Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Persónuleg þjónusta Slóð á heimasíðu okkar er utfarir.is Símar 567 9110 & 893 8638 ✝ Geir Stefánssonvar fæddur í Vopnafirði 22. júní 1912. Hann lést eftir stutta sjúkralegu á Landspítalanum í Fossvogi 25. maí síð- astliðinn. Foreldrar Geirs voru Stefán sjómaður, f. 27. júlí 1893, fórst með Leifi heppna 7.–8. febr- úar 1925, Magnús- sonar bónda lengst í Böðvarsdal í Vopna- firði Hannessonar og kona hans Þór- unn Sigríður f. 6. október 1884, d. 17. ágúst 1960 Gísladóttir bónda á Stefánsstöðum í Skrið- dal Jónssonar. Geir átti fimm systkini, þar af fjögur hálfsystk- ini. Albróðir hans var Garðar Hólm Stefánsson, f. 6. febrúar 1909, d. 16. febrúar 1961. Bróðir hans sammæðra var Hjálmar Steindórsson, f. 27. apríl 1928, d. 17. maí 1997. Faðir Hjálmars var Steindór Jóhannesson, síðar kaupmaður á Vopnafirði. Stefán kvæntist Jónu Guðnadóttur frá Borgarfirði eystra, dætur þeirra, hálfsystur Geirs sam- feðra, eru 1) María, f. 12. októ- ber 1919, d. 10. febrúar 1973, 2) Helga, f. 26. apríl 1921, d.2. febrúar 1944, 3) Guðný f. 14.ágúst 1922. Geir varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1935 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1940. Geir kvæntist eftirlifandi konu sinni, Birnu Hjaltested, 18. maí 1937. Birna er dóttir séra Bjarna Hjaltested, prests og kennara í Reykjavík, og konu hans Stef- anie Önnu fædd Berntsen. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Sigríður fædd 29. maí 1938 í Reykjavík, gift Stefáni Bjarnasyni skipa- tæknifræðingi, þau eru barnlaus; 2) Anna Þórunn fædd 3. sept- ember 1942 í Reykjavík, maki hennar Justiniano de Jesus, þau skildu. Börn þeirra eru Sigríður (Níní) Hjaltested lögfræðingur og Anna María. Sigríð- ur er gift Halldóri Halldórssyni við- skiptafræðingi og eiga þau tvö börn, Helenu Birnu og Bjarna Geir. Anna María á einn dreng, Filip Má, 3) Birna Hjaltested fædd 11. október 1944 í Reykjavík gift Garðari Halldórs- syni arkitekt. Börn þeirra eru Margrét Birna og Helga María viðskipta- fræðingur. Margrét Birna á son- inn Garðar Árna. Helga María er gift Ingvari Vilhjálmssyni við- skiptafræðingi en þau eiga dótt- urina Þóru Birnu. Starfsvettvangur Geirs Stef- ánssonar var að mestu við versl- un og viðskipti. Á stríðsárunum rak hann eigið fyrirtæki í Reykjavík. Haustið 1945 fór hann með fjölskyldu sinni til Stokkhólms þar sem hann hugð- ist fara til framhaldsnáms í al- þjóðarétti með alþjóðaverslunar- rétt sem aðalfag. Við það nám var hann í tvö ár en í sum- arleyfum árin 1946 og 1947 starfaði hann í sendiráðinu í Stokkhólmi, fyrst sem aðstoðar- maður Vilhjálms Finnsen og síð- an Helga P. Briem sendiherra. Árið 1948 hóf hann rekstur út- og innflutningsverslunar einkum með íslenskar afurðir svo sem síld, þar til hann fluttist aftur til Íslands með fjölskyldu sína árið 1954. Frá árinu 1954 og þar til hann dró sig í hlé frá erli viðskipta- lífsins árið 1986 rak hann fyr- irtækið Transit Trading Co. og fékkst hin síðari ár við innflutn- ing m.a. á vinnuvélum og bygg- ingavörum einkum frá Banda- ríkjunum. Jarðaför Geirs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í uppvexti mínum á árunum 1920 til 1940 gat það verið undir ýmsu komið hverjum nánustu ætt- ingja menn kynntust. Mestu réð hversu dreifðir þeir voru um land- ið og hvernig samgöngum var háttað við hina ýmsu landshluta. Nú var það svo að föðurfólk mitt bjó flest á Hólsfjöllum, aðeins einn föðurbróðir bjó niðri í Axarfirði. Móðurfólk mitt var flest úr Vopna- firði og víðar af Austfjörðum. Amma okkar Geirs var frá Klaks- vík í Færeyjum, skörungur hinn mesti. Henni kynntist ég ekkert en ég sá hana einu sinni áttræða er hún kom með áætlunarbíl á Gríms- staði. Hún ætlaði að halda áfram sama daginn út á Víðirhól um það bil 12 km. leið. Svo illa stóð á að hvorki var hestur né bíll til reiðu til að skjóta gömlu konunni en henni þótti hlægilegt ef menn héldu að hún gæti ekki gengið þennan spöl. Um kvöldið féll nú samt til bílferð. Meðal frænda minna sem ég kynntist ekki fyrr en seint og um síðir voru bræðurnir Garðar Hólm og Geir Stefánssynir. Þeir bjuggu á Vopnafirði hjá móður sinni en faðir þeirra Stefán Magnússon, móðurbróðir minn, fórst með togaranum Leifi heppna á Hala- miðum í miklu ofviðri árið 1925 að- eins 32 ára. Guðfinna Þorsteins- dóttir frá Teigi í Vopnafirði rekur þá atburði í bók sinni Vogrek. Þriðji sonur Þórunnar hét Hjálmar Steindórsson. Á þessum tíma þurfti bæði hörku og seiglu til að komast í menntaskóla og ljúka stúdents- prófi. Það gerði þó dálítill hópur ungra manna úr Vopnafirði, meðal annarra þeir frændur Geir Stef- ánsson og Jón Halldórsson, Þórir Guðmundsson, Þorsteinn Valdi- marsson og fleiri. Menntaskóla- piltar að austan sóttu gjarnan Menntaskólann á Akureyri en það gat verið tafsamt að komast á milli vor og haust. Það var stórhapp að fá skipsferð til Akureyrar en oft- ast þurfti að fara landleiðina og ganga yfir fjöll og firnindi eða fá lánaðan hest. Mér er minnistætt að kynnast þessum ótrauðu göngu- mönnum en stundum fékk ég að fylgja þeim frá Grímsstöðum aust- ur að Dimmafjallagarði til að stytta gönguna svolítið. Þeir voru léttir á fæti og vanir göngumenn. Geir af smalamennsku í Möðrudal þar sem hann var nokkur skipti kaupamaður á sumrin. Eftir stúdentspróf settist Geir í Lagadeild í Háskóla Íslands og lauk embættisprófi árið 1940. Hann hafði í huga að fara í frekara nám í alþjóðarétti og hugðist ráða sig til starfa í utanríkisþjónustuna. Úr því varð þó ekki heldur lagði Geir fyrir sig kaupsýslu og fékkst bæði við inn- og útflutning. Ævikafli sem Geir hafði gaman af að segja frá voru viðskiptaferðir sem hann fór suður um Evrópu fyrstu árin eftir stríðið meðan hvergi varð komist nema með því að beygja sig undir fáránlegustu reglur og fyrirmæli. Oft voru mútugreiðslur eini möguleikinn til að komast áfram. Geir var glaðlyndur maður og hrókur alls fagnaðar í samkvæm- um. Hann var líka vel máli farinn, málamaður góður og hélt snjallar tækifærisræður. Hann var smekk- maður um klæðaburð og hefði vafalaust sómst sér vel sem fulltrúi landsins á erlendri grund. Kona Geirs er Birna Hjaltested úr Reykjavík, stórfróð kona um marga hluti og kann vel að segja frá, ekki síst ef farið er út í ætt- fræði. Nú er Birna orðin hálftíræð og furðu hress, aðeins heyrnin far- in að bila. Þeim gömlu hjónunum var og er ekki síst mikill styrkur af dótturdóttur sinni sem ólst upp hjá þeim og manni hennar. Þegar rætt var við þau hjónin um kynni af öðrum löndum kom fljótt í ljós að þau hjónin höfðu hlýrri hug til Svía en flestra ann- arra enda voru kynni þeirra af Sví- þjóð og Svíum lengri en af öðrum. Það var alltaf gestkvæmt hjá Geir og Birnu, bæði úti í Svíþjóð og hér heima og öllum tekið af rausn og vel veitt. Minnistæður atburður í lífi Geirs og Birnu var krýning tveggja dætra þeirra sem fegurð- ardrottninga, Íslands og Reykja- víkur. Því fylgdi mikið umstang en líka viðurkenning og athygli um- heimsins. En nú er skarð fyrir skildi og aldursforseti fjölskyldunnar er horfinn á braut. Verður nú að bera sig vel og vona að maður komi í manns stað. Baldur Ingólfsson. Kvaddur er tengdafaðir minn Geir Stefánsson, lögfræðingur og stórkaupmaður. Liðin eru nú full 30 ár síðan ég kynntist Geir Stefánssyni frá Vopnafirði, fjölhæfum og aðsóps- miklum athafnamanni, svo og fjöl- skyldu hans. Þau hjónin Geir og Birna, eiginkona hans, áttu þá þrjár glæsilegar og gjafvaxta dæt- ur, þegar ég að sumarlagi árið 1970 kynntist yngstu dótturinni Birnu og í framhaldi þar af fjöl- skyldunni allri. Við Birna giftum okkur ári síðar og hafa leiðir okk- ar Geirs legið saman síðan. Nú hafa leiðir skilið um sinn en eftir sitja minningar frá mörgum góð- um samverustundum. – Það er sjónarsviptir að manni eins og Geir. Á þeim árum þegar ég fyrst kynntist Geir rak hann heildversl- unina Transit Trading Co með dælur,vinnuvélar, heimilistæki og ýmsar járnvörur fyrir innréttinga- smíði frá Bandaríkjunum, svo sem skápahöldur, skápabrautir, hurð- arhúna og bílskúrshurðarjárn. Jafnframt heildsölunni rak hann einnig smásölu, að Suðurlands- braut 6, með sömu vörur. Á þann hátt þótti Geir hann ná beinum tengslum við markaðinn og takast best að markaðssetja sínar vörur. Þessar vörur urðu á þessum árum mjög eftirsóttar og lögðu margir leið sína til Geirs, húsbyggjendur, iðnaðarmenn og arkitektar. Var ég einn þeirra sem hafði lagt leið mína í verslunina til Geirs, nokkru áður en við Birna kynntumst. Átti ég oft við hann viðskipti enda Geir afburða sölumaður og vörurnar góðar sem hann seldi. Geir setti sig vel inn í allt sem laut að þess- um vörum. Hann var jafnvígur hvort sem hann brá fyrir sig þekk- ingu iðnaðarmannsins, vélvirkjans eða eðlisfræðingsins allt eftir því sem við átti þegar hann lýsti gæð- um þeirrar vöru sem hann var að selja. Þegar ég heyrði hann lýsa því hvernig dælurnar hans unnu þá hélt ég að hann væri verkfræði- menntaður, en komst að því síðar að hann var lögfræðingur. Slík var fjölhæfni Geirs en því átti ég eftir að kynnast betur síðar, þegar hann fjallaði um óskyld svið eins og meðferð sjávarafla, mannkyns- sögu, ættfræði eða skógrækt. Geir hóf sinn feril ungur á sjón- um og vann fyrir sér með námi á bátum frá Vopnafirði. Áður en hann lauk stúdentsprófi var hann orðinn formaður á bát. Það veg- arnesti sem hann fékk í uppeldinu á Vopnafirði við kröpp kjör og mikla vinnu settu mark á hann ungan. Hann var alinn upp af tveimur konum, ömmu sinni Guð- rúnu og móður sinni Þórunni. Þór- unn sem var einstæð bjó með móð- ur sinni sem var umsjónarkona í barnaskólanum á Vopnafirði og ól þar upp drengina sína þrjá. Þór- unn flutti síðar til Reykjavíkur eft- ir að synirnir höfðu komið sér þar fyrir. Faðir Geirs sem var sjómað- ur á Vopnafirði og síðar í Reykja- vík var bóndasonur úr Böðvarsdal. Hann átti þrjár dætur með síðari konu sinni, en fórst ungur með togara rúmlega þrítugur að aldri, en Geir var þá 13 ára gamall. Geir vildi brjótast áfram, hann vildi menntast, hann vildi vera sjálfstæður og öðrum óháður. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 23ja ára gamall og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 5 árum síðar. Á háskólaárunum vann hann jafn- framt fyrir sér með námi og tók þá sín fyrstu skref í viðskiptalífinu, þegar hann starfaði hjá Eiríki Halldórssyni kaupmanni á Siglu- firði. Heildverslunina Geir Stef- ánsson Co h.f. stofnaði hann 1939 og rak hana með aðsetur að Aust- urstræti 1 út stríðsárin allt til árs- ins 1945. Hann verslaði þá einkum með vefnaðarvörur og fatnað. Þessi verslun reyndist honum ábatasöm, hann lagði fyrir fé, en dreymdi stærri drauma. Að stríðinu loknu ákvað Geir að fara til framhaldsnáms í lögfræði, nánar tiltekið í alþjóðarétti með verslunarrétt sem aðalfag. Hann sagði þá skilið við fyrirtæki sitt og góð lífskjör í Reykjavík og tók sig upp með eiginkonu og þrjár dætur og flutti til Svíþjóðar. – Eiginkona mín Birna var þá tæplega eins árs gömul. – Hann hóf nám við háskól- ann í Stokkhólmi og tók á leigu glæsilegt hús á mjög fallegum stað í skerjagarðs-bænum Djursholm, útbæ Stokkhólms. Þar undi fjöl- skyldan við frábærar aðstæður og mjög gott viðurværi næstu níu ár- in. Geir var við háskólann í tvo vetur en vann jafnframt við sendi- ráð Íslands í Stokkhólmi á sumrin. Geir hafði ætlað sér að kosta sitt nám og uppihald í Svíþjóð með því fé sem hann hafði lagt til hliðar frá verslunarrekstrinum heima. Það tókst þó ekki eins og nánar verður vikið að og áður en varði var hann kominn út í viðskipti og námið varð að bíða. Þegar að því kom að flytja þá peninga sem þurfti vegna náms og uppihalds frá Íslandi til Svíþjóðar, þá stóð allt fast vegna þeirra hafta sem þá voru í gjaldeyrismálum hérlendis. Hann tekur því það til bragðs að kaupa íslenskar afurðir og selja þær í Svíþjóð. Verður það upphafið að viðamikilli útflutnings- verslun hans með íslenskar land- búnaðar- og sjávarafurðir til Sví- þjóðar og Mið-Evrópu. Geir ruddi þar braut á mjög framsækinn hátt. Hann seldi m.a. íslenska ull til Ungverjalands og flutti vín og aðr- ar ungverskar vörur til Svíþjóðar. Á endanum fór þó fyrir honum eins og mörgum öðrum íslenskum athafnamönnum að stór sending af gallaðri síld frá Íslandi kom hon- um á kné og batt enda á versl- unarrekstur hans í Svíþjóð á þess- um árum. Þessi erfiða staða varð til þess að hann fluttist aftur til Ís- lands ásamt fjölskyldu sinni, vorið 1954, án þess að ljúka sínu fram- haldsnámi. Á árunum í Svíþjóð ráku Geir og Birna heimili sitt með mikilli reisn. Þau voru bæði mjög greiðvikin og gestrisin. Heimili þeirra stóð opið fjölmörgum Íslendingum sem leið áttu um Stokkhólm á þeim árum. Það lenti á Geir að leysa vanda margra enda var hann boðinn og búinn til þess og öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Það má fullyrða að bæði beint og óbeint hafi Geir verið sendiherrum Íslands í Stokkhólmi mikill stuðn- ingur á þessum árum. Upp úr þeim samskiptum spratt m.a. traust og gagnkvæm vinátta við Helga P. Briem sendiherra og fjöl- skyldu hans. – Mér hefur fundist af samtölum mínum bæði við Birnu tengdamóður mína og Geir, að árin í Svíþjóð hafi verið há- punktur þeirra sameiginlega lífs- ferils. Þau voru ungt fólk á upp- leið, bjuggu við góð efni í tæpan áratug í stórkostlegu umhverfi með þrjár ungar og tápmiklar dætur. Það var mikið áfall fyrir þau öll að flytja aftur til Íslands, aðlaga sig að öðru umhverfi og gjörólík- um lífsstíl og búa fyrstu árin eftir að þau fluttu heim við breytt kjör. Árið 1954 stofnaði Geir fyrirtæki sitt Transit Trading Co sem hann rak síðan í rúm 30 ár. Lengi var hann með aðsetur að Hverfisgötu 106 A, stundaði í fyrstu innflutn- ing, en stofnsetti síðan Saumastof- una Sunnu og framleiddi barna- og unglingafatnað. Sá rekstur gekk þó ekki lengi. Á einni af ferðum sínum til Svíþjóðar um það leyti kynnti hann sér framleiðslu á minka- og refafóðri. Hann keypti sér búnað, leigði frystiaðstöðu og hóf að láta mala og frysta fiski- úrgang og selja sem minka- og refafóður til Norðurlanda, einkum til Svíþjóðar. Þegar þessi nýju við- skipti með minkafóðrið, sem hann átti frumkvæði að, voru farin að reynast arðvænleg, varð hann fyr- ir enn einu áfallinu á árunum fyrir og um 1960, þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tók þessi við- skipti yfir og kom í veg fyrir að aðrir kæmust þar nærri. Við lá að þetta áfall gerði hann gjaldþrota. Með seiglu og harðfylgi tókst hon- um að halda á sínum rétti og ljúka sínum uppgjörsmálum. Hann var á þessum tíma mikið fjarri fjölskyld- unni, í ferðum milli Íslands og Norðurlanda og dvaldi um skeið einn í Svíþjóð. Í framhaldi þar af verður hann nú í fjórða sinn að byrja nánast frá grunni á nýjum viðfangsefnum. Fyrir milligöngu Sigríðar dóttur sinnar, sem þá bjó í Bandaríkj- unum, komst hann í samband við bandaríska framleiðendur á vinnu- vélum og fjölbreyttri járnvöru og hóf að flytja framleiðslu þeirra til Íslands. Um 1968 kom hann sér fyrir að Suðurlandsbraut 6 og rak þar fyrirtæki sitt næstu 18 árin. – Það er við upphaf þess reksturs sem ég kynnist honum fyrst, spor- léttum, kvikum, áhugasömum og kraftmiklum viðskiptamanni sem ávallt hélt ótrauður áfram – fullur af eldmóði og væntingum um betri hag – þótt á móti blési. Fyrirtækið Transit Trading Co rak hann til ársins 1986 þegar hann dró sig út úr daglegum viðskiptum enda þá kominn á áttræðisaldur. Geir hafði yndi af lestri góðra bóka, hann var þyrstur í allan fróðleik. Hann var gæddur fjöl- hæfri greind og kom því víða við þegar hann leitaði fanga. Hin síð- ari árin varð ættfræði honum mjög hugleikin en einnig fróðleikur um jörðina, geiminn og umhverfismál. Geir hafði gaman af að tala um sín hugðarefni, hann var léttur í við- móti, gleðimaður á mannamótum, söngmaður góður og átti létt með að flytja snjallar tækifærisræður þegar slíkt átti við. Hann hafði gaman af glettni og sprelli og að gantast við sín eigin börn á ár- unum í Svíþjóð og síðar barna- börnin hér heima. Geir var mikið fyrir útiveru þegar tóm gafst til og stundaði skíðamennsku og skóg- argöngur með börnunum í Svíþjóð. Hér heima var hans unaðsreitur í sumarhúsinu að Arnarbóli. Þar undi hann best í fríum á sumrin í tengslum við kyrrðina og jörðina GEIR STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.