Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINNI margumtöluðu stórmynd Disneys, Pearl Harbor, hefur verið tekið opnum örmum eins og reynd- ar var búist við. Með gríðarlega öfl- ugu markaðsátaki tókst Disney í raun hið ómögulega vestanhafs, að gera frumsýningarhelgi þessarar ríflega þriggja klukkustunda löngu myndar að einni þeirri arðbærustu í sögunni og er hún nú á góðri leið með að verða sú aðsóknarmesta það sem af er árs. Um síðustu helgi var myndin svo frumsýnd í fyrstu átta löndunum utan Bandaríkjanna; Bretlandi, Ítalíu, Rússlandi, Suður- Afríku, Brasilíu, Singapúr, Malasíu og Írlandi og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum og gaf til kynna að myndin myndi ekki síður ganga vel utan Bandaríkjanna. „Við frumsýndum myndina á lyk- ilsvæðum og viðbrögðin voru alveg ótrúleg,“ segir Mark Zoradi yfir- maður alþjóðadreifingar hjá Buena Vista International, undirfyrirtæki Disney-risans. „Sannarlega já- kvæðari en bjartsýnustu menn höfðu gert sér vonir um en við sjáum greinilega fram á best heppnuðu frumsýningu á leikinni mynd í sögu Disneys.“ Nú um helgina bætast við önnur helstu markaðssvæði Hollywood- myndanna þ.á m. Ísland. Ástarsaga fremur en stríðsmynd Aðspurður um hvort hann hafi haft áhyggjur af því að myndin fengi dræmari móttökur utan Bandaríkjanna í ljósi viðfangsefnis hennar, áréttar Zoradi að hið um- talaða sögusvið sé í raun ekki aðal- atriði myndarinnar heldur sé það í bakgrunni rómantískrar ástarsögu sem ætti að höfða til allra, óháð því hvaðan þeir séu. „Ég myndi því miklu fremur flokka myndina sem rómönsu heldur en stríðsmynd. Þú sérð að í þriggja klukkutíma mynd tekur sjálf árásin á Pearl Harbor og önnur orrustuatriði ekki nema ríf- lega 50 mínútur samanlagt.“ En eru markaðsmenn eins og Zoradi ekki skelkaðir yfir því að þurfa að glíma við þriggja tíma mynd? „Eini höfuðverkurinn er, að það er ekki hægt að sýna slíka mynd eins oft og þar af leiðandi er erfiðara að slá einhver frumsýning- armet, eins og raunin varð.“ En stóru kvikmyndahúsin hafa samt komið í veg fyrir að þetta verði eitthvað stórvægilegt vanda- mál. Síðan verðum við einfaldlega að leggja áherslu á að myndin fái að ganga í stóru sölunum lengur en gengur og gerist.“ Öflugasta markaðsherferðin Zoradi segir jafnframt að vegna lengdarinnar hafi Disney lagt ríka áherslu á það við dreifingaraðila myndarinnar um heim allan, að þeir frumsýndu Pearl Harbor í eins mörgum sýningarsölum og þeir mögulega gætu. Til marks um það forsýndu Sambíóin, dreifingaraðil- inn hér á Íslandi, myndina í fleiri sýningarsölum og víðar um landið en áður hefur tíðkast hérlendis. Zoradi fullyrðir að Disney hafi aldrei rekið eins öfluga og úthugs- aða markaðsherferð og vegna Pearl Harbor, „enda leyfi ég mér að segja að þetta sé metnaðarfyllsta mynd Disney.“ Engin örvænting Hann vill þó ekki viðurkenna að þessi öfluga markaðssetning stafi af einhverri örvæntingu yfir kostnaði myndarinnar, sem er sagður nema 140 milljónum dollara (14,7 millj- örðum króna): „Þegar við fengum loksins að sjá fyrstu útgáfu mynd- arinnar, varð okkur ljóst, að hún gæti fengið metaðsókn með réttri markaðssetningu. Lengdin ýtti síð- an enn frekar undir mikilvægi öfl- ugrar markaðssetningar.“ Zoradi tekur hins vegar undir að vegna kostnaðarins hafi krafan um að myndin slægi í gegn orðið meiri, en heldur fram að hún sé tilkomin vegna fjölmiðla og keppinauta: „Það er vissulega slæmt þegar væntingar verða of miklar. En hvað okkur varðar þá er markmiðið að myndin fái mestu aðsókn af leikn- um myndum í sögu Disneys og slái þar með Armageddon og The Sixth Sense út. Það hvarflar hinsvegar ekki að okkur að bera myndina saman við Titanic, sem er alveg ein- stakt fyrirbrigði í kvikmyndasög- unni.“ Minni þjóðernisrembingur Aðspurður um hvort beitt sé öðr- um herbrögðum í markaðssetningu myndarinnar í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum, segir Zoradi að herbrögðin séu að mestu leyti hin sömu. Þó sé, af skiljanleg- um ástæðum, reynt að draga úr áherslum á þjóðerniskenndina og hetjulega framgöngu bandarískra herliða í síðari heimstyrjöldinni, ut- an Bandaríkjanna. Þessi í stað sé kastljósinu beint að því hversu miklum straumhvörfum árásin á Pearl Harbor olli, hversu mikilvæg- an þátt hún spilaði í framvindu heimstyrjaldarinnar og þeim áhrif- um sem hún hafði á venjulegt fólk. Engir „Japanaskrattar“ Hvað varðar sögusagnir um að sýnd verði klippt útgáfa í Japan þar sem minni áhersla sé lögð á að Jap- anir hafi verið „vondu“ mennirnir segir Zoradi þær sannar, myndinni verði breytt örlítið: „Dæmi um það er, að við höfum látið ritskoða ávít- ur sem bandarískur hermaður sendir japönskum með orðunum „Jap sucker (Japanaskratti) “ í „Jap“. Þetta eru smávægilegar breytingar.“ Hvað varðar gagnrýnina að geng- ið hafi verið of langt í því að móðga ekki Japani, að of fögur mynd sé birt af þeim í myndinni segir Zor- adi, að forðast hafi verið að draga upp mynd af Japönum sem „stríðs- óðum villimönnum“, eins og Holly- wood hefði alltof oft gert. „Við mun- um leggja sérstaka áherslu á það í Japan að myndin sé fyrst og fremst rómantísk ástarsaga.“ Það verður seint hægt að taka undir að Pearl Harbor hafi hlotið einróma lof gagnrýnenda, en þeir virðast keppast um að finna henni smellin fúkyrði. Zoradi viðurkennir að slík viðbrögð séu náttúrlega aldrei gott veganesti fyrir mynd, en hann bendir á að viðbrögð hins al- menna bíóunnanda hafi verið á allt annan veg, sem sjáist best á góðri aðsókn og jákvæðri útkomu skoð- anakannanna sem gerðar hafa verið meðal fyrstu bíógesta: „Ég minni á að margir gagnrýnendur rifu Tit- anic í sig.“ Pearl Harbor verður frumsýnd um allt land í dag „Metnaðar- fyllsta mynd Disney“ Ein umtalaðasta mynd sumarsins, Pearl Harbor, verður frumsýnd í dag hérlendis. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi af því tilefni við Mark Zoradi, yfirmann Buena Vista International, alþjóðadeild- ar Disney-kvikmyndaveldisins, um markaðssetn- ingu og móttökur þessarar risamyndar. Að sögn Zoradi er Pearl Harbor mun frekar ástarsaga en stríðsmynd. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mark Zoradi hitti Sam-félagana Þorvald Árnason og Árna Samúelsson á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. skarphedinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.