Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Magnús Ólafssonfæddist í Reykja-
vík 15. janúar 1929.
Hann lést á Landspít-
alanum 30. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Sig-
urður Ólafur Þórar-
insson, f. 20.3. 1893,
d. 26.10. 1961, og
Björnína Kristjáns-
dóttir, f. 10.7. 1889, d.
5.5. 1978. Hann átti
tvo albræður, Gísla
Ólafsson sem er lát-
inn og Pál Ólafsson.
Einnig átti hann sex
hálfsystkini sammæðra sem öll
eru látin. Þau voru Kjartan, Lára,
Herjólfur, Sigurður, Guðrún og
Magnús.
Magnús kvæntist 18. júlí 1953
Ernu Guðbjarnadóttur, f. 11.7.
1930. Börn þeirra eru: 1) Þórður,
f. 27. september 1949, rafmagns-
tæknifræðingur,
kvæntur Halldóru
Böðvarsdóttur 2)
Guðný Linda, f. 5.
desember 1953,
kennari, gift Valdi-
mar Harðarsyni 3)
Birna, f. 4. ágúst
1957, verslunareig-
andi, maki Benjamín
Friðriksson 4) Ólafur
Gísli, f. 29. febrúar
1960. kerfisfræðing-
ur, kvæntur Jórunni
Hafsteinsdóttur.
Barnabörn Magn-
úsar eru orðin 8 og
barnabarnabörn 2.
Magnús vann hjá Slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli frá árinu 1951
þar til hann lét af störfum vegna
aldurs árið 1992.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Elsku afi. Þegar við kveðjum þig í
dag eru efst í huga okkar allar þær
góðu stundir sem við áttum hjá þér og
ömmu í Sólheimunum. Ljúfar minn-
ingar um þig lifa áfram nú þegar erf-
iðri baráttu þinni er lokið.
Hver vegur að heiman
er vegur heim.
Hratt snýst hjól dagsins,
höllin við lindina
og tjaldstæðin hjá fljótinu
eru týnd langt að baki,
það rökkvar og sigðin
er reidd að bleikum stjörnum.
Hamraklifin opnast,
hrímgrá og köld
blasir auðnin við,
öx stjarnanna hrynja
glóhvít í dautt
grjótið og þungfæran sandinn.
Löng verður nóttin
nöturleg og dimm.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson.)
Elsku amma og aðrir ástvinir, Guð
styrki ykkur á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Sóley og Hrafnhildur
Valdimarsdætur.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast vinar míns og samstarfs-
félaga til margra ára, Magnúsar
Ólafssonar, sem lést eftir erfiða og
langa baráttu við illvígan sjúkdóm
hinn 30. maí sl. Við Magnús kynnt-
umst fyrst hinn 1. apríl 1952, þegar
við hófum störf í slökkviliðinu á Kefla-
víkurflugvelli, fyrstir Íslendinga. Síð-
an fylgdu tíu aðrir sem einnig voru
ráðnir til starfa þetta vor. Þetta var
að mörgu leyti sérkennilegur vinnu-
staður, þarna voru borgaralegir
bandarískir starfsmenn, bandarískir
hermenn og svo við Íslendingarnir.
Þarna myndaðist mjög góður starfs-
andi og fannst okkur ungu mönnun-
um sérlega gaman að takast á við
verkefnin sem okkur voru falin og að
nema slökkviliðsfræðin af yfirmönn-
um okkar, sem höfðu starfað í banda-
rískum slökkviliðum til margra ára.
Þetta var í raun og veru prýðilegur
skóli fyrir unga menn. Þetta voru
skemmtileg ár og ýmislegt brallað í
starfi og leik. Fyrstu árin vorum við
Magnús á sömu vaktinni. Á tímabili
vorum við með sama áhugamálið, sem
var áhugaljósmyndun. Ég man að við
fjárfestum saman í framköllunar-
tækjum og stækkara sem við gátum
haft á slökkvistöðinni. Þar gátum við
unnið okkar ljósmyndir sjálfir, hvort
sem var í frítíma okkar eða vinnu-
tíma, þegar tóm gafst til. Það liðu ekki
mörg ár þar til Magnús vann traust
yfirmanna sinna og varð fyrstur af
okkur Íslendingunum til að hljóta yf-
irmannsstöðu innan slökkviliðsins,
fyrst sem bílstjóri og síðar sem
flokksstjóri. Þessi störf leysti Magn-
ús vel af hendi og var hann vel liðinn
af öllum starfsmönnum. Síðan er það,
að árið 1963 eru Íslendingar ráðnir í
allar yfirmannsstöður slökkviliðsins.
Hér skildi svolítið leiðir með okkur
Magnúsi, því við vorum ráðnir til að
stjórna hvor sinni vaktinni. Engu að
síður áttum við heilmikið samstarf
innan liðsins, svo sem í sambandi við
vaktaskipti, mannahald, fræðslustörf,
slökkvibifreiðir og eldvarnaeftirlit.
Öll þau samskipti við Magnús voru í
alla staði ánægjuleg. Ég sá hann aldr-
ei reiðast nokkrum manni og var
hann mjög góður og yfirvegaður
stjórnandi á vettvangi, ásamt því að
vera mjög nákvæmur og vandvirkur í
öllum sínum daglegu störfum. Árið
1976 réðst Magnús til starfa sem
framkvæmdastjóri flugþjónustu-
deildar Varnarliðsins, sem laut yfir-
stjórn slökkviliðsstjóra. Starfsemi
þessarar deildar var nokkuð fjölþætt.
Það er: þjónusta við allar herflugvél-
ar, umsjón og viðhald svokallaðra
þotugildra á flugbrautum, ásamt
snjóhreinsun og hálkuvörnum á flug-
brautum og flugakstursbrautum á
Keflavíkurflugvelli. Hann starfaði
sem slíkur, þar til hann lét af störfum
fyrir fáum árum og fór á eftirlaun.
Það var samdóma álit íslenskra sem
erlendra flugmanna, að ástand flug-
brautanna að vetrarlagi hefði snar-
batnað eftir að Magnús og hans ís-
lensku starfsmenn tóku við þessum
verkefnum. Það var líka metnaður
allra þeirra sem að þessu stóðu að
standa vel að verki, vegna þess að
þetta eru mikilvægar forvarnir gegn
flugslysum á Keflavíkurflugvelli. Á
síðustu árum höfum við nokkrir af
eldri félögunum úr slökkviliðinu kom-
ið saman og drukkið morgunkaffi til
að spjalla um gamla daga og landsins
gagn og nauðsynjar. Magnús var
mjög áhugasamur um að við hittumst
og aldrei lét hann sig vanta, jafnvel nú
undir það síðasta, þó svo að af honum
væri dregið vegna veikinda. Hans
verður sárt saknað af okkur félögun-
um og erfitt að hugsa til þess að sætið
hans verður autt næsta haust þegar
við hefjum fundina að nýju. En sár-
astur er söknuðurinn hjá Ernu og
fjölskyldunni allri og biðjum við Anna
að góður guð gefi þeim styrk í þeirra
miklu sorg. Guð blessi minningu
hans.
Halldór Marteinsson.
1944 hitti ég Magnús Ólafsson
(Magga Óla) fyrst, þá starfaði hann
við afgreiðslu í greiðasölu hjá Banda-
ríska hernum. Í raun hét þetta Snack
Bar og var við Snorrabraut í Reykja-
vík í húsum Rauðakross hersins. Við
komum þarna gjarnan krakkarnir
með smáaura og fengum hermenn til
að kaupa handa okkur rjómaís. Maggi
Óla var eldri og stuggaði stundum við
okkur en hjálpaði líka stundum. Ekki
datt mér í hug þá að við Maggi ættum
eftir að verða samstarfsmenn og
ágætis kunningjar stóran hluta æf-
innar langt í hálfa öld.
Svo háttaði til að 1956 réðst ég til
starfa í slökkviliði Keflavíkurflugvall-
ar og þar hitti ég Magga Óla aftur.
Hann var mjög sérstakur maður og
ekki allra. Maggi hlaut í vöggugjöf
einstaka samviskusemi, skynsemi og
náttúrugáfur sem voru þannig að
honum veittist létt að leysa flóknustu
verkefni betur en margir aðrir. Af
þessum sökum hlaut hann snemma
vegsemd í okkar liði á undan öðrum.
Magga Óla var falin verkstjórn yfir
okkur hinum á fyrstu árunum sem
síðan þróaðist í stöðu aðstoðarslökk-
vistjóra þegar árin liðu. Okkur hjón-
unum, mér og Erlu, eru minnisstæð
árin í kringum 1965 þegar Maggi og
Erna konan hans bjuggu í sömu götu
og við. Þá voru erfiðir tímar fyrir
marga, en með samstöðu okkar fjög-
urra þá nýttum við kaupið betur á
ýmsan hátt meðal annars með því að
kaupa saman lambsskrokk á
„Payday“ eins og það var kallað. Á
þessum tíma átti Maggi fínan bíl og
var ég svo heppinn að geta ferðast
með Magga suður eftir og aldrei taldi
hann eftir sér að fara krók fyrir mig.
1975 óx ábyrgð hans enn er hann tók
að sér að stofna nýja flugþjónustu-
deild á Keflavíkurflugvelli sem féll
undir yfirstjórn slökkviliðsins. Maggi
sá um rekstur þessarar deildar allan
sinn starfstíma eða þar til hann kaus
að ljúka störfum 1992 og er nú nokkur
tími liðinn frá því að hann hætti. En,
enn standa verk hans upp úr með
mikilli reisn svo sem má sjá í vegsemd
hans gamla vinnustaðar. Svo skipuð-
ust örlögin, að mér undirrituðum
voru falin aukin ábyrgðarstörf og yf-
irstjórn slökkviliðsins, þá varð mér
ljóst enn betur hvílíkur öndvegis-
drengur og ráðgjafi Maggi Óla var,
hans ráð dugðu vel og brugðust ekki.
Ýmislegt rifjast upp þegar horft er
um öxl við vinar missi, ég veit að ef ég
gæti spurt Magga hvort hann vildi
segja frá því þá mundi hann ekki
kæra sig um það. Maggi var ekki sér-
staklega málugur maður en einstak-
lega skemmtilegur og frásagnarfær
þegar svo vildi til, sérstaklega þegar
glitraði á gler í vinahópi og hann
hvattur til frásagnar af ferðum sínum
til fræðslu í Bandaríkjunum. Maggi
var sendur í margar ferðir á vegum
slökkviliðsins til náms og starfa, hann
lauk öllu sínu með sóma. En nú ert þú
farinn Maggi minn í síðustu ferðina
eftir veikindin, þykir mér líklegt að
leiðir okkar eigi eftir að mætast aftur.
Bob Sommers vinur þinn sendir þér
kveðjur sínar og virðingu. Ég læt
þessum kveðju orðum nú lokið kæri
vinur. Megir þú hvíla í friði, Guð
blessi þig og gefi konunni þinni henni
Ernu og börnunum styrk í sorginni.
Haraldur Stefánsson (Halli Stef).
Árið 1975 háttaði svo til, að slökkvi-
liðinu á Keflavíkurflugvelli var falið
að taka að sér snjóruðning og ísing-
arvarnir á flugvellinum. Slökkviliðið
hafði þá þegar getið sér gott orð undir
styrkri stjórn Sveins Eiríkssonar og
var því helst treyst til að koma lagi á
hlutina, sem höfðu verið í ólestri um
tíma. Ekki er að efa, að Sveinn hafi
vandað valið þegar hann fékk Magn-
ús Ólafsson til þess að stofna og síðan
stjórna þessari nýju deild slökkviliðs-
ins, snjóruðningsdeild. Magnús hafði
þá um langt árabil verið aðstoðar-
slökkviliðsstjóri (vaktstjóri) og raun-
ar starfað hjá varnarliðinu frá upp-
hafi varnarsamstarfsins við
Bandaríkjamenn.
Strax var tekið til hendinni í sönn-
um slökkviliðsanda og undir hand-
leiðslu Magnúsar fóru hlutirnir að
ganga, svo eftir var tekið. Kallaðir
voru til úrvalsmenn innan vallar sem
utan, tæki tekin í gegn, nýjar aðferðir
þróaðar og betri aðstaða sköpuð. Allt
tókst þetta svo vel, að æ fleiri þáttum
vallarstarfseminnar var smám saman
bætt við störf deildarinnar. Árið 1981
var svo starfsemin nokkurn veginn
komin í núverandi horf. Deildin hét
nú flugvallarþjónustudeild, og auk
snjóruðnings hafði hún á hendi flug-
fraktarafgreiðslu, hlaðþjónustu flug-
véla, rekstur á þotugildrum og flug-
brautaeftirlit.
Eins og nærri má geta var það ekk-
ert áhlaupaverk að koma þessu öllu í
kring og ekki allra að valda slíku
verkefni. En hér nutu hæfileikar
Magnúsar sín til fulls. Hollusta, sam-
viskusemi, þrautseigja og nákvæmni í
störfum voru eiginleikar sem honum
voru í blóð bornir. Hann gat verið
harður húsbóndi, en þess var líka oft
þörf í erfiðum störfum, og réttlætið
hafði hann ætíð að leiðarljósi.
Ég tel það gæfu mína, að hafa feng-
ið að vinna undir handleiðslu Magn-
úsar Ólafssonar. Síðustu sjö starfsár
hans unnum við í nánu samstarfi og
þegar við ókum saman til og frá vinnu
bar margt á góma, flest tengt starfi
okkar en þó ekki allt. Þegar hann lét
af störfum árið 1992 skilaði hann góðu
búi til okkar, sem við tókum, og hér
mun andi hans vonandi svífa yfir
vötnunum um ókomin ár sem fyrr.
Þeir hverfa nú óðum af sviðinu,
mennirnir sem lögðu grundvöllinn að
farsælum rekstri Keflavíkurflugvall-
ar og varnarstöðvarinnar þar. Flestir
hafa þessir menn unnið störf sín í
kyrrþey og lítt látið á sér bera í þjóð-
félaginu. Magnús var einn þessara
manna.
Fyrir hönd Félags yfirmanna
slökkviliðsins og starfsmanna flug-
vallarþjónustudeildar slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli sendi ég Ernu
ekkju Magnúsar, börnum hans og
fjölskyldunni allri innilegustu samúð-
arkveðjur.
Hjörtur Hannesson.
MAGNÚS
ÓLAFSSON
✝ Leifur AntonÓlafsson fæddist
í Reykjavík 20. mars
1919. Hann lést 29.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Vigdís Jóns-
dóttir frá Steinum
undir Eyjafjöllum, f.
30. janúar 1878, d.
10. júlí 1970, og Ólaf-
ur Þorsteinsson frá
Heiðarbæ í Þing-
vallasveit, f. 1. ágúst
1864, d. 7. október
1929 í Reykjavík.
Leifur var yngstur
átta systkina sem komust til full-
orðinsára. Guðjón elstur, hálf-
bróðir sammæðra, f. 28. maí 1898,
d. 23. janúar 1983, Guðrún, f. 15.
nóvember 1900, d. 27. júní 1981,
Albert, f. 6. júní 1904, d. 23. októ-
ber 1938, Guðgeir, f. 13. ágúst
1905, d. 19. mars 1982, Soffía, f.
14. september 1906, d. 20. desem-
ber 1980, Guðmund-
ur, f. 28. apríl 1910,
d. 6. ágúst 1964, Ok-
tavía, f. 1. febrúar
1914, d. 25. febrúar
1992. Leifur kvænt-
ist 27. desember
1971 Guðrúnu Stein-
dórsdóttur. Hún var
f. 25. júlí 1914, d. 22.
október 1974. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðrún Sig-
urðardóttir og
Steindór Ólafsson.
Á yngri árum
vann Leifur ýmis
störf. Síðustu starfsárin vann
hann í Prentmyndagerð Eymund-
ar Magnússonar og Prentmynda-
gerð Sigurjóns. Hann tók einnig
virkan þátt í félagsstörfum fyrri
hluta ævinnar.
Útför Leifs Antons fer fram frá
Fossvogskapellunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Minningarnar koma upp í hugann
nú þegar Leifur frændi er horfinn
sjónum okkar. Við systkinin viljum
þakka honum samfylgdina. Við eig-
um margar dýrmætar minningar um
hann, allt frá bernsku til fullorðins-
ára. Móðurbróðir okkar var yngstur
sinna systkina og tengdist okkur
eldri systkinunum því frekar sem
bróðir, ekki síst vegna þess að við átt-
um heima í sama húsi fyrstu æviárin.
Leifur hélt heimili með móður sinni
og Guðmundi bróður sínum fram á
fimmtugsaldur. Það var yndislegt að
koma í heimsókn til þeirra því þar
var alltaf eitthvað um að vera.
Frændi hafði yndi af tónlist og lék
fyrir okkur á gítar, munnhörpu og
sög. Og ekki má gleyma góðu klein-
unum og heimabökuðu flatkökunum
hennar ömmu.
Ungur að árum byrjaði Leifur að
fást við ljósmyndun. Stillti hann okk-
ur upp til myndatöku sem fagmaður
væri og eigum við honum mikið að
þakka, ekki síst fyrir þær myndir
sem hann tók á æskuárum okkar.
Leifur hafði fagra rithönd og eigum
við mörg kort og fögur skeyti frá
honum. Frændi var glettinn, hafði
ríka kímnigáfu en undir niðri var
hann alvörumaður.
Leifur og Guðmundur voru ömmu
stoð og stytta og gerðu henni kleift
að halda heimili til hárrar elli. Þar
var ávallt gestkvæmt og jafnt systk-
ini sem systkinabörn lögðu sitt af
mörkum.
Eftir lát móður sinnar kvæntist
Leifur góðri konu, Guðrúnu Stein-
dórsdóttur, sem hann hafði verið
samvistum við í nokkur ár. Guðrún
og Leifur fóru í eina utanlandsferð
saman sem var hans fyrsta og eina
ferð til útlanda. Hann minntist þess-
arar ferðar ætíð með gleði. Þau heim-
sóttu náinn frænda Guðrúnar, sem
bjó og starfaði í Lúxemborg, og nutu
þau gestrisni og leiðsagnar hans.
Leifur missti konu sína eftir rúm-
lega þriggja ára hjónaband. Hún
fékk illvígan sjúkdóm sem leiddi
hana til dauða langt um aldur fram.
Var það Leifi þungt áfall. Leifur bjó á
heimili þeirra við Njarðargötu allt
þar til heilsu hans fór að hraka. Síð-
ustu árin dvaldi hann á hjúkrunar-
heimilinu Arnarholti á Kjalarnesi.
Þar bjó hann við gott atlæti og undi
vel hag sínum. Var hann þakklátur
stofufélögum og starfsfólki.
Við munum ætíð minnast Leifs
sem uppáhaldsfrænda. Við kveðjum
hann og þökkum fyrir allt sem hann
hefur fyrir okkur gert.
Góður Guð geymi þig.
Vigdís, Ragna, Anton
og Vilhjálmur.
Kæri frændi, Leifur A. Ólafsson.
Þú kvaddir okkur 29. maí síðastlið-
inn. Þú varst móðurbróðir minn,
fæddur 1919 en ég 1924. Við bjugg-
um öll saman á Nýlendugötunni nr.
19b í Reykjavík, amma, afi,
langamma, pabbi og mamma, og
fjögur börn afa og ömmu á efstu hæð
hússins, og þar fæddist ég og þú
hændist mjög að mér, og við gátum
leikið okkur saman. Þú varst svo hrif-
inn að fá litlu frænku, því þú varst
yngstur. Þú varst alltaf svo hug-
myndaríkur og skemmtilegur og ein-
stakt ljúfmenni og allt lék í höndum
þínum. Byrjaðir 12 ára gamall að
taka ljósmyndir og gerðir mikið af
því alla ævi, framkallaðir og hand-
málaðir myndirnar. Mjög listrænn
frændi, spilaðir á harmoniku, sög og
greiðu og gast alltaf skemmt fjöl-
skyldunni þegar við komum saman;
með óvenjulegt skopskyn og öllum
leið svo vel í kringum þig, elsku
frændi. Amma var mjög sæl að hafa
þig hjá sér svona lengi. Þau bjuggu
lengst af ævinni saman, nú síðast á
Njarðargötunni, og Guðmundur
bróðir þinn. Leifur vann lengstaf við
prentverk hér í Reykjavík, nú síðast
hjá Prentsmiðju Sigurjóns. Þú misst-
ir ömmu og Guðmund bróður þinn
með fárra ára millibili og giftist
elskulegri stúlku, Guðrúnu Stein-
dórsdóttur frá Reykjavík, en varðst
fyrir þeirri miklu sorg að missa hana
eftir nokkurra ára sambúð; það var
ekki langt á milli þeirra allra. Leifur
tapaði heilsu sinni mikið eftir þetta
áfall og varð að dvelja á sjúkrastofn-
un lengst af eftir það. Ég kveð þig
með söknuði en með yndislegum
minningum um allar skemmtilegu
stundirnar með þér, elskulegi
frændi. Guð geymi þig.
Þín frænka,
Laufey Jónsdóttir.
LEIFUR ANTON
ÓLAFSSON