Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 45 ✝ Þorsteinn Á.Hraundal fædd- ist í Gröf á Vatns- nesi, V-Húnavatns- sýslu, 12. júlí 1913. Hann lést 1. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurlaug Guð- mundsdóttir, ljós- móðir, f. 23.2. 1885 í Tjarnarkoti í Mið- firði, V-Húnavatns- sýslu, d. 28.3. 1930, og Ásgeir H.P. Hraundal, verslun- armaður, f. 13.6. 1887 í Hraundal Langadals- strönd í Ísafjarðardjúpi, d. 5.5. 1965. Systkini Þorsteins: Sig- mundur, Olga, Pálmi, Alfa, Árni, Óskar, Guðmundur (lát- inn), Friðþjófur og Áslaug (látin). Eiginkona Þor- steins er Vera Ingi- bergsdóttir, f. 31.12. 1913 í Reykjavík. Börn þeirra: Andrea, f. 10.5. 1941, d. 15.9. 1990, Hrólfur J., f. 20.1. 1944, Þor- steinn Þ. f. 17.4. 1949 og Ægir Óm- ar, f. 12.8. 1950. Þorsteinn var hárskeri frá 1931 og slökkviliðsmað- ur á Keflavíkurflugvelli frá 1953 til 1983. Útför Þorsteins fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 10.30. Þegar kemur að því að kveðja sína vini og ættingja úr þessari jarðvist hrannast upp í hugann hinar ýmsu minningaperlur sem skjótast um í kollinum á milli tíma og virðast eins og örskot þegar horft er um öxl. Þannig varð mér innanbrjósts í vinnunni föstudaginn 1. júní sl. þeg- ar ég fékk upphringingu þess efnis að Steini frændi hefði þá um morg- uninn kvatt þessa jarðvist og haldið til annarra heimkynna. Steini hafði alla tíð mikið gaman af að ferðast um heiminn og skoða mannlíf og stað- arhætti í öðrum löndum og nú er hann sannarlega lagður upp í ferð til að kanna önnur sólfögur lönd. Steini var afar trúaður maður og er ég þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti honum í nýjum heimkynnum þar sem hann hefur nú hitt sína sem þegar eru farnir í sömu ferð. Steini var mikill heimsmaður og ég man hvað mér fannst mikið til þess koma að fá hjá honum „Juicy Fruit“, svona amerískt tyggjó af Vellinum. En Steini vann til margra ára hjá Slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Hann var sérstakt snyrti- menni svo eftir var tekið, víðlesinn og fróður og hafði stálminni. Ég man í bernskunni þegar hann hringdi heim og heilsaði hressilega: „Sæl, frænka!“ Svo spjallaði hann góða stund áður en hann bað um pabba í símann. Þá bjuggu hann og fjöl- skylda hans í Garði í Garðahreppi sem mér fannst hálfgerð sveit í þá daga. Í 20 ár voru þau nágrannar mínir og minnar fjölskyldu í Stóragerði, Steini og Vera. í 4 ár bjuggum við í sömu blokkinni en svo fluttum við okkur til í götunni. Það var góður tími þegar við vorum að hittast yfir kaffibolla og ræða málin. Oftast vildi Steini reyna að fræða frænku sína um ættfræði og ég verð að viður- kenna að það sem ég veit um mínar framættir er það sem Steini hefur frætt mig um. Það var gaman að fylgjast með honum, hvað hann fór fljótt að tileinka sér tölvunotkun til að skrá ættfræðina og fleira. Hann ferðaðist um heiminn í tölvunni sinni, skoðaði íbúafjölda og staðar- hætti í hinum ýmsu löndum. Hann hringdi oft í mig til að bjóða mér að koma og skoða eitthvað nýtt. Og þegar Vera mín var að koma í morg- unkaffi biðu Hanna, Óskar og Krist- mar eftir því að vita hvað kæmi nú upp úr veskinu ef hún væri búin að fara aðeins í Austurver áður en hún kom. Hún sagði oft að þetta væri sending frá Steina. Og ef einhver var veikur var gott að eiga von á Veru með eitthvað gott í gogginn. Oft kom hún með handavinnuna sína með sér og það eru hreinustu gersemar. Það er gott að eiga góða nágranna og þessi ár verða aldrei fullþökkuð. Í 10 ár voum við Steini kórfélagar í Kirkjukór Grensáskirkju og þótti mér afar vænt um að eiga þessi ár með honum þar. Hann mætti alltaf fyrstur alla sunnudaga og á allar æf- ingar og var alltaf búinn að taka til þær nótur og annað efni sem til þurfti hverju sinni, þegar við hin mættum. En okkur líkaði ekki alltaf kaffið sem hann bjó til, því það var gjarnan rótsterkt svo það var varla drekkandi og þá var oft hlegið og sagt að nú hefði Þorsteinn verið að trekkja. Steina þótti afar vænt um kirkjuna okkar og eftir að hann hætti að syngja með okkur kom hann eins oft og hann gat til messu og fór með okkur í ferðalög og tók þátt í skemmtunum og öðru með okkur. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka honum fyrir hönd okkar allra í kirkjukórnum og ég veit að ég get þakkað fyrir hönd organistans og þeirra sem eru hættir, fyrir allar góðar stundir sem við áttum saman í Grensáskirkju. Að lokum sendi ég þér, elsku Vera mín, og fjölskyldu þinni allri mínar bestu samúðarkveðjur og óska ykk- ur öllum blessunar Guðs á þessum tímamótum. Við vitum öll að Hann vakir yfir okkur, styrkir okkur og blessar á erfiðum stundum. Góðar minningar eru geymdar og verða aldrei frá okkur teknar. Elsku Steini, hafðu þökk fyrir allt og allt og góða ferð til æðri heim- kynna. Þín frænka, Kristín Hraundal. Þorsteinn hóf snemma störf sem lutu að veru Varnarliðsins á Íslandi. Hann starfaði á vegum Íslenskra verktaka við byggingu radarstöðva úti á landi. Hann sagði undirrituðum oft frá þeirri vinnu og erfiðleikum við veður og akstur með efni um brattar brekkur. Ungur hitti ég Þor- stein (Steina) í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem þá var einn- ig gistihótel fyrir farþega, hann var þar meistari við rakarastörf ásamt fleirum og gekk vel. Seinna unnum við saman við akstur fyrir herinn þar til að lokum við urðum báðir slökkviliðsmenn. Það var gaman að Steina, hann var mjög fróður og létt- ur í lund, hafði frá mörgu að segja. Þar sem hann var rakarameistari klippti hann okkur alla á vaktinni og var þá oft skemmtilegt. Hann þótti góður skákmaður og var í raun fjöl- hæfur, söng vel, lék með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á óbó, einn af fyrstu Íslendingum sem það gerðu, var mjög handlaginn og mikið snyrtimenni. Þorsteinn kom fyrir sjónir sem aðalsmaður, hann bar sig mjög vel. Alla tíð var Steini öðrum til fyrirmyndar í einkennisfötum, það var ótrúlegt hvað hann gat unnið við viðhald slökkvitækja og önnur störf, glerfínn í dökkum fötunum allan vinnudaginn og sáust aldrei á honum óhreinindi. Þorsteinn var mjög ag- aður að eðlisfari, fór í einu og öllu eftir þeim siðum sem ríktu og sá til þess að aðrir gerðu það líka. Minn- ingin um þennan heiðursmann mun lengi lifa en nú er hann farinn há- aldraður. Hann var eiginlega aldrei gamall að sjá heldur virðulegur, grannur og teinréttur. Þegar hann kom í slökkvistöðina í desember síð- astliðnum hitti ég Steina í síðasta skipti er við vorum við vígslu Kap- ellu slökkviliðsins. Það voru forrétt- indi að kynnast Þorsteini Hraundal. Seint mun ég gleyma þessum manni; þótt langt sé liðið síðan hann lauk störfum lifir minningin ljós. Ég er ekki frá því að hann hafi haft sam- band við mig á óútskýranlegan máta um hvítasunnuna, að minnsta kosti kom hann upp í huga mínum og ég ákvað að hafa samband, en áður en það varð sá ég að hann var látinn. Ég læt þessum línum mínum nú lokið. Blessuð sé minning þín Þorsteinn Hraundal og Guð blessi Evu konuna þína og veiti henni og börnunum styrk í sorginni. Haraldur Stefánsson. Þorsteinn Hraundal er látinn, góður maður og traustur vinur hefur kvatt í hinsta sinn. Blessuð veri minning hans. Leiðir okkar Þorsteins lágu sam- an í Grensáskirkju, en þar var hann mjög virkur í starfi kirkjunnar og þau hjónin Þorsteinn og frú Vera létu sig aldrei vanta í guðsþjónustur og annað, sem kirkjan bauð uppá. Fyrir sóknarprest er mikilvægt, að góður meðhjálpari, organisti og kirkjukór séu til staðar við helgihald og aðrar athafnir kirkjunnar. Allt var þetta í góðu lagi í Grensáskirkju, þar sem þeir voru Sverrir Sigurðs- son meðhjálpari, Árni Arinbjarnar- son organisti og Þorsteinn Hraundal söng um langt árabil í kirkjukórnum og lét sig aldrei vanta. Alltaf kom Þorsteinn vel tímanlega áður en messan hófst og tók þá til messu- skrá, nótur og sálmabók og lagði á stól hvers kórfélaga. Þetta gerði Þorsteinn af mikilli nákvæmni og samviskusemi, enda var hann snyrtimenni og vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Og sjálfur var Þorsteinn sannur „sjentilmaður“ og það var reisn yfir honum. Þorsteinn var trúmaður góður, biblíufróður og hann sótti mikið Biblíulestrana okkar. Hann hafði sínar skoðanir og við ræddum oft saman um eilífðarmálin og ekki vor- um við alltaf samála. Þorsteinn hafði mikinn áhuga á ættfræði og hafði sótt námskeið í þeim fræðum. Og þótt hann væri kominn vel á efri ár, tileinkaði hann sér tölvutæknina. Naut ég þess vel, því að með hjálp þeirrar tækni rakti hann föðurætt mína allt aftur til Haraldar hilditönn Danakonungs! Þorsteinn var hafsjór af fróðleik og veitti mér vel, einkum í ættfræðinni og þar vil ég sérstak- lega þakka honum. Nú þegar Þorsteinn Hraundal kveður, vil ég þakka honum trausta vináttu, gott og ánægjulegt samstarf öll árin í Grensáskirkju, það var mér ómetanlegt. Við Inga sendum eig- inkonu hans frú Veru Ingibergsdótt- ur og afkomendum öllum innileg- ustu samúðarkveðjur. Halldór S. Gröndal. ÞORSTEINN Á. HRAUNDAL ✝ Páll Stefánssonfæddist á Mýrum við Hrútafjörð 6. mars 1918. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. maí síðastliðinn. For- eldrar Páls voru Stefán Ásmundsson og Jónína Pálsdóttir. Systkini hans voru Ingibjörg Ásta, f. 1917, d. 1998, Ása Guðlaug, f. 1925, Helga Fanney, f. 1926 og Erla, f. 1929. Páll bjó alla sína ævi á Mýrum. Fyrstu búskaparár- in bjó hann í félagi við foreldra sína, en eftir fráfall þeirra bjó hann einn. Páll var gangnastjóri á Núpsheiði um áratugaskeið, í sóknarnefnd Mel- staðarkirkju um tíma og í kirkjukór Melstaðar- og Stað- arbakkasókna um árabil. Hann var einn af stofnendum karlakórsins Lóu- þræla árið 1985 og um nokkurra ára skeið félagi í honum. Páll hafði í mörg ár með höndum forð- agæslu í Ytri-Torfu- staðahreppi ásamt ýmsum öðrum trún- aðar- og félagsstörf- um í sinni sveit. Páll var ókvæntur og barnlaus. Útför Páls fer fram frá Melstað- arkirkju í Miðfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Páll á Mýrum er allur. Langur dagur er liðinn, lokið er miklu dags- verki. Holdgervingur hörkunnar og seiglunnar hefur nú vikið af velli eftir langa viðdvöl á ,,Hótel Jörð“. Hann hefur á langri lífsleið staðið af sér mörg hretviðri, bæði í búskapnum en þó ekki síst varðandi eigið heilsufar. Boðaföll veikinda brotnuðu af all- nokkrum þunga á honum á áttræð- isaldri og bylgjurnar virtust á köfl- um færa hann í kaf. En þá kom seiglan til skjalanna og það sýndi sig best í þessum veikindum að það var aldrei til í Páls huga að gefast upp þótt á móti blési. Ærnar voru ofar öllu, búskapurinn skyldi stundaður áfram því hjörðin þurfti vissulega á hirði sínum að halda. Við bræður kynntumst Páli fyrst að einhverju marki fyrir um fimmtán árum. Þá fórum við að rétta honum hjálparhönd við búskapinn, allt eftir því hvað árstíðirnar kölluðu á. Sauð- burður á vorin, heyskapur á sumrin og göngur á haustin. Þessi þrjú atriði voru einnig þrjú uppáhaldsumræðu- efni Páls og undir og yfir og allt um kring sveimaði veðrið, sem skipti auðvitað máli í sambandi við öll þessi atriði. Við minnumst stundanna í eld- húsinu á Mýrum þegar hljómaði í út- varpinu að loknum hádegisverði og fréttum frá ,,útvarpi Reykjavík“: ,,Þetta er á veðurstofu Íslands, veð- urspá“. Páll þagnaði í miðri setningu og viðstaddir skildu fyrr en skall í tönnum og létu hvorki hósta né stunu frá sér fara. Þetta var sem heilög stund. Páll sat við endann á borðinu, hélt kaffibollanum í hægri hendi og óbleyttum sykurmola í þeirri vinstri. Hann horfði beint fram undir veð- urskeytunum, drap tittlinga öðru hvoru og brá brúnum niður á við ef spáin var slæm og fussaði. Hins veg- ar léttist á honum brúnin ef spáin var góð og hann gerði glettu. Raunar var alltaf stutt í glettnina hjá Páli hvort sem útlitið var bjart eður ei. Páll var góður húsbóndi, gerði vissulega kröfur til vinnufólks síns en aldrei óraunhæfar kröfur. Hann hafði ekki mörg orð um það sem gera þurfti og verður seint talinn marg- máll maður. En hann var góður mað- ur og vildi þeim vel sem hann um- gekkst. Það var ætíð góður hugur sem bjó að baki því sem hann sagði og gerði. Við bræður þökkum honum fyrir samfylgdina og samstarfið á undan- förnum árum og biðjum Guð að blessa minningu hans. Gísli G. Magnússon, Magnús Magnússon. PÁLL STEFÁNSSON                                           !   "    #$%   & '% ()%%    ()%% " * *+ , !  "  - . / 0122     3% % #  $ %         &    "  '! $      )    *+,, !  $           34  ()%% ,  !  "  5 26 2 .& 0122  4 7.7 ' 4   %% !  ( +%8  #    " % -  "   *. "  &  $  $    "  !/! 0 $     4 (     ()%% , EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, þótt þær berist á réttum tíma. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.