Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 67 ALMENNUR DANSLEIKUR með Geirmundi Valtýssyni í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld föstudagskvöldið 8. júní Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! Laugavegi 68, sími 551 7015 Opið til kl. 17 laugardag KS S E L E C T I O N BURBERRY L O N D O N S A N D R A P A B S T Ný sending Dragtir, kjólar o.fl. þessu á, og þá með mjög ötulu starfi. Þetta rennur saman við menningu og þarfir þjóðfélagsins – það er grundvöllurinn að svona listaskólum. Þeir verða að vaxa úr grasrótinni og koma af okkar hvötum. Íslenskur listdans verður ekki til fyrr en Íslendingar fara að semja dansana – og kenna þá!“ Að sögn Báru stendur svo ým- islegt til á þessum tímamótum. „Það á að reyna að útvíkka þetta svolítið. Úthverfi Reykja- víkur hafa stækkað og borgin er orðin svo breytt. Næsta vetur á að reyna að mæta þörfum krakka í grunn- og framhaldsskólum og fara út í hverfin. Láta unga fólk- ið dansa.“ Hugsjónir Bára segir hreyfinguna sem fylgir dansinum vera unga fólk- inu ómetanleg. Í leiðinni læri það svo skemmtilega listgrein og fái innsýn í sköpun. Enn sem fyrr er kynskiptingin þó óhagstæð karl- peningnum. „Það á nú að reyna að stíga skref til að breyta því,“ segir Bára. „Og þetta mun breytast hér eins og í löndunum í kringum okkur. Við þurfum bara að nota sóknarfærið þar sem unga fólkið er mjög opið fyrir dansinum. Nýta þennan meðbyr; t.d. eru samkvæmisdansar komnir inn í grunnskólakerfið. Það mun gera mikið að börn kynnist dansi strax og hann sé ekki bara fyrir stelp- ur, þetta sé jafn eðlilegt fyrir stráka.“ Og Bára er hugsjónamann- eskja, á því er ekki vafi. Ánægð með starfsemi skólans og sann- færð um að tilvera hans hefur leitt gott af sér fyrir samfélagið. „Það eina sem fer í taugarnar á mér er að fólk sé alltaf að telja þessi ár. Ég er rétt að byrja og á a.m.k. eftir önnur 35 ár miðað við allt sem ég þarf að gera. Þessi 35 ár hafa verið mjög fljót að líða.“ SKÓLINN fagnaði 35 ára afmæli sínu með veglegri sýningu í Borgarleikhúsinu 1. maí síðastlið- inn. Þetta var fjölmennasta nem- endasýning skólans frá upphafi en um 400 manns tóku þátt í henni. Skólinn var stofnaður formlega árið 1967 í Suðurveri við Kringlumýrarbraut og hefur vaxið að styrk og stærð allar göt- ur síðan. Innan skólans var unnið mikið brautryðjendastarf fyrir djassballett hérlendis, en framan af gekk trauðlega að fá þetta form viðurkennt til jafns við þær dansgreinar sem fyrir voru. Í dag er skólinn aðili að Dansráði Ís- lands og Félagi íslenskra list- dansara og eru nemendur sem kennarar útskrifaðir þaðan ár hvert. Frjálst form „Þetta varð nú meira svona þróun en að það hafi ætíð verið bjargfastur ásetningur að stofna skóla,“ segir Bára mér, þar sem hún situr í rúmgóðri skrifstofu sinni. Hún vindur sér því næst í að útskýra um hvað skólinn snýst, þ.e. sjálfan djassballettinn. „Þetta er listdans með frjálsara tjáningarformi en klassískur list- dans sem er okkar elsta form og þróaðasta. Þar er búið að ná ákveðinni hæð sem verður ekki toppuð – það form er eiginlega komið út að enda og verður vart betrumbætt úr þessu. Í frjálsa listdansinum hefur þú meira rými. Þú getur búið til spor og hreyfingar sem hafa aldrei sést áður. Það er nærri því óhugsandi í klassískum ballett þar sem allt byggist á hefðum.“ Bára segir skólann vera ungan af listaskóla að vera. „Það tekur ekki minna en mannsævi að koma Lífsdans Báru JSB 35 ára arnart@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Bára Magnúsdóttir hefur staðið við stjórnvölinn í JSB í 35 ár. Morgunblaðið/Jón SvavarssonBára ásamt starfsmönnum. Jassballettskóli Báru, eða JSB, átti 35 ára afmæli á dögunum. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við Báru Magnús- dóttur af því tilefni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá Nemendasýningu JSB í Borgarleikhúsinu 1. maí 2001. Upptekinn (Held-up) G a m a n m y n d Leikstjóri: Steve Rash. Aðal- hlutverk: Jamie Foxx, Nia Long. Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. UNGUR blökkumaður á uppleið flækist inn í rán á bensínstöð dýpst í Suðurríkjunum, sem vit- anlega eru ekki kjörlendur blökku- manna. Myndin fellur sem sagt í flokk þeirra gaman- mynda sem kenna má við þorsk á þurru landi. Sögu- þráðurinn er í hæsta máta skrykkjóttur og velflestur vand- ræðahátturinn, sem á að vekja hlátur, fellur kylli- flatur og ekki nýtur myndin góðs af leikaraliðinu, sem virðist mest- allt hafa verið fengið á skransölu einhvers staðar í útjaðri Holly- wood. Þessa ber að varast nema í áberandi myndbandaþurrki. MYNDBÖND Á röngum stað á röngum tíma Heiða Jóhannsdótt ir Hr. Slysagildra (Mr. Accident) S p e n n u m y n d Leikstjóri: Yahoo Serious. Aðalhlutverk Yahoo Serious, Helen Dallimore. Ástralía/Bandaríkin, 2000. Góðar stundir. 90 mín. Öllum leyfð. MAÐUR hefur varla tölu yfir alla þá ungu karlgamanleikara sem eru að reyna að hasla sér völl með því að skapa gamanpersónur sem eru nokkurs konar erki- aular. Ég hélt t.d. við fyrstu sýn að höfundur og leikari í þessari fremur slöppu áströlsku gamanmynd væri sá hinn sami og gengur undir nafninu Gul- rótarhaus og lék í mjög leiðinlegri gamanmynd á dögunum. Þegar nánar er að gáð er hér um að ræða einn vinsælasta gamanleikara Ástr- ala og sló umrædd gamanmynd í gegn þar í landi. Ég get engan veg- inn séð hvað andfætlingar okkar sáu við myndina sem byggist á mjög dæmigerðu og ófrumlegu spennuplotti, þar sem aðalsöguhetj- an, sem er klaufi og auli hinn mesti, vinnur ástir brjóstgóðrar ljósku í lokin. Eitt og annað sýnir þó fram á örlítinn metnað hjá Yahoo Serious. Skarphéðinn Guðmundsson Aulahúmor í Ástralíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.