Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 33 Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30–18.00. Lokað á laugardögum. Sérpantanir - Hraðpantanir Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík, sími 567 1650, fax 567 2922. Útvegum nýja og notaða varahluti frá USA í alla ameríska bíla. Höfum einnig gott úrval af aukahlutum og hljómtækjum. SAMSÝNING átta íslenskra myndlistarmanna undir titlinum „Drawing Iceland“, hefst á morg- un, laugardag, í Gautaborg. Sýn- ingin er hluti af alþjóðlega tvíær- ingnum í Gautaborg, en sýningarstaður samsýningarinnar er Gallerí 54 við Erik Dahlbergs- götuna miðsvæðis í borginni. Myndlistarkonan Harpa Árna- dóttir, sem býr og starfar í Gauta- borg, er bæði þátttakandi og um- sjónarmaður sýningarinnar. Hugmynd hennar var að sýna teikningu í víðri merkingu orðsins. „Teikningin hefur ekkert alltaf verið í hávegum höfð,“ segir Harpa, sem kveðst hafa leitað til listamanna sem hafa þanið hug- takið teikning til hins ítrasta í verkum sínum. Og það er íslenskt myndlistarfólk sem hún hefur fengið til liðs við sig, listamenn sem nálgast teikninguna á mjög ólíkan hátt og eiga það sameig- inlegt að hafa varpað nýstárlegu ljósi á hefðbundinn miðil. Einn þeirra er Kristján Guð- mundsson sem snemma á áttunda áratugnum vakti athygli með „Yf- irhljóðhraða teikningum“ og sem allt frá árinu1979 hefur haft sjálft efni teikningarinnar að viðfangs- efni. Hann vann þrívíð verk úr grafíti og pappír sem hann skil- greindi sem teikningar og hugleið- ingar hans gátu verið svohljóð- andi: „Algjör tæming teikningarinnar leiddi til bið- eða hvíldarstöðu efnisins. Teikningin er orðin efnisbanki, liggjandi hvoru megin sem vera skal við núllpunktinn. Gerð og ógerð í senn.“ Grannar línur Ingólfur Arnarsson hefur farið aðrar leiðir allt frá því að hann kom inn í sögu myndlistarinnar, með sérkennilegum teikningum, er hann birti í lítilli bók árið 1980, meðan hann var í námi í Jan van Eyck Akademie í Maastricht. „Þær eru svo fíngerðar og línurnar svo grannar, að slíkt hefur ekki sést nema í svokölluðum „ósýni- legum teikningum“ eftir Walter de Maria,“ skrifar Marianne Stoce- brand í sýningarskrá frá 1996. Teikningar Hörpu Árnadóttur vöktu athygli þegar hún var enn við nám í Listaháskólanum Valand (1994-96), en spurningin „hvað er teikning?“ er henni hugleikin. Listafólk samsýningarinnar Drawing Iceland eru auk Krist- jáns, Ingólfs og Hörpu, þau Ingi- leif Thorlacius, Finnbogi Péturs- son, Hreinn Friðfinnsson, Sigurður Guðmundsson og Ragna Róbertsdóttir. Að sögn umsjónar- manns eru það einkum verk þeirra Rögnu og Finnboga sem ljá sýn- ingunni nafn. Bæði sækja efni heim í landið sjálft, Ragna sem teiknar með vikri beint á vegginn og um leið landið með landinu sjálfu og Finnbogi sem birtir sínar hljóðu hljóðmyndir, með tölvuunn- um bylgjum, sóttum í hljóðandi sprungur Vatnajökuls. Sýningin verður opin fjóra daga vikunnar í sumar, til 26. ágúst og er eins og áður segir hluti af tvíæringi Gautaborgar. Sýningar- svæði tvíæringsins eru ólíkir staðir í hjarta borgarinnar, svo sem með- fram Kungsportsavenyn og einnig er Sporvagn – leið númer 9 – kynntur sem sýningarstaður. Yf- irlýst markmið er að varpa ljósi á nútímalist, þannig að hún nái til breiðari hóps njótenda og áætlunin er að hinn alþjóðlegi listviðburður nái hámarki annað hvert sumar. Bæði evrópskt og amerískt lista- fólk sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu verður kynnt á tvíæringnum í Gautaborg í ár. Átta leyndarmál Ekkert land á þó fleiri fulltrúa á tvíæringnum en Ísland og þrír þátttakendanna í samsýningunni Drawing Iceland sýna einnig úti- listaverk: Ragna, sem vinnur verk sitt á jörðina úr rauðum vikri; Sig- urður, sem sýnir verkið „Secrets“ og mun lofa átta leyndarmálum að koma í ljós á ólíkum stöðum og samkvæmt fréttatilkynningu er þess vænst að Hreinn Friðfinns- son komi þekktum styttum borg- arinnar á flug, þar á meðal stytt- unni af sænsku skáldkonunni Karin Boye, sem annars stendur kyrr fyrir utan Borgarbókasafnið við Gautatorg með sitt daglega blóm úr hendi óþekkts aðdáenda. Íslenskir myndlistarmenn sýna á al- þjóðlega tvíæringnum í Gautaborg Teikningin er orðin efnisbanki Gautaborg. Morgunblaðið. Myndlistarmaðurinn Harpa Árnadóttir, umsjónarmaður sýningarinnar. BRESKI rithöfundurinn Doris Lessing hlaut í gær verðlaun prins- ins af Asturia fyrir skrif sín, en verð- launin þykja þau virtustu sem veitt eru innan spænska bók- menntaheimsins. Dómnefndin valdi Lessing, sem nú er á ní- ræðisaldri, úr hópi 33 rithöf- unda og má þar nefna Banda- ríkjakonuna Sus- an Sontag, Perúmanninn Alfreto Bryce Echenique og hina spænsku Ana Maria Matute. Lessing, sem ólst upp í Zimbabwe á dögum Bretastjórnar, er gjarnan talin í hópi áhrifamestu rithöfunda 20. aldarinnar. Fyrsta verk hennar, Grasið syngur, var gefið út 1950, en í skrifum sínum beinir Lessing gjarn- an athyglinni að lífi kvenna. Bókmenntaverðlaunin eru ein af átta verðlaunum sem veitt eru úr sjóði prinsins af Asturia og námu þau að þessu sinni tæpum fimm milljónum peseta, eða á þriðju millj- ón króna. Lessing verðlaunuð Doris Lessing HJÖRTUR Marteinsson opnar sína fjórðu einkasýningu á morgun kl. 16. Að þessu sinni sýnir Hjörtur í Slunka- ríki á Ísafirði lágmyndir og þrívíð verk. Sýningin ber yfirskriftina Í því mikla djúpi og þar kallast Hjörtur á við fornar og nýjar hugmyndir manna um heiminn og þau fyrirbæri sem finna má annars vegar í undirdjúpum hafsins og hins vegar í hæstu hæðum. „Aflvaki flestra verkanna á sýning- unni tengist undrun og gleði og því sem ýmist kafar í undirdjúp hafsins umhverfis Íslands eða rýnir í víðáttur alheimsins með það að leiðarljósi að rekja sig eftir þeim þráðum sem þar leynast um gerð þessa heims er menn byggja,“ segir Hjörtur. Sýningin stendur til 1. júlí. Hjörtur Mar- teinsson sýnir í Slunkaríki Í NÝLISTASAFNINU stendur yfirdagskrá um þessar mundir sem ber heitið Pólyfónía. Þar verður lögð áhersla á að kanna mörkin og marka- leysið á milli tónlistar og myndlistar. Í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 koma fram Club Bevil: Katarina Löfström, Johan Zetterqvist, Ugly- cute, Akay, Bacteria, Hulda Lind Johansdottir, Fia Backström, Matti- as Norström, Linus Winstram og Hotel. Pólýfónía í Nýló SKÓLALÍF, sýningu listakon- unnar Valgerðar Björnsdóttur, er þessa dagana að finna í sýningarsal félagsins Íslensk grafík. Myndir Valgerðar eru ljósmyndaætingar af skólastarfi þar sem skeytt hefur verið saman myndum af skólastarfi ársins 2000 og kennsluáætlunum frá árinu 1907. Við gerð verkanna hefur listakon- an leitað fanga í sínu nánasta um- hverfi, enda kveðst hún í sýning- arskrá byggja myndirnar jafnt á reynslu sinni sem kennari og nem- andi. Öldin sem að skilur texta og myndir er hins vegar til komin vegna ömmu Valgerðar, Laufeyjar Vilhjálmsdóttur, sem sýningin er tileinkuð. En Laufey var brautryðj- andi í skólastarfi við upphaf 20. ald- ar. Ætingar Valgerðar einkennast af vissri einlægni og ljóst að viðfangs- efnið er listakonunni hugleikið og má lesa úr verkunum áhuga hennar bæði á kennslumálum og skóla- starfi. Nemendur á ýmsum aldri – flestir niðursokknir í vinnu sína – eru þannig víða valdir sem við- fangsefni. Verk nr.1 sýnir til að mynda ung- an dreng sem liggur á gólfi með pensil við að mála fána á landakort og er drengurinn djúpt sokkinn í vinnu sína. Heimur hans er að öllu leyti innan myndrammans, líkt og á öðrum myndum sýningarinnar, og myndar þar af leiðandi lítil tengsl við sýningargesti. Það sama á við um verk nr. 2, ungan dreng sem grúfir sig yfir blað á skrifborði sínu, og er sá ekki síður niðursokkinn í lærdóminn en félagi hans á fyrri myndinni. Unga stúlkan í verki nr. 12, sterkustu mynd sýningarinnar, byggir þá ekki síður sinn eigin heim. Niðurlút með kúst í hendi kallar hún fram kenndir einsemdar, þar sem hún stendur ein á stríp- uðum myndfleti sem skreyttur hef- ur verið barnslegri teikningu af stúlku á stólkolli. Áferð ljósmyndaætinganna ein- kennist af nokkrum grófleika sem veitir verkunum gamallegt yfir- bragð. Rithönd kennsluáætlananna sem unnar eru í forgrunn hverrar ætingar auka enn frekar á þessa til- finningu og fátt annað en klæðn- aður barnanna sem á stundum fær- ir verkin fram til nútímans. Í verki nr. 2 eru það t.d. rendur á peysu- ermi drengsins sem sjá um að færa verkið til samtímans. Með myndum sínum tekst Val- gerði því að nokkru leyti að brúa bil fortíðar og nútíðar. Ekki hefur allt breyst þrátt fyrir tækniframfarir, breytta kennsluhætti og ýmis þau vandkvæði sem samtímanum fylgja. Nemendur niðursokknir í náms- bækur sínar eru t.d. ekki óáþekkir ásýndum sama hvað tímanum líður og vandkvæði á skólastarfi samtím- ans ekki ósvipuð þeim sem áður þekktust. Það er því viðfangsefnið, ekki síð- ur en efniviðurinn, sem listakonan vill beina athygli sýningargesta að. Textar um menntamál frá því fyrr á öldinni hanga á einum veggjanna og virðist Valgerður með sýningu sinni gjarnan vilja vekja áhorfendur til umhugsunar um kennslumál og skólastarfið, enda ekki óhugsandi að hér fari kennari af lífi og sál. Skólastarf í grafísk- um myndum MYNDLIST Í s l e n s k g r a f í k Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Henni lýkur 17. júní. SKÓLALÍF – VALGERÐ- UR BJÖRNSDÓTTIR Anna Sigríður Einarsdótt ir Morgunblaðið/Arnaldur Verk nr. 12 eftir Valgerði Björnsdóttur á sýningu hennar Skólalíf. ♦ ♦ ♦ GALLERÍ Sjafnar Har hættir í Listhúsinu í Laugardal og verða verk hennar eftirleiðis til sölu og sýnis í Gallerí Fold á Rauðarárstíg og í Kringlunni. Af tilefninu hefur verið gefinn út bæklingur á ensku og íslensku. Gallerí Sjafnar Har hættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.