Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir að aflareglunefnd hafi verið endurvakin til að meta sérstaklega hvaða áhrif reglan hefði haft og bera það saman við hvaða áhrif nefndin hafði gert ráð fyrir að reglan hefði. Sjávarútvegsráðherra skipaði nefndina fyrir nokkru er verkefni hennar að endurskoða skýrslu vinnuhóps Hafrannsóknastofn- unarinnar og Þjóðhagsstofnunar, sem skilaði af sér í maí 1994, varð- andi nýtingu einstakra fiski- stofna. Nefndinni er ætlað að meta þann árangur sem náðst hef- ur í nýtingu þorsks, ýsu og rækju og líta í því sambandi m.a. til reynslu annarra þjóða. Nefndinni er einnig falið það hlutverk að skoða hvort unnt sé að ákvarða langtímanýtingu annarra nytja- stofna hér við land. Breyttar aðstæður Árni M. Mathiesen segir að áður en hann hafi fengið skýrslu frá fyrri aflareglunefnd í fyrra hafi hann hugleitt að endurvekja nefndina til að fara yfir málin í ljósi breyttra aðstæðna. Þá hafi þessar breyttu aðstæður falist í því að nýir stórir árgangar hafi komið í veiðina og menn séð fyrir sér að hægt væri að auka kvótann. Rallið í fyrra og skýrsla Hafrann- sóknastofnunar hefðu hins vegar frestað ákvarðanatöku. Nefndin er að mestu leyti skip- uð sömu mönnum og voru í fyrri nefnd eða störfuðu með henni. Brynjólfur Bjarnason er formaður nefndarinnar en í henni sitja einn- ig Friðrik Már Baldursson, vara- formaður, Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Stefánsson, Þórður Frið- jónsson, Sævar Gunnarsson, Ás- geir Daníelsson og Kristján Þór- arinsson. Árni M. Mathiesen segir að það sé að vissu leyti galli að nefndin eigi að endurskoða eigin verk en í skýrslunni séu ýmsar væntingar og því sé mjög nauðsynlegt að sömu menn komi aftur að málinu. Til viðbótar komi svo annar ut- anaðkomandi aðili sem hafi ekki komið að málinu. Hann segir það hafa verið mikinn sigur þegar aflareglan hefði verið tekin upp og hann hefði ekki gefið þá hugs- un upp á bátinn en hugmy fræðin byggi á því að stof armatið sé nákvæmara en reynst vera undanfarin fjö Upphafið 1992 Það var í júlí 1992 sem Þ steinn Pálsson, þáverandi arútvegsráðherra, fólHaf sóknastofnun að gera tillö ráðherra um hvernig nýti stakra fiskistofna skyldi h með það að markmiði að h afrakstri Íslandsmiða yrð lengri tíma. Í framhaldi af aði stjórn Hafrannsóknast eftir samstarfi við Þjóðha stofnun um þetta verkefn janúar árið eftir var mynd sérstakur vinnuhópur eða en þá þegar var fyrirsjáan mati fiskifræðinga að dra verulega úr fiskveiðum. Fyrir það fiskveiðiár hö fiskifræðingar lagt til að v Áhrif aflare verða m Á RNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að þegar rætt sé um skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um nytjastofna sjávar verði að hafa í huga að stofnstærðarmatið sé horn- steinn ríkjandi kerfis. Aflareglan byggist á stofnstærðarmatinu þann- ig að ef matið stenst ekki standist reglan ekki heldur. Aflamarkskerfið deili síðan út heildaraflamarkinu sem fáist út úr aflareglunni og sama skekkja komi upp í kvótanum og í heildaraflanum. Aflamarkskerfið leiði af sér landaðan afla sem aftur ákvarði stofnstærðarmatið en þarna komi ákveðnir óvissuþættir inn eins og brottkast og ólöglega landaður afli. Umræðan að undanförnu hafi farið mikið út í umræðu um afla- markskerfið eða fiskveiðistjórnunar- kerfið, en það virki ekki betur en stofnstærðarmatið gefi tilefni til. Því haldi hann að það hafi verið rétt hjá Einari Hjörleifssyni fiskifræðingi þegar hann sagði í útvarpsviðtali að um fiskifræðilegt vandamál væri að ræða en ekki pólitískt vandamál. Úttekt Hafrannsóknastofnunar besta mögulega matið Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að þótt skýrsla Haf- rannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar á líðandi fiskveiðiári og afla- horfur fiskveiðiárið 2001/2002, sem hefst 1. september nk., hafi komið á óvart miðað við samsvarandi skýrslu í fyrra, sé vísindaleg úttekt Hafrann- sóknastofnunar á ástandi nytja- stofna við landið besta mat sem Ís- lendingar hafi til að byggja fiskveiðistjórnunina á. Þrátt fyrir mistök og meiri óvissu en áætlað hafi verið reyni ágætt starfsfólk Haf- rannsóknastofnunar að gera sitt allra besta og fá sem bestar niður- stöður. Því verði að leggja þessa að- ferðafræði áfram til grundvallar en hún sé ekki fullkomin og þegar stað- ið sé frammi fyrir nýframlagðri nið- urstöðu, þar sem komið hafi fram að þorskstofninn hafi verið ofmetinn undanfarin fjögur, verði að skoða málið mjög vel. Því hafi hann ákveðið að fram fari viðamikil úttekt sem á að vera lokið í haust. Óskar eftir skýringum Hafrannsóknastofnunar Í fyrsta lagi óskar sjávarútvegs- ráðherra eftir formlegum skýring- um Hafrannsóknastofnunar á ofmati á stofnstærð þorsk undanfarin fjög- ur ár og þar á að greina á milli þátta sem valdið hafa skekkjum í útreikn- ingunum og óvissu. Enn fremur eiga viðbrögð Hafrannsóknastofnunar við þessu að koma fram og hvaða áhrif þau eiga að hafa á stofnstærð- armat í framtíðinni. Sérstaklega vill hann fá umsögn um áhrif brottkasts. Í öðru lagi óskar ráðherra form- lega eftir því við Fiskistofu að gerð verði grein fyrir þeim þáttum sem geta haft áhrif á nákvæmni upplýs- inga um landaðan afla og mat á þeim þáttum, ef tiltækt er. Í þessu sam- bandi er sérstaklega verið að tala um löndun fram hjá vigt, ísun eða hlut- fall íss sem má draga frá og slæging- arhlutfall. Óháður utanaðkomandi aðili meti forsendur og mat Í þriðja lagi hefur Árni M. Mathie- sen ákveðið að fá utanaðkomandi að- ila til að meta forsendur og mat Haf- rannsóknastofnunar. Í fyrra fór fram svona mat þar sem Hafrann- sóknastofnun kallaði til aðila til að vinna með sér, aðila sem höfðu áður unnið með stofnuninni og þekktu því til hennar og starfseminnar. Hann segir að það geti verið jákvætt að vinna þannig undir sumum stæðum en eins geti verið já fá aðila sem hefði ekkert þessum málum, þekkti ekki og hefði engin tengsl við sóknastofnun eða íslenska stjórnun og það yrði gert. Aðspurður segist ráðhe ákveðna aðila erlendis í hu sem hann hafi verið í sam og þekki, en hann vilji ekk um hverja sé að ræða fyrr hafi náð í þá. Í fjórða lagi leggur sjáv ráðherra áherslu á að stör reglunefndarinnar verði hr Árni M. Mathiesen segi liðins árs hafi hann óskað ef stjórn Hafrannsóknastofnu sér tillögur um breytingar um um stofnunina. Hann samhliða allri skoðun á u máli sé rétt að fram fari en un á lögum um Hafrannsó un innan sjávarútvegsráðu Fyrsta verkið verði að fá stjórnarinnar en síðan kom úrvinnslunni. Athugun á gagnrýn Hafrannsóknastofn Í sjötta lagi ætlar ráðher fara fram athugun á því h indalegur eða faglegur gru sé fyrir fram kominni ga störf Hafrannsóknastofnun Óskar eftir víðt skýringum á m Árni M. Mathiesen sjá viðbrögðum sínum Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ætlar að óska eftir víðtækum skýringum á úttekt Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna við landið en áréttar að ekki sé um áfellisdóm yfir stofnuninni að ræða. Viðbrögð Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðher MIKILVÆGT STARF ÍÐORÐANEFNDA SIGUR VERKA- MANNAFLOKKSINS Breski Verkamannaflokkurinnvann stórsigur í þingkosning-unum í gær, ef marka má út- gönguspár breska útvarpsins, BBC. Með Tony Blair í broddi fylkingar hefur Verkamannaflokknum nú tek- ist að halda meirihluta í tvennum kosningum, en Íhaldsflokkurinn, sem eitt sinn var sagt að enginn stæði á sporði þegar smala þyrfti atkvæðum, situr eftir með sárt ennið. Verkamannaflokkurinn hefur að mörgu leyti verið allt annað en sann- færandi undanfarið. Stjórn Blairs var gagnrýnd fyrir það hvernig tekið var á málum þegar gin- og klaufaveiki blossaði upp í breskum búpeningi. Þá hefur einnig verið höfð uppi hörð gagnrýni á stöðu heilbrigðismála, slælegar almenningssamgöngur, skólakerfi í kröggum og að fólk sé ekki óhult á götum úti. Það er hins vegar til marks um vanda Íhaldsflokksins að honum skyldi ekki takast að færa sér það í nyt að um sveitir Bretlands voru dýrahræ brennd í haugum og í kjöl- farið blasti við hrun í ferðaþjónustu. Þótt kjósendur væru óánægðir með frammistöðu Verkamannaflokksins í heilbrigðis-, skóla- og samgöngu- málum voru þeir enn síður tilbúnir til að treysta Íhaldsflokknum fyrir þeim málaflokkum. Verkamannaflokkurinn þótti ekki reka góða kosningabaráttu og fjöl- miðlar gagnrýndu Blair og félaga hans harðlega hvað eftir annað fyrir að setja kosningauppákomur á svið. William Hague, leiðtogi íhalds- manna, leiddi ótrauður flokk sinn og lét ekki deigan síga þótt ljóst hafi verið frá upphafi að hann ætti í vænd- um slæma útreið. Hague er flug- mælskur. Hann hefur hvað eftir ann- að sýnt það í breska þinginu að hann getur hæglega kveðið andstæðinga sína í kútinn og er Blair þar ekki und- anskilinn. Hann þykir hins vegar lit- laus persónuleiki og rökfimin ein dugði honum ekki til að afla sér hylli kjósenda. Vangaveltur um framtíð hans eru þegar hafnar. Íhaldsflokkurinn hefur verið á villi- götum um nokkurt skeið. Hann er klofinn í Evrópumálum og kemst ekki út úr þeim vanda. Afstaða hans í mál- um innflytjenda hefur verið óljós en flokksforustan hefur lítið gert til að hreinsa af sér stimpil andstöðu við út- lendinga og hefur síður en svo verið fánaberi umburðarlyndis. Þá hefur verið ljóst af kosninga- fundum flokksins að stuðningur þeirra kemur úr einsleitum hópi hvítra og eldra fólks. Verkamannaflokknum tókst á hinn bóginn að halda miðju stjórnmálanna sem hann sölsaði undir sig undir merkjum hinnar svokölluðu þriðju leiðar 1997. Þá tókst flokknum að sannfæra kjósendur um að hann gæti farið með efnahagsmál og þeirri ímynd hefur hann haldið. Blair hefur sett sér það markmið að 21. öldin verði öld Verkamanna- flokksins við völd líkt og Íhaldsflokk- urinn hafði tögl og hagldir mestan hluta 20. aldarinnar. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun benti allt til þess að hlutföll flokkanna á þingi yrðu lítið breytt. Verkamannaflokkurinn hefur því tryggt stöðu sína en Íhaldsflokk- urinn hefur á brattann að sækja. Öflug nýyrðasmíði hefur verið einaf undirstöðum íslenskrar mál- ræktar. Tökuorð úr erlendum málum eru til dæmis talin hlutfallslega færri í íslensku en í norrænu málunum í Skandinavíu. Þetta starf hefur ekki síst verið unnið í íðorðanefndum á vegum fjölmargra fag- og fræði- greina og þá oftast í sjálfboðavinnu. Í því hefur hinn almenni áhugi lands- manna á verndun og rækt tungunnar endurspeglast skýrlega. Elsta starfandi íðorðanefndin er orðanefnd rafmangsverkfræðinga en hún varð sextíu ára 16. maí síðastlið- inn. Nefndin stendur raunar á enn eldri grunni, eins og fram kom í við- tali við Berg Jónsson formann henn- ar, þar sem þeir sem stofnuðu hana höfðu sumir hverjir starfað í orða- nefnd Verkfræðingafélags Íslands sem stofnuð var 1919. Nefndinni hef- ur líka haldist vel á fólki en aðeins þrír formenn hafa verið fyrir henni frá stofnun og meðalstarfstími þeirra níu manna sem í henni sitja nú er 23 ár. Í nefndinni hefur þannig safnast mikil þekking og reynsla. Er það tví- mælalaust dýrmætt fyrir starf henn- ar sem hefur verið árangursríkt en á annan tug orðasafna hafa komið út á vegum hennar. Nýyrðin sem nefndin hefur smíðað á sextíu ára starfsferli lita líka daglegt mál flestra Íslend- inga en þar má geta orða eins og skjár, segulsvið, raflögn, spennistöð, rofi og tengill, loftnet, myndband og hljóðband. Nýyrðasmíði miðar að því að Ís- lendingar geti notað íslensku á sem flestum sviðum. Ekki eru allir sam- mála um að þetta sé endilega nauð- synlegt og tala um að einfaldara væri að taka erlend orð inn í málið, þannig mætti þar að auki koma í veg fyrir að upphafleg merking hins erlenda orðs og hugsanlegar aukamerkingar glöt- uðust. Rökin með nýyrðasmíðinni vega þó þyngra. Þar má nefna hagkvæmnis- rök á borð við þau að sjaldnast eru áhöld um rithátt og beygingu nýyrða af íslenskum stofnum og einnig eru þau oftast gagnsæ sem gerir almenn- ingi en ekki aðeins sérfræðingum auðvelt að skilja þau. Menningarleg og þekkingarleg rök eru ekki síður veigamikil. Með hinni sífelldu glímu við tungumálið er því haldið lifandi og í tengslum við nýja tíma. Af þessari glímu spretta líka ný sjónarhorn á hlutina. Með aðlögun tungumálsins að nýrri þekkingu eru Íslendingar einnig að skapa nýja þekkingu þar sem sú hefð sem býr í tungu þeirra og menningu er virkjuð. Það starf sem íðorðanefndir hafa unnið er sannarlega mikilvægt. Ástæða er til þess að hvetja þá sem það stunda til enn frekari dáða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.