Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SEX stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sameinast um starfshóp til að vinna að áætlun og greinargerð um fyrirhugað álver á Reyðarfirði til að leggja fyrir stjórnir sjóðanna. Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem fer fyrir starfshópnum, þarf að hafa hraðar hendur því ætlunin sé að segja af eða á um hvort ráðist verður í stór- iðju á Austurlandi í félagi við Norsk Hydro strax upp úr áramótum. Þeir lífeyrissjóðir sem aðild eiga að starfshópnum eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður- inn Framsýn, Sameinaði lífeyrissjóð- urinn, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður Norðurlands. Það eru framkvæmdastjórar sjóðanna sem eiga sæti í starfshópnum fyrir þeirra hönd og eiga að afla nægilegra upp- lýsinga á næstu vikum og mánuðum til að í haust og vetur verði hægt að taka endanlega ákvörðun. „Það er ljóst að við verðum að halda vel á spilunum og nýta sumarið vel. Eigi tímamörk að standast þarf að hraða uppbyggingu fyrir austan og fá til þess umtalsvert erlent lánsfé,“ sagði Þorgeir við Morgunblaðið. Hann segir að viðræður við erlend lánafyrirtæki hefjist innan tíðar. Fundur var haldinn meðal fjár- málafyrirtækja, stórfyrirtækja og líf- eyrissjóða um Reyðarálsverkefnið á Hótel Sögu á dögunum þar sem farið var yfir stöðu mála og þann fjárfest- ingarkost sem fyrirhugað álver er. Að sögn Þorgeirs kom m.a. fram á fund- inum að samanlagður kostnaður við byggingu álvers og rafskautaverk- smiðju á Reyðarfirði yrði ekki undir 100 milljörðum króna. Formaður stjórnar eins stærsta líf- eyrissjóðs landsins, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, er Ögmundur Jónasson, alþingismaður vinstri- grænna og formaður BSRB. Hann segir málið hafa verið lítillega rætt innan stjórnar sjóðsins en telur ekki raunhæft að fjalla um það af alvöru á þessu stigi málsins. Til þess skorti enn of miklar grunnupplýsingar. „Við höfum orð ríkisstjórnarinnar fyrir því að Landsvirkjun muni ekki fara út í framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun nema hún hafi tryggt sér orkusölusamning sem felur í sér 5-6% arðsemi af fjárfestingum vegna virkjunarinnar,“ segir Ögmundur. „Samkvæmt mínum kokkabókum mun slík arðsemi þýða mjög hátt orkuverð og verði orkuverðið eins hátt og ég hef grun um að það þyrfti að vera er ljóst að það verður ekkert af þessum framkvæmdum.“ Ögmundur segir að af þessum sök- um eigi lífeyrissjóðir og aðrir fjárfest- ar að fara sér hægt. „Mér þætti mjög óábyrgt að fara fram með þessi mál áður en orkusölusamningar liggja fyrir,“ sagði hann. Fjárfesting í álveri á Reyðarfirði Starfshópur sex stærstu lífeyris- sjóða skipaður ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra tilkynnti í gær að hann ætl- aði að fá utanaðkomandi aðila til að meta forsendur og mat Hafrann- sóknastofnunar á ástandi nytjastofna við landið, en eins og Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri stofnunarinnar, greindi frá sl. þriðjudag hefur þorsk- stofninn verið stórlega ofmetinn und- anfarin ár og er nú í sögulegu lág- marki. Árni M. Mathiesen segir að þótt mat Hafrannsóknastofnunar sé ófull- komið sé vísindaleg úttekt stofnunar- innar besta matið sem Íslendingar hafi til að byggja fiskveiðistjórnun sína á. Hins vegar verði að skoða mál- ið mjög vel í ljósi ríkjandi óvissu og því hafi hann ákveðið að bregðast við með ítarlegri naflaskoðun. Sjávarútvegsráðherra ætlar að óska formlega eftir skýringum Haf- rannsóknastofnunar á ofmati á þorski undanfarin fjögur ár. Hann ætlar einnig að óska eftir því formlega við Fiskistofu að hún geri grein fyrir þeim þáttum sem geti haft áhrif á ná- kvæmni upplýsinga um landaðan afla. Hann leggur enn fremur áherslu á að störfum aflareglunefndar verði hrað- að, að lögin um Hafrannsóknastofnun verði endurskoðuð og athugun fari fram á grundvelli fram kominnar gagnrýni. Niðurstöður eiga að liggja fyrir í haust og að þeim loknum, í lok október eða nóvember, stendur til að skipuleggja sérstakt málþing þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með og koma á framfæri sjónarmið- um þegar sérfræðingar fara yfir helstu þætti rannsókna og stjórnunar í sjávarútvegi. Árni M. Mathiesen segir að ekki sé verið að gera Hafrannsóknastofnun að blóraböggli. „Ég er ekki að kasta rýrð á Hafrannsóknastofnun eða van- treysta henni en það hafa komið upp hlutir sem gera það að verkum að við treystum þessu ekki eins vel í dag og við gerðum í gær.“ Sjávarútvegsráðherra óskar skýringa frá Hafrannsóknastofnun Utanaðkomandi aðili meti niðurstöður stofnunarinnar  Óska eftir/38 ÞAÐ virtist létt yfir trillukörlunum í Hafnarfjarð- arhöfn þegar þeir lögðu að bryggju eftir fengsælan túr í gær. Ekki er þó ólíklegt að fyrirhuguð kvótasetning meðafla og kvótamál almennt hafi borið á góma. Morgunblaðið/Jim Smart Spjallað í Hafnarfirði GUNNAR Ásberg Helgason frá Lambhaga á Rangárvöllum, sem er blindur, hreyfihamlaður og með skerta heyrn, lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Suður- lands um síðustu helgi. Fötlun Gunnars stafar af ill- kynja krabbameinsæxli á heila- stofninum við litla heila sem fjar- lægt var árið 1990, þegar hann var 14 ára. Á tímanum sem liðinn er síðan hefur hann lokið 2–3 ára grunn- skólanámi auk hins hefðbundna menntaskólanáms. Lét fötlun ekki aftra sér  Fékk viðurkenningu/22 VERÐLAG á sjávarafurðum er að meðaltali fremur hátt í sögulegu samhengi og ívið hærra það sem af er þessu ári en það var á sama tíma í fyrra á föstu verðlagi. Í krónum talið er verðið hins vegar verulega hærra en það hefur verið vegna gengis- lækkunar krónunnar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að ef litið sé á það hvernig verðvísitala sjáv- arafurða hefur þróast frá árinu 1990, þegar hún var sett á 100, sé hún núna í 127,1. Að vísu þurfi að draga verð- bólgu erlendis frá ef ætlunin sé að skoða raunvirðið í þessum efnum en verð á sjávarafurðum hafi verið með ágætu móti á árinu 1990. Verðið sé núna tiltölulega hátt og hafi verið hátt í raun og veru frá árinu 1997. Þá hafi vísitalan verið 109,7 en hafi árið eftir hækkað í 124,9. „Verðið er tiltölulega hátt í sögulegu samhengi og verð á sjávar- afurðum hefur verið mjög traust þegar litið er á það í heild síðastliðin fjögur ár,“ sagði Þórður. Hann sagði að sú 14% hækkun á verði sjávarafurða í íslenskum krón- um sem rætt hefði verið um að und- anförnu væri milli fyrsta ársþriðj- ungs í ár og sömu mánaða í fyrra. Milli 1 og 2% væri verðhækkun er- lendis en að öðru leyti væri um geng- isbreytingar að ræða. Þórður sagði að verð á flestum sjávarafurðum væri traust. Mjög gott verð væri á botnfiskafurðum. Verð á lýsis- og mjölafurðum væri hins vegar tiltölulega lágt en það væri vegið upp með góðu verði á öðr- um afurðum. Sjávarvöruverðlag hátt í sögulegu samhengi +,-.+ +,/.0     ! "(() ))" %    55!6!! "! * !   !* !! 55! 75 75' 75 758 7!!         +12.+ ++,.+ +1+.2 +1-.1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.