Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 23 NEMENDUR við grunnskólann á Blönduósi fá eins og svo margir nem- endur víða um land afhent tré úr Yrkjusjóði Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verk- efni þetta kalla nemendurnir á Blönduósi „Brekkutré“ og felst í því að planta um það bil 6 trjáplönum fyrir nemanda ár hvert. Verkefni þetta hófst á Blönduósi haustið 1997 og voru það nemendur í þriðja bekk sem plöntuðu fyrsta trénu. Því fór vel á því að þessir sömu nemendur sem nú eru í 6. bekk skyldu planta 3.000. trénu í verkefn- inu í svokallaðri Vetrarklauf norð- austan við bæinn. Allir nemendur skólans koma að þessu verkefni ár hvert og einstöku sinnum fá leik- skólabörnin að vera með. Páll Ingþór Kristinsson hefur haft umsjón með þessu verkefni frá upp- hafi og hefur hann jafnvel haft með sér þúfur inn í skólabekkina til að sýna krökkunum handtökin við gróð- ursetninguna. Til að vekja áhuga barnanna fyrir skógrækt, því sum- um þykir langur tími líða þar til hrísla verður að tré, hefur Páll greint krökkunum frá því hvar hæstu tré er að finna bæði í heimahéraði og á landinu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Krakkarnir í 6. bekk gróðursettu 3.000. tréð í verkefninu „Brekkutré“. Hér eru þau með leiðbeinendum sínum þeim Þórhöllu Guðbjartsdóttur og Páli Ingþóri Kristinssyni. Hafa plantað 3.000 trjám Blönduós MEÐ sumarkomunni stendur allt nýtt líf í blóma. Ekki þarf að minna á lömbin, folöldin, ungana og annað ungviði sem sér í fyrsta skipti dags- ljósið um þær mundir. Kanínuungar Marteins Óla og Ævars Þorgeirs Að- alsteinssona í Klausturseli eru part- ur af undrum vorsins þegar allt um kring eru að gerast lítil kraftaverk þar sem ungviðið lítur dagsins ljós eftir veru í móðurkviði eða eggi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sumar- koman tími nýs lífs Norður-Hérað Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.