Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ hefur hafið æfingar á barnaleikritinu Blíðfinni, sem byggt er á bókum Þorvalds Þorsteinssonar um samnefnda per- sónu, og er frumsýning áætluð í lok október. Leikstjóri er Harpa Arn- ardóttir en hún skrifar einnig handritið ásamt Þorvaldi Þorsteins- syni. Sagan segir frá Blíðfinni, ungum vængjuðum, blíðlyndum dreng sem misst hefur foreldra sína yfir í heimkynni Orkunnar og býr ásamt nokkrum öðrum verum í litlum garði. Utan garðsins eru ókönnuð lönd og hættuslóðir og þangað hættir hann sér ekki. Hann kynnist dag einn barninu og tekst með þeim mikil vinátta. Sagan um Blíðfinn skiptist í tvennt: fyrra bindi, Ég heiti Blíð- finnur en þú mátt kalla mig Bóbó og síðara bindið, Ert þú Blíðfinnur, ég er með mikilvæg skilaboð. Í hlutverki Blíðfinns er Gunnar Hansson en aðrir leikarar eru Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Erling Jóhannesson, Jón Hjartarson og Katla Margrét Þor- geirsdóttir. Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlist, Snorri Freyr Hilmarsson hannar leikmynd og búninga og Kári Gíslason sér um lýsingu. Blíðfinnur í Borgarleik- húsinu Gunnar Hansson leikur Blíðfinn í fyrirhugaðri sýningu en hér er hann í hópi unglinga sem kynntu sér starfið í Borgarleikhúsinu í gær. LOKATÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Íslands voru glæsi- legir, enda viðfangsefnin sérlega áhugaverð, snilldarverkið sú sjötta eftir Beethoven og eithvert mesta byltingarverk tónlistarsögunn- ar, Vorblót eftir Stravinskíj. Sjötta sinfón- ían eftir Beethoven er lofgjörð til nátt- úrunnar og ein af fegurstu sinfóní- um snillingsins. Það rýrir ekki gildi verksins að það er að nokkru leyti byggt á króatísku þjóðlagi, eins og t.d. upphafsstefið, sem hjá Króötum og Serbum er þekkt und- ir nafninu Reigen (H. Möller, Ed. Schott). Sinfónían var fallega flutt, en nokkuð beint áfram, án þess að dvalið væri við hendingaskil, sem hefði mátt gera í jaðarköflunum og öðrum þættinum, Við lækinn, sem einnig var ívið of hraður. Sveita- ballið, 3. þátturinn og stormkaflinn voru glæsilega leiknir. Eitt og annað í styrkleikajafnvægi hljóð- færa mætti tiltaka, einkum í loka- kaflanum frá takti 101 að 140 í strengjunum, sem fyrst hljómar sem mótstef við klarinettstefið í upphafi kaflans en verður smám saman tilbrigði yfir aðalstefið, sem nær því týndist í hljóman mót- raddanna. Hvað sem þessu líður var flutningur sinfóníunnar skýr- lega mótaður. Lokaverk tónleikanna var Vor- blót eftir Stravinskíj, eitt af stór- verkum tuttugusu aldarinnar og var flutningur þessa verks glæsi- legur og stóð hljómsveitin sig hið besta í erfiðum hrynskiptingum, sem sérstaklega eru erfið í fórn- ardansinum undir lokin. Þrátt fyr- ir glæsilegan leik vantaði að dvelja ögn við einstaka galdrakafla í blæ- mótun. Það voru margir er áttu glæsi- lega leiknar tónlínur, t.d. hornin, klarinettin, fagottin, óbóin, enska hornið og flauturnar og ekki má gleyma slagverkinu, sem lék af miklum krafti, svo að stundum stóð ógn af. Vorblót er eitthvert magnaðasta verk tuttugustu ald- arinnar og þó það sé orðið 87 ára gamalt, er það nýtískulegra og frumlegra en margt það sem nú er verið að gera. Í bland við alls kon- ar tilraunir í blæbrigðum og óm- streitum má heyra skemmtilegar tónhugmyndir og grípandi stef, þannig að í þessu verki er allt. Petri Sakari náði að magna upp óhemju sterkan og áhrifamikinn leik hjá hljómsveitinni og var hann auðsjánlega í essinu sínu, þar sem taktskiptin hjá Stravinskíj voru hvað margbrotnust og var samspil hans við hljómsveitina stórkost- legt. Þessi síðasti konsert Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á starfs- árinu 2000–2001, var einn allsherjar hvellur, einstaklega glæsilegur konsert, enda fögnuðu bæði hljómsveit og áheyrendur Petri Sakari af miklum innileik. Hann á þó nokkuð í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og verður fyrir það ávallt aufúsugestur hér uppi á Fróni. Sakari fagn- að af innileik TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Flutt voru 6. sinfónían eftir Beethoven og Vorblót eftir Stravinskíj Stjórnandi Petri Sakari. Fimmtudagurinn 7. júní, 2001. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Petri Sakari Jón Ásgeirsson Í FYRRA voru tuttugu ár liðin frá því, að fyrstu matvælafræðingar voru brautskráðir frá Háskóla Ís- lands. Af því tilefni var haldið mál- þing um manneldi á nýrri öld, þar sem níu erindi voru flutt. Þau hafa nú verið gefin út á bók. Erindin eru af býsna ólíkum toga, þó að matur komi þar einatt við sögu. Fyrirles- arar voru úr hópi næringarfræð- inga, matvælafræðinga, mannfræð- inga, lækna, sagnfræðinga, hagfræðinga og landfræðinga. Í formála að bókinni er yfirlit yfir efni hennar. Þar kemur fram, að fjallað er um nýjungar við vinnslu og geymslu matvæla, aðferðir við geymslu matar fyrr á öldum og ljósi er varpað á brýn úrlausnarefni, annars vegar vegna matarskorts í þróunarlöndum og hins vegar sök- um offitufaraldurs á Vesturlöndum. Sagt er frá því, hvernig samfélög, sem hætt er við fæðuskorti, hafa lagað sig að staðháttum og reifuð eru tengsl búsetu og borðhalds. Síð- an er leitast við að svara áleitnum spurningum um erfðabreytt mat- væli, fæðubótarefni og svo kallað markfæði, en með því er átt við matvæli, sem kunna að efla heilsu fólks framar en venjulegt fæði. Þá er greint frá athugun á verðmynd- un á matvælum og loks má nefna, að norskur næringarfræðingur gerði að umtalsefni hinn mikla áhuga á fræðigreininni um víða ver- öld og kynnti stuttlega helztu við- fangsefni í næringarfræði í Noregi. Það fer ekki á milli mála, að mik- ill áhugi er á öllu matarkyns hér á landi. Það er varla gefinn út svo aumur snepill, að þar megi ekki finna ýmis ráð og uppskriftir að til- búningi æts bita, og varla þarf að minna fólk á æðið kringum heilsu- og fæðubótarefni, sem hefur gripið hluta þjóðar. Á hinn bóginn bendir margt til þess, að þekking á mat, matvælavinnslu og næringarfræði risti ekki ýkja djúpt eða mikils tóm- lætis gæti meðal fólks um mikil- vægi hollrar fæðu. Til skamms tíma átti þetta jafnt við um framleið- endur matvara og neytendur. Hinir fyrrnefndu hafa nú tekið sig á, og er það ekki sízt að þakka því, að matvælafræðingar hafa haft þar hönd í bagga. Margir neytendur eru enn því miður um of kærulausir um fæðu sína, einkum fólk á milli tektar og tvítugs. Tæpast verður því haldið fram, að vannæring hrjái menn hér á landi, en ástæða er til að hafa áhyggjur af einhæfu fæði. Það er þess vegna full þörf á því að fræða fólk um þessa hluti og ekki sízt í ljósi þeirrar staðreyndar, sem kom fram í máli fyrirlesarans frá Noregi, að koma má í veg fyrir sjúkdóma á fullorðinsárum með réttu mataræði snemma á lífsleið- inni. Þetta litla kver, sem hér er til umfjöllunar, lætur ekki mikið yfir sér, en er eigi að síður hin fróðleg- asta lesning fyrir margra hluta sak- ir. Ekki er hlaupið að því að gera upp á milli greinanna, því að hvert erindið er öðru fróðlegra og spanna þau vítt svið. Ótrúlega margt hefur verið að gerast innan matvælafræði undanfarin ár. Fyrir þá, sem eru ekki í beinum tengslum við grein- ina, er afar gagnlegt að öðlast yf- irlit yfir merkustu framfarir til dæmis í meðhöndlun hráefnis, vinnslu þess og pökkun. Sem dæmi má nefna nýjustu gerð umbúða, sem gleypa í sig súrefni og koma þannig í veg fyrir þránun og hefta vöxt örvera. Þarna má líka fræðast um geislun matvæla, en ótti grípur marga, þegar þeir heyra á það minnzt og rugla því saman við ör- bylgjuhitun, sem er mjög vel út- skýrð í ritinu, enda ekki vanþörf á. Þá er ekki síður þörf á hlut- lausum upplýsingum um erfða- breytt matvæli og öll þau kynstur af fæðubótarefnum, sem flæða inn í landið. Fram kemur, að 60–70% af öllum unnum matvælum í Banda- ríkjunum eru að líkindum af erfða- breyttum lífverum og því er mjög líklegt, að þau séu í verulegum mæli hér á landi einnig án þess að menn geri sér grein fyrir því, vegna þess að engar reglur gilda um sér- merkingar á þeim. Og þeir, sem hafa ánetjast fæðubótarefnum, verða að gera sér grein fyrir því, að þau eru hvorki matur né lyf. Því miður hefur mörgum neytendum verið beint inn á vafasamar brautir í fæðuvali í nafni óljósra heilsufull- yrðinga. Hinum fjölmörgu, sem glíma við offitu, er ráðlegast að kynna sér undirstöðuatriði rétts mataræðis í stað þess að láta ginn- ast af einskis nýtum ráðum pretta- lóma, sem græða stórfé á örvænt- ingarbaráttu manna við fitusöfnun. Þar sem offita er mjög flókið fyr- irbrigði er ekki hægt að búast við því, að lækning sé auðveld eða ein- föld. Í þessu sem flestu öðru er þýðingarmest í baráttu við offitu að efla forvarnir. Einnig er fjallað um mataræði og matvæli í tveimur þjóðlöndum og sagt frá verklagi við geymslu á mat hér að fornu. Þrátt fyrir alla nýj- ustu tækni eru þessar gömlu að- ferðir enn í fullu gildi; þær hafa reynzt vel og gefa matnum oft eft- irsóknarverða eiginleika og bragð, eins og súrsun, reyking, söltun og þurrkun. Greint er frá, að það sé lítið þekkt, að matvæli hafi verið grafin í jörð, nema hvannarót. Ekki má gleyma þó því, að kartöflur voru oft grafnar í jörð og voru útbúnar sérstakar gryfjur á milli valla, eins og sagt var. Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður stúdentum, en víst er, að margir aðrir geta haft af honum bæði gagn og gaman. Efnið er sett fram yfirleitt á greinargóðan hátt og hverjum auðskilið. Að sönnu verða ekki miklar athugasemdir gerðar við efni kversins, frágangur er góður og prentvillur fáar eins og vera ber. Helzt hefði mátt vanda betur þýðingu á fyrirlestri Norð- mannsins. Í fáum orðum sagt er hér á ferð fræðandi bæklingur, sem öll- um er hollt að lesa. Af mörgu skal mat hafa BÆKUR N á t t ú r u f r æ ð i r i t Ritstjórar: Inga Þórsdóttir og Björn Sigurður Gunnarsson. 118 bls. Útgefendur eru Rann- sóknastofa í næringarfræði og Há- skólaútgáfan. Reykjavík 2000. MANNELDI Á NÝRRI ÖLD Ágúst H. Bjarnason Í TÚNFÆTINUM er yfirskrift Menningarvöku í Hátúni sem hefst á morgun, laugardag. Þar mun fólk sem býr í Hátúni 10, 12 og 14 koma list sinni á framfæri og kynna starf- semina. Þar má nefna myndlist, leiklist, tónlist og bókmenntir og einnig eru námi, vinnu, íþróttum og leikjum gerð skil. Dagskrána, sem fer að mestu leyti fram utandyra, er að finna á Netinu, www.sjalfsbjorg- .is, undir menningarvika en einnig er hægt að nálgast hana í Hátúni. Um helgina verða ýmsar upp- ákomur og skemmtiatriði á milli kl. 13–17. Á laugardag kl. 14 kemur Götuleikhúsið og leiktæki fyrir börnin verða báða dagana úti við. Lokaatriði helgarinnar verður á sunnudag kl. 16 og verður það gospelfjöldasöngur undir stjórn Þorvalds Halldórssonar og Mar- grétar Scheving og þar mun Karl Sigurbjörnsson biskup flytja hug- vekju. Mánudagurinn 11. júní er dagur Hátúns 10 og verður tekið á móti gestum á milli kl. 10–16 þann dag. Opið hús verður á starfsstöðunum, kaffiveitingar og útigrill ef veður leyfir. Þriðjudaginn 13. júní er Íþrótta- húsið í Hátúni 14 opið frá kl. 17. Þar verða íþróttir fatlaðra kynntar og síðan verður farið í ratleik. Allir geta tekið þátt og er þátttakendum skipað í hópa. Miðvikudagurinn er svo dagur Hátúns 12. Þá verður grillað við harmonikuundirleik. Síðan verður dagskrá í Dagvistinni frá kl. 13. Tónstofa Valgerðar verður með op- ið hús á milli kl. 14–16. Um kvöldið verður svo kaffileikhús í Halanum kl. 20 þar sem flutt verða ljóð og ör- leikrit. Menningarvikunni lýkur fimmtu- daginn 14. júní með dansleik í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu og mun verndari vikunnar, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, ávarpa gesti. Menningar- vika í Hátúni ÓSKAR Bergmann Albertsson opnar sýningu á pennateikningum í Hinu húsinu, Gallerí Geysi, á morgun, laugardag, kl. 16. Við opnunina verður lesið úr nýút- kominni ljóðabók Óskars. Hún hefur að geyma sjö ljóð sem eiga að sýna þann tíðaranda sem Ósk- ar hefur lifað í og þá trú sem hann hefur á mannfólkinu. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17 og stendur til 23. júní. Pennateikningar í Hinu húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.