Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Karen Birna Er-lendsdóttir var fædd á Búðum, Fá- skrúðsfirði, 2. febrúar 1928. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Erlendur Jónsson, fæddur 1893, og Jó- hanna Helga Jóns- dóttir, fædd 2.9. 1896, þau eru bæði látin. Systkini henn- ar eru: Sigurbjörg, f. 26.7. 1922, Anna, f. 10.7. 1924, hún er látin, Valdís, f. 29.11. 1929, Elín, f. 9.3. 1932 og Bragi, f. 20.6. 1937. Eiginmaður Kar- enar var Birgir Árnason, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Már Birgis- son, f. 30.6. 1949. 2) Jóhanna Helga Dip- lock, f. 19.6. 1955, maður David Dip- lock, þau eiga tvo drengi, Michael Diplock og Alex Diplock. 3) Rakel Calabrese, f. 12.12. 1959, maður Sal Calabrese, þau eiga tvö börn, Stefan Calabrese og Conrad Calabrese. Útför Karenar Birnu fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag er til moldar borin frá Selja- kirkju kær vinkona og fyrrum vinnu- félagi, Karen Birna Erlendsdóttir. Fráfall hennar bar skjótt að. Hún var fædd og uppalin á Fá- skrúðsfirði og hafði sterkar taugar til æskustöðvanna, hennar austfirski framburður var og sérstakur og skemmtilegur, orð og orðatiltæki mörg sérstæð, geymum við í minn- ingunni. Frásagnir hennar af mann- lífi fyrir austan og víðar er leið henn- ar lá, hreint óborganlegar. Hún var mannvinur og félagi góður, skemmti- leg og ræðin, hún hafði góða nær- veru. Ung réðst hún til starfa að Víf- ilsstöðum en síðar vann hún á Hótel Borg, er virðing og glæsileiki þess staðar reis hæst. Var það henni eft- irminnilegur tími, þar naut hún sín í starfi. Hún hafði til að bera elegant fram- komu og hafði heimsborgaralegt fas. Eftirtekt vakti hún fyrir sinn með- fædda glæsileika og tískusýningar- dama hefði hún verið án nokkurrar æfingar. „Ljúft er að láta sig dreyma liðna sælutíð“, þessar ljóðlínur hafði hún oft yfir, og getum við sem þekktum hana best ráðið nokkuð af að minn- ingar um hið liðna voru henni ávallt ofarlega í huga. Hún var gjörkunnug mannlífinu í Reykjavík þess tíma og kunni frá mörgu að segja. Sjálfstæð var hún og sjálfstæðis- kona, þar um varð engu breytt. Eftir að hún gifti sig og börnin fæddust eitt af öðru stóð heimili þeirra við Rauðalæk, en síðar var flutt í stórt og vandað einbýlishús á Flötunum í Garðabæ. Ekki fór hún varhluta af mótlæti í lífinu, við tóku erfiðleikaár í fjarlægu landi en um skeið dvöldu þau í Suður- Afríku, leiddi þar til skilnaðar þeirra. Ein kom hún heim úr þeirri för og réðst þá fljótlega til starfa að Reykja- lundi, var þar hennar heimili og vinnustaður lengi. Bjó hún í starfs- mannaíbúðum, en með dugnaði og sparsemi tókst henni að eignast sína eigin íbúð, þar hugðist hún eiga mörg góð ár og athvarf milli þess er hún dvaldi hjá börnum sínum vestanhafs. Ánægju hafði hún af að ferðast, fór í ýmsar ferðir innanlands og með börnunum ytra. Þá prjónaði hún lopapeysur í frístundum. Liðtæk var hún og er við skreytt- um deildina fyrir jólin, heyrðist þá oft: „aðeins meira greni, stelpur, fáa liti en hefðbundið“. Oft talaði hún um börnin og barna- börnin í Kanada og fylgdumst við með uppvexti þeirra en hún sýndi okkur oft myndir af börnum sínum og barnabörnum, en þeim unni hún mjög. Við minnumst hennar sem hæfi- leikaríkrar konu er vann störf sín af natni og samviskusemi og ávann sér vináttu margra. Undanfarna mánuði hafði hún sótt félagsstarf í dagvist eldri borgara við Vitastíg. Friður sé með ættfólki og þeim er næst stóðu Karen Birnu Erlends- dóttur. Megi ljós friðar og kærleika lýsa henni á Drottinsbraut. Þín mæta minning lifir í muna okkar hér og heljar hafi yfir guðs himin augað sér. Þar blómgast háir hlynir hins hljóða anda-lands, þar hittast horfnir vinir í heimi kærleikans. (Jakob Jóh. Smári.) Vinnufélagar á Reykjalundi. KAREN BIRNA ERLENDSDÓTTIR Elsku afi minn, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Svona er nú lífið og tilveran. Það var gott að koma til afa, hann hafði alltaf tíma til að hlusta, hann sagði ekki mikið en þau ráð sem hann gaf mér reyndust vel. Hann vildi fylgjast með því sem var að gerast hjá mér og mín- um. Afi hafði mjög gaman af börn- unum. Nú í seinni tíð fórum við oft í garðinn til afa og ömmu, krakkarnir voru vanir að tala um að fara í garð- inn til Dodda afa. Að fara í garðinn til afa og ömmu voru svo sannarlega gæðastundir. Afi var alltaf að gera eitthvað, ég fór oft með honum að vinna, hann var svakalega hraustur og snöggur. Hann þoldi ekki slór og það sem ég kann í sambandi við vinnu það kenndi afi mér. Þó að afi væri bú- inn að vera í múrverki allan daginn var hann alltaf hreinn. Ég á svo margar góðar minningar um afa sem ég mun geyma í hjarta mér. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Takk fyrir allt. Heiðar Már og fjölskylda. Elsku afi, það er sárt að horfa á eftir þér fara inn í annan heim. Við vitum að nú líður þér betur – en við vitum líka að þú hefðir viljað vera hér lengur, ef heilsan hefði verið betri. Þín er sárt saknað. Það verður ekki eins og það á að vera þegar við kaupum okkur íbúð og gerum okkur ÞÓRÐUR VIGFÚSSON ✝ Þórður Vigfús-son fæddist í Ólafsvík, Snæfells- nesi, 20. mars 1919. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 16. maí síðast- liðinn og for útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 23. maí síðastliðinn. hreiður – að geta ekki sagt þér frá því og sýnt þér. En þú verður ef- laust með okkur og passar að við gerum ekkert vitlaust – leið- beinir okkur. Þú valdir þér góða konu, afi, sem hugsaði vel um þig þegar fór að halla undan fæti hjá þér. Nú þegar þú ert farinn er mikið tóm í hennar lífi. Við vitum að það líður ekki sú stund sem hún hugsar ekki til þín. Vertu viss um að hún finnur fyrir þinni góðu sál hjá sér svo henni líði betur. Við kveðjum þig í bili, afi. Þú tekur svo vel á móti okkur þegar okkar tími kemur. Guð blessi þig. Arnaldur, Daði, Sölvi og Guðríður Kristín. Þegar tengdafaðir minn Þórður Vigfússon lést eftir langa og stranga sjúkdómslegu, var löngum og atorku- sömum lífsferli lokið. Þórður hafði verið heilsuhraustur alla sína tíð en átti við veikindi að stríða síðustu ár. Sjálfstæði var sterkur og mjög ríkur þáttur í lífi hans, hann var góður handverksmaður, hagur smiður og sjálfmenntaður byggingameistari og hafði meðfædda verkkunnáttu sem kom vel fram í þörf hans að skapa. Sköpunarþörfin er ein af frumhvöt- um mannsins, Þórður hafi mikið af henni og kom það fram í nautn hans við húsbyggingar. Á lífsferli sínum reisti hann einn og óstuddur ótal íbúð- arhús auk nokkurra sumarhúsa. Hann bjó yfir reynslu fagmannsins og notaði verkþekkingu fornegypta á mjög hugkvæman hátt þegar hann yf- irvann þyngdaraflið við húsbyggingar og reisti þau á eigin spýtur án aðstoð- ar handlangara eða annarra. Skipti þá engu hvort um mótauppslátt var að ræða eða steypuvinnu. Mestan hluta ævi sinnar vann Þórður við múrverk og var í essinu sínu þegar hann hafði góða hrærivél sér við hlið, sement og sand. Hann vílaði ekki fyrir sér að rappa loft með handafli einu saman án þess að blása úr nös enda heilsu- hraustur og sterkbyggður en áber- andi var hversu hreinlegur hann var við vinnu sína, hefði getað múrað í kjólfötum án þess að á þeim hefði séð. Honum féll ekki verk úr hendi og leið best þegar miklar framkvæmdir voru fyrirliggjandi hjá fjölskyldunni og lá hann þá sjaldnast á liði sínu ef hann gat aðstoðað á einhvern hátt. Þegar við Þorbjörg byggðum húsið okkar voru þær ófáar stundirnar sem hann eyddi í það okkur til aðstoðar og kenndi okkur jafnframt handtökin við ýmis verk sem okkur voru fram- andi. Með ómetanlegu framlagi sínu er hlutur hans í því stór þegar hann lagði saman nótt og dag til að okkur tækist að vera tilbúin á tilsettum tíma fyrir þá iðnaðarmenn sem á eftir komu. Ég man sérstaklega þau skipti þegar við höfðum ákveðið að mæta snemma til vinnu þá var hann iðulega mættur löngu á undan okkur, hálfn- aður eða jafnvel búin að ljúka verk- inu þegar við mættum til leiks. Lýsir þetta sérstaklega hlýju hjartalagi og umhyggju hans fyrir fjölskyldu sinni. Það var með Þórð eins og fleiri af hans kynslóð að þegar hefðbundinni launavinnu lauk þá myndaðist tóma- rúm sem hann fyllti með því að hefj- ast handa við byggingu sumarhúss fyrir fjölskylduna austur í Þingvalla- sveit þá orðin sjötíu og tveggja ára. Var hann þar við smíðar þegar hann kom því við þar til heilsan fór að gefa sig og kraftar þrutu. Hann var mjög hlýr og barngóður og kunni vel að meta þegar stórfjölskyldan kom saman á heimili hans eða í nýja sum- arbústaðinn við Þingvallavatn. Tengdaforeldrar mínir fóru ekki varhluta af sorginni þegar þau ung misstu fyrsta barn sitt, fimm ára gamlan son og síðar stúlku og dreng sem dóu í vöggu. Þessi lífsreynsla hefur óneitanlega sett mark sitt á þeirra líf þó þau bæru það ekki á torg. Hjónabandið var ástríkt og máttu þau ekki hvort af öðru sjá, til marks um það er að þá ellefu mánuði sem Þórður dvaldi á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarborg leið varla sá dagur að Sigríður sæti ekki hjá honum þann tíma. Þórðar er sárt saknað af eftirlif- andi eiginkonu og hans nánustu en minningin lifir um góðan mann. Þórður Hall. Eyjólfur fóstri minn er látinn í hárri elli á nítugasta og öðru ald- ursári. Hann var Skaftfellingur, fæddur að Brekkum í Mýrdal sonur Guð- mundar Eyjólfssonar og Ragnhildar Stígsdóttur og elstur þeirra barna sem upp komust. Eyjólfur fór að heiman og mennt- aði sig fyrir sunnan og fór í fram- haldsnám í Danmörku. Eftir kenn- aranám gerðist hann kennari á Ísafirði þar sem hann kynntist til- vonandi eiginkonu sinni, Sigrúnu móðursystur minni. Hann bjó henni gott heimili í Hafnarfirði og þar ólu þau upp tvo mannvænlega syni; Guðna Ragnar og Þóri Björn, auk undirritaðs. Hjá þeim hjónum var ég alinn upp frá tveggja ára aldri og fram yf- ir fermingu. Fyrir það skal þakka enda ekki í kot vísað, því Eyjólfur bjó fjölskyldu sinni menningarlegt heimili og með elju og sparsemi hans var séð fyrir því að aldrei skorti neitt, en fyllstu aðhaldssemi gætt, engu að síður. Hann var góð fyrirmynd, gerði allt í hófi, var glaður í lund, sann- gjarn og réttvís og vinur vina sinna. Þegar fóstra mín varð heltekin af Alzheimer-sjúkdómnum og varð að leggjast inn á sjúkrahús, heimsótti hann hana á hverjum degi þar til yf- ir lauk. Hann sinnti börnum og barna- börnum eindæma vel; mundi afmæl- isdagana og kom eða hringdi til að samgleðjast ef nokkur kostur var. Síðari árin bauð hann allri hersing- unni árlega á veitingahús og var manna glaðastur í hópnum sínum. Eyjólfur var ákveðinn og stefnu- fastur, jafnaðarmaður fram í fing- urgóma og glaðsinna og jákvæður alla tíð. Sennilega hefur hans hái aldur og skýr hugsun í hraustum líkama m.a. helgast af þeim lynd- iseinkennum framar öðru. Á sumrum var ég í sveit hjá Stígi bróður Eyjólfs að Steig í Mýrdal. Þar bjó þá Guðmundur sem sat í skjóli Stígs yngsta sonar síns. Guð- mundur afi var af gamla skólanum, skuldaði engum neitt og lagði ullina sína inn í Verslunarfélagið í Vík, ekki í Kaupfélagið. Hann var blind- ur eins langt sem ég man, farlama og gekk við tvo stafi og honum féll samt aldrei verk úr hendi, þeim gamla, og saumaði yfirbreiðslur yfir heynálar nágrannabændanna úr strigapokum og fékk fáeinar krónur fyrir. Fyrir þær keypti hann kandís, rúsínur og kex og þegar vel lá á honum fékk ég; herbergisnautur hans á sumrin, að njóta þess að hann opnaði kistuna sína og laumaði góðgæti að drengnum. Sannarlega trúr yfir litlu en hélt sinni reisn og sínu stolti. Skuldaði engum neitt, kaus alltaf íhaldið og skildi ekki að yngsti sonurinn kysi Framsókn og léti skrifa hjá sér í Kaupfélaginu. Eyjólfur kenndi alla tíð í Hafn- arfirði utan áranna á Ísafirði og skamms tíma í Njarðvíkum. Fyrst við Lækjarskóla og síðari árin í Flensborg. Hann þótti strangur kennari en réttsýnn og honum var gjarnan trúað fyrir erfiðari nemend- unum sem flestir minnast hans með jákvæðum hætti. Hann var ólatur við að koma ung- lingum til manns. Hann kom á fót unglingavinnu í Krýsuvík á vegum bæjarins og stjórnaði henni um margra ára skeið. Munu margir eiga minningar um kartöflu- og rófnarækt á þeim stað, auk þess sem sund var stundað í heimagerðri laug í nágrenninu. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON ✝ Eyjólfur Guð-mundsson fædd- ist að Brekkum í Mýrdal 27. mars 1910. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí síð- astliðinn. Útför Eyj- ólfs fór fram frá Víðistaðakirkju 8. júní. Auk kennslunnar sinnti hann stjórnmál- um og félagsmálum í bænum, var um skeið í framboði fyrir Alþýðu- flokkinn og ritstýrði Alþýðublaði Hafnar- fjarðar. Fulltrúi barna- verndarnefndar og Rauða krossins um tíma auk þess sem hann stundaði þýðing- ar og skrifaði um kennslumál. Hann lærði seint að aka bíl og minnist ég þess með skelfingu þegar ég fór eitt sinn með honum og fóstru minni í ökuferð til Reykjavík- ur og sat í aftursæti bifreiðarinnar. Stuttu eftir að komið var til höf- uðborgarinnar skreið ég niður á gólf og hélt mig þar meðan martröðin stóð yfir. Hafði einhverjar afsakanir fyrir að vera heima, næst þegar boðið var í bíltúr. Í hálfa öld ók sá gamli samt án verulegra stórslysa og hætti ekki að aka fyrr en fyrir u.þ.b. einu ári að hann sagðist vera farinn að sjá fjögur framhjól á bíl- unum sem hann mætti, þá þótti hon- um komið nóg. Þegar Eyjólfur neyddist til að hætta að vinna og var orðinn einbúi, sá það á að hann var sonur hans föð- ur síns og engin ástæða til að vera verklaus. Hann sótti hvert nám- skeiðið af öðru; í matreiðslu, út- skurði, bókbandi o.fl. Auk þess sem hann ferðaðist bæði innanlands og utan. Hann tók m.a. að sér að koma upp bókasafni fyrir Hjúkrunarheim- ilið Skjól í Reykjavík og las þar líka upphátt fyrir íbúana, og sagði þá gjarnan við okkur börnin að hann væri að lesa fyrir „gamla fólkið“ – en það var margt hvert miklu yngra en hann sjálfur. Sannaðist þar með að maður er ekki eldri en manni sjálfum finnst maður vera. Mýrdalurinn er í mínum augum einn fegursti staður á landinu; með jökulinn á aðra hönd sem hefur um aldir ógnað byggðinni með vatns- flóðum og aurburði og hafið á hina en fjöll og sandar og grænar grund- ir á milli. Og öll þessi fallega form- uðu fjöll. Ég hef alltaf öfundað fóstra minn af að hafa fæðst þarna, og var samt svo heppinn að fyrir hans tilstilli eyddi ég átta sumrum á þessum stað. Þar hef ég staðið aleinn á fjallstindi á sólríkum degi og hágrátið yfir fegurð landsins. Nú getum við grátið yfir því að höfðing- inn kemst ekki með okkur á ætt- armótið í Steig í sumar eins og ætl- unin var. Síðast þegar ættarmót var haldið var hann fjarverandi, hann hafði fótbrotnað daginn fyrir ferð- ina, nú er hann enn fjær en það er okkar að líta þar við og minnast hans og gleðjast saman. Bræður, frændsystkin og vinir, þannig hefði hann viljað hafa það. Þórarinn. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.