Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 13 Hátíðarkvöldverður til heiðurs Hjalta Gestssyni í tilefni af 85 ára afmæli hans þann 10. júní n.k. að Hótel Selfossi Vinir og velunnarar Hjalta Gestssonar fyrrum fram- kvæmdastjóra og búfjárræktarráðunautar Búnaðar- sambands Suðurlands hafa ákveðið að halda honum hóf á 85 ára afmælisdegi hans þann 10. júní að Hótel Selfossi. Samkoman hefst kl. 19.30 með fordrykk. Páll Lýðs- son flytur erindi sem hann nefnir „Hjalti Gestsson og sunnlenskir bændur“. Verð fyrir þriggja rétta hátíðar- kvöldverð er kr. 2500. Öllum þeim sem vilja heiðra Hjalta Gestsson er boðið að taka þátt í þessari samkomu og láta skrá sig á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands í síma 482 1611 í síðasta lagi 8. júní. Búnaðarsamband Suðurlands Austurvegi 1, 800 Selfoss, sími 482 1611 ÖLVUNARAKSTUR ungs fólks er algengari á sumrin en á öðrum árs- tíma og þá eiga einnig flestar nauðganir sér stað. Þetta kom fram á fundi sem ýmsir aðilar er koma að vímuefnavörnum stóðu að í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Þar voru kynntar tölur frá Umferðarráði og Neyðarmóttök- unni sem sýna hve margir áttu um sárt að binda eftir síðasta sumar vegna tilfella sem hægt er að rekja til áfengisneyslu. „Sumarið býður upp á ýmis æv- intýri sem við viljum öll að endi vel og þar tel ég að stuðningur heima fyrir skipti mestu,“ sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir í ávarpi sínu á fundinum. „Það er áhyggju- efni hve áfengis- og vímuefna- neysla fer almennt vaxandi hér á landi, jafnvel hefur verið talað um faraldur í þessum efnum. Hafa ber í huga þau vandamál sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu eins og kynlífsreynslu ýmiss konar, slags- mál, slys, rán og sjálfsvíg.“ Þolendur nauðgana áfeng- isdauðir í 30% tilvika Flestar nauðganir eiga sér stað í ágúst og næstflestar í júlí að sögn Katrínar Pálsdóttur hjúkrunar- fræðings en hún kynnti tölur frá Neyðarmóttöku vegna nauðgunar- mála. „Í yfir 30% nauðgana er þol- andi í áfengisdauða og í langflest- um tilfellum verða nauðganir heima hjá geranda eða þolanda og yfirleitt þekkjast þeir. Við höfum miklar áhyggjur af þeirri þróun að talið sé eðlilegt og ekkert tiltöku- mál að drekka svo mikið að mann- eskjan deyi áfengisdauða eða fari í óminnisástand. Við viljum eindreg- ið koma þeim skilaboðum á fram- færi að fólk gæti þess að drekka sig ekki ofurölvi.“ Hún segir mjög algengt að nauðganir eigi sér stað í partíum í heimahúsum en næstalgengasti staðurinn sé á víðavangi, oft í húsa- sundum á bakvið skemmtistaði og á útihátíðum. Langstærsti hópur- inn sem leitar til Neyðarmóttök- unnar er á aldrinum 15–25 ára en annars er aldursdreifingin allt frá 12–78 ára. Í 80% tilfella eru þol- endur nauðgana konur. Hópnauðganir færst mjög í vöxt Síðustu ár hafa um 100 mál að meðaltali komið til Neyðarmóttök- unnar en það sem af er þessu ári eru málin orðin 30. Katrín segir hópnauðganir hafa færst mjög í vöxt á síðastliðnum árum. „Af 97 málum sem komu til okkar árið 2000 voru fleiri en einn gerandi í 10 málum. Af þeim 30 málum sem komið hafa til okkar á þessu ári er um hópnauðganir að ræða í 8 til- fellum. Þetta er mjög ískyggileg þróun sem við teljum að megi rekja til klámvæðingarinnar í þjóðfélag- inu, nektardansstaða og vændis sem þeim fylgir. Skilaboðin eru að það sé ekkert athugavert við að skilja að sál og líkama í kynlífi. Sá hugsunarháttur virðist ýta undir þá hugmynd að í lagi sé að nota fórnarlambið á þennan hátt.“ Tvö banaslys tengd ölvun ungs fólks Síðasta sumar létust fimm ung- menni í tveimur umferðarslysum þar sem ölvun kom við sögu, að sögn Óla H. Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs, sem kynnti tölur um umferðarslys tengd ölvun ungs fólks frá sumrinu 2000. Þá urðu þrjú önnur slys sem tengdust ölvunarakstri og í þeim slösuðust allir ökumennirnir, þar af tveir alvarlega en einn minna. Tveir farþegar slösuðust, annar mikið en hinn minna. „Öll þessi slys tengjast því meira og minna að verið var að skemmta sér og skemmtunin endaði með þessum slysum. Það er gjörsam- lega óviðunandi að svona lagað gerist.“ Áfengis- og vímuefnaneysla loðir við popparaímyndina Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Heiðar Örn Stefánsson frá Jafn- ingjafræðslunni kynntu starfsemi hennar í sumar. „Verið er að þjálfa 15 manna hóp fólks sem mun fara í vinnuskóla og ræða við unglinga í 9. og 10. bekk um vímuefni. Við töl- um við unglingana í litlum hópum og leitumst við að svara spurning- um sem þau kunna að hafa.“ Þau segja mikilvægt að gera ung- lingana tilbúna til að standast hóp- þrýsting. „Flestir unglingar eiga einhvern tímann eftir að vera í partíi þar sem verið er að nota áfengi og eit- urlyf og við viljum benda þeim á hve mikilvægt er að vera búin að ákveða hvað þau ætla að gera þeg- ar þau verða í þeim sporum.“ Jafningjafræðslan starfrækir ferðaskrifstofu sem ber nafnið Flakkferðir en hún býður upp á innan- og utanlandsferðir fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára í sumar. „Innanlandsferðirnar verða á laug- ardögum í allt sumar og þar verður m.a. farið í fallhlífarstökk og ka- jaksiglingar en í utanlandsferðun- um verður m.a. farið á Interrail og í sólarlandaferðir. Í þessum ferð- um er skilyrði að engin vímuefni séu notuð.“ Jón Jósep Snæbjörnsson, söngv- ari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, kynnti þá stefnu hljómsveit- arinnar að vera góð fyrirmynd fyr- ir unglinga t.d. með því að vera vímulausir þegar þeir spila á böll- um. „Áfengis- og vímuefnaneysla hefur lengi loðað við popparaí- myndina en við erum hins vegar reynslulausir í þeim efnum og telj- um það hið besta mál.“ Fleiri nauðganir og aukinn ölvunarakstur á sumrin „Viljum að ævintýri sumarsins endi vel“ Morgunblaðið/Arnaldur Heiðar Örn Stefánsson og Sylvía Kristín Ólafsdóttir kynntu starfsemi Jafningjafræðslunnar í sumar. HUGMYNDIR um kynbundin ein- kenni í tengslum við foreldrahlutverkið, stjórnunar- hæfileika, tilfinninganæmi og áhuga á kynlífi eru enn ríkjandi meðal landsmanna en þessir þættir eru meðal þess sem mælt er í nýj- um þjóðarpúlsi Gallup. Markmiðið með könnuninni var að skoða hvort jafnréttislög og ný- leg lög um fæðingarorlof hafi haft áhrif á hugmyndir landsmanna um hlutverk og einkenni kynjanna. Um 33% svarenda í könnuninni telja konur hæfari foreldra en karla og athygli vekur að karlar virðast bera minna traust til sín sem foreldra en konur, því um 40% þeirra telja að konur séu hæfari foreldrar en karlar. Lítill munur reyndist á skoðun- um fólks um hvort annað kynið sé hæfara til að sinna stjórnunarstöð- um. Um 15% þátttakenda telja karla hæfari stjórnendur en konur en tæp 26% aðspurðra töldu konur hæfari en karla. Landsmenn virðast telja að kon- ur séu tilfinninganæmari en karlar eða um 70% þeirra sem þátt tóku í könnuninni. Karlar álíta að konur séu tilfinninganæmari en þær gera sjálfar og mikill meirihluti svar- enda, eða 86%, telja að karlar beri vandamál sín síður á torg en konur. Um 40% þátttakenda telur karla áhugasamari um kynlíf en konur, en yngsti hópurinn er þessu síst sammála. Þeirrar tilhneigingar gætir reyndar hvað flesta þættina varðar, svo virðist sem yngra fólk aðhyllist síður hugmyndir um kyn- bundin mun í þeim þáttum sem könnunin tók til. Þetta gildir þó ekki um afstöðu fólks til þess hvort konur séu konum verstar en rúm 50% svarenda telur að svo sé. Í þessum hópi er ungt fólk fjölmenn- ara en þeir sem eldri eru og konur virðast frekar á þessari skoðun en karlar. Þjóðarpúls Gallup Hugmyndir um kynbund- in einkenni enn við lýði FORSVARSMENN Ríkisútvarps- ins og Íslenskrar getspár und- irrituðu 7. júní sl. samning um sýningar á útdrætti Lottósins og Víkingalottósins í Sjónvarpinu. Útsendingarnar verða fram- vegis á miðvikudögum kl. 18.54 og á laugardögum á sama tíma. Eins og kunnugt er færði Ís- lensk getspá þessar útsendingar yfir á Stöð 2 og Sýn fyrir nokkru. Bjarni Guðmundsson, frkvstj. Sjónvarpsins, Vífill Oddsson, stjórnarfor- maður Íslenskrar getspár, Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Berg- sveinn Sampsted, frkvstj. Íslenskrar getspár og Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, undirrita samninginn. Lottóið aftur til RÚV HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat utanríkisráðherra- fund Eystrasaltsráðsins í Ham- borg í Þýskalandi fimmtudaginn 7. júní sl., en Þjóðverjar gegna for- mennsku í Eystrasaltsráðinu í ár. Á fundinum var einkum rætt um svæðasamstarf í Norður-Evrópu, hina norðlægu vídd Evrópusam- bandsins og samstarf milli land- anna á svæðinu. Við lok fundarins undirrituðu ráðherrarnir samkomulag um miðlun geislunarupplýsinga milli landanna. Í ræðu Halldórs Ásgrímssonar kom fram mikilvægi svæðasam- taka í Norður-Evrópu og hinnar norðlægu víddar Evrópusam- bandsins. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að samræma þyrfti verk- efni og auka samvinnu svæðastofn- ana um málefni norðlægu vídd- arinnar, og sagði mikla möguleika á beinu samstarfi fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarstjórna og fleiri aðila á svæðinu. Í því sam- hengi gat utanríkisráðherra þess að Norðurlandasamstarfið hefði rutt brautina fyrir aukið samstarf ríkja við Eystrasalt, segir í frétta- tilkynningu. Utanríkisráðherrarnir áttu óformlegan fund í hádeginu þar sem aðallega var rætt um málefni Mið-Austurlanda, en Joschka Fisc- her, utanríkisráðherra Þýskalands, er nýkominn frá Ísrael og Palest- ínu þar sem hann leitaðist við að koma á sáttum milli stríðandi fylk- inga. Yfirlýsingu fundarins er að finna á heimasíðu Eystrasaltsráðsins á slóðinni www.baltinfo.org Undirrituðu samkomu- lag um miðlun geislunarupplýsinga LANDSTJÓRI Kanada, frú Adr- ienne Clarkson, er væntanleg í einkaheimsókn til Íslands sem gest- ur Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta Íslands. Landstjórinn kemur til landsins ásamt föruneyti laugardaginn 9. júní og heldur af landi brott áleiðis til Kanada sunnudaginn 10. júní. Með landstjóranum í för verður eigin- maður hennar, John Ralston Saul rithöfundur. Landstjóri Kanada á Íslandi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.