Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Herrafataverslun á Norðurlandi Herrafataverslun á Norðurlandi Til sölu er herrafataverslun á Norðurlandi. Verslunin er í leiguhúsnæði, langtímaleigusamn- ingur. Lítill vörulager, góð viðskiptasambönd með umboðum fyrir vönduð og þekkt vörumerki. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Fasteignasölunni ehf. ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur- eyrar samþykkti á síðasta fundi sín- um að óska eftir því við bæjarráð að hafin verði bygging nýrrar stólalyftu í Hlíðarfjalli á árinu í samráði við Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Ráðið bendir á að núverandi stólalyfta sé mjög slitin og því brýnt að hefja und- irbúning og framkvæmdir strax svo þjónustuhlutverk skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli verði ekki í hættu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur verið ákveðið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á veginum upp í Hlíðarfjall, byggja hann upp og leggja bundnu slitlagi á næsta ári. Fjögurra sæta lyfta flytur um 1.800 manns Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, sagði að þetta væru vissulega ánægjulegar fréttir enda væru veg- urinn og stólalyftan á svipuðum aldri, eða um 35 ára, og því kominn tími á endurnýjun. Guðmundur Karl sagði að með til- komu nýrrar fjögurra sæta stóla- lyftu myndi aðstaðan í fjallinu batna til mikilla muna og biðraðir við lyftur minnka mikið. Núverandi stólalyfta er tveggja sæta og flytur um 450 manns á klukkustund en fjögurra sæta lyfta flytur um 1.800 manns á klukkustund. Talið er að heildar- kostnaður við uppkomna lyftu sé um 150 milljónir króna. Guðmundur Karl sagði jafnframt að endurbygging vegarins upp í Hlíðarfjall kæmi til með að breyta allri aðstöðu þar og auka möguleika svæðisins til muna. „Með tilkomu bundins slitlags á veginn mun um- ferð í fjallið aukast mikið og þetta gefur okkur líka möguleika á að nýta svæðið betur allt árið og vera þarna jafnvel með einhverja starfsemi yfir sumartímann,“ sagði Guðmundur Karl. Morgunblaðið/Kristján Stólalyftan í Hlíðarfjalli er orðin 35 ára gömul en nú hillir undir að ný, stærri og fullkomnari stólalyfta leysi hana af hólmi. Breytir allri aðstöðu og eyk- ur möguleika svæðisins Hlíðarfjallsvegur endurbyggður og ÍTA vill nýja stólalyftu ALEXANDER Kárason, Íslands- meistari í snjókrossi 2001, hefur varpað fram þeirri hugmynd að setja upp leika í Hlíðarfjalli að vetrarlagi í líkingu við svonefnda X-Games sem haldnir eru árlega í Vermont, skammt frá Boston. Á þessum leikum er keppt í marg- víslegum jaðaríþróttum og óhefð- bundnum vetraríþróttum. „Það hefur verið vel tekið í þess- ar hugmyndir og ég vona að við getum verið með svona leika í fjall- inu næsta vetur. Þarna yrði um að ræða nýbreytni í starfseminni sem ekki kostar mikla peninga, en gæti opnað mikla möguleika. Leikar af þessu tagi draga yfirleitt að sér fjölda áhorfenda,“ sagði Alexand- er. Auk þess sem keppt yrði í snjó- krossi á vélsleðum nefndi hann einnig keppni á fjallahjólum, skíðakross, þar sem fimm kepp- endur leggja af stað samtímis og renna sér eftir stuttum brautum með stökkpöllum, brettaíþróttir ýmiskonar, stökkkeppnir og eins nefndi hann keppni á Stiga- sleðum. „Það er nægt pláss í Hlíð- arfjalli og að mínu mati væri hið besta mál að hleypa að fleira fólki, sem áhuga hefur fyrir öðrum vetr- aríþróttum en skíðum,“ sagði Al- exander. Hann keppti á X-Games í Banda- ríkjunum á síðasta ári og var hann eini áhugamaðurinn sem þátt tók í leikunum. Hann hefur með Ís- landsmeistaratitlinum nú í vor unnið sér rétt til að taka þátt í næstu leikum sem verða í febrúar á næsta ári. Árangur Alexanders í vetur hef- ur vakið athygli, ekki síst meðal áhugamanna um þessa íþrótt í út- löndum, en nú nýlega kom í ljós að hann hefur keppt mjaðmagrind- arbrotinn mestallt tímabilið. Hann slasaðist á æfingu fyrir mót á Dal- vík, en ekki kom í ljós hvers kyns var fyrr en rétt fyrir síðasta mótið sem haldið var í Ólafsfirði í lok apríl. „Ég skildi ekkert í því hve illa gekk að komast í samt lag, en það var svo ekki fyrr en nýlega sem kom í ljós að ég var brotinn, það var þriggja sentímetra gliðnun á beininu,“ sagði Alexander sem nú hefur gengist undir aðgerð vegna meiðslanna. „Ég var oft sárþjáður, en beit á jaxlinn, ég ætlaði mér að komast í gegnum mótaröðina og það tókst. Þetta er mikil átakaíþrótt og ekki óalgengt að menn séu marðir og hruflaðir, en það verður bara að taka því, þetta fylgir,“ sagði Alex- ander. Hann kvaðst ætla að taka það ró- lega til að byrja með eftir aðgerð- ina, en hefja síðan æfingar af full- um krafti fyrir næsta vetur, m.a. vegna þátttöku sinnar í X-Games í Bandaríkjunum. „Þetta er einn stærsti viðburð- urinn í vetrarsporti í heiminum og útsendingar frá leikunum eru á fjórum sjónvarpsstöðvum í Banda- ríkjunum. Talið er að um 20 millj- ónir áhorfenda í um 180 löndum fylgist með þessum leikum. Íslenski snjómaðurinn Töluvert hefur verið skrifað um Alexander í blöð sem fjalla um vélsleðaíþróttir og hefur hann m.a. fengið viðurnefnið Íslenski snjó- maðurinn. Þá hafa einnig verið tekin við hann viðtöl í sjónvarps- þáttum sem fjalla um þessa íþrótt. Þátttaka hans á mótum erlendis hefur komið honum í kynni við fjölda fólks sem er viðloðandi íþróttina og í vetur hafa komið hópar norður til Akureyrar, m.a. þáttagerðarfólk og framleiðendur sjónvarpsþátta og myndbanda. Nú nýlega voru á ferð framleið- endur Sleednecks og unnu þeir efni á myndband sem tilbúið verð- ur í haust. Þeir lýstu að sögn Alex- anders áhuga á að koma aftur og vinna efni á fleiri myndbönd. Alls tók hann á móti fjórum sjónvarps- hópum í vetur, tveimur frá Banda- ríkjunum og tveimur frá Bretlandi. „Það felast í þessu gríðarlegir möguleikar, en ég hef aðallega verið einn að brasa í þessu, taka á móti fólkinu og setja upp fyrir það dagskrá í samráði við það. Áhug- inn fyrir landinu og vetraríþrótt- um af þessu tagi er mikill og ljóst að margt fólk væri til í að koma og fylgjast með því sem hér er að ger- ast. Ég hef verið að reyna að afla mér stuðnings til að fjölga ferðum þessa fólks hingað að vetrarlagi, en ekki orðið mikið ágengt enn. Það er mikil framtíð í þessu og ég vona að ég finni einhver fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja þetta framtak,“ sagði Alexander. Íslandsmeistarinn Alexander Kárason keppti mjaðmagrindarbrotinn í vetur Morgunblaðið/Rúnar Þór Alexander við sleðann sem hann væntanlega flytur út til Bandaríkjanna næsta vetur til að keppa þar á X-Games. Þarf að virkja áhuga útlendinga á íslenskum vetraríþróttum HIÐ árlega Akureyrarmaraþon verður haldið á morgun, laugardag- inn 9. júní, sem er nokkru fyrr en verið hefur. Hlaupið hefst og endar á Akureyrarvelli og eru þrjár vega- lengdir í boði, hálfmaraþon, eða 21 km, 10 km og 3 km skemmtiskokk. Akureyrarmaraþon er jafnframt Íslandsmeistaramót í hálfmaraþoni og má því búast við að flestir af sterkustu hlaupurum landsins verði á meðal þátttakenda. Einnig hafa að- standendur hlaupsins mikinn áhuga á að ná til almennings og þá ekki síst til unglinga. Hlaupaleiðirnar eru að stærstum hluta innan bæjarmarkanna og þykja einhverjar þær skemmtileg- ustu hérlendis. Nöfn þátttakenda verða í sérstökum potti sem dregið verður úr og á meðal vinninga eru þrír farmiðar með Flugleiðum til Evrópu. Opið verður fyrir skráningu í Ak- ureyrarmaraþon í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag frá kl. 14 og fram eftir kvöldi og á Akureyrarvelli á morgun, laugardag, frá kl. 9-11. Maraþon á morgun Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Pétursson lögreglu- þjónn lét sig ekki muna um að hlaupa 10 kílómetra í Akureyr- armaraþoninu í fyrra, þótt kom- inn sé vel á sextugsaldurinn. Heimasíða www.nett.is/eignakjor HÚS TIL SÖLU Til sölu þetta hús á mjög eftirsótt- um stað við Holtagötu á Akureyri (rétt við sundlaug Akureyrar). Húsið er 92 fm að stærð, hæð 76,7 fm og kjallari 15,3 fm og er til afhendingar nú þegar. Ásett verð er 8,4 milljónir. AÐALFUNDUR NORÐURLANDSDEILDAR SÁÁ verður haldinn fimmtudaginn 14. júní klukkan 18.00 að Glerárgötu 20 e.h. Félagar eru kvattir til að mæta og ræða framtíð deildarinnar. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.