Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 47 ✝ GuðmundurMagnússon fædd- ist að Haga í Sandvík- urhreppi 1. október árið 1918. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi 31. maí síð- astliðinn. Guðmund- ur var sonur hjónanna Magnúsar Árnasonar og Sigur- borgar Steingríms- dóttur. Systkini Guð- mundar voru :1) Ágústa Magnúsdótt- ir, hálfsystir, var hús- móðir á Eyrarbakka, fædd 28. ágúst 1905, dáin 3. júlí 1996. 2) Ólafur G. Magnússon, símaverkstjóri, lengst af búsettur á Selfossi, fæddur 2. mars 1916, dáinn 25. janúar 1975. 3) Stein- grímur Magnússon, símamaður, lengst búsettur í Reykjavík, fædd- ur 3. október 1922, dáinn 17. júní 1977. Guðmundur var ógiftur og barnlaus. Guðmund- ur lærði trésmíði á Eyrarbakka og vann við þá iðn alla tíð. Hann vann um tíma hjá breska hernáms- liðinu í Reykjavík og síðan hjá trésmíða- fyrirtækinu Stoð. Hann, ásamt nokkr- um félögum sínum, stofnaði trésmíðafyr- irtækið Við og þar vann hann upp frá því. Guðmundur byggði sér íbúðarhús við Bólstaðarhlíð í Reykjavík ásamt Jóhannesi Guð- mundssyni vinnufélaga sínum og þar bjó hann, fyrst með foreldrum sínum og bróður og síðan með móður sinni þar til hún lést. Síð- ustu 14 árin bjó hann í þjónustu- íbúð í Bólstaðarhlíð 45 í Reykjavík. Útför Guðmundar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kær fjölskylduvinur og frændi er kvaddur í dag. Með fáum orðum viljum við hjónin og fjölskylda okkar þakka honum samfylgdina um áratuga skeið og minnast allra samverustundanna í blíðu og stríðu. Um árabil var Guðmundur í föstu fæði hjá okkur hjónum svo segja má að hann hafi verið einn af fjölskyldunni. Guðmundur var vin- ur vina sinna; traustur og áreið- anlegur. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á og hann gat á ein- hvern hátt veitt liðsinni sitt. Guðmundur fæddist í Haga við Selfoss og ólst upp á Eyrarbakka. Ungur fór hann að vinna fyrir sér og var í sumarvinnu í Kaldaðar- nesi og lærði þar öll sveitaverk. Hann fór þegar hann hafði aldur og þroska til í trésmíðanám í Tré- smiðju Eyrarbakka. Seinna fluttist hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og átti þar heimili æ síðan. Hann vann hjá Byggingar- félaginu Stoð og síðustu starfsárin hjá Olíufélaginu Skeljungi. Hann giftist aldrei en hélt heimili með móður sinni, eftir að bræður hans stofnuðu sín heimili og reyndist henni stoð og stytta meðan hennar naut við. Hann keypti íbúð hjá byggingarfélagi í Bólstaðarhlíð 45 og þar bjó hann síðustu árin. Hann var vandvirkur í öllum sínum störfum og vildi hafa allt traust og haldgott er hann lagði gjörva hönd á. Síðustu árin vann hann að útskurði og skar út marga fagurgerða hluti, aðallega klukkur. Alltaf lágu rætur Guðmundar til Eyrarbakka og hann var ólatur að skreppa með okkur hjónin og fjöl- skylduna þangað. Þegar við hjónin komum okkur upp litlu sumarhúsi þar, þá kom hann á hverju sumri og var hjá okkur orlofsnæturnar. Við hjónin söknum vinar í stað og nú getum við ekki lengur von- ast eftir Gumma í heimsókn. Hann þurrkar ekki lengur af sér á mott- unni fyrir framan dyrnar og segir: „Það er bara gamli flakkarinn.“ Og svo var komið inn og rætt um allt milli himins og jarðar og sagðar sögur úr fortíðinni og málefni dagsins reifuð. Við kveðjum Gumma með sökn- uð í huga og biðjum honum bless- unar á landi lifenda. Mágkonum hans og ættingjum sendum við samúðarkveðjur og kveðjum með orðum sálmaskáldsins: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Guðrún og Ólafur. Kæri frændi. Nú þegar komið er að leiðarlokum viljum við systkinin þakka þér samfylgdina. Þú hefur gefið okkur margar dýrmætar minningar sem á þessari stundu líða um hugann. Frá því við fyrst munum eftir okkur varst þú frændinn sem svo oft heimsóttir okkur. Fyrst með ömmu með þér og síðan eftir að hún dó varst þú gjarna einn á ferð. Fáa þekkjum við sem voru ötulli að rækta frændsemi og góðvild í garð ann- arra. Alltaf varstu boðinn og búinn að rétta okkur hjálparhönd ef þú áttir þess kost. Eftir að við systk- inin uxum úr grasi og stofnuðum okkar fjölskyldur hélstu áfram að koma í heimsókn og sýndir börn- unum okkar barnabörnum og mök- um jafn mikla ræktarsemi og okk- ur. Mörg voru símtölin sem þú hringdir til að heyra hvernig gengi og þá var auðheyrt að þú gladdist þegar okkur gekk vel á sama hátt og þér þótti miður að heyra ef eitt- hvað bjátaði á. Flest okkar bjuggu í Reykjavík og þá voru hæg heima- tökin að líta inn og heilsa upp á hópinn en jafnvel þó um langan veg væri að fara var heimsókn þín út á land árviss viðburður meðan heilsan entist. Við vitum raunar að hjálpsemi þín og dugnaður náði langt út fyrir fjölskylduna. Margir nutu velvild- ar þinnar og handlagni og mörg eru handtökin sem ýmsir, jafnvel þér með öllu óvandabundnir, eiga nú að þakka og mörg eru þau hús- in í henni Reykjavík sem þú og þínir vinnufélagar hafa unnið að. Ég veit að þú varst góður fagmað- ur og margir ungir menn stigu sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn hjá ykkur félögum. Ég veit einnig að þessir menn minnast þín með þökk og virðingu nú þegar þú hef- ur horfið okkur á braut að sinni. Þú fylgdist gjarna með þessum mönnum úr fjarska og gladdist þegar þeim gekk vel. Gummi frændi, eins og við systkinin og börnin okkar kölluð- um hann alltaf, var maður skap- festu og ákveðni ef því var að skipta. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og var ófeiminn við að láta þær í ljós. Hann gat jafnvel átt það til að heimsækja ráðandi menn og láta þá heyra hvað honum fannst, bæði ef honum 2 líkaði vel og eins ef honum líkaði miður og var þá tilbúinn að segja hvernig honum fannst að gera ætti hlutina. Hann var eindreginn stuðningsmaður þess að menn öfluðu sér þekk- ingar. Honum fannst þó, að til þess að menn gætu orðið gjald- gengir á sínu verksviði, þyrfti fleira til en skólagönguna eina og taldi að til þess að hún kæmi að gagni þyrftu menn að vinna við sína grein undir stjórn reyndra manna. Slíkt gerði menn víðsýnni og hæfari til að horfa á hlutina í víðara samhengi en skólabókin ein gerði mönnum fært. Það má segja að hann hafi verið af gamla skólanum. Hann var alinn upp, eins og flestir á hans aldri við að þurfa að bjarga sér sjálfur, var af þeirri kynslóð sem fæddist ekki með silfurskeið í munni og var tilbúinn til að vinna langan vinnu- dag til að þurfa ekki að vera upp á aðra kominn og geta bjargað sér og sínum. Jafnvel þegar hann hafði látið af störfum við fyrirtæki sitt hélt hann áfram að létta undir með fólki þegar til hans var leitað. Hann fann sér áhugamál að fást við sem ekki hafði unnist tími til að sinna fyrr og margir eiga nú haglega gerða útskorna smíðis- gripi eftir hann heima í stofu hjá sér. Nú þegar komið er að leiðarlok- um viljum við systkinin, fjölskyld- ur okkar og börn ásamt móður okkar þakka allt sem þú hefur fyr- ir okkur gert. Við gleðjumst í hjarta okkar yfir því að þú hélst nokkuð góðri heilsu þar til síðustu daga lífs þíns. Líf þitt var ekki, fremur en flestra okkar, laust við áföll og ágjafir en við sem eftir lif- um erum betri manneskjur af sam- vistunum við þig kæri frændi. Guð blessi minningu þína. Sigurður Emil, Sigmar, Hrefna, Auður, börn og barnabörn. Á síðust fimmtíu árum hefur allt breyst í þjóðfélagi okkar. Verk- menning hefur breyst með tilkomu tæknivæðingar og lífsskilyrði þjóð- arinnar batnað. Sú kynslóð smiða sem Guðmundur Magnússon til- heyrði upplifði byltingu í verk- menningu sinni. Eitt er þó sem eftir stendur, að sönn verkmenn- ing felur í sér að vanda sig við verk sitt. Ég var svo lánsamur að fá að nema iðn mína undir handleiðslu þeirra sem gerðu að aðalsmerki sínu að skila góðu verki. Guð- mundur Magnússon var einn af þeim. Hann var góður smiður, sér- staklega iðinn og ósérhlífinn. Hann var glöggur og útsjónarsam- ur, hvort sem fengist var við móta- smíði eða innréttingar. Ekki voru stórir byggingarkranar eða raf- magnsverkfæri til að létta mönn- um vinnuna eins og nú er. Vinnan byggðist fyrst og fremst upp á mikilli útsjónarsemi og seiglu. Guðmundur barðist úr fátækt kreppuáranna, lærði til smíða á Eyrarbakka en fór til Reykjavíkur á stríðsárum. Sagði hann mér ýmsar sögur af þeim viðbrigðum sem hann upplifði og vinnu sinni á stríðsárunum þar sem ungir menn fengu borgað í peningum. Hann vann hjá trésmíðafyrirtækinu Stoð hf. sem var umsvifamikið fyrirtæki á þeim tíma. Þar kynntist hann góðum félögum sem stofnuðu Tré- smíðafélagið Við sf. árið 1956. Það voru Jóhannes Guðmundsson, Þór- hallur Jónsson, Karl Guðbrands- son og Þorsteinn Gunnarsson. Að- eins tveir fyrstnefndu eru eftir af hópnum og sjá nú á bak tryggum félaga. Verkstæði byggðu þeir á Kringlumýrabletti 26, við Háaleit- isveg, en síðar fluttu þeir það í Síðumúla 11 þar sem það er enn starfrækt af Jóhannesi og Þórhalli. Guðmundur hætti að vinna við tré- smíðar upp úr sjötugsaldri. Margt breytist í tímanna rás en sumt ákaflega hægt sem betur fer. Á það við um dyggðir manna. Dugnaður og hjálpsemi hefur ein- kennt þá kynslóð sem Guðmundur tilheyrði. Ekki vildi hann skulda nokkrum manni eitt né neitt. Hann var einnig ákaflega hófsamur og nægjusamur. En hjálpsamur var hann ef til hans var leitað. Hann kvæntist ekki en annaðist móður sína til margra ára. Reyndist henni vel sem og öðrum ættingjum og vinum. Guðmundur hafði mikla ánægju af að ferðast. Margar frásagnir hans voru eftirminnilegar af ferð- um hans heima og erlendis. Um landið sitt var hann með afbrigð- um eftirtektarsamur og stálminn- ugur á staðhætti og fólk. Hann ferðaðist einnig nokkuð um Evr- ópulönd og á tímabili fór hann nokkuð reglulega með millilanda- skipum og hafði ómælda ánægju af. Guðmundur fylgdist vel með allri þjóðmálaumræðu, hafði sterk- ar og ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum og lá ekki á skoð- unum sínum ef því var að skipta. Fannst oft vera illa farið með al- mannafé og ráðamönnum mislagð- ar hendur. Guðmundur var fagurkeri á góða smíðisgripi. Á seinni árum hafði hann mikla ánægju af margs konar útskurði. Hillur, klukkur, ramma og margt fleira sýndi hann mér á ýmsum vinnslustigum hin síðustu ár. Í útskurðinn lagði hann sömu vandvirknina og einkenndu hann að ógleymdri iðninni. Hann lagði síðustu hönd á smíðisgripi fyrir sýningu í Bólstaðarhlíð þann 27. maí sl. og var því samkvæmur sjálfum sér, að láta sér aldrei verk úr hendi falla. Vinnufélagar kveðja Guðmund Magnússon með þakklæti fyrir áratuga tryggð og samvinnu sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Þórhallsson. Það er víst alltaf þannig að dauðinn kemur manni ætíð í opna skjöldu. Þó maður viti svo sem að enginn lifir að eilífu, þá er maður einhvern veginn aldrei undir hann búinn. Svo er það líka oftast þann- ig að maður er ekki fyllilega tilbú- inn til þess að samþykkja það að viðkomandi aðili falli frá, þó það sé það eina sem maður getur verið viss um að kemur örugglega til með að gerast í lífi allra. Þetta á um margt við mig, og þær hugs- anir er brjótast um í mér eftir að ég fékk þær fregnir að Gummi frændi væri dáinn. Það er svo margt sem hann hefði getað frætt mig um, þau eru svo mörg orðin sem ósögð voru. Það er alltaf eitthvað sem maður átti eftir að gera. En svona á mað- ur ef til vill ekki að hugsa. Kannski er betra að hugsa til þess sem maður hlýtur sem arfleifð af kynnum manns af honum heldur en að velta sér upp úr því sem aldrei varð. Við það kemur sólin upp á nýjan leik og það birtir upp í annars dimmu hugskoti mínu. Allt sem ég hefi fengið frá hon- um er af hinu góða. Allar minning- arnar sem ég hefi af honum eru umluktar því góða sem einkenna ætti hvern mann. Meira að segja er ég heimsótti hann á spítalann, ásamt Eddu og ömmu var þetta að finna, og það þrátt fyrir það að hann væri ófær um að tala. Það var bara einhver góðmennska sem geislaði af honum, og ég vildi gjarnan taka mér til fyrirmyndar. Nú var lífi mínu þannig háttað að ég kynntist aldrei afa mínum bróður Gumma og nafna mínum. Hann var látinn áður en ég leit dagsins ljós. Eigi að síður finnst mér sem ég hafi á vissan hátt kynnst honum. Það er Gumma að þakka. Sögur herma að afi hafi verið afskaplega góður maður. Og efast ég ekki um að það sé allt sannleikanum samkvæmt. En eins og mér er tíðrætt um þá var Gummi einnig góður maður, svo mér finnst sem hann hafi í raun verið á vissan hátt staðgengill afa míns, og ég hafi eftir allt hálfpart- inn kynnst honum. Til þín. Nú ertu farinn í þína hinstu ferð. Og ég veit svo sem ekki hvort þú kemur til með að fá eitthvað veður af þessum orðum mínum þar sem þú ert núna, eða nennir yfir höfuð að velta þér upp úr þessum aumu orðum, en ef svo er, þá vil ég þakka þér fyrir allt, og svo bið ég að heilsa öllum. Kveðja, Ólafur Guðsteinn. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 12    "  "0      ( "0   ""  9:  2  0122     ;<  #    " 3   &    "       "  **    *33, 9)  =%! : % 9)  " 5 %7 9)  "  4 9)  ()%% : >) 9)  " %  '" " * *+ ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.