Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ HEFUR lengi hvarflað að mér
að skrifa nokkur orð til stuðnings Ís-
lenskri erfðagreiningu, ÍE, og
gagnagrunninum, svona til að rödd
heyrist frá almennum borgara.
Sjálfskipaðir „dómarar“, sérfræð-
ingar og prófessorar hafa verið iðnir
við að finna þessari starfssemi allt
til foráttu. Ein aðalástæða þess að
allt þetta hámenntaða fólk er á móti
ÍE, virðist vera að persónulegt upp-
lýst samþykki eigi að liggja fyrir hjá
sjúklingum!
Það hefur aldrei heyrst né staðið
til að viðkvæmar persónuupplýsing-
ar eigi að fara í grunninn. Upp hefur
komið misskilningur um hvaða upp-
lýsingar eigi að fara í grunninn. 70
ára einstaklingur sagði sig úr
grunninum, að ráði heimilislæknis,
vegna þess að hann vildi ekki að
gamlar hjónabandserjur væru
skráðar þar.
Allir vita, sem starfað hafa á
sjúkrahúsum og öldrunarstofnun-
um, að sjúkraskrár í daglegri notk-
un, eru ekki í læstum hirslum og
ógerningur að hafa eftirlit með þeim
allan sólarhinginn. Vilji einhver ná
sér í sjúkraskrá, eða upplýsingar úr
sjúkraskrá, er það leikur einn, eins
og dæmin hafa sannað. Það veit ég
eftir að hafa sinnt störfum á sjúkra-
stofnunum í tugi ára.
Hvað hafa Íslendingar svo sem að
fela sem má ekki fara inn í gagna-
grunninn? Ýmsar stofnanir, jafnvel
myndbandaleigur og hárgreiðslu-
stofur, hafa upplýsingar um einstak-
linga í okkar tölvuvædda þjóðfélagi,
án heimilda. Ekki hefur verið beðið
um samþykki viðkomanda fyrir því,
aðeins sagt, ,,Ja, við erum með allt
tölvuskráð“ og látið gott heita.
Sá grunur læðist að manni að öf-
und stjórni framkomu og gjörðum
manna í garð ÍE, og þeir aðilar nagi
sig í handarbökin yfir að hafa ekki
hrint þessu verkefni í framkvæmd
sjálfir, löngu fyrr. Er þetta kannski
bara spurning um hver hefur einka-
leyfið.
Hvernig ættu framfarir og þróun
á vísindasviði að verða, ef víðtæk-
ustu rannsóknir fara ekki fram? Við
þekkjum t.d. krabbameinsleitarstöð-
ina og Hjartavernd, sem sinna ýms-
um rannsóknarverkefnum. Auðvitað
er þetta alveg einstakt tækifæri fyr-
ir íslenska þjóð og á eftir að gagnast
henni á ótal vegu um ókomin ár.
Engin könnun hefur verið gerð,
sem yrði eflaust athyglisverð, eða
kosning um þessi mál hjá þjóðinni,
enda á það ekki að þurfa, þetta eru
jú lög. Aftur á móti liggja úrsagn-
areyðublöð frammi á mörgum stöð-
um, t.d. heilsugæslustöðvum og
læknastofum. Vil ég leyfa mér að
koma með þá tillögu að allir stuðn-
ingsmenn ÍE. sendi þangað póstkort
með hvatningar- og stuðningsorð-
um. Það væri í það minnsta stuðn-
ingur við mann sem hefur verið
lagður í þvílíkt einelti, að annað eins
þekkist varla síðan á dögum Einars
Benediktssonar skálds. Það er þó
skondið, þar sem Kári Stefánsson
var kosinn maður ársins stuttu eftir
heimkomu sína.
Styðjum Kára til allra góðra
verka.
ERLA ÓSKARSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur,
Hlégerði 31,
Kópavogi.
Styðjum Íslenska
erfðagreiningu
Frá Erlu Óskarsdóttur:
SÆL Kristín.
Hér er smá tilraun að svari við
framlagi þínu til Velvakanda laugar-
daginn 2. júní. Þar segir þú frá hug-
hrifum þínum við að horfa á forsíðu-
mynd tímaritsins Bleikt og Blátt
sem sýnd var sem auglýsing fyrir
blaðið í Fréttablaðinu 29. maí síðast-
liðinn. Verandi kynsystir þín, verð-
andi móðir og reglulegur lesandi
þeirra þriggja blaða sem mál þitt
varðar fannst mér ég knúin til að
svara. Til að byrja með vil ég bæta
smá upplýsingum um keðjuna sem
umrædd kona hefur um mittið, því
án efa hafa margir lesendur misskil-
ið það orðalag líkt og ég. Um er að
ræða fagran silfurskartgrip en ekki
kúgunartól þeirra sem myndina tóku
eða eitthvað því hliðstætt. Þeirri full-
yrðingu þinni að myndin sé „niður-
lægjandi fyrir konur“ og að hún
„meiði blygðunarkennd“ verð ég því
miður að mótmæla af ýmsum ástæð-
um. Í fyrsta lagi er ekkert á þessari
mynd sem þeir ungu drengir sem þú
nefnir í máli þínu geta ekki séð í
sundlaugum Reykjavíkurborgar eða
í auglýsingabæklingum verslana (til
dæmis Hagkaups) sem sendir eru
heim á sama máta og fréttablaðið
sem um ræðir. Í öðru lagi fagna ég
því að sýnd sé mynd af fögrum kven-
mannslíkama af eðlilegum vexti and-
stætt til dæmis annarri hverri tísku-
auglýsingu sem sýnir drengjum
jafnt sem stúlkum að eðlilegt sé að
vera að minnsta kosti 10 til 15 kílóum
undir kjörþyngd, það sé sko „norm-
ið“.
Myndin er að öllu leyti mjúk og
fögur og sýnir í versta falli um-
hyggjuríkt faðmlag þeim sem ekki
reyna að sjá hana öðruvísi. Get ég
því ekki betur séð en að mynd þessi
hafi að engu leyti neikvæð áhrif á
hina ungu drengi, heldur sé þvert á
móti heilbrigð túlkun á fegurð um-
ræddrar stúlku, jafnt líkama hennar
og andliti. Ég á erfitt með að ímynda
mér að nokkur þeirra geti séð eitt-
hvað klámfengið eða óeðlilegt út úr
henni frekar en öllum þeim undir-
fata- og sundfataauglýsingum sem
prýða síður annarra íslenskra fjöl-
miðla.
BÁRA HALLDÓRSDÓTTIR
Kirkjuteigi 5,
Reykjavík.
Svar til Kristínar vegna
bréfs til Velvakanda
Frá Báru Halldórsdóttur: