Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                     HEIMILISSÝNING verður haldin í Laugardalshöll í haust, nánar tiltek- ið dagana 30. ágúst til 4. september. Búist er við að yfir 100 fyrirtæki muni kynna þjónustu sína á sýning- unni og að 30–50 þúsund manns muni leggja leið sína á hana. Mark- mið sýningarinnar er að veita upp- lýsingar um vörur, þjónustu og nýj- ungar tengdar heimilishaldi. Þetta verður fyrsta sýning þessarar teg- undar frá því að heimilissýningar voru haldnar hér með reglulegu millibili á 8. og 9. áratugnum en sýn- ingin nú verður með nýjum og breyttum áherslum. Aðstandendur sýningarinnar benda á að samhliða breyttu þjóð- félags- og efnahagsástandi hafi heimilið og fjölskyldan einnig tekið breytingum. Á hverju ári flytja um og yfir 60.000 manns búferlum á Ís- landi og talið er að 20.000 til viðbótar kjósi að breyta og bæta heimili sín. Samkvæmt neyslukönnun Gallup búa nú tæp 70% þjóðarinnar í eigin húsnæði og æ færri kjósa að búa í leiguhúsnæði. Um 46% landsmanna búa í einbýlishúsum en einnig hefur færst í vöxt að fólk búi í stórum fjöl- býlishúsum og búa 20% þjóðarinnar í slíku húsnæði. Unnur Steinsson, einn af forsvars- mönnum sýningarinnar, bendir á að nútímafjölskyldan kjósi að búa í færri fermetrum en leggi meiri áherslu á þægilegt og notalegt um- hverfi. Þá hafi gott efnahagsástand undanfarin ár haft sitt að segja. „Vaxandi velmegun hefur skilað sér í því að fólk leggur meiri áherslu á lífs- gæði en nokkru sinni fyrr og sést það meðal annars á kauphegðun í mat og drykk, innréttingum, húsbúnaði og ekki síst á íbúðarhúsnæði.“ Unnur segir ljóst að Íslendingar geri miklar kröfur um þægindi og tækni á heimilum, þetta megi til dæmis ráða af þeim staðreyndum að á 10% íslenskra heimila er að finna rafknúna espresso-vél og 70% heim- ila eru nettengd. Heimilissýningin endurvakin Laugardalur Morgunblaðið/Sigurður Jökull Unnur Steinsson, önnur frá hægri, kynnir fyrirhugaða heimilissýningu ásamt öðrum aðstandendum hennar. DRÖG að nýju deiliskipulagi fyrir skóla- og íþróttasvæði við Varmá verða á næstunni kynnt hagsmunaaðilum. Að sögn Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns skipu- lags- og bygginganefndar, verða ekki gerðar stórvægileg- ar breytingar á íþrótta- og skólamannvirkjum en svæðið sem deiliskipulagið nær til er mun stærra en núverandi skipulag nær yfir. Helstu breytingarnar eru að sögn Eyjólfs þær að tjaldsvæði við íþróttahús verður tekið undir aðra notkun en þar er fyrir- hugað að reisa leiktækja- og útvistarsvæði fyrir börn og fullorðna. Núverandi tjald- svæði verður fært úr stað og fundinn staður hinum megin við Varmá. Þá verður reist þjónustuhús fyrir nýja tjald- svæðið og hugmyndir eru uppi um að afmarka svæði fyrir húsbíla sem tengt verður við svæðið. Ráðgert er að reisa smáhýsi á sömu slóðum sem verða leigð út fyrir ferðamenn og þá er meðal annars stefnt að því að leggja nýjan grasvöll undir íþróttaiðkun og gert ráð fyrir mögulegri stækkun á stúku. Tjaldstæði of áberandi frá götu Í greinargerð sem fjallar um skipulag svæðisins segir að töluverðar breytingar hafi átt sér stað á því svæði sem deili- skipulagið nær yfir og sé það einkum vegna framkvæmda við skólann og íþróttamiðstöð- ina. Mörg smáatriði séu hins vegar ófrágengin innan skipu- lagssvæðisins og vert sé að ljúka þeim hið fyrsta. Lagt er til að tjaldstæðið verði fært yf- ir Varmá skammt frá Ullar- nesbrekku. Þykir staðsetning þess í dag vera of nálægt Vest- urlandsvegi og umferðarhá- vaði mikill. Þá þykir aðstaðan vera of áberandi frá götunni en með aukinni skógrækt muni nýja svæðið verða betur varið og ekki eins sýnilegt frá götu. Gert er ráð fyrir ellefu smá- hýsum fyrir ferðaþjónustu í Ullarnesbrekku. Verða þau staðsett þannig að hægt sé að hafa umsjón með rekstri þeirra samhliða rekstri tjald- stæðisins. Þjónustuhús fyrir snyrtingar- og þvottaaðstöðu verður byggt norðan við Varmá. Lóð undir nýja sundlaug Þá er lagt til að boltavöllur rísi meðfram gamla íþrótta- húsinu. Stefnt er að því að byggt verði framhús við íþróttamiðstöðina. Um er að ræða allt að tveggja hæða byggingu með anddyri á jarð- hæð og félagsaðstöðu á efri hæð. Þá hefur svæði undir nýja sundlaug verið tekið frá meðfram núverandi sundlaug. Einnig er gert ráð fyrir tölu- verðri aukningu á bílastæðum og samnýtingu bílastæða, meðal annars við íþróttahúsið, barnaskólann og gagnfræða- skólann. Drög að nýju deiliskipulagi við Varmá Reisa á smá- hýsi fyrir ferðamenn                       ! "  #    $$ %& &   &    # '( % % $   #  %& &  # ) # *+, $  &   $     %    # %   $)    !% -   ./ ,   #        *% - &   '" -     !   " # " $ 0 $$ % & ' 1 $)   $ )    Mosfellsbær BÆJARSTJÓRN Mosfells- bæjar hefur farið fram á skýringar á því hvers vegna heilbrigðisnefnd bæjarins ákvað að fresta innheimtu dagsekta hjá minkabúinu Dalsbúi ehf. í Helgadal. Kvartað hefur verið undan frárennsli frá búinu, hreinsi- búnaði og lélegri girðingu kringum búið. Í bókun bæjarstjórnar er farið fram á að heilbrigð- isfulltrúi skili inn greinar- gerð af viðskiptum heil- brigðiseftirlits við minkabúið frá því í október 2000 þar sem þessum spurn- ingum verði svarað. Að auki fer bæjarstjórn fram á að kannað verði hversu margir minkar hafi sloppið úr hús- um á sama tíma. Minkur í eldhúsi Herdís Gunnlaugsdóttir og Hreinn Ólafsson bóndi búa í Helgadal skammt frá Dalsbúi. Þau hafa verið með fjárbúskap og hesta en að sögn Herdísar hefur mink- urinn látið skepnur í friði. Hins vegar sé nokkuð um að minkurinn sleppi úr búrum sínum og leiti þá inn í híbýli í kring. „Þeir koma ýmist heim til okkar, stundum inn í eldhús eða þá inn í fjárhús, hesthús og bílskúr. Svo fara þeir niður með læknum. Það er lítið fiskeldi hér fyrir neðan og þar fá þeir sér að borða,“ segir Herdís. Hún segir heimilisfólk vera ýmsu vant og meðal annars hafi minkurinn borð- að skópar sem hún átti en þar fyrir utan hafi heimilis- fólk ekki hlotið tjón af. Hún segir miður hvernig gengið sé frá málum við minkabúið og að hún hafi margsinnis komið að máli við eiganda þess. Að sögn Þorsteins Narfa- sonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kjósar- svæðis, er rekin fóður- vinnsla samhliða mink- arekstrinum en að hans sögn annar rotþró sem þar er ekki frárennsli og er yf- irfull. Hugmyndin sé að setja upp hreinsibúnað við hana. Að auki segir Þor- steinn að eiganda hafi verið gert að ganga frá fráveitu- málum við haughús sem þar stendur og hýsir minkana. Yfirfallið hafi á sínum tíma lekið frá haughúsi og út í nærliggjandi læk en eigandi hafi að undanförnu brugðið á það ráð að dæla frá yf- irfalli og út á túnin í kring. Það sé hins vegar ekki framtíðarlausn. „Heilbrigðiseftirlitið ákvað í haust að taka upp dagsektir gagnvart búinu ef það skilaði ekki inn fram- kvæmdaáætlun um hvernig það hygðist ganga frá mál- um þarna,“ segir Þorsteinn. Hann segir ótímasetta framkvæmdaáætlun hafa skilað sér að lokum og því hafi ekki komið til þess að beita dagsektum í bili. Hins vegar hafi fresturinn til að skila inn framkvæmdaáætl- un verið runninn út og því hafi dagsektunum verið komið á í stuttan tíma en þeim síðan frestað. Unnið að úrbótum Fram kom af hálfu eig- anda búsins að vegna mik- illa anna í tengslum við pels- unartímabil sem stendur út fyrstu vikuna í desember hafi verið erfitt um vik að aðhafast nokkuð. Frá þeim tíma hafi eigandinn verið að skoða hvaða kostir séu í stöðunni. Meðal annars hafi forsvarsmaður búsins farið til Finnlands og kynnt sér búnað sem notaður er við loðdýrarækt auk þess sem búið hafi fengið til liðs við sig verkfræðistofuna Línu- hönnun varðandi úrbætur. Þorsteinn segir að dag- sektum hafi ekki verið beitt hingað til og að bókun bæj- arstjórnar komi að líkindum í kjölfar bókunar heilbrigð- isnefndar frá 21. maí sem sett var fram í þeim tilgangi að þrýsta á um hugsanlegar úrbætur. „Mér skilst á verkfræði- stofunni að það verði unnið mjög hratt í þessu máli núna. Þannig að það er von- andi að það þurfi ekki að beita þessum dagsektum. Það er aldrei takmarkið í sjálfu sér heldur síðasti kosturinn,“ segir hann. Skýringa krafist á frestun á innheimtu dagsekta hjá Dalsbúi Beðið eftir tímasettri framkvæmdaáætlun Minkur frá minkabúinu Dalsbúi ehf. hefur valdið nokkrum usla í nágrenninu undanfarin ár. Helgadalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.