Morgunblaðið - 08.06.2001, Side 23

Morgunblaðið - 08.06.2001, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 23 NEMENDUR við grunnskólann á Blönduósi fá eins og svo margir nem- endur víða um land afhent tré úr Yrkjusjóði Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verk- efni þetta kalla nemendurnir á Blönduósi „Brekkutré“ og felst í því að planta um það bil 6 trjáplönum fyrir nemanda ár hvert. Verkefni þetta hófst á Blönduósi haustið 1997 og voru það nemendur í þriðja bekk sem plöntuðu fyrsta trénu. Því fór vel á því að þessir sömu nemendur sem nú eru í 6. bekk skyldu planta 3.000. trénu í verkefn- inu í svokallaðri Vetrarklauf norð- austan við bæinn. Allir nemendur skólans koma að þessu verkefni ár hvert og einstöku sinnum fá leik- skólabörnin að vera með. Páll Ingþór Kristinsson hefur haft umsjón með þessu verkefni frá upp- hafi og hefur hann jafnvel haft með sér þúfur inn í skólabekkina til að sýna krökkunum handtökin við gróð- ursetninguna. Til að vekja áhuga barnanna fyrir skógrækt, því sum- um þykir langur tími líða þar til hrísla verður að tré, hefur Páll greint krökkunum frá því hvar hæstu tré er að finna bæði í heimahéraði og á landinu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Krakkarnir í 6. bekk gróðursettu 3.000. tréð í verkefninu „Brekkutré“. Hér eru þau með leiðbeinendum sínum þeim Þórhöllu Guðbjartsdóttur og Páli Ingþóri Kristinssyni. Hafa plantað 3.000 trjám Blönduós MEÐ sumarkomunni stendur allt nýtt líf í blóma. Ekki þarf að minna á lömbin, folöldin, ungana og annað ungviði sem sér í fyrsta skipti dags- ljósið um þær mundir. Kanínuungar Marteins Óla og Ævars Þorgeirs Að- alsteinssona í Klausturseli eru part- ur af undrum vorsins þegar allt um kring eru að gerast lítil kraftaverk þar sem ungviðið lítur dagsins ljós eftir veru í móðurkviði eða eggi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sumar- koman tími nýs lífs Norður-Hérað Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.