Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 27 Ert þú búin að bóka þinn HYDRADERMIE tíma? Spennandi tilboð hjá Guinot snyrtistofum. Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. frá kl. 11-16. 20% afsláttur í nokkra daga Rými til fyrir nýjum vörum VÍSINDAMENN í Kalíforníu hafa fundið stjörnu, umkringda stóru smástirnabelti, sem þeir telja að svipi mjög til sólkerfis okkar jarð- arbúa þegar það var að myndast fyrir milljörðum ára. Stjarnan sem um ræðir, Zeta Leporis, er í um 70 ljósára fjarlægð frá jörðu og er um 100 milljón ára gömul. Þrátt fyrir að vísindamennirnir hafi ekki séð smástirnin sjálf, gefur stærð og efnismagn rykskýs í kringum stjörnuna tilefni til að ætla að innan þess séu stærri hlutir á sí- felldri hreyfingu. Slík ský eru óstöðug og falla hratt í átt að stjörnunni ef ekki er til staðar ferli sem endurnýjar það. Þyngdarafl smástirna og pláneta og árekstrar gætu haldið við slíku skýi og eru í raun líklegasta skýringin fyrir til- vist þess. Ungur aldur stjörnunnar eykur einnig líkurnar á því að smá- stirni eða plánetur megi finna innan rykskýsins. Nýtt sólkerfi í fæðingu Pasadena. AP. FRANSKA stjórnin hefur vikið hershöfðingjanum Paul Auss- aresses úr varaliði franska hers- ins fyrir að verja pyntingar og aftökur á skæruliðum og óbreyttum borgurum í stríðinu í Alsír á árunum 1954-62. Stjórn- in sagði að hershöfðinginn hefði valdið hernum álitshnekki með því að „verja óréttlætanlegt framferði“ sveita hans í Alsír- stríðinu. Aussaresses er 83 ára og settist í helgan stein fyrir mörgum árum en hefur verið í varaliði hersins þar til nú. Skjalamál Kohls verði rannsakað ÞÝSKA stjórnin hefur hvatt saksóknara til að endurskoða þá ákvörðun að hætta rannsókn á ásökunum um að tveir starfs- menn kanslaraembættisins hafi eytt skjölum með ólöglegum hætti áður en Helmut Kohl lét af embætti árið 1998. Saksókn- ararnir ákváðu að hætta rann- sókninni í apríl og sögðu að ekk- ert hefði komið fram sem benti til þess að mennirnir hefðu gerst sekir um lögbrot. Tals- maður þýsku stjórnarinnar, Uwe-Karsten Heye, sagði í gær að hún teldi ástæðu til að rann- saka ásakanirnar frekar og hefði sent saksóknurum yfirlýs- ingu um málið í vikunni sem leið. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um yfirlýsinguna. 20 ár frá greiningu alnæmis SAMEINUÐU þjóðirnar minntust þess í fyrradag að tutt- ugu ár eru liðin síðan alnæmi var fyrst skilgreint sem sjúk- dómur og vöruðu við því að út- breiðsla þess ætti eftir að aukast til muna. „Það var ekki hægt að gera sér í hugarlund að útbreiðsla alnæmis yrði svo hröð að innan tuttugu ára hefðu 58 milljónir manna fengið sjúk- dóminn og þar af hefðu 22 millj- ónir látist af hans völdum,“ sagði yfirmaður alnæmisverk- efnis SÞ, Peter Piot, á ráðstefnu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Hvergi eru fleiri smitaðir af HIV-veirunni en þar: 4,7 millj- ónir eða níundi hluti íbúa lands- ins. Fyrst var fjallað um alnæmi sem sérstakan sjúkdóm í skýrslu bandaríska smitsjúk- dómaeftirlitsins í júní 1981. Fjórum árum síðar hafði al- næmi greinst í öllum heimsálf- um. STUTT Vikið úr hernum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.