiða og telur Einar víst að flugfélagið þurfi að leigja viðbótarborðin á álagstímum vegna stöðugrar fjölg- unar flugfarþega. Samkeppni eykst í afgreiðslu flugfarþega Fimm ný innritunar- borð tekin í notkun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Starfsmenn verktaka eru þessa dagana að leggja lokahönd á stækkun innritunaraðstöðunnar í Leifsstöð. Flugstöð Leifs Eiríkssonar BAÐSTOFAN, myndlistarklúbbur frístundamálara í Reykjanesbæ, stendur fyrir yfirlitssýningu á verk- um nemenda nú um helgina. Sýn- ingin verður í Svarta pakkhúsinu. Á sýningunni verða sýndar mynd- ir sem unnar hafa verið í vetur en fjöldi nemenda þetta starfsárið er tuttugu, 18 konur og tveir karl- menn, frá aldrinum 18 til 75 ára. Í vetur hafa nemendur Baðstofunnar hist vikulega og málað saman og á tveggja vikna fresti hafa þeir unnið undir handleiðslu Kristins Pálma- sonar, kennara klúbbsins þetta starfsárið. Má bjóða í myndir Baðstofan hefur starfað í hartnær 30 ár, fyrst undir handleiðslu Er- lings Jónssonar listamanns en fyrsti formaður klúbbsins var Gunnar Dal. Hjördís Árnadóttir, formaður myndlistarklúbbsins, segir að mynd- irnar séu ekki sérstaklega verðlagð- ar en það megi án efa bjóða í þær. „Við höfum aldrei verið með sér- staka sölusýningu á verkum okkar og Baðstofan er meira fyrir fólk sem málar myndir sér til ánægju og til að gefa sínum nánustu. Þó hafa ýmsir nemendur hópsins lagt málara- listina fyrir sig og má nefna Ástu Árnadóttur og Ástu Pálsdóttur í því sambandi. Jafnframt hafa sumir far- ið í frekara listnám og að minnsta kosti fjögur ungmenni sem starfað hafa með Baðstofunni eru nú í myndlistarnámi á Íslandi og Ítalíu.“ Sýning Baðstofunnar verður haldin í Svarta pakkhúsinu, Hafn- argötu 2 í Keflavík, og verður hún opin á milli klukkan 14 og 18, laug- ardag og sunnudag. Morgunblaðið/Golli Nokkrir nemendur Baðstofunnar stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Nemendurnir mála sér til ánægju Reykjanesbær Myndlistarsýning Baðstofunnar SJÖTÍU og fimm nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja við hátíðlega athöfn á sal skólans síðastliðinn laugardag. Vorönn skólans, þeirri 49. í röðinni, var slitið að útskrift lokinni. Af þeim sem brautskráðust voru 53 stúdentar, 20 af starfsnáms- brautum, 11 af iðnbrautum, 2 úr meistaranámi og 1 af vélstjórnar- braut. Auk þess lauk 1 skiptinemi námi frá skólanum. Af útskriftar- nemum komu 38 úr Keflavík, 12 úr Njarðvík, 9 úr Sandgerði, 8 úr Garðinum, 7 úr Grindavík og einn úr Vogum. Konur voru 45 en karlar 30. Fjöldi viðurkenninga Að venju voru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur. Björk Ólafsdóttir fékk viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur í mynd- list, íslensku, frönsku, ensku, dönsku, raungreinum, stærðfræði og sögu. Anna Valborg Guðmunds- dóttir fékk viðurkenningar fyrir ár- angur í ensku, spænsku, dönsku og raungreinum. Anna Albertsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan ár- angur í viðskipta- og hagfræðigrein- um, Birna Valborg Jakobsdóttir fyrir uppeldis- og sálarfræði, Einar Þorgeirsson fyrir ensku og Ólafur Þór Þórðarson fyrir vélstjórnar- greinar. Christine Buchholz fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á sjúkraliðabraut. Þau Anna Al- bertsdóttir, Arngrímur Vilhjálms- son, Björk Ólafsdóttir, Einar Þor- geirsson, Hilma H. Sigurðardóttir og Tryggvi Þór Reynisson fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Auk þess fékk Lynn Browning skiptinemi gjöf frá skól- anum. Sparisjóðurinn í Keflavík veitir útskriftarnemum frá skólanum við- urkenningar vegna góðs námsár- angurs. Að þessu sinni fékk Björk Ólafsdóttir 75.000 kr. námsstyrk fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og viðurkenningar fyrir góðan ár- angur í stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum og íslensku. Andrea Eiríksdóttir hlaut viður- kenningu fyrir góðan árangur í við- skiptagreinum og Anna Valborg Guðmundsdóttir fyrir góðan árang- ur í erlendum tungumálum. Veitt voru verðlaun fyrir málm- suðukeppni sem haldin var á önn- inni en keppnin var nú haldin sjötta árið í röð. Þar varð Eyjólfur Alex- andersson í 1. sæti, Guðni Þ. Frí- mannsson í 2. sæti og Árni Jó- hannsson í því þriðja. Áform um viðbyggingu Í ávarpi til brautskráðra nem- enda lét Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari þess getið að á þessu ári væri haldið upp á 25 ára starfs- afmæli Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Á þessum tíma hafi verið byggt við skólann að minnsta kosti fjórum sinnum og um 2.800 nemendur lokið þar námi. Flestir nemendurnir hafa verið af Suðurnesjum en í vaxandi mæli, meðal annars vegna sérstöðu skólans, hafa nemendur komið frá öðrum landshlutum og nú síðustu árin einnig frá öðrum löndum og öðrum heimsálfum. Skólameistari gat þess að frá og með næsta hausti muni nemendur geta komið með eigin fartölvur í skólann, tengst innra neti hans og þannig notað tölvuna í náminu. Þá fagnaði Ólafur áformum um bygg- ingu nýrrar álmu. Við það muni vinnuaðstaða nemenda og kennara batna til muna og heildarútlit og umhverfi skólans komast í það horf sem hæfi æðstu menntastofnun Suðurnesja. Ljósmynd/Víkurfréttir Rúmlega fimmtíu stúdentar voru brautskráðir frá FS, auk nemenda af iðn- og starfsmenntabrautum. Vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja slitið við hátíðlega athöfn á sal skólans 75 nem- endur braut- skráðir Reykjanesbær SIGURÐUR Ingvarsson var endurkjörinn oddviti Gerða- hrepps á hreppsnefndarfundi í fyrrakvöld. Fulltrúar minni- hlutans greiddu Finnboga Björnssyni atkvæði. Lengi hafa tvö öfl verið að takast á í hreppsmálunum í Garði, H-listi sjálfstæðismanna og annarra framfarasinnaðra kjósenda og I-listi félags óháðra borgara. H-listinn var lengst af með meirihluta og Finnbogi Björnsson var oddviti um árabil. Við síðustu kosningar kom fram nýr framboðslisti, F-listi framfarasinnaðra kjósenda og var hann klofningslisti frá H- listanum. Fékk F-listinn fjóra menn kjörna og hefur haft meirihluta hreppsnefndar á kjörtímabilinu. H-listinn fékk tvo fulltrúa og I-listinn einn. Fjórir gegn þremur Í upphafi kjörtímabilsins stóð fulltrúi I-listans að nefnd- akjöri með meirihlutanum. Við oddvitakjör nú og fyrir ári hafa fulltrúar þessarra framboða sem lengi tókust á um völdin staðið saman við oddvitakjör og fékk Finnbogi Björnsson þrjú atkvæði á móti fjórum atkvæð- um Sigurðar Ingvarssonar oddvita. Ingimundur Þ. Guðna- son, F-lista, var endurkjörinn varaoddviti með fjórum at- kvæðum. Minni- hlutinn stendur saman Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.