Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GATNAMÁLASTJÓRI og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa sent frá sér tillögur um aðgerðir til að minnka neikvæð áhrif svifryksmengunar í and- rúmslofti. Tillögurnar hafa verið kynntar bæði í sam- göngunefnd og umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Meðal þess sem lagt er til er að hugað verði nánar að því hvort steypt slitlög geti dregið úr svif- ryksmengun auk þess sem kannaðir verði möguleikar á að selja sérstök kort er heimili notkun nagladekkja en eftirlit með notkuninni yrði þá meðal annars í höndum borgarstarfs- manna. Einnig er lagt til að rann- sóknir á svifryksmengun verði efldar, meðal annars með auknum loftmælingum. Með tillögunum fylgir greinargerð þar sem fjallað er um eðli svif- ryks, hvernig það er mælt og hversu mikill styrkur þess hafi mælst á undanförnum árum. Teknar verði upp mæl- ingar á fínna svifryki „Það sem við viljum fyrst og fremst gera er að auka rann- sóknir á svifryki,“ segir Sig- urður Skarphéðinsson gatna- málastjóri. Hann segir að í dag fari eingöngu fram mælingar á grófari tegundum svifryks en lagt er til að einnig verði tekn- ar upp mælingar á fínna svif- ryki og niðurstöðurnar kynnt- ar almenningi, meðal annars með aðstoð Netsins. Hann sér fyrir sér að jafnvel yrði hægt að birta spár um svif- ryksmengun. Í greinargerðinni er svifryk skilgreint og skipt í tvo flokka. Fínt svifryk er 2,5 míkrómetr- ar eða minna að stærð en gróft svifryk 2,5 - 10 míkrómetrar. Svifryk er af ýmsum toga og myndast meðal annars af völd- um yfirborðsslits gatna, frjó- korna, ryks frá útblæstri far- artækja og frá hemlakerfum bifreiða. Svifryk getur borist inn í öndunarveg fólks en heil- brigt fólk getur losnað við ryk- agnir sem eru stærri en 5 míkrómetrar og setjast í efri loftveg með því að hnerra eða hósta. Fínasta svifrykið getur hins vegar borist niður í lungu og valdið þar ertingu. Dagskort fyrir utanbæjarmenn Það var umhverfis- og heil- brigðisnefnd sem fól gatna- málastjóra og Heilbrigðiseftir- liti að vinna sameiginlega að úttektinni. Farið var fram á að sérstaklega yrði kannað hvernig hægt væri að draga úr loftmengun vegna umferðar og notkunar nagladekkja. Í tillögunum er lagt til að tekið verði til ítarlegrar skoð- unar að taka upp gjald fyrir heimild til að aka á nagla- dekkjum þann tíma sem notk- un þeirra er leyfð. Bent er á að ýmsir bæir og borgir í Noregi hafi þegar tekið upp slíkt gjald eða stefni að því og er hvatt til samstarfs við þá aðila. Til þess að unnt sé að hafa eftirlit með leyfisveitingum er bent á kannaðir verði mögu- leikar á samstarfi við ná- grannasveitarfélögin auk möguleika á því að starfsmenn sveitarfélaganna geti ásamt lögreglu tekið að sér eftirlit með framkvæmdinni. „Við erum að leggja til að menn velti fyrir sér hvaða lagabreytingar þurfi að gera til að taka gjald af þeim sem aka á nöglum. Menn hafa náð góðum árangri til að mynda í Ósló þar sem notkun nagladekkja hefur á nokkrum árum minnkað úr 50 til 60 prósentum í 20 pró- sent,“ segir Sigurður. Sigurður nefnir að í Noregi séu sérstök árskort sem heim- ili notkun nagladekkja seld á bensínstöðvum. Verð á slíku korti í Noregi sé tíu þúsund ís- lenskar krónur. Utanbæjar- menn sem skreppi í bæinn geti hins vegar keypt skemmri kort sem gilda allt frá nokkrum mánuðum og niður í einn dag. Kortinu er þá komið fyrir í mælaborðinu þannig að það sé sýnilegt í gegnum framrúðu og sérstakir eftirlitsmenn athuga kortin. Þetta sé ekki ósvipað og eftirlit með stöðumæla- gjöldum. „Við erum að benda á þenn- an möguleika sem að öllum lík- indum myndi gagnast hérlend- is,“ segir Sigurður. Hann segir að ef þessi leið yrði farin yrði vetrarþjónusta stóraukin. „Af þessu kæmu til að byrja með tekjur sem yrðu að sjálf- sögðu ekki tekjuaukning fyrir borgina heldur myndu fara í að auka hálkueyðingu og bæta þjónustu.“ Sigurður bendir einnig á fleiri tillögur til úrbóta gegn svifryksmengun. Meðal ann- ars sé hægt að leggja áherslu á uppgræðslu örfoka lands, herða kröfur um hreinsun gatna og tryggja að jarðvegur berist ekki út á þær vegna framkvæmda á aðliggjandi svæðum. Einnig verði að huga að lausagangi bifreiða og draga úr hraðakstri en kann- anir í Noregi sýni að sé dregið úr hraðakstri minnki svif- ryksmengun þótt ekki hafi verið færðar óyggjandi sönnur á orsakasamband þar á milli. Þá er bent á notkun stein- steypu í stað malbiks við gatnagerð. Sigurður tekur fram í þessu sambandi að litlar upplýsingar liggi fyrir um svifryk frá stein- steypu þótt vitað sé að hún slitni síður en malbikið. Þetta sé meðal þess sem kanna verði nánar. „Númer eitt í mínum huga er að auka mælingar og um- ræðu um svifryksmengun og vekja athygli fólks á að þetta sé til án þess að eitthvert fár skapist í kringum það. Þetta er hlutur sem menn telja að til lengri tíma sé óæskilegur og hafi slæm áhrif á heilsu manna en þar erum við að tala um mjög langan tíma,“ segir Sig- urður. Hluti mengunar frá sjáv- arúða og salti á götum Svifryksmælingar hafa ver- ið framkvæmdar af Heilbrigð- iseftirliti Reykjavíkur frá árinu 1990 en mælingarnar hafa meðal annars farið fram við Grensásveg um 50 metrum frá Miklubraut. Mælt er sam- kvæmt svokölluðum sólar- hringsgildum og ársgildum þar sem viðmiðunartími fyrir hverja mælingu er ýmist einn sólarhringur eða eitt ár. Með- altalsgildi er síðan reiknað út frá þessum gildum. Hollustuvernd hefur einnig stundað mælingar á svifryki við Miklatorg. Meðaltalsgildi á svifryksmengun er hærra við Grensásveg en við Miklatorg en fram kemur að svif- ryksmengun á báðum stöðum samkvæmt ársgildum mældist minni á síðastliðnu ári en árið þar á undan. Þá er tekið fram í greinargerðinni að samkvæmt lauslegum athugunum Heil- brigðiseftirlits séu 20 prósent af mældu svifryki kristallað salt sem berst sem sjávarúði og frá saltbornum götum. Enginn hægðarleikur að fylgja tilskipunum Að sögn Lúðvíks Gústafs- sonar sviðstjóra umhverfis- sviðs hjá Heilbrigðiseftirlitinu má ársmeðaltalsgildi ekki fara yfir 40 míkrógrömm á rúm- metra. Ef tekið er saman með- altal áranna 1994 – 2000 er árs- meðaltalsgildi á svifryks- mengun 34 grömm á rúmmetra en stefnir í 38 grömm árið 2005 sé miðað við þróun síðustu ára. Samkvæmt tilskipun Evr- ópusambandsins frá árinu 1999 eiga ársmörkin að vera komin niður í 20 míkrógrömm fyrir 1. janúar 2010. Hins veg- ar er stuðst við svokölluð sólar- hringsgildi sem sýna meðaltal hvers sólarhrings fyrir sig. Í dag er í gildi hér á landi reglugerð um brennisteins- díoxíð og svifryk í andrúms- lofti en hámarksmengun má samkvæmt henni ekki fara upp fyrir 130 míkrógrömm á rúm- metra í 98 prósentum tilvika. Í sjö daga á ári má mengunin fara upp fyrir þessi mörk. Evrópusambandið hefur gefið út tilskipun varðandi sól- arhringsgildi á svifryksmeng- un en samkvæmt henni verður mengunin að vera komin niður fyrir 50 míkrógrömm í 90 pró- sentum tilvika árið 2005 og 98 prósentum tilvika árið 2010. Segir í greinargerðinni að það verði enginn hægðarleikur að fara niður fyrir þessi mörk. Gatnamálastjóri og Heilbrigðiseftirlit gera tillögur um aðgerðir gegn svifryksmengun Steypt slitlög og árs- kort fyrir nagladekk Morgunblaðið/Golli Umferðaraukning og notkun nagladekkja er talin eiga stóran þátt í svifryksmengun í and- rúmslofti. Myndin sýnir mælistöð Hollustuverndar ríkisins við Miklubraut. Reykjavík LEIKSKÓLABÖRN í Hafn- arfirði söfnuðust saman á hátíð leikskólabarna á Víðistaðatúni í gær. Fjórtán leikskólar eru í Hafnarfirði og má því ætla að hátt í eitt þúsund börn hafi verið á svæðinu. Skrúðganga fór frá leik- skólanum Víðivöllum undir fánum leikskólanna og var gengið fylktu liði að Víðista- ðatúni. „Hátíðin tókst mjög vel og við erum alsæl,“ seg- ir Heiðrún Sverrisdóttir, leikskólaráðgjafi hjá skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar. Hún segir að hefð hafi skapast fyrir leikskólahátíð- inni annað hvert ár en að rætt hafi verið um að gera eitthvað annað hitt árið, t.d. halda minni hátíðir, jafnvel hverfisbundnar. Ekki hafi verið tekið ákvörðun um það ennþá. „Við fengum mjög gott veður og sólin skein af og til,“ sagði Heiðrún. „Það var sungið, leikið, grillað og all- ir voru glaðir og kátir.“ Fjölmenni í skrúðgöngu leikskólabarna. Leikið og sungið á Víðistaðatúni Hafnarfjörður KRAMHÚSINU við Skóla- vörðustíg hefur verið veitt áminning af Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur vegna brota gegn banni við trumbuslætti sem sett var á fyrirtækið í febrúar síðastliðnum. Heil- brigðiseftirlitið krefst þess að farið verði eftir banninu en að öðrum kosti verði starfsemi Kramhússins takmörkuð enn frekar. Forsaga málsins er sú að hinn 6. febrúar sendi Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur Kramhúsinu bréf þar sem trommuleikur („afró“) og hvers konar hávaði sem borist gæti í nærliggjandi hús er bannaður þar til fyrirtækið hafi bætt hljóðeinangrun í húsnæði sínu. Í bréfi frá fyrirtækinu til nágrannanna, dagsettu 26. apríl, segir að endurbótum á húsnæðinu sé lokið og Heil- brigðiseftirlitið hafi heimilað að afrókennsla hefjist á ný. Í áminningarbréfi Heil- brigðiseftirlitsins er þessu vísað á bug og er bent á að í bréfi til Kramhússins í byrjun apríl hafi Heilbrigðiseftirlitið einungis lýst því yfir að því þyki áætlun fyrirtækisins um endurbætur álitleg og það fallist fyrir sitt leyti á þá áfangaskiptingu sem tilgreind er í bréfinu. Hins vegar sé banni við trommuleik og há- vaða ekki aflétt. Hljóðmælingar í nærliggjandi íbúð Eftir að Heilbrigðiseftirlit- inu bárust enn á ný kvartanir um hávaða frá trumbuslætti og tónlist í Kramhúsinu fór stofnunin í eftirlitsferð í byrj- un maí þar sem kvartanirnar voru staðfestar. „Er starfs- menn Heilbrigðiseftirlitsins komu á staðinn barst hávær trumbusláttur frá Kramhús- inu. Ennfremur var talsvert ónæði af fólki sem kom út í garð er hlé var gert á tónlist- inni. Þá jókst hávaði gífurlega þegar dyr voru opnaðar með- an á hljóðfæraleik stóð,“ segir í bréfinu. Kemur fram að í hljóðmæl- ingum, sem fóru fram í svefn- herbergi í nærliggjandi íbúð þegar trumbusláttur barst frá Kramhúsinu, hafi jafngildis- hljóðstig mælst á bilinu 36–39 desibel og 41–44 desibel eftir leiðréttingar vegna högg- hljóða. Jafngildishljóðstigið mældist hins vegar 25 desibel á sama stað áður en hljóð- færaleikurinn hófst. Í niðurlagi áminningar- bréfs síns krefst Heilbrigðis- eftirlitið þess að tafarlaust verið farið eftir banninu. Þá segir: „Verði vart við trommuleik eða annan hávaða sem veldur ónæði hjá ná- grönnum verður leitað lið- sinnis lögreglu til að fram- fylgja banninu. Verði fyrirtækið ekki við kröfum Heilbrigðiseftirlitsins mun verða gripið til þess ráðs að takmarka starfsemi Kram- hússins enn frekar.“ Trumbusláttur ónáðar nágranna Miðborg Kramhúsinu veitt áminning vegna brota á banni við hávaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.