Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ DRÖG skýrslu nefndar sem rann- saka átti framkvæmd kosninganna til embættis forseta Bandaríkj- anna í Flórída í nóvember síðast- liðnum liggja nú fyrir. George W. Bush vann nauman sigur á Al Gore en skýrslan hefur vakið harð- ar deilur milli repúblikana og demókrata, að því er segir í The New York Times. Í skýrslunni segir að ekki hafi fundist sannanir fyrir skipulögðu samsæri en hins vegar hefði Jeb Bush, ríkisstjóra Flórída og Kat- herine Harris, innanríkisráðherra sambandsríkisins, snemma verið ljóst að miklir annmarkar væru á framkvæmd kosninganna. Þau hafi hins vegar ákveðið að hafast ekk- ert að. Meint kynþáttamismunun Í skýrslunni segir að einstak- lingar af öðrum kynþáttum en þeim evrópska hefðu átt í tölu- verðum erfiðleikum með að kjósa. Hefði túlka vantað í kjördæmi þar sem meirihluti kjósenda er spænskumælandi og kjörseðlar hefðu sums staðar ekki verið til á spænsku. Þá hefðu kjörseðlar svartra kjósenda verið tíu sinnum líklegri til að verða ógiltir en ann- arra kjósenda. Talsmaður ríkisstjórans sagði skýrsluna illa unna og hlutdræga. Hefði formaður rannsóknarnefnd- arinnar, demókratinn Frances Berry, stutt Al Gore í kosning- unum og bæri skýrslan þess aug- ljós merki. Talsmaðurinn sagði jafnframt að það væri rangt að kjósendum hefði verið mismunað eftir kynþætti. Það eina sem finna mætti að framkvæmd kosninganna væri að þátttaka svartra íbúa Flórída hefði verið meiri en búist var við og hefði það valdið töfum. Forsetakosningarnar í Flórída Deilt um skýrslu rannsóknarnefndar Reuters Katherine Harris, innanríkisráðherra Flórída. FÆREYINGAR munu nú í fjórða sinn á þessu kjörtímabili fá nýjan mennta- og menningarmálaráð- herra. Á fimmtudaginn kemur verður hinn 56 ára gamli Óli Holm tilnefnd- ur í ráðherraembætti og mun hann leysa hinn umdeilda fyrrverandi skipstjóra Tórbjørn Jacobsen af hólmi. Tórbjørn Jacobsen hefur ver- ið ötull baráttumaður sjálfsstjórnar Færeyja en hann lætur af embætti vegna ögrandi framkomu og kjarn- yrts tungutaks sem hefur móðgað ýmsa. Óli Holm er, líkt og fyrirrennari hans, félagi í Þjóðveldisflokknum. Hann er menntaður kennari og hefur um árabil verið aðstoðarskólastjóri í sveitarfélaginu Vogi á Suðurey. Óli Holm er formaður stjórnar Þjóðveld- isflokksins og var nýlega einnig val- inn varaformaður þegar skipulag forystu flokksins var endurskipu- lagt. Ráðherrann nýi var valinn af Íhaldsflokknum til að taka sæti Tór- bjørns Jacobsens sem sagði sjálfvilj- ugur af sér eftir að hafa fengið á sig mikla gagnrýni. Hinn harðorði Tór- bjørn Jacobsen, sem hefur uppnefnt Anfinn Kallsberg „skósvein Dana“ og kallaði ríkisendurskoðanda Fær- eyja nýlega „ómerkilegan bókara“, komst aftur í sviðsljósið í síðustu viku eftir fund með fulltrúum grunn- skólans í sveitarfélaginu Vestmanna. Fundur með grunnskóla- fulltrúum gerði útslagið Stjórn skólans og kennarar höfðu opinberlega gert grein fyrir því að ef skólinn fengi ekki meira fjármagn fyrir næsta skólaár yrði dregið úr kennslu þar á næsta ári. Vegna þess- arar yfirlýsingar kallaði Tórbjørn Jacobsen stjórn skólans á sinn fund í menntamálaráðuneytinu í Þórshöfn. Stjórn skólans og fulltrúar kennara gengu hins vegar af fundi áður en yf- ir lauk vegna hegðunar ráðherrans. Í upphafi fundarins bað Tórbjørn Jacobsen einn fulltrúa kennara að ganga af fundi á þeirri forsendu að hún væri gift þingmanni stjórnar- andstöðunnar. Þá lýsti ráðherrann því yfir síðar á fundinum að aðstoð- arskólastjóri Vestmannaskóla, dönsk kona sem um árabil hefur búið í Færeyjum, yrði að yfirgefa fundinn vegna þess að hún talaði ekki nægi- lega góða færeysku. Í kjölfarið ákv- áðu fulltrúar skólans ásamt skóla- stjóranum að ganga af fundi. Skólastjórinn lýsti því svo yfir að fundi loknum að þrátt fyrir að hann kysi Þjóðveldisflokkinn hefði fram- koma Tórbjørns Jacobsen verið ól- íðandi. Ráðherrann, sem fékk um svipað leyti á sig vantraustsyfirlýsingu þingsins fyrir að uppnefna lögmann Færeyja og aðra þingmenn, ákvað í síðustu viku að láta af embætti. Tór- bjørn Jacobsen upplýsti í tengslum við afsögn sína að hann teldi að of mikið væri litið til hans persónu en minna til stefnu flokks hans og bar- áttu hans fyrir fullveldi. Hann kvaðst stefna á að fara aftur að vinna á sjó auk þess sem hann ætlaði sér að skrifa bók. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveld- isflokksins og ráðherra sjálfstjórnar- mála Færeyja, hefur lýst því yfir að hann harmi afsögn Tórbjørns Jacob- sen. Hann sagði Tórbjørn hafa verið mjög ötulan ráðherra sem hefði tek- ist að leysa mörg verkefni í mennta- og menningarmálum í embætti. Breytingar í landstjórn Færeyja Umdeildur ráð- herra segir af sér Þórshöfn. Morgunblaðið. VERIÐ SKIPA- og kvótasölufyrirtæki og einstaklingur voru dæmd í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær til að borga útgerðarfyrirtæki 12 millj- ónir ásamt vöxtum og dráttarvöxt- um frá í fyrravor, auk 700.000 króna í málskostnað. Peningunum tók skipasalan við er hún seldi bát fyrir útgerðarfélagið og ráðstafaði þeim í eigin þágu sem inngreiðslu á samninga um tvo nýsmíðabáta sem hún hafði í sölu en samningar um kaup á þeim voru þó aldrei gerðir. Fyrir milligöngu skipasölunnar seldi útgerðarfyrirtækið aðilum á Vestfjörðum 5,99 tonna dekkaðan plastbát. Umsamið kaupverð báts- ins var 14,5 milljónir sem greiðast átti með peningum inn á banka- reikning skipasölufyrirtækisins. Átti útgerðarfyrirtækið að fá féð af- hent þegar öll veðbönd og allar veiðiheimildir bátsins hefðu verið færð af bátnum. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir var sú greiðsla ekki innt af hendi. Vísað til munnlegra samninga Skipasalan hélt því fram að tekist hefðu munnlegir kaupsamningar milli útgerðarfélagsins og sín um tvo nýsmíðabáta sem skipasalan hafði til sölu. Hafi hún haft til þess heimild að ráðstafa 12 milljónum króna af andvirði plastbátsins sem fyrstu greiðslum samkvæmt þeim kaupsamningum, 6 milljónum inn á hvorn bát. Fyrirsvarsmaður útgerð- arfélagsins undirritaði umsóknir um veiðileyfi til Fiskistofu vegna nýsmíðabátanna en segir að til- gangurinn með umsóknunum hafi einungis verið að kanna hvort veiði- leyfi fengist á bátana. Hann hafi ekki haft nein yfirráð yfir bátunum, heldur sótt um þetta í samráði við starfsmann skipasölunnar sem hafi útbúið umræddar umsóknir. Hafi það skipt verulegu máli varðandi hugsanleg kaup á bátum þessum hvort veiðileyfi fengjust á þá, auk þess sem miklu máli hefði skipt hvernig bátarnir reyndust á sjó en aldrei reyndi á það. Hafi því aldrei komið til að af þessum kaupum yrði. Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur í gær sagði, að telja verði afar ótrúverðugt og í hæsta máta óeðlilegt, þegar um svo mikil verðmæti sé að ræða sem um geti í meintum kaupsamningum, að vanur sölumaður á skipasölu láti viðgang- ast að ganga ekki frá formlegum kaupsamningum þar um. Gegn neit- un útgerðarfélagsins hvíli sönnun- arbyrði þess að bindandi kaup- samningar hafi stofnast á skipasöluna. Hún hafi engin hald- bær gögn lagt fram í málinu sem styðji fullyrðingar um munnlega kaupsamninga og gegn eindregnum andmælum útgerðarfyrirtækisins þyki það allsendis ósannað að slíkir samningar hafi komist á og enn síð- ur að skipa- og kvótasölunni hafi verið heimil sú ráðstöfun á sölu- verði plastbátsins sem raun ber vitni. Þá liggi fyrir að samkvæmt þeim óundirrituðu kaupsamningum sem skipasalan hafi lagt fram til stuðnings kröfum sínum, hefðu um- ræddar innborganir, 6 milljónir inn á hvorn bát, átt að greiðast við und- irritun samninganna, en fyrir lægi að þeir voru aldrei undirritaðir. Annar bátanna þegar verið seldur öðrum Þá lægi fyrir í málinu að annar nýsmíðabátanna hefði þegar verið seldur öðrum og hefði skipa- og kvótasalan ekki séð neina ástæðu til að endurgreiða útgerðarfélaginu það fé sem ráðstafað hafði verið sem greiðsla inn á þann bát. Þvert á móti mætti skilja á sölumanni hjá skipasölunni að félaginu hafi borið að fjármagna rekstur skipasölunnar varðaði hina tilteknu nýsmíðabáta. Segir ennfremur í niðurstöðum dómsins, að skipasalan hafi ekki virt skyldu um góðar viðskiptavenj- ur sem á henni hvíldi samkvæmt lögum og væri ljóst að fyrirsvars- menn hennar hefðu í algeru heim- ildarleysi ráðstafað fjármunum í eigin þágu sem tilheyrðu útgerð- arfélaginu og með þeirri saknæmu og ólögmætu háttsemi hefðu þeir valdið útgerðinni tjóni. Skipasala greiði útgerðarfélagi bætur ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir að ekki komi á óvart að ákvörðunin um að steinbítur verði utan kvóta á næsta fiskveiðiári sé um- deild, en reglur þurfi að vera um steinbítsveiðar og reynt verði að verja steinbítinn á hrygningartímanum. Fram kom í samtali við Halldór Árnason, trillukarl á Patreksfirði, í blaðinu í gær að ekki væri um neina nýliðun í steinbít að ræða vegna þess að hugsanlega hefðu togarar hrært svo í hrygningarstöðvunum undan- farin tvö til þrjú ár að klakið hefði al- veg misfarist. Því væri svakalegt að vísa öllum flotanum í steinbítinn. Sjávarútvegsráðherra segir að þessi ummæli um nýliðunina séu í andstöðu við skýrslu Hafrannsókna- stofnunar í ár og í fyrra en sjálfsagt og rétt sé að skoða hvort hægt sé að verja steinbítinn á hrygningartíman- um. Reynt sé að stýra veiðum á marg- víslegan annan hátt en með kvótum og vel geti verið að það eigi við um steinbítinn. Í viðtalinu við Halldór Árnason kom jafnframt fram að það gengi ekki að hafa frjálsan aðgang að einum stofni en kvóta í öðrum og farið yrði í mál við ráðherra vegna þessa. Árni M. Mathiesen segir að Halldór geti haft mikið til síns máls varðandi kvóta og ekki kvóta en þetta hafi verið þannig að allar tegundir hafi ekki ver- ið í kvóta. Hins vegar væri alveg ljóst að ekki gengi að stýra veiði í einni og sömu tegundinni með tveimur kerf- um, annars vegar sóknarkerfi eða frjálsri sókn og hins vegar kvótakerfi. „Ég held að við Halldór séum sam- mála um það,“ segir hann. Sjávarútvegsráðherra um frjálsar veiðar á steinbít Verja þarf steinbítinn á hrygningartímanum OPIN Íslandsmót í handflökun sem og í netaviðgerðum og vírasp- læsingum eru á dagskrá Hátíðar hafsins sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudag. Opna Íslandsmótið í handflökun fer fram í áttunda sinn en keppnin verður í Hafgarði í Faxaskála og hefst kl. 10.30 í fyrramálið. Starfs- fræðslunefnd fiskvinnslunnar, sem er rekin af sjávarútvegsráðuneyt- inu og Samtökum fiskvinnslu- stöðva, stendur að mótinu og segir Sigurbjörn Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Hátíðar hafsins, að það sé til að minna á mikilvægi þessarar verkgreinar, en handflök- un er mikilvægur þáttur í útflutn- ingsverðmætum sjávarafurða og góðir handflakarar eftirsóttir. 19 manns tóku þátt í keppninni í fyrra og fékk Ámundi S. Tómasson hjá Sætoppi í Reykjavík flest stig fyrir hraða, nýtingu og gæði. Klukkan 12.30 á morgun hefst svo fyrsta Íslandsmótið í netavið- gerðum og vírasplæsingum á sama stað. Sigurbjörn segir að Hátíð hafsins hafi ákveðið að fara af stað með þessa keppni til að minna á sjóvinnuna og verkþekkinguna en Hampiðjan, Félag járniðnaðar- manna og Ísfell hf. hafi gert það kleift með styrkjum að keppnin yrði að veruleika. Sjómenn heiðraðir Að öðru leyti er dagskráin mjög fjölbreytt. Þar má nefna kynningu skóla á menntun og störfum í sjáv- arútvegi í tjaldborg á Miðbakka kl. 13 á morgun og minningarsýn- inguna „Við minnumst þeirra“, sem hefst í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsinu, kl. 10 í fyrra- málið. Hún er til minningar um 1.297 íslenska sjómenn sem skráð- ir eru í minningarbók Sjómanna- dagsins frá því að hann var fyrst haldinn 1938 og til sama dags árið 2000. Sýningin er byggð upp af veggspjöldum með áletruðum nöfnum þessara manna í tímaröð. Listamennirnir og feðgarnir Torfi Jónsson og Jóhann Torfason hönn- uðu sýninguna og sáu um uppsetn- ingu. Sjómannasamtökin eiga sýn- inguna. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannadagsráðs, setur hátíðina kl. 14 á sunnudag en síðan flytja Fjóla Sigurðardóttir, sjó- mannskona í Grindavík, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjáv- arútvegsstofnunar HÍ, og Jón Gunnarsson, formaður Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar, ávörp. Að þeim loknum verða fimm sjó- menn heiðraðir en hátíðarhöldum lýkur kl. 17 á Miðbakka. Opin Íslandsmót á Hátíð hafsins í Reykjavík Netaviðgerðir, víra- splæsingar og flökun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.